Morgunblaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 62
Morgunblaðið/Sverrir
„Þegar beljandi, ískrandi hávaðinn var sem mestur var sveitin ósnertanleg.“
GODSPEED you black emperor!
hefur verið ein umtalaðasta neðan-
jarðarrokksveit síðustu ára. Hefur
þar hjálpað sá listræni dulhjúpur sem
meðlimir hafa sveipað hana og svo að
sjálfsögðu tónlistin, sem er ekkert
minna en fyrirtak. Godspeed spila
síðrokk; afbyggt og tilraunakennt
rokk sem leitar fanga utan hins
venjulega rokkramma og sneiðir
fram hjá viðteknum gildum um hvað
teljist rokk og ról. Í seinni tíð hefur
þessi skilgreining víkkað nokkuð en í
upphafi átti þetta einkum við tónlist
sem var jafnan ósungin og naum-
hyggjuleg, og lögin oft í lengri kant-
inum.
Þar sem þetta er lenska um þessar
mundir hafa nokkrar íslenskar sveitir
lagt þetta form fyrir sig, með æði
misjöfnum árangri verður að segjast.
Stafrænn Hákon er ein þessara
sveita og lék hún á undan Godspeed.
Um er að ræða eins manns sveit Ólafs
Arnar Josephssonar en á tónleikum
fær hann til liðs við sig nokkra félaga
sína.
Því miður vakti tónlist Ólafar og fé-
laga ekki mikla hrifningu hjá undir-
rituðum. Þá miklu fremur til umhugs-
unar um hvernig höndla eigi þetta
viðkvæma form, síðrokkið. Því þó það
megi auðveldlega færa rök fyrir því
að það sé auðleikið, tónfræðilega, er
að sama skapi erfitt að ljá tónlistinni
persónulega hlýju og tilfinningu.
Þetta er ekki á allra færi og mistekst
algerlega hjá Stafrænum Hákoni. Er
hann vel að merkja alls ekki einn um
þetta í hinni smáu, íslensku síðrokks-
senu. Í hans tilfelli er um að ræða afar
ófrumlega Mogwai-eftiröpun sem í
sinni verstu mynd er hreint og beint
leiðinleg. Síðasta lagið bar með sér
smápælingar en á heildina litið var
þetta tilþrifalítið og innantómt.
Fyrstu tónarnir frá Godspeed báru
hins vegar vitni um það, hvernig á að
gera svona tónlist. Salurinn varð
strax lostinn spennu og straumarnir
frá Godspeed vöktu mann af værum
blundi. Myndskeiðum úr gömlum
kvikmyndavélum varpað upp á tjald
til áhrifsauka og á sviðinu voru níu
manns, hvorki meira né minna. Þrír
gítarleikarar, tveir bassaleikarar,
tveir slagverksleikarar ásamt fiðlu-
og sellóleikara.
Sveitin spilaði vel og lengi; kaflar af
breiðskífunni Lift Yr. Skinny Fists
Like Antennas To Heaven! voru
leiknir svo og lag af stuttskífunni
Slow Riot For New Zero Kanada (í
uppklappi). Bestu sprettirnir voru í
þeim köflum sem eru orðnir vöru-
merki hjá Godspeed, hæg og seiðandi
uppbygging sem brestur að lokum í
magnaða keyrslu. Þá lyftust einatt
nokkur hár hjá manni og það var úti-
lokað að dást ekki að innlifun með-
lima. Þótt það hafi á köflum verið hjá-
kátlegt að sjá Dave, einn
gítarleikaranna, engjast sundur og
saman í stólnum sínum af hreinni
ástríðu, þá efast ég ekki um að God-
speed geri hlutina frá hjartanu.
En þetta var ekki eintóm ham-
ingja. Um miðbikið slappaðist þetta
dálítið niður, langir (langdregnir?)
sveimkaflar hljómuðu vel og lengi og
reyndu talsvert á þolrifin hjá manni.
