Morgunblaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 32
MENNTUN 32 FÖSTUDAGUR 15. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÁRLEGUR kynningardagur um háskólanám fyrir nemendur í framhaldsskólum og alla aðra sem hyggja á háskólanám verður sunnudaginn 17. mars í húsnæði Háskóla Íslands. En nemendum á háskólastigi hefur fjölgað um 42% síðustu 5 ár og eru nú tæplega 13 þúsund manns í háskólanámi á Íslandi. Háskólakynningin er hugsuð fyrir framhaldsskólanema á öllum aldri og aðstandendur þeirra, að ógleymdum þeim sem ekki fóru í háskólanám að loknu stúdentsprófi en hyggja nú á frekari nám. Þeir geta hitt í Aðalbyggingu HÍ fulltrúa allra skóla á háskólastigi á einum stað og borið saman þá valkosti í menntun sem bjóðast. Að háskóla- kynningunni standa Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn í Reykjavík, Kennaraháskóli Íslands, Land- búnaðarháskólinn á Hvanneyri, Listaháskóli Íslands, Tækniskóli Íslands og Viðskiptaháskólinn á Bifröst. Kynningin fer fram í húsnæði Háskóla Íslands, í Aðal- byggingu, Odda og Nýja-Garði, sunnudaginn 17. mars kl. 11–17. Hér eru fjórir háskólar kynntir til sögunnar af þessu til- efni. Sagt verður frá hinum fjórum á menntasíðu á morgun. Sjá einnig efni um kynninguna á www.hi.is. Háskóladagurinn I/ Nemendum í íslenskum háskólum hefur fjölgað meira en spáð var. Námsleiðum hefur að sama skapi fjölgað mikið. Íslenskir háskólar og stofnanir sem tengjast háskólum og stúdentum kynna starfsemi sína á sunnudaginn í Aðalbyggingu HÍ kl. 11–17. Dagur allra íslenskra háskóla HÁSKÓLINN Á AKUREYRI er fram-sækinn háskóli með persónulegt svip-mót, þar sem áhersla er lögð á rann- sóknir nemenda og kennara, samvinnuverkefni og einstaklingsbundna leiðsögn. Nemum er boðin góð aðstaða sem felst í nýju kennsluhús- næði, vel búnum tölvuverum, rúmri aðstöðu í lesrýmum og stúdenta- görðum sem staðsettir eru í nágrenni háskólans. Fimm deildir eru starf- ræktar við háskólann, auðlindadeild, heilbrigðisdeild, kennaradeild, rekstrardeild og upplýsingatækni- deild.  Haustið 2002 tekur ný deild, auð- lindadeild, til starfa við háskólann, en nám við deildina byggist að nokkru á námi sem áður var kennt í sjávarútvegsdeild. 4 brautir verða til B.Sc. gráðu; fiskeldi, líftækni, sjávarútvegsfræði og umhverfisfræði. Nám í fiskeldi byggir m.a. á líffræði fiska, ör- verufræði, sjúkdómafræði, fóður- og hráefnis- fræði, eldistækni og viðskiptagreinum. Mark- miðið er að veita nemendum góðan þekkingargrunn til uppbyggingar fiskeldis. Nám í líftækni fjallar um notkun örvera við matvæla- og efnavinnslu og nýtingu lífefna þar sem frumur eða frumuhlutar eru notaðir við framleiðslu verðmætra efna. Kenndar eru und- irstöðugreinar líftækninnar, m.a. efnafræði, ör- verufræði, lífefnafræði og erfðafræði ásamt við- skiptagreinum. Áhersla er á matvælalíftækni. Í sjávarútvegsfræði eru auk grunngreina kenndar sérgreinar, s.s. stjórnun, hagfræði, við- skiptafræði, líffræði og ýmsar tæknigreinar. Markmiðið er að mennta fólk íábyrgðarstöður í fyrirtækjum tengdum sjávarútvegi. Nám í umhverfisfræðum er almennt grunn- nám í náttúruvísindum, ásamt námi í umhverf- isskipulagi, umhverfismati, áhrifum mengunar, auðlindahagfræði og viðskiptagreinum. Mark- mið námsins er að nemendur þekki til helstu ferla í náttúrunni þannig að þeir geti m.a. metið áhrif þjóðfélagsins á umhverfi sitt.  