Morgunblaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2002 43 ✝ Hólmfríður Ein-arsdóttir fæddist í Varmahlíð undir Eyjafjöllum 19. maí 1925. Hún lést á Sóltúni 6. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Einar Sigurðsson bóndi í Varmahlíð, f. 4. apríl 1894, d. 19. júlí 1981 og Ingibjörg Bjarna- dóttir, f. 17. febrúar 1895, d. 25. maí 1980. Systkini Hólmfríðar eru: Þóra Dóra, f. 3. desember 1918, Bjarni, f. 3. mars 1923, d. 28. júní 1990, Sigríður Bjarney, f. 7. júní 1927, Einar Ingi, f. 15. desember 1931, d. 27. júní 1996, og Guðný Svana, f. 31. október 1934. Hólmfríður var ógift og barnlaus. Hólmfríður vann á unglingsár- um öll almenn störf sem tilheyrðu sveitabúskapnum. Árið 1946-1947 var hún við nám í Húsmæðraskól- anum á Varmalandi. Sumarið 1951 var hún kokkur á síldar- bát suður með sjó. Hólmfríður lauk ljósmæðraprófi frá Ljósmæðraskóla Ís- lands 1953 og vann sem ljósmóðir við Sjúkrahúsið á Blönduósi og starf- aði þar sem héraðs- ljósmóðir til 1960, jafnframt sinnti hún hjúkrunarstörfum á skurðstofu sjúkra- hússins í forföllum. 1960-1962 var ljósmóðir á Sjúkra- húsi Selfoss. Árið 1965 réðst hún til Heilsustofnunar Náttúrlækn- ingafélags Íslands í Hveragerði og starfaði þar við hjúkrunar- störf til ársins 1997. Hólmfríður bjó síðustu árin í íbúð sinni á Sléttuvegi 13 í Reykjavík. Útför Hólmfríðar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Hólmfríður Einarsdóttir frá Varmahlíð, eða Fríða frænka eins og mér og fjölskyldu minni var tamast að nefna hana, er í dag kvödd af vinum og vandamönnum. Hlýjar og þakklátar tilfinningar okkar fylgja henni í hinstu ferðina. Æskuheimili hennar hjá foreldrum, Einari Sigurðssyni og Ingibjörgu Bjarnadóttur, er einn af hátindum liðinna ævidaga minna. Einar í Varmahlíð og faðir minn voru systkinasynir og uppeldisbræður, móðir mín var alin upp hjá afa og ömmu Ingibjargar og átti síðar langdvalir hjá foreldrum hennar í Hlaðbæ í Vestmannaeyjum. Þær voru alla tíð rétt eins og góðar systur. Bærinn í Varmahlíð horfði við mér hvern dag heiman frá Vall- natúni, burstabær í skjóli rismikilla hamra og fagurgróinna hlíða. Að koma þangað var alltaf eins og að koma í foreldrahús og ég hef alltaf hugsað um systkinin frá Varmahlíð líkt og mín eigin systkini. Í gömlu baðstofunni í Varmahlíð fékk ég blessun hjá ömmu minni, Guðrúnu Tómasdóttur, sem átti þar gott elliathvarf. Þar minnist ég og góðra stunda í návist Sigurðar Tómassonar fóstra föður míns og hans ágætu konu, Þóru Torfadótt- ur prentara í Reykjavík, Þorgríms- sonar. Ætt Einars hafði búið í Varma- hlíð frá því um Skaftárelda. Nafn hans var komið frá langafanum Einari Högnasyni stúdent í Skóg- um. Nafn föður hans var nafn Sig- urðar Jónssonar prófasts í Holti undir Eyjafjöllum, föðurbróður séra Jóns Steingrímssonar eld- prests. Ragnhildur kona Einars stúdents var dótturdóttir séra Jóns. Engin furða að sálmur hans, „Heilög