Þegar beljandi, ískrandi hávaðinn
var sem mestur var sveitin ósnert-
anleg. En einfaldleikinn, þ.e. svipuð
uppbygging laga, á það þó til að vera
þessari einstöku sveit fjötur um fót.
Allt í allt kvöld sem ég hefði ekki vilj-
að missa af – en lífi mínu breytti það
ekki. Sem, á einhvern undarlegan
hátt, er liggur við krafa sem maður
gerir til Godspeed.
Upp með hendur!
Tónlist
Íslenska óperan
Tónleikar kanadísku sveitarinnar God-
speed you black emperor! í Íslensku óp-
erunni, 13. mars, 2002. Upphitun var í
höndum Stafræns Hákons.
Hljómleikar
Arnar Eggert Thoroddsen
ÉG HELD að flestir geti tekið und-
ir að Alanis Morissette hafi lent all-
harkalega í þeim fúla pytti sem er að
þurfa að uppfylla óraunhæfar eftir-
væntingar sem vakna eftir óeðlilega
miklar vinsældir fyrstu plötunnar.
Jagged Little Pill
var náttúrlega al-
veg ótrúlega skot-
held skífa á sínum
tíma. Uppfull af
smellnum og viðeig-
andi dægurperlum
sem sumar hverjar lifa enn góðu lífi.
En hin mun þyngri, „takið-mig-alvar-
lega“ önnur plata, Supposed Former
Infatuation Junkie, kom og fór án
þess að vekja teljanlega eftirtekt,
nema hjá allhörðustu aðdáendum.
Þótt sá gripur sé hinn ágætasti verð
ég að segja að nýja platan Under Rug
Swept virki á mann eins og ferskur
andblær. Þar er að finna þá Moris-
sette sem lagði heiminn að fótum sér.
Það er platan sem menn gerðu sér
vonir um þegar þeir biðu eftir annarri
plötunni. En Morissette á í stöðugri
togstreitu að manni virðist við að vera
framsækinn og óútreiknanlegur lista-
maður sem gerir í því að ögra hinu
hefðbundna og að vera poppstjarna
sem leikur sér að því að semja gríp-
andi dægurlög sem falla fjöldanum í
geð og hertaka útvarpsstöðvar.
Stærsti kosturinn við hina mjög svo
frambærilegu nýju plötu er að henni
hefur loksins tekist að fara bil beggja.
Í lagasmíðunum og á stundum óþægi-
lega persónulegri textagerðinni er
hún leitandi og sker sig frá öðrum en
á meðan er framsetningin öll hin að-
gengilegasta.
Hér er hún líka orðin allt í öllu og
lætur sér ekki nægja að semja lögin
heldur stjórnar einnig upptökum.
Engin tilraunamennska þar á ferð en
skilar sér þannig að stærsti gallinn á
Jagged Little Pill, iðnaðarrokks-
óbragðið – sem kom úr smiðju iðn-
aðarráðherrans Glens Ballards, er að
mestu á bak og burt. Þess í stað má
greina aukin áhrif frá bresku, óháðu
og á stundum þjóðlagaskotnu rokki
og kemur gæðasveitin The Sundays
oftar en ekki upp í hugann, sérstak-
lega í rólegri lögunum.
Under Rug Swept verður örugg-
lega ekki sópað undir mottuna eins og
síðustu plötu því á henni er að finna
Morissette sem geislar af sjálfsöryggi
og einbeitingu, Morissette sem loks-
ins er búin að finna sig og kann vel við
það sem hún fann. Tónlist
Sjálfsörugg og sátt
Alanis Morissette
Under Rug Swept
Maverick
Þriðja „alvöru“ platan frá þessari 28 ára
gömlu kanadísku söngkonu sem var
næstum búin að klúðra glæstum og lof-
andi ferli með síðustu plötu.
Skarphéðinn Guðmundsson
Lykillög: „Hands Clean“, „Flinch“,
„Surrendering“, „Utopia“.