Í heilbrigðisdeild fer fram nám á tveimur brautum, hjúkrunarfræðibraut og iðjuþjálf- unarbraut. Nám í deildinni tekur 4 ár og braut- skrást nemendur með B.Sc. gráðu. Mögulegt er að ljúka meistaragráðu í hjúkrunarfræði frá deildinni, hún er sú eina sem býður nám í iðju- þjálfun, en mikill skortur er á iðjuþjálfum.  Í kennaradeild eru grunn- skólabraut, leikskólabraut, framhalds- braut, skólaþróunarsvið og nám í nú- tímafræðum. Á grunnskólabraut er fjallað um kennslugreinar grunnskól- ans, kennslufræði þeirra og uppeld- isgreinar sem kennurum eru nauðsyn- legar og á leikskólabraut eru kennd leikskólafræði, listir, uppeldisgreinar og umhverfis- og náttúrufræði. Nám í nútímafræði er 30 eininga nám sem veitir undirstöðu fyrir áframhaldandi nám í heimspeki-, félagsvísinda- og guðfræðideild HÍ og einnig er mögulegt að tengja það við nám á öðrum brautum kennaradeildar HA. Á framhaldsbraut eru 2 námsleiðir, kennslu- fræði til kennsluréttinda og meistaranám.  Markmið rekstrardeildar er að búa nem- endur undir að gegna stjórnunar- og ábyrgð- arstörfum í atvinnulífinu og veita þeim grunn til frekara náms á fræðasviðum deildarinnar. Nám í deildinni tekur þrjú ár og lýkur með B.Sc. gráðu. Í rekstrardeild eru fimm brautir, ferða- þjónustu-, fjármála-, markaðs-, stjórnunar- og upplýsingabraut. Áhersla er lögð á tengsl við atvinnulífið, flest lokaverkefni nemenda verið unnin í samstarfi við fyrirtæki eða stofnanir.  Í upplýsingatæknideild er boðið upp á nám í tölvunarfræðum. Í náminu er megináhersla lögð á forritun, kerfishönnun, gagnagrunna, stýrikerfi og raunhæf verkefni. Kennsla fer að mestu fram á ensku sem gerir HA kleift að bjóða erlendum nemendum að nema við deild- ina, eykur hæfni íslenskra nemenda og und- irbýr þá betur undir störf eða framhaldsnám erlendis.  Nemendur HA eru tæplega 900 á vorönn 2002. Fjarnám er vaxandi þáttur í námsframboði háskólans. Heimasíða: www.- unak.is. Háskólinn á Akureyrili i LANDBÚNAÐARHÁSKÓLINN áHvanneyri hefur að undanförnu aukiðvið starfssvið sitt og býður upp á nám í hefðbundnum búvísindum og einnig á sviði nátt- úruvísinda og umhverfismála.  Ein námsbrautin er umhverfisskipulag, þar sem reynir m.a. nokkuð á teikn- ingu og tölvuhönnun enda miðast námið við að gefa góða undirstöðu til áframhaldandi náms í landslags- arkítektúr eða öðrum skipulags- greinum. Staðsetning á vinnuað- stöðu nemenda á þessari braut hefur vakið nokkra athygli enda um nokk- uð sérstakt fyrirkomulag að ræða þar sem vinnustofan er í endurnýjuðu húsnæði á loftinu í stóru gömlu fjósi sem reist var á staðnum 1929 og á næstu hæð fyrir neðan jórtra kýr búsins á Hvanneyri. Nemendur og kenn- arar skólans eru mjög ánægðir með aðstöðuna sem er heimilisleg og hlýleg, enda er þar stund- um unnið að verkefnum langt fram á nótt. Að- staðan er tilbreyting frá hinu hefðbundna skóla- umhverfi. Á Hvanneyri hefur formlega verið háskóli síðan 1999 en þó hefur verið þar nám á há- skólastigi allt frá árinu 1947. Þar er nú boðið upp á þrjár námsbrautir á háskólastigi, búvís- indi, landnýtingu og umhverfisskipulag. Námið á öllum námsbrautunum þremur tekur að lág- marki þrjú ár til 90 eininga B.S. prófs.  