Morgunblaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 34
HALLDÓR Ásgrímssonutanríkisráðherra telurhugsanlegt að komamálum þannig fyrir að Íslendingar geti sætt sig við sam- eiginlega sjávarútvegsstefnu Evr- ópusambandsins, en hún hefur verið helsta fyrirstaða þess að Ís- lendingar sæktu um aðild að ESB. Framkvæma mætti stefnuna þannig að hún gerði ráð fyrir að- skilinni stjórn yfir íslensku fisk- veiðistjórnarsvæði og að úthlutun kvóta yrði byggð á fyrri úthlutun og í höndum íslenskra aðila. Þá væri ljóst að beiting nálægðar- reglu ESB um íslenska fiskveiði- stjórn yrði mjög til bóta. Halldór ræddi þessi mál í erindi sem hann flutti í Berlín í Þýska- landi í gær á hádegisfundi sam- taka sem nefnast Deutsche Ge- sellschaft für Auswärtige Politik. Tók Halldór fram í upphafi er- indis síns að aðild að Evrópusam- bandinu væri ekki á stefnuskrá nú- verandi stjórnvalda. Umræða um þessi mál hefði engu að síður sett svip sinn á íslenskt samfélag að undanförnu þó að sú umræða hefði engan veginn verið til lykta leidd. Halldór ræddi lauslega um aðild Íslands að samningnum um Evr- ópska efnahagssvæðið og sagði hann hafa reynst vel þó að Íslend- ingar teldu nauðsynlegt að gera á honum breytingar nú um stundir. Sagði hann eðlilegt að spurt væri hvers vegna Íslendingar vildu ekki gerast aðilar að ESB. Sagði hann menn m.a. verða að gera sér grein fyrir því að tiltölulega stutt væri síðan Ísland varð frjálst og fullvalda ríki. Baráttan fyrir full- veldi hefði ekki síst verið barátta fyrir yfirráðum yfir auðlindum Ís- lands og sú barátta stæði enn, enda fiskveiðar undirstaða ís- lensks efnahags, tveir þriðju út- flutningstekna Íslands kæmu af sölu fiskafurða í útlöndum. Sagði Halldór að meginástæða þess að Íslendingar hefðu aldrei sótt um aðild að ESB fælist því í hinni sameiginlegu sjávarútvegs- stefnu sambandsins – útilokað væri að sætta sig við að framselja stjórn sjávarútvegsmála til nefnd- ar er í sætu 30 sjávarútvegsráð- herrar, sumir frá löndum sem ekki einu sinni ættu land að sjó. Þetta þýddi þó ekki að Íslend- ingar gætu ekki skrifað upp á ýmis markmið hinnar sameiginlegu sjávarútvegsstefnu, enda væru þau mörg hver eðlileg og jákvæð. Sameiginleg stefna fyrir sameiginlega auðlind Halldór kvaðst telja að útfæra mætti sjávarútvegsstefnu ESB með þeim hætti að Íslendingum myndi vel líka. Sagði hann lausn- ina að hluta til felast í því hvernig menn túlkuðu hugtakið „sameig- inlegt“, þegar rætt væri um sjáv- arútvegsstefnuna. „Ég tel ljóst að Evrópusambandið þarf á sameig- inlegri fiskveiðistefnu að halda vegna þess að fiskistofnar þess eru að miklum hluta sameiginlegir – þ.e. tvö eða fleiri ríki nýta þá,“ sagði Halldór. „Til að mynda veiða Bretar, Belgar, Þjóðverjar og Hol- lendingar fisk úr sama stofni. Hér er því um sameiginlega auðlind að ræða og það er skynsamlegt að hafa sameiginlegar reglur um hvernig skipta á stofninum og stýra veiðum úr honum,“ sagði hann. „Hér er áhugavert að nefna að ekki er um að ræða með sama hætti sameiginlega stefnu um t.d. skóglendi, nokkuð sem er Finnum afar mikilvægt, eða um olíu og gas, sem skipta Breta svo miklu máli. Ástæðan hlýtur að vera sú að hér er ekki um sameiginlega auðlind að ræða.“ „Þá er hugtakið „sameiginlegt“ skilgreint með öðrum hætti að því er varðar hina sameiginlegu land- búnaðarstefnu ESB,“ hélt Halldór áfram. „Þar vísar það ekki til sam- eiginlegra auðlinda. Ekki er um að ræða sameiginlegt eignarhald á landi eða búfénaði. Hugtakið vísar þar til þess að um sameiginlegan markað er að ræða – stýra þarf að- gangi að honum í því skyni að koma í veg fyrir offramleiðslu.