Morgunblaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 28
LISTIR 28 FÖSTUDAGUR 15. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Klapparstíg 40, sími 552 7977. Handmálaðir grískir íkonar Falleg fermingargjöf VITANLEGA þekkja tónlistar- unnendur og hljómlistarmenn þessa lands vel til mestu bautasteina tón- bókmennta fyrir selló eða fiðlu án undirleiks, Svítnanna sex og Sónatn- anna og Partítnanna eftir Johann Sebastian Bach. Skárra væri það nú. Annað væri sambærilegt við að bók- menntaunnandi hefði aldrei heyrt um Njálu, Hamlet eða Faust. En þessi meistaraverk eru samt ekki mikið spiluð á tónleikum. Og blikur eru á lofti. Hrun sígildrar plötusölu undn- farin misseri, sem lýsir sér í hvarfi klassískra plötubúða á höfuðborgar- svæðinu, ásamt síminnkandi tónlist- arkennslu í grunnskólum – á sama tíma og popplagaframleiðsla nær metútbreiðslu þrátt fyrir sögulega gæðalægð – boðar vissulega ekki gott um framtíðina. Í versta falli gætu Ís- lendingar innan tíðar setið uppi með fyrstu kynslóð sem hefur farið algjör- lega á mis við klassíska tónlist, síðan þjóðfélagið rétti úr kreppuárakútn- um. Í þeirri stöðu mætti kannski segja, að það að gera flutning téðra verka að eftirtektarvænum „viðburði“ með því að leika hvorn bálkinn í heild á einum tónleikum – sellóverkin árið 2000, fiðluverkin nú – hafi verið lágmarks- viðbrögð við yfirvofandi neyðar- ástandi. Sellósvíturnar fengu raunar forskot í hitteðfyrra með heildarflutn- ingi Sigurðar Halldórssonar á tvenn- um tónleikum í Skálholti, en síðar sama ár léku Sigurður, Gunnar Kvar- an og nemendur hans allar svíturnar á einum tónleikum í Langholtskirkju. Og nú var sem sé komið að fiðlu- verkunum í meðförum Guðnýjar Guð- mundsdóttur konsertmeistara og nemenda hennar. Líkt og sellósvít- urnar eru fiðluverkin samin um 1720 á happasælasta starfsskeiði Bachs hjá Leopold fursta af Köthen, ólíkt tónelskara vinnuveitanda en borgar- ráðið í Leipzig síðar meir. Fiðluverk- in eru að meðaltali þriðjungi lengri en svíturnar. Sónöturnar þrjár eru í af- ströktu grunnformi fjórþættrar ítalskrar kirkjusónötu með fúgu í 2. þætti, partíturnar fylgja hefðum frönsku dansasvítunnar og heita meginþættir Allemande, Courante, Sarabande & Gigue, með nokkrum frávikum og viðbótardönsum. Sigurbjörn Bernharðsson reið á vaðið með 1. Sónötu í g-moll. Upp- hafsadagióið var vel og örugglega mótað og fúgan einnig, þrátt fyrir að- skiljanleg viðkvæm fjölgrip. Sicilian- an var frekar bljúg í skapi en loka- prestóið gætt áræðnum þokka. Tónn Sigurbjörns var stæltur og jafn og styrkvíddarbeiting hans músíkölsk fram í fingurgóma. 1. Partíta í h-moll er tæknilega e.t.v. sú viðráðanlegasta af systrun- um sex, en aftur á móti ein af þeim erfiðustu í túlkun. Sérstaklega í Double-tilbrigðaþáttunum í kjölfar hverrra höfuðþáttanna fjögurra, þar sem engin styrkleikamerki og sárafá- ir strokbogar gefa neinar vísbending- ar um mótun heljarlangra nótnarófna í eintómum jöfnum 8.