Landnýtingarbraut LBH hefur nokkra sérstöðu. Þar er lögð áhersla á nýtingu og verndun lands auk skógræktar og landgræðslu miðað við íslenskar aðstæður. Hér á landi eru ekki viðhafðar sömu aðferðir í landgræðslu og skógrækt og víðast hvar erlendis sökum sér- stakrar náttúru landsins. Þarna er margt haft til hliðsjónar, s.s. veðurfar, dreifð búseta og stutt sumur. Einnig hefur beitarnýting á við- kvæmu landi leitt til hnignunar landgæða og það tengist landgræðslu. Þess vegna er áhersla lögð á nýtingu úthaga svo og annarra nátt- úruauðlinda.  Á búvísindabraut er fjallað um húsdýrin í víðum skilningi þess orðs. Mikil áhersla er lögð á nautgriparækt, sauðfjárrækt og hrossarækt. Allar undirstöður búrekstrar eru teknar fyrir og einnig nýjungar í jarðrækt, fóðrun og kornrækt. Nám- ið miðast við þarfir þeirra, sem starfa vilja við búskap, ráðgjöf eða rann- sóknir í búfræðum og er einnig góð undirstaða undir frekara búvís- indanám. Þess má geta að langflestir ráðunautar landsins á sviði landbún- aðar hafa verið menntaðir á Hvanneyri.  Ýmsir áhugaverðir kostir eru í boði til framhaldsnáms að loknu námi á Hvanneyri, bæði við landbúnaðarháskólann svo og við aðra háskóla hérlendis og erlendis. Skólinn hefur ræktað fagleg tengsl við ýmsa háskóla erlendis og gert við þá samstarfssamninga. Skólinn er vel búinn tækjum og bókasafn, rannsóknastofur og tilraunabú eru innan seil- ingar. Ýmsar stofnanir á náttúru- og landbún- aðarsviði hafa aðsetur á Hvanneyri og kemur starfsfólk þeirra að kennslu við LBH.  Nemendur við Landbúnaðarháskólann eru nú um 100 talsins, þar af stunda um 25 nem- endur fjarnám við skólann. Auk háskólanáms og fjarnáms er þar rekin bændadeild svo og öfl- ug endurmenntunardeild fyrir starfandi bænd- ur. Á Hvanneyri hefur með árunum myndast þekkingarþorp í kringum starfsemi skólans og þar búa nú um 200 manns. Nemendur njóta ým- iss hagræðis af að búa og starfa á staðnum og góð nánd er á milli nemenda og starfsfólks. Boð- ið er upp á heimavist, og nemendagarða með einstaklingsherbergjum og fjölskylduíbúðum, tengdum við tölvunet skólans.  Heimasíða: www.hvanneyri.is. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyrili i LISTAHÁSKÓLI ÍSLANDS sækist eftirhæfileikamiklum og hugmyndaríkumnemendum með góða almenna undir- stöðumenntun og grunnþekkingu á viðkomandi sviði. Almenn inntökuskilyrði eru að umsækj- endur hafi lokið stúdentsprófi eða sambærilegu námi. Inntökunefndir velja nemendur úr hópi umsækjenda með hliðsjón af sérstökum skil- yrðum sem hver deild skólans setur sér. Einkunnarorð skólans eru sköpun og miðlun. Hlutverk hans er að sinna æðri menntun á sviði listgreina. Skólinn starfar í fjórum deildum: leiklistardeild, tónlist- ardeild, myndlist- ardeild, og hönnunar- og arkitektúrdeild. Grunnþáttur starfsem- innar er menntun til fyrstu háskólagráðu. Auk þess er boðið upp á kennaranám fyrir listafólk. Í skólanum eru nú alls um 270 nemendur.  Nám í leiklistardeild er 120 eininga nám til B.F.A. gráðu. Námstími er fjögur ár. Náminu lýkur með þremur uppfærslum í nemendaleik- húsi og B.A. ritgerð. Áhersla er lögð á að þroska sjálfstæði nemandans með það að markmiði að skerpa sýn hans á eigin framvindu og vinnu- brögð sem listamanns. Við deildina eru m.a. kennd eftirfarandi tæknifög: raddbeiting, hljóð- mótun, líkamsbeiting og söngur. Þá fer fram kennsla í ýmsum fræðigreinum, s.s. í leiklist- arsögu, heimspeki og í almennri listasögu.  