“ „Sameiginlegar stýrireglur Fiskistofnar á um séreign Í Hans Dietrich Genscher, fyrrverandi utanríkisráðherra Þýska inberri heimsókn Halldórs til Þýskalands lauk í gær en þá átt arstjóra í Berlín, og Wolfgang Thierse, f vegna sameiginlegrar au þar er lykilinn að finna Halldór í erindi sínu. „Þ kannski undrun ykkar að mikill meirihluti þess fisk við Íslands strendur er og sem við byggjum afkom á, er ekki sameiginleg „Við höfum að vísu ekki „Made in Iceland“ á fiski get fullvissað ykkur um, er viðurkennt af fiskifr víðs vegar um heiminn fiskifræðingum Evrópusa ins, að flestir fiskistofna land halda kyrru fyrir á hafsvæði. Þeir eru því ek eign frekar en finnsk tré e olía.“ Halldór tók fram að v væri einnig um ýmsa fisk ræða sem flökkuðu frá e svæði til annars, og sem ingar deildu með öðrum Nefndi hann síld og loðnu sambandi. „Þar sem um inlega auðlind er að ræða við þurfa á sameiginlegr unarstefnu að halda. Ell um frjálsar veiðar að ræ leiða munu af sér ofveiði.“ Halldór sagði að það þy „Þetta er veruleg nálgun sjónarmið ESB frá því se höfum áður skilið af umr á Íslandi. Það er að sjálfs ekkert útilokað í þessum og ýmis fordæmi eru fyri aðildarsamningar haft fæ ÞETTA eru sannarlega áhuga- verðar hugmyndir sem utanrík- isráðherra Íslands setti fram í ræðu sinni í Berlín og það er vissulega vert að skoða þær nán- ar,“ sagði Gerhard Sabathil, sendiherra fastanefndar fram- kvæmdastjórnar ESB gagnvart Íslandi og Noregi, í samtali við Morgunblaðið í gær. Sabathil sagði eftirtektarvert að Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra hefði í ræðu sinni í Þýskalandi í gær ekki talað um undanþágu frá sjávarútvegs- stefnunni, heldur um aðlögun að mjög svo sérstökum aðstæðum. Veruleg nálgu við sjónarmið Sendiherra E segir hugmy Halldórs Ásgrímsson áhugaverð 34 FÖSTUDAGUR 15. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra telur hugsanlegt að útfæra megi sjáv- arútvegsstefnu ESB þannig að Íslendingar geti sætt sig við hana. Halldór gerði þessi mál að umtalsefni í erindi sem hann flutti í Þýskalandi í gær. TEKJUSKATTUR OG AUÐLINDAGJALD Þrátt fyrir oft og tíðum ágætanhagnað hafa ellefu stærstusjávarútvegsfyrirtæki landsins ekki greitt neinn tekjuskatt til ríkisins undanfarin sjö ár. Þessar upplýsingar komu fram í fréttaskýringu í Morgun- blaðinu í gær og hafa án efa komið mörgum á óvart. Skýringin á þessu liggur í því að fyrirtækin hafa með sameiningum og kaupum á öðrum fyr- irtækjum komizt yfir mikið skattalegt tap, sem dregst frá hagnaði þeirra. Þetta er í fullu samræmi við lögin um tekjuskatt og þær breytingar, sem gerðar hafa verið á þeim af hálfu Al- þingis, en heimilt er nú að geyma skattalegt tap í allt að átta ár. Jafn- framt er ljóst að skattalögin eins og þau eru hafa stuðlað að sameiningu sjávarútvegsfyrirtækja og hagræð- ingu í greininni og hafa þannig haft já- kvæð áhrif. Hins vegar varpa þessar upplýsing- ar líka nýju ljósi á þær röksemdir sem forsvarsmenn útgerðarinnar hafa oft sett fram gegn auðlindagjaldi, að það dugi að sjávarútvegurinn greiði fyrir aðgang að sameiginlegri auðlind landsmanna, fiskimiðunum, í gegnum skattkerfið með greiðslu tekjuskatts af hagnaði. Það er erfitt að halda því fram að sjávarútvegurinn geri það, þegar ellefu stærstu útgerðarfyrir- tækin, sem ráða samtals yfir 175.000 þorskígildistonna kvóta og hafa skilað eigendum sínum miklum verðmætum, hafa ekki greitt ríkinu neinn tekju- skatt í sjö ár. Þessar upplýsingar gera mönnum því enn frekar ljósa nauðsyn þess að ná niðurstöðu um greiðslu auðlinda- gjalds fyrir aðgang að fiskimiðunum. Útvegsmenn hafa fallizt á greiðslu hóflegs gjalds og flestir stjórnmála- flokkarnir hafa jafnframt fallizt á það grundvallarsjónarmið að greiða skuli gjald vegna nýtingar auðlinda í eigu þjóðarinnar. Samþykkt frumvarps sjávarútvegsráðherra um auðlinda- gjald, sem lagt var fyrir Alþingi í síð- asta mánuði, er grundvöllur að sátt í þessu máli. Frumvarpið á vafalaust eftir að taka breytingum