jól, höldum í nafni Krists“ var sunginn undir ævagömlu lagi í baðstofunni í Varmahlíð á hverjum jólum á uppvaxtarárum föður míns. Æskuheimili Hólmfríðar frænku stóð framar flestum heimilum í sveitinni í æsku minni. Mikill þokki utanbæjar og innan og frábær gestrisni einkenndu allt heimilis- hald. Þar var aldrei gestalaust hús og öllum, lágum og háum, var fagn- að af sömu hlýju og velvild. Hús- bóndinn var organisti kirkju sinnar og ekkert var óvenjulegt að hann settist við hljóðfærið er gesti bar að garði og margradda söngur hljómaði um öll hús. Þetta var sú blessun og það veganesti sem Hólmfríður flutti með sér úr föður- og móðurgarði. Einn langafi henn- ar í móðurætt var séra Björn í Holti, sonur séra Þorvalds Böðv- arssonar sálmaskálds í Holti. Sjálf bar hún nafn Hólmfríðar Þorvalds- dóttur systur séra Björns og Hólmfríðar Rósinkrans dóttur séra Björns. Ingibjörg í Varmahlíð átti í æsku dvalir hjá Hólmfríði ömmu- systur sinni og manni hennar, Ólafi Rósinkrans, í gamla Prestaskólan- um í Austurstræti og gat sagt mér sögur frá hinu merka heimili Hólmfríðar Þorvaldsdóttur og manns hennar, Jóns Guðmundsson- ar ritstjóra og frá umgengni þeirra við Sigurð málara. Sama gat móðir mín látið í té eftir fóstur hjá Krist- ínu á Ysta-Skála, systur Hólmfríð- ar Rósinkrans. Heimilið í Varmahlíð gerði börn sín vel úr garði í menningararfi sem aldrei verður metinn til þess auðs sem mölur og ryð fá grandað, sameiginlegir voru þeim systkinum bestu eðlisþættir frábærra foreldra í umgengni og alúð við annað fólk, öll ágætlega vel gefin, gestrisin og góð heim að sækja. Einar í Varma- hlíð kenndi mér að leika á harmon- ium. Iðkun þess hefur veitt mér ómældar ánægjustundir. Kirkjukór Ásólfsskálasóknar var stofnaður 1947. Ég var þar í forystu og þær systur í Varmahlíð, Hólmfríður og Sigríður, gengu þar til liðs með sínar fögru söngraddir. Brátt lá leið þeirra í brottu í nám og starf og fundum fækkaði en velvildin var alltaf söm við sig í garð minn og minna. Hólmfríður kaus sér líknarstarf á lífsgöngu og bar fegursta starfs- heiti íslenskrar tungu, ljósmóðir. Hún lifði sjálfstæðu lífi alla tíð, átti sér í öllu góða fyrirhyggju og vann störf sín með sæmd. Hún sá hag sínum jafnan vel borgið en átti þá fórnarlund að taka að sér uppeldi tveggja munaðarlausra barna í fjarlægu landi. Hún var mjög föst og einbeitt í skapgerð og tjáði jafn- an hug sinn af hreinskilni. Vel þekkti ég höfðingjann Pál G. Kolka héraðslækni á Blönduósi og hans ágætu konu, frú Guðbjörgu og vissi vel að þau mátu Hólmfríði frænku mikils fyrir störf hennar á Héraðs- hælinu á Blönduósi. Sama máli gegndi þar um vinkonu mína, frök- en Halldóru Bjarnadóttur, sem alltaf kunni góð skil á réttu og röngu. Síðar lá leið Hólmfríðar suður um fjöll þar sem áratuga starf var unnið á Heilsustofnun Náttúru- lækningafélags Íslands í Hvera- gerði. Hólmfríður átti við heilsubrest að stríða hin