FÓLK Í FRÉTTUM
62 FÖSTUDAGUR 15. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Sixties
í kvöld
Frítt inn
BÚÐARKLETTUR, Borgarnesi:
Dj Finnur Jónsson.
CATALINA, Hamraborg: Gammel
Dansk.
CELTIC CROSS: Spilafíklarnir.
DUBLINER: Penta.
GAUKUR Á STÖNG: Dj Páll Ósk-
ar heldur opið partí frá mið-
nætti.1000 kr inn.
GALLERÍ NEMA HVAÐ: Krafta-
verkaKusan opnar sína fyrstu
einkasýningu í Gallerí Nema hvað á
Skólavörðustíg 22c í kvöld 15. mars,
kl.20. Kynnir og sýningarstjóri er
Sólveig Alda Halldórsdóttir. Krafta-
verkakusan vinnur með málverkið í
sinni víðustu mynd og sýnir hér af-
raksturinn opinberlega í fyrsta sinn.
Sýningin stendur til 20. mars og er
opin sem hér segir: Mán. 18. mars
kl: 16-18, þri. og miðv. kl: 14–17.
GRANDROKK: Hljómsveitin MÍR
frá kl. 23:00. Frítt inn.
HAFURBJÖRNINN, Grindavík:
XXX Rottweiler hundar.
HITT HÚSIÐ, Pósthússtræti:
Sigurmyndirnar í Stuttmynda-
keppni Hins hússins og Skjás Eins
afhjúpaðar frá kl. 20–22.
HÖLLIN, Vestmannaeyjum:
Stórsýningin Af lífi og sál.
KAFFI REYKJAVÍK: Djass-
tónleikar með tríói Robins Nolan.
Papar síðar um kvöldið.
KAFFI-LÆKUR, Hafnarf.: Njalli í
Holti og Össi saxófónn.
KRINGLUKRÁIN: Janis Joplin
tónleikar frá kl. 21:00. Dansleikur
að því loknu með Sín.
KRISTJÁN IX, Grundarfirði:
Svensen og Hallfunkel.
O’BRIENS, Laugavegi 73: Blús-
brjótarnir.
PAKKHÚSIÐ, Selfossi: Gunnar
Ólason og Ingvar Valgeirsson.
PLAYERS-SPORT BAR, Kópa-
vogi: Línudansleikur kl. 20:30 undir
stjórn Jóhanns Arnar Ólafsson.
Dansgjald kr. 1000 – allir velkomn-
ir. Hálft í hvoru á eftir.
RÁIN, Keflavík: Hljómsveitin
Bingó frá Borgarnesi.
VIÐ POLLINN, Akureyri: Pétur
Kristjánsson og hljómsveit.
VÍDALÍN: Ólafur Páll Gunnarsson
mætir í diskógallanum föstudags-
kvöld og tekur létt sving við græj-
urnar.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
UPPTÖKUR öryggismynda-
vélar í versluninni Saks í
Beverly Hills þar sem Win-
ona Ryder var gómuð fyrir
meintan þjófnað gefa til
kynna að hún sé alsaklaus,
að sögn lögfræðinga hennar.
Ryder heldur staðfastlega
fram að hún sé saklaus af
kæru sem lögð hefur verið
fram á hendur henni fyrir
þjófnað, innbrot, skemmd-
arverk og að hafa undir
höndum sterk verkjalyf án tilskil-
ins lyfseðils.
Upptökurnar hafa verið lagðar
fram sem sönnunargögn af verj-
endum hennar en þær hafa verið
Sjónvarpsþátturinn Extra hefur komist
yfir upptökur öryggismyndavélanna en
þær sýna Ryder máta hatta í sakleysi
sínu og stinga engu öðru en bréfi utan
af röri í handtösku sína.
Saklaus?
Meint búðarhnupl Winonu Ryder
Reuters
sýndar sjónvarpsstöðvum og dag-
blöðum í Los Angeles sem stað-
fest hafa að það sem fyrir augu
beri stangist á við fyrri vitnisburð
lögreglu og öryggisvarða.