Nám í tónlistardeild er þriggja ára, 90 ein- inga nám til BA- eða B.Mus. gráðu. Nemendur geta valið um þrjár brautir eftir aðalgrein: hljóðfæraleik/söng, með megináherslu á túlkun tónlistar, tónlistarfræði, með áherslu á almennt tónlistarnám og tónlistarrannsóknir, eða tón- smíðar/nýmiðla, þar sem mest er lagt upp úr hvers konar tónsköpun. Aðalgrein og stoð- greinar hennar nema um helmingi einingafjöld- ans en hinn helmingurinn samanstendur af val- greinum og sameiginlegum fræðigreinakjarna. Þá er innan tónlistardeildar starfrækt sérstök námsleið, diplómanám, fyrir unga hæfileikaríka nemendur, sem komnir eru á háskólastig á sitt hljóðfæri og í tónlistarfræðum, en eru ennþá í almennu námi á framhaldsskólastigi.  Nám í myndlistardeild er þriggja ára, 90 eininga nám til B.A. gráðu og skiptist á milli list- sköpunar og fræðigreina. Námið miðar að því að nemendur tileinki sér sjálfstæð vinnubrögð, auki þekkingu sína og skilning á listum og rækti sjálfa sig sem listamenn. Gefinn er kostur á fjöl- breyttu námi þar sem lögð er áhersla á tækni, aðferðir, listsköpun og gagnrýni. Námið fer að stórum hluta fram á vinnustofum, með þátttöku í sérverkefnum og samstarfi við stofnanir og er- lenda listaháskóla. Listfræðikennsla fer fram í málstofum og fyrirlestrum. Náminu lýkur með sérstöku B.A. verkefni sem felur í sér ritgerð og mynd- verk sem sýnt er á útskriftarsýningu.  Í hönnunar- og arkitektúrdeild starfa nem- endur og kennarar hlið við hlið og skoða tísku, tíðaranda, tæknilausnir, efni, listir og markað. Námið í deildinni er þriggja ára, 90 eininga grunnnám til B.A. gráðu. Nemendur geta valið um þrjár námsbrautir: arkitektúr, grafíska hönnun, eða vöruhönnun. Grafísk hönnun skipt- ist í prentmiðla og margmiðlun, og vöruhönnun í þrívíða hönnun og fata- og textílhönnun. Nem- endur hafa aðgang að verkstæðum skólans.  Skilyrði er að nemendur hafi lokið fullgildu námi í listgrein sinni áður en þeir hefja kenn- aranám til kennsluréttinda, t.d. að hafa lokapróf úr listaskóla á háskólastigi eða hafa lokið B.A./ B.S. gráðu úr viðurkenndum háskóla. Mark- miðið er að undirbúa listamenn undir kennslu í sínum sérgreinum. Næsta ár verður boðið upp á nám fyrir myndlistarmenn og hönnuði og fyrir leiklistarfólk. Um er að ræða 30 eininga nám sem taka má á einu eða tveimur árum. Náminu lýkur með diplóma sem gefur réttindi til þess að sækja um leyfi til menntamálaráðuneytis til að nota starfsheitið kennari. Námið er skipulagt og rekið af Listaháskóla Íslands í samvinnu við Kennaraháskóla Íslands.  Netfang: lhi@lhi.is, veffang: www.lhi.is. Listaháskóli Íslandsi li Í l TÆKNISKÓLI ÍSLANDS, sem oft ernefndur háskóli atvinnulífins, er faghá-skóli á sviði tækni, reksturs og heilbrigð- isgreina og hóf starfsemi árið 1964. Aðdragand- ann að stofnun hans má rekja allt aftur til ársins 1960, er Gylfi Þ. Gíslason var mennta- málaráðherra. Fyrir ríkisstjórn Íslands liggur frumvarp til laga um nýjan Tæknihá- skóla Íslands og bíður samþykkis hennar. „Það er einlæg ósk allra sem við skólann nema og starfa í