síðari ár og bar með þolinmæði. Hvíldin var henni kær- komin. Systrum hennar og öðrum vandamönnum flyt ég samúðar- kveðjur í mínu eigin nafni og systkina minna. Gott er að líta um farinn veg og ylja sér við minn- ingar um gengna góðvini. Þórður Tómasson. Mér er efst í huga þakklæti þeg- ar ég hugsa nú á þessari kveðju- stund til hennar Fríðu vinkonu minnar. Fyrir vináttuna, um- hyggjusemina og trygglyndið. Við kynntumst fyrir rúmlega tuttugu árum á Heilsuhælinu í Hveragerði. Mér er það svo minn- isstætt hve velkomin ég var í þann hóp sem þar var fyrir á „vaktinni“ þarna kynntist henni Fríðu, Önnu Maríu, Möggu Árna, Helgu Judith, Stínu, Stellu, Elísabet, Guðrúnu Helgadóttur, Völlu o.fl. góðu fólki. Ekki varð hjá því komist að sjá hve Heilsuhælið bjó vel að eiga þennan trausta starfsmann sem hún Fríða var ávallt. Þrátt fyrir að leiðir okk- ar Fríðu skildi var vináttan alltaf sú sama. Með þökk fyrir allt og allt, þín vinkona Elín Guðmundsdóttir. Elsku Hófí. Þótt líkaminn falli að foldu og fellist sem stráið í moldu, þá megnar Guðs miskunnarkraftur af moldum að vekja hann aftur. Í jörðinni sáðkornið sefur, unz sumarið ylinn því gefur. Eins Drottinn til dýrðar upp vekur það duft, hér sem gröfin við tekur. Sá andi, sem áður þar gisti frá eilífum frelsara Kristi, mun leystur úr læðingi bíða þess líkamans, sem englarnir skrýða. Og brátt mun konungur kalla, sem kemur að fylla von alla. Hann græðir á fegurri foldu þau fræ, er hann sáði í moldu. (Stef. Thor.) Þínir vinir Anna María og Wolfgang. HÓLMFRÍÐUR EINARSDÓTTIR ✝ Svanhildur Sig-urðardóttir fæddist á Seyðisfirði 28. apríl 1929. Hún lést í Vestmanneyj- um 5. mars síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Rannveig Bjarna- dóttir, f. 13. júlí 1906, d. 14. apríl 1995, og Sigurður Halldórs- son, f. 28. maí 1898, d. 18. febrúar 1995. Systkini hennar eru Guðrún, f. 14. októ- ber 1924, maki Gunn- ar Hannesson; Bjarney, f. 28. september 1926, maki Ásbjörn Björnsson; Halldór, f. 29. janúar 1928, látinn; Ólöf Anna, f. 7. júlí 1932, maki Guðmundur Helgason, látinn; og Ingi, f. 28. ágúst 1934, maki Halldóra Friðriksdóttir. Svanhildur giftist Hauki Guð- mundssyni vélstjóra, f. 24. júní 1930, d. 3. júní 1974. Þau eign- uðust tvö börn: Hjör- dísi, f. 13. mars 1953, gift Paolo Montagni, dóttir þeirra er Flora, f. 26. júní 1981, sonur Paolo af fyrra hjónabandi er Luca, f. 2. desember 1967; og Ólaf Pétur, f. 13. febrúar 1958, kvæntur Margréti Klöru Jóhannsdótt- ur, f. 9. ágúst 1954, dóttir þeirra er Hild- ur Ýr, f. 27. júní 1992. Sonur Ólafs af fyrra hjónabandi er Haukur Ingi, f. 25. júní 1986. Dæt- ur Margrétar af fyrra hjónabandi eru Selma Ragnarsdóttir, f. 28. ágúst 1972, og Guðbjörg Ragnars- dóttir, f. 13. apríl 1976. Fyrrver- andi sambýlismaður Svanhildar um árabil var Tómas Óskarsson. Útför Svanhildar fer fram frá Laugarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Mig