Morgunblaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 40
UMRÆÐAN 40 FÖSTUDAGUR 15. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ NÝLEGA birtist í fjölmiðlum enn ein skoðanakönnunin um afstöðu fólks til hins mikla „réttlætismáls“ að leyfa sölu áfengis í matvörubúðum við hlið- ina á mjólkinni og öðr- um hollustuvörum. Ekki veit ég hver pantaði þessa könnun, hversu könnunin var framkvæmd eða á hvern veg var spurt, enda skiptir það máske ekki höfuðmáli, en nið- urstaðan hefur eflaust glatt menn misjafnlega. Þeir sem hér hafa af mesta hagsmuni að fá að selja þessa „hollustuvöru“ hafa örugglega glaðzt mest og bezt, enda hafa þeir gróða- vonina að æðsta leiðarljósi og þurfa sízt allra að bera á nokkurn veg mögulegan kostnað af völdum hins aukna aðgengis að vörunni. Mig hryggði þessi niðurstaða um að nær 70% þjóðar minnar teldi þetta hið æskilega og sjálfsagða. Mig hryggði hið kalda kæruleysi fólks um afleið- ingar þessa, það viðhorf þeirra sem vörunnar neyta að þeirra „þægindi“ ættu að ráða allri för án alls tillits til þess ástands í þessum málum sem jafnt forvarnar- sem meðferðaraðilar eru sammála um að sé meira en nógu skelfilegt fyrir. Mig hryggði það svo sannarlega, að þeim bláköldu staðreyndum sem margsinnis hafa átt að vera á vitorði fólks, að aukið aðgengi leiði tvímæla- laust af sér aukna neyzlu, skyldi af svo mörgum vikið til hliðar og þær virtar þannig að vettugi. Samkennd virðist því miður á und- anhaldi í okkar kalda samfélagi græðginnar, enda hefur markaðsöfl- unum tekizt bærilega til með að ýta burt úr huga alltof margra öllum mannlegum gildum, þar sem auðgild- ið eitt er hafið til vegs og virðingar umfram öll samhjálparsjónarmið. Ég hafði í einfeldni minni haldið að fólk tæki mið af raunsönnum, dapur- legum tíðindum fjölmiðlanna af þess- um vettvangi, að fólk hefði ríkari sam- úð með örlögum þeirra fjölmörgu, þeirra alltof mörgu, sem lúta í lægra haldi í baráttunni við fíkniefnin, þar sem áfengið er margsannað það af- drifaríkasta til óheilla. Efist menn um þessa fullyrðingu þarf ekki annað til að nefna en augljósar staðreynd- ir um það, að áfengið er nær undantekninga- laust beinn undanfari að neyzlu hinna ólöglegu fíkniefna, þar er órofa- samhengi augljóst og ætti ekki að vera nein- um dulið í raun. Í fyrirlestri þess virta og öfgalausa fræði- manns dr. Þórólfs Þór- lindssonar á ráðstefnu á dögunum sagði hann að hiklaust væri áfengið lykilefni, hvort sem litið væri til reykinga eða neyzlu annarra vímuefna. Ég hlýt að spyrja sjálfan mig og það veit ég fjölmargir gjöra hvað valdi þessum dapurlegu niðurstöðum um „þjóðarviljann“. Vissulega hefur áróðurinn verið sterkur enda þar að baki þeir sem ær- inn auð hafa til ráðstöfunar, en langt þykir mér hann ná ef foreldrar og for- ráðamenn barna eru í svo ríkum mæli orðin með öllu andvaralaus í þessum efnum, sé tekið mið af þessari skoð- anakönnun. Hið margumrædda frelsi verður svo alltof oft að helsi og í því ljósi ber að skoða hinn falska fagurgala um það sem ég nefni hiklaust gæsalappafrelsi og er þó vægt til orða tekið, þegar við hvarvetna lítum frelsið snúast upp í andhverfu