í meðförum þingsins en mikilvægast er að sam- komulag náist um greiðslu gjalds, sem bæði greiðendurnir, útvegsmenn, og eigendur fiskimiðanna, almenningur, telja sanngjarnt. RÍKI PALESTÍNU Öryggisráð Sameinuðu þjóðannasamþykkti á þriðjudagskvöld ályktun þar sem í fyrsta sinn er talað um ísraelskt og palestínskt ríki í sömu andrá. Ályktun þessi er ekki síst merkileg fyrir það að hún er runnin undan rifjum Bandaríkjamanna, sem undanfarna tvo áratugi hafa verið ákaflega tregir til að taka undir álykt- anir um málefni Ísraela og Palestínu- manna og hafa iðulega beitt neitunar- valdi til að þagga niður í gagnrýnendum Ísraels. Að þessu sinni brugðust Bandaríkjamenn hins vegar við tillögu Sýrlendinga um ályktun um málefni Mið-Austurlanda með því að leggja fram eigin drög að ályktun. Í ályktun 1397 er talað um „sýnina um svæði þar sem tvö ríki, Ísrael og Palestína, þrífist hlið við hlið innan öruggra og viðurkenndra landamæra“ og er orðalagið sótt í ræðu Colins Po- wells, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna. Hvað sem líður þessari ályktun Ör- yggisráðsins er ljóst að friður er langt undan fyrir botni Miðjarðarhafs, þótt hún sé vissulega gott veganesti fyrir Anthony Zinni, sérlegan friðarerind- reka Bandaríkjamanna, sem kom til svæðisins í gær. Það er nokkurn veg- inn víst að Palestínumenn muni ekki sætta sig við minna en að Ísraelar hverfi nokkurn veginn inn fyrir landa- mærin eins og þau voru fyrir sex daga stríðið árið 1967. Ekki er nema um áratugur síðan hugmyndina um sjálf- stætt ríki Palestínu mátti vart nefna á nafn í Ísrael, en nú hafa Ísraelar van- ist þeirri tilhugsun. Nægir þar að benda á viðtal við Lioru Herzl, nýjan sendiherra Ísraels hér á landi, sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Þar segir hún: „Palestínumenn munu að lokum fá sitt Palestínuríki.“ Ísraelar hafa ávallt skellt skuldinni á Palestínumenn í öllum þeirra deilu- málum. „Palestínumenn hafa aldrei látið úr hendi sleppa tækifæri til að láta tækifæri úr hendi sleppa,“ sagði Abba Eban, fyrrverandi utanríkisráð- herra Ísraels, og það hefur verið við- kvæðið hjá Ísraelum síðan. Í Ísrael hefur hins vegar á undan- förnum 15 árum komið fram hópur sagnfræðinga, sem hafa hafnað hinni viðteknu sýn á söguna, og haldið því fram að ágreiningur Ísraela og Palest- ínumanna eigi ekki rætur í gyðinga- hatri araba, heldur þeirri kröfu zíon- ista að stofna ætti ríki gyðinga í Palestínu þótt þar hefðu búið arabar í 1300 ár. Reyndar hefði krafa gyðinga einnig verið byggð á Balfour-yfirlýs- ingunni, sem Bretar gáfu út 1917, þar sem gyðingum var heitið heimalandi í Palestínu, en þar hafi ekkert staðið um að gyðingarnir skyldu fá fullveldi yfir Palestínu. Þegar Bretar leyfðu gyðingum að flytjast til Palestínu á fyrri hluta aldarinnar braust út of- beldi. Bretar komust að þeirri niður- stöðu að skipta yrði Palestínu upp og á vettvangi Sameinuðu þjóðanna kom- ust menn að sömu niðurstöðu. Nú þyk- ir sýnt að David Ben-Gurion, fyrsti forsætisráðherra Ísraels, og forustu- menn zíonista litu aðeins á málamiðl- un Sameinuðu þjóðanna sem tíma- bundið ástand. Árið 1937 skrifar Ben-Gurion syni sínum að ríki gyðinga í hluta af Palestínu sé aðeins upphafið, ekki endirinn: „Stofnun slíks gyðinga- ríkis mun þjóna sem verkfæri í sögu- legum tilraunum okkar til að endur- heimta landið allt.“ Hann sá ekkert því til fyrirstöðu að landinu yrði skipt og Ísraelsríki stofnað 1948. Hins veg- ar lögðust hann og aðrir leiðtogar gegn því að sjálfstætt og raunhæft ríki Palestínu yrði stofnað og hafa leiðtog- ar Ísraels gert það æ síðan. Ekkert bendir til þess að á því verði breyting á meðan núverandi stjórn er við völd. Hins vegar er ljóst að öðru vísi er úti- lokað að friður takist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.