langar til að minnast Svan- hildar móðursystur minnar, hún lést í Vestmannaeyjum þar sem hún var búsett síðustu ár ævinnar. Svanhild- ur fæddist á Seyðisfirði, ólst þar upp og bjó síðar með eiginmanni sínum, Hauki Guðmundssyni, en hann lést langt fyrir aldur fram. Þau eignuð- ust tvö börn, Hjördísi og Óla Pétur. Stór hluti móðurættar minnar bjó á Seyðisfirði og var ég svo lánsöm að fá að eyða flestum sumrum þar hjá afa og ömmu.Við Hjördís frænka vorum miklar vinkonur og naut ég oft gestrisni á heimili Svanhildar og Hauks þessi sumur. Svanhildur var einstaklega myndarleg húsmóðir og ávallt mjög hlý og góð við mig, á ég góðar minningar frá bernskuárun- um á Seyðisfirði. Það var ánægjuleg tilviljun að síð- ast þegar Hjördís dóttir hennar, sem búsett er á Ítalíu, var hér í heimsókn var ég stödd hjá systur minni í Eyjum og áttum við saman dagstund á heimili Svanhildar í Vestmannaeyjum þar sem við gát- um spjallað yfir kaffibolla, rifjað upp gamla tíma og hlegið. Að leiðarlok- um þakka ég Svanhildi frænku ánægjulegar samverustundir á liðn- um árum þótt þær hefðu mátt vera fleiri síðustu árin. Fjölskylda mín sendir Hjördísi, Óla Pétri og fjöl- skyldum þeirra innilegustu samúð- arkveðjur og flytjum einnig kveðju foreldra minna sem stödd eru er- lendis. Rannveig Ásbjörnsdóttir (Ransý). Mamma er dáin! Það er erfitt að vera langt í burtu og fá slíka frétt í gegnum símann eins og við systk- inin fengum. Þú veist að kallið kemur fyrr eða síðar en vonar alltaf að það fari framhjá þér. Við áttum góða móður sem oft var sjálfri sér verst. Eftir að pabbi dó urðu kaflaskipti í lífi hennar og átti hún margar erfiðar stundir. Síðustu árunum eyddi hún í Vest- mannaeyjum og var svo heppin að kynnast yndislegu fólki sem vildi henni vel og var tilbúið að hjálpa henni á allan hátt. Erum við innilega þakklát Guðbjörgu og allri hennar fjölskyldu, Boggu, Gauju, Elísabetu, Inga og öllum öðrum ónefndum fyr- ir góðvildina í hennar garð. Barnabörnunum þótti ákaflega vænt um ömmu og verður þeirra missir mikill eins og okkar systk- inanna. Elsku mamma, tengda- mamma og amma, þakka þér inni- lega fyrir samfylgdina. Skín, blíða ljós ... vísa mér leið; ég löngun enga hef að líta fjarskann, bara næsta skref. Hvíl þú í friði. Hjördís, Paolo og Flora, Ólafur Pétur, Margrét Klara, Hildur Ýr og Haukur Ingi. SVANHILDUR SIGURÐARDÓTTIR               2 2 32  4 #  &5!+ 9-!+")"0;? 6-""6/*0- '   $   4     5!  1   0!   "#   "$%% -    !        ' 0' 0* *5+-"0-0 ,6"9*"$" #+"&00-0 +*" '+80  0*0-0 00-0 :8 *""  '0-0 )"") )"")"")"% &              2 #   50+!6-+ " " " 68 ,+!6@@    !    +   !   6 0! ( 3   "7   "..% 6(                "".% 8 !       8!       "7.%    9    2   2    !         ' 6  !"" !" 0' "$' "-6 6@!36-@6/ "$' "-636-@6/ =-":0-0% &                 4  # 3#44  0")"0A #+"&,8$ ' 2 !  "3  *    /   ""+00-0 )6 ") )"") )"")"")%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.