Morgunblaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2002 59 DAGBÓK Árnað heilla 50 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 15. mars, er fimmtugur Halldór Steinar Benjamínsson, um- sjónarmaður Gámaþjónust- unnar Laugarvatni, Flóka- lundi, Laugarvatni. Eigin- kona hans er Sigríður Jóna Mikaelsdóttir. Halldóri var boðið í óvissuferð í tilefni dagsins og verður því að heiman. LJÓÐABROT STÖKUR Á sjávarbotni sitja tveir seggir í andarslitrum, aldrei komast aftur þeir upp úr hrognakytrum. Sjávarbylgjur belja oft, bragnar niðri hljóða, aldrei sjá þeir efra loft ellegar ljósið góða. Konráð Gíslason 1. c4 f5 2. Rc3 c6 3. Rf3 d6 4. d4 Rf6 5. g3 Da5 6. Bg2 e5 7. dxe5 dxe5 8. Bd2 Dc7 9. e4 Be7 10. O-O fxe4 11. Rg5 O-O 12. Rcxe4 Rxe4 13. Rxe4 Bf5 14. De2 Rd7 15. Bc3 Hae8 16. Hae1 Kh8 17. b3 Bxe4 18. Bxe4 Bc5 19. Bc2 Dd6 Staðan kom upp á Íslandsmóti skákfélaga sem lauk fyrir skömmu. Arnar Gunnarsson (2325) hafði hvítt gegn Davíð Kjart- anssyni (2215). 20. b4! Bxb4 21. Hd1 og svartur gafst upp enda maður fyrir borð. Loka- staðan í 3. deild varð þessi: 1. Hrókurinn-b 28½ vinninga af 42 mögu- legum 2. Dalvík 25½ v. 3. TS 24½ v. 4. TR-g 21 v. 5. Hrók- urinn-c 20 v. 6. Selfoss 19 v. 7. SA-c 15 v. 8. SA-d 14 v. 9. og síðasta umferð Reykja- víkurmótsins hefst kl. 13.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Áhorfendur eru velkomnir. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Í ÞRIÐJU umferð Íslands- mótsins í Borgarnesi kom upp eftirfarandi slemmuspil, sem reyndist erfitt að leysa í sögnum: Austur gefur; NS á hættu. Norður ♠ K9 ♥ 76 ♦ D98642 ♣732 Vestur Austur ♠ 7 ♠ 853 ♥ KDG108 ♥ 9542 ♦ G7 ♦ 53 ♣DG1098 ♣ÁK64 Suður ♠ ÁDG10642 ♥ Á3 ♦ ÁK10 ♣5 Svo sem sjá má eru sex spaðar og sex tíglar borð- leggjandi í NS-áttina, en það vafðist fyrir mörgum að segja slemmuna. Á flestum borðum spilaði suður fjóra eða fimm spaða og fékk alla slagina eftir hjartakónginn út. Sums staðar fórnuðu AV í fimm hjörtu yfir fjórum spöðum og greiddu fyrir það 300-500 eftir því hvernig vörnin spilaðist. Nokkur pör náðu þó slemmu og byggðist sá ár- angur yfirleitt á frjálsri tíg- ulsögn norðurs á drottn- inguna sjöttu. Ásmundur Örnólfsson og Gunnlaugur Karlsson í sveit Íslensku auglýsingastofunnar voru fljótir upp á sjötta þrep gegn liðsmönnum Subaru, þeim Jóni Baldurssyni og Matthíasi Þorvaldssyni. Ás- mundur vakti á sterku laufi og síðan gerðist þetta: Vestur Norður Austur Suður Jón GunnlaugurMatthías Ásmundur -- -- Pass 1 lauf 3 grönd * 4 tíglar Pass 4 grönd Pass 5 lauf Pass 6 tíglar Pass Pass 6 hjörtu 6 spaðar Pass Pass 7 lauf Dobl Pass Pass Pass Innákoma Jóns á þremur gröndum sýndi tvo liti, ann- aðhvort tígul og spaða eða hjarta og lauf. Þrátt fyrir lít- inn styrk ákvað Gunnlaugur að koma tíglinum á framfæri strax og þá gat Ásmundur sett stefnuna á slemmu. Matthías hélt sig til hlés þar til hann vissi fyrir víst að lit- ir makkers væru hjarta og lauf, en tók þá fórnina, bæði yfir sex tíglum og síðar yfir sex spöðum. Gjaldið fyrir sjö lauf dobluð var aðeins 800, en NS gátu vel við unað – þeir höfðu gert sitt besta. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake FISKAR Afmælisbörn dagsins: Þú býrð yfir ákafa og metn- aði. Persónutöfrar þínir og ást á lífinu hvetja alla í kringum þig. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þetta er kjörinn dagur til að koma hlutunum í verk, sér- staklega hvað varðar fast- eignir, heimilið eða heimilis- lífið. Naut (20. apríl - 20. maí)  Vegna hvatningar vinar muntu standa á þinni sann- færingu í dag. Vegna hug- sjóna þinna langar þig að leggja ákveðnum málstað lið. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Vertu vakandi fyrir mögu- leikum í dag, því að þér gætu áskotnast peningar. Atvinnu- tækifæri, frami og tillögur frá fyrirmönnum eru allt mögu- leg uppspretta aðstoðar. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Ferðatilboð frá vini kemur þér á óvart. Hins vegar er skynsamlegt núna að ferðast í ákveðnum tilgangi, vegna vinnunnar eða fjölskyldu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú munt uppskera laun ör- lætis þíns. Núna verður ein- hver rausnarlegur við þig – og þú átt það skilið. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Talaðu við aðra um ákafa þinn og þær stóru hugmyndir sem þú hefur. Ef þú deilir með þeim áformum þínum, þá gætir þú fengið þann stuðning sem þú þarft á að halda og þú munt vekja hrifn- ingu. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þetta er kjörinn dagur til framtíðaráforma. Allar við- skiptagjörðir eru hagstæðar og þær ætti að taka alvarlega. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Fjárhagslegar vangaveltur geta borgað sig í dag. Leynd- armálið felst í því að eyða ekki um efni fram heldur að grípa tafarlaust til íhalds- samra og áreiðanlegra að- gerða. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Áform um að nýta takmarkað magn peninga til að betrum- bæta fasteignir eða heimilið eru skynsamleg. Trú þín á að vel til takist er nægjanleg til þess að svo verði. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Dagurinn í dag er kjörinn til að leggja stund á lögfræði, heimspeki, trúarbrögð eða önnur fög sem krefjast mik- illar ígrundunar. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Í dag er kjörið að ganga frá samningum. Öll viðskipti, þar á meðal það sem við kemur vinnunni, munu ganga vel í dag. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Í dag nýtur frjó hugsun sín vel. Þú ert uppfull(ur) af djörfum hugmyndum sem vekja öðrum bæði kátínu og spennu. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Með morgunkaffinu Maturinn er ekki til, Óli. Ég var að taka til í veskinu mínu í allan dag og er alveg uppgefin. Nei, pabbi er ekki heima! MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Smælki FRÉTTIR STARFSEMI Ferða- klúbbsins 4x4 er í miklum blóma um þessar mundir, enda nálgast nú besti tími vetrarferðamennskunnar. „Þrátt fyrir mikið snjóleysi framan af vetri, hefur nú ræst úr og kominn er ágæt- ur ferðasnjór víðast hvar á hálendinu. Um næstu helgi er svokölluð „4ra ferða helgi“ hjá Ferðaklúbbnum 4x4. Eins og nafnið bendir til, verða samtímis farnar fjórar skipulagðar ferðir, undir leiðsögn reyndra fjalla- manna. Tvær ferðir verða farnar til Hvera- valla, önnur um Kjöl, en hin um Lang- jökul. Einn hópur leggur leið sína í Setrið, skála klúbbsins suður undan Hofsjökli og loks fer fjórði hópurinn á Grímsfjall á Vatnajökli. Gera má ráð fyrir að bílarnir í ferðunum verði alls rúmlega hundrað talsins og þátttak- endur nokkuð á þriðja hundrað. Ferðaklúbburinn 4x4 hvetur alla jeppamenn til að fara varlega í há- lendisferðum og sýna fyllstu nær- gætni í umgengni við landið og nátt- úruna. Félagsfundir Ferðaklúbbsins 4x4 eru haldnir á Hótel Loftleiðum kl. 20 fyrsta mánudag í hverjum mánuði. Opin hús eru í félagsaðstöðunni í Mörkinni 6 kl. 20 öll fimmtudags- kvöld. Sjá nánar á heimasíðunni www.f4x4.is,“ segir í fréttatilkynn- ingu frá 4x4. Ferðaklúbburinn 4x4 með blómlegt starf Garðatorgi, sími 565 6550 Kvenbómullarskyrtur og bolir Gallabuxur verð 4.698 kr.                        H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 1. flokki 1989 – 46. útdráttur 1. flokki 1990 – 43. útdráttur 2. flokki 1990 – 42. útdráttur 2. flokki 1991 – 40 útdráttur 3. flokki 1992 – 35. útdráttur 2. flokki 1993 – 31. útdráttur 2. flokki 1994 – 28. útdráttur 3. flokki 1994 – 27. útdráttur Húsbréf Koma þessi bréf til innlausnar 15. maí 2002. Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum birt hér í blaðinu í dag. Upplýsingar um útdregin húsbréf má einnig finna á heimasíðu Íbúðalánasjóðs: www.ils.is. Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: Útdráttur húsbréfa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.