dag að frumvarpið verði samþykkt nú á vorþingi. Það mun skipta sköpum fyrir allt skólastarfið þegar loks verður hægt að starfa eftir þeim lagaramma sem gildir um allt háskólastarf á Íslandi. Of oft hefur þess misskilnings gætt að Tækniskólinn starfi ekki á háskólastigi en nýtt nafn mun taka þar af allan vafa. „Treystum við nýjum menntamálaráð- herra, Tómasi Inga Olrich, til að taka strax upp þráðinn þar sem Björn Bjarnason skildi við hann og láta það verða eitt af sínum fyrstu verk- um að koma á fót Tækniháskóla Íslands,“ segir Svandís Ingimundardóttir, náms- og starfs- ráðgjafi.  Á þeim tæpum 40 árum sem liðin eru frá stofnun Tækniskóla Íslands hefur skólinn tekið stórfelldum breytingum og þróast ört samhliða sífellt tæknivæddara samfélagi. Námsframboð eykst ár frá ári og nemendum fjölgar jafnt og þétt og eru nálega 700 talsins í dag. TÍ útskrifar bygginga-, iðnaðar-, orku-, rafmagns-, vél- tækni- tölvu-og upplýsingafræðinga með B.Sc. gráðu eftir 3½ árs nám. Frá heilbrigðisdeild skólans er hægt að ljúka 4ra ára B.Sc. námi í geislafræði (áður röntgentækni) og meina- tækni. Frá rekstrardeild er hægt að ljúka námi í alþjóðamarkaðsfræði og vörustjórnun til B.Sc. gráðu eftir 3ja ára nám. Þá geta nemendur TÍ einnig lokið diploma í iðnrekstrarfræði eftir 2ja ára nám og í bygginga-, raf- og véliðnfræði eftir 1½ –2ja ára nám. Loks er að nefna frum- greinadeild TÍ, sem reynst hefur mörgum eldri nemendum eina færa leiðin í íslensku mennta- kerfi til að hefja nám á nýjan leik. Þar er boðið aðfararnám fyrir háskólastigið en jafnframt geta stúdentar af öðrum brautum en nátt- úrufræðibraut komið þar við og bætt við sig stærðfræði og raungreinum. Verið er að endurskoða inntökuskilyrði inn í deildina til samræmis við hugmyndir mennta- málaráðuneytis um fjölbreyttari og styttri leiðir að stúdentsprófi. Eins hefur það við- horf alltaf ríkt innan vébanda TÍ að meta skuli starfsreynslu, verkþekkingu og verknám umsækjenda ekki síður en bóknám þeirra og munu ný inntökuskilyrði miða enn frekar að því.  Þörf atvinnulífsins fyrir tæknimenntað starfsfólk hefur sjaldan eða aldrei verið jafn- mikil og í dag. Tækniskóli Íslands hefur tekið höndum saman með atvinnulífinu og kemur til móts við þessa miklu eftirspurn með því að laða til sín fleiri umsækjendur. T.d. með auknu námsframboði, með markvissum námskynn- ingum fyrir nemendur í framhalds- og grunn- skólum og virku samstarfi við fulltrúa íslensks atvinnulífs. Eftirspurn eftir námi við skólann hefur aukist að undanförnu og má sjá afar já- kvæða breytingu á hlutfalli kynjanna í tækni- fræði. Tæknifræðingar dagsins í dag eru flestir karlkyns en tæknifræðingar framtíðarinnar verða vonandi jöfnum höndum karlar og konur ef dregnar eru ályktanir af fjölgun kven- umsækjenda í tæknifræði. Konum fjölgar um- talsvert í iðnaðartæknifræði og tölvu- og upp- lýsingatæknifræði, sem hefur vinninginn, en sú námsbraut hóf göngu sína haustið 1999 eftir mikinn þrýsting frá forsvarsmönnum atvinnu- lífins. Þessi þróun einungis upphafið að enn frekari fjölgun tæknimenntaðs fólks á Íslandi, konum jafnt sem körlum, því ný og krefjandi störf bíða í atvinnulífinu.  Heimasíða: www.ti.is. Tækniskóli Íslandsi li Í l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.