- eða 16. pörtum. Það er ekki gert á einum degi að setja persónulegan svip á slíka „enda- leysu“, enda vantaði töluverða spennu í annars fallega og salla- örugga túlkun Sifjar Tulinius, sem hefði mátt gæla meira við með ákveðnari rúbatóum, áherzlum og styrkbreytingum og út frá stærri hendingahugsun. A-moll er ein lagrænasta og dans- tengdasta tóntegundin hjá Bach, enda hvort tveggja áberandi í Sónötu nr. 2 í a-moll. Hún var leikin af yngsta þátttakandanum, Pálínu Árnadóttur, sem enn er við nám í Juilliard. Blæ- brigði Grave-þáttarins voru vel dreg- in fram. Fúgan náði fallegu streymi með markvissri kaflaskiptingu og af miklu tónstöðuöryggi, enda gat þar sennilega að heyra beztu fjölgripa- tækni dagsins. Hið bráðfallega And- ante söng íhugulan tregasöng við afar vel útfærða dýnamík. Loka-Allegróið dansaði af fáguðum en undir niðri nærri carmenskt ginnandi sígauna- þokka með vel aðgreindri ekkódýn- amík (styrkmerkingarnar í nótunum eru meðal örfárra slíkra í einleiks- strokverkum Bachs og gætu verið síðar til komnar). Athygliverður ung- ur fiðluleikari með bæði heildarsýn og óvenjunæman sans fyrir áhrifa- mætti fínstilltra meðala. Guðný Guðmundsdóttir hafði eðli- lega tryggt sér mesta djásnið í kór- ónunni, Partítu nr. 2 í d-moll, lengsta einleiksstrokverk Bachs, þar sem sja- konnan fræga í lokin tekur yfir 6 af alls 11 síðna plássi. Hér var sannar- lega að mörgu að hyggja, og verður í stuttu máli ekki annað sagt en að túlkun Guðnýjar hafi að inntaki borið af öðrum framlögum dagsins sem gull af silfri. Útlínur hægu svítuþáttanna (Allemanda og Sarabanda) voru til fyrirmyndar vel upp dregnar og hröðu dansarnir (Corrente og Giga) feyktu beinlínis földum í sópandi sveiflu. Sjakonnan tröllaukna hefur sennilega ekki verið betur leikin hér í fjöldamörg ár, enda hvert tilbrigði greinilega þaulhugsað og heildin skipulögð allt til enda nánast líkt og tangarsókn í herforingjaráði. Svona tónlist er allt of stór til að verða hengd á upphafshyggjusnaga, en þó stakk mig aðeins að heyra undirtrill- ur þar sem hefði nær örugglega átt að byrja á yfirtvíund. Sigrún Eðvaldsdóttir tók Sónötu nr. 3 í C-dúr með sínum landskunna blóðheita tataratóni. Adagióið var safaríkt að vonum, næstum um of, og lengsta og viðamesta fúga hinna þriggja í settinu var leikin af svo mikl- um krafti að fiðlan var komin úr still- ingu áður en þættinum var lokið og því byrjað upp á nýtt. Eftir sönghæft largó hófst mikið neistaflug í loka- þætti (Allegro assai), þó að styrk- byggingin yrði frekar útundan. T.d. fengu nokkur upplögð tilefni til berg- málsveikinga að liggja óbætt hjá garði, og yfirleitt virtist manni glæsi- leg tæknin og skaphitinn stundum svolítið á kostnað heildarstrúktúrs og íbygginnar dulúðar. Auður Hafsteinsdóttir lauk uppá- komunni um sjónvarpsfréttamál með hinni vinsælu E-dúr partítu og opin- beraði bæði mikla tækni og músík- alska heildarsýn. Hinn langi og glæsi- legi bariolage-prýddi forleikur – svo hlaðinn framdrifsorku að Bach end- urreit hann fyrir a.m.k. tvö önnur verk – var magnaður, þrátt fyrir 2-3 smá „biblíurúbató“ undir lokin. Hinn fíngerði Loure-dans var frábærlega vel mótaður með virkilega spennandi dýnamík, og ekki varð Auði fótaskort- ur í danssveiflu Gavottunnar vel þekktu í rondóformi. Tempó Menú- etts I var kannski aðeins stressað, en „píanississímó“-ítrekun hans vakti óneitanlega athygli. Í Menúett II mátti úr fiðlumalandinni heyra góð- glaðan bóndabrúðkaupsspilara snúa sitt sinfónískrifli líkt og í lifandi Breughel-málverki, og sýndi það gott stílnæmi spilarans. Mikil sveifla var yfir Bourréeinu, og lokagikkurinn var eldhvatur og smitandi hress. Bach-maraþontónleikarnir í Ými voru hið merkasta framtak og mætti vel gera að föstum lið á nokkurra ára fresti. Þrátt fyrir ört vaxandi braut- argengi Sinfóníuhljómsveitarinnar undanfarið kom á óvart hvað heildar- frammistaðan var glæsileg, og lofar það vissulega góðu um spilamennsku komandi starfsvetra. Að sellóleikur- unum fimm í hitteðfyrra ólöstuðum er ég jafnvel ekki frá því að „staðall“ fiðluleikaranna hafi verið enn hærri. Nema einhverjir hafi svindlað og æft sig meira en til var ætlazt... Bach-maraþonTÓNLISTÝmir J. S. Bach: Sónata I-III og Partíta I-III fyrir fiðlu, BWV 1001-06. Sigurbjörn Bern- harðsson, Sif Tulinius, Pálína Árnadóttir, Guðný Guðmundsdóttir, Sigrún Eðvalds- dóttir, Auður Hafsteinsdóttir, fiðla. Sunnudaginn 10. marz kl. 16. FIÐLUTÓNLEIKAR J.S. Bach Ríkarður Ö. Pálsson Langholtskirkja Nemenda- tónleikar Tónskóla Þjóðkirkjunnar verða kl. 12. Þar koma fram nem- endur í orgelleik og flytja fjölbreytta efnisskrá, einkum frá barokk- tímanum. Í DAG RICHARD Wagner félagið á Íslandi sýnir af myndbandi í Norræna hús- inu óperu Wagners, Meistarasöngv- ararnir frá Nürnberg, á morgun, laugardag, kl. 13. Á undan sýning- unni mun Sveinn Einarsson leik- stjóri og rithöfundur flytja inn- gangsorð. Sýnd verður nýleg uppfærsla frá Deutsche Oper í Berlín í leikstjórn Götz Friedrich. Hljómsveitarstjóri er Rafael Frühbeck-Burgos. Í helstu hlutverkum eru Wolfgang Brendel, Gösta Winbergh og Eva Johansson. Aðgangur er ókeypis. Wagnerópera í Norræna húsinu ROBIN Nolan-tríó, RNT, er komið hingað til lands á nýjan leik og heldur tónleika á Kaffi Reykjavík annað kvöld, laugardagskvöld, kl. 21.30. Tríóið er skipað bræðrunum Robin og Kevin Nolan og Poul Meader. Robin Nolan-tríóið er á leið til Akureyrar þar sem þeir munu halda námskeið (Master Class) á vegum Jazzklúbbs Akureyrar og er þetta í fjórða sinn sem þeir halda námskeið á Akureyri. Auk þess verður tríóið með tónleika á Gamla bauk á Húsavík á sunnudagskvöld og nokkrir tónleikar verða á Ak- ureyri m.a. í Ketilhúsinu á fimmtu- dagskvöld. Með Robin Nolan-tríóinu koma fram þrír ungir Akureyringar sem kalla sig Hrafnaspark. Það eru gít- arleikararnir Jóhann Guðmunds- son og Ólafur Haukur Árnason og bassaleikarinn Pétur Ingólfsson. Þeir hafa allir sótt námskeið hjá Robin Nolan-tríóinu og kynntust þar tónlist Django Reinhardts. Þeir hafa áður komið fram norðan heiða en koma nú fram í fyrsta skipti í Reykjavík sem gestir lærimeistara sinna. Robin Nolan-tríó var stofnað árið 1992 og hafa þróast frá því að vera óþekkt sígaunadjasstríó, með Django Reinhardt ívafi, uppí að vera kunnir af eigin tónsmíðum eft- ir Robin Noland og Paul Meader. Bítillinn George Harrison hafði miklar mætur á tónlist og leik tríós- ins og fékk þá þrívegis til að leika á sínum vegum. Efnisskrá tríósins samanstendur af klassískum djassópusum eftir kunnustu tónskáld tuttugustu ald- arinnar, þeirra á meðal Duke Ell- ington, Fats Waller, Cole Porter, Jerome Kern, George Gerswin og Django Reinhardt. Robin Nolan-tríóið á Kaffi Reykjavík Robin Nolan-tríóið: F.v.: Poul Meader, Robin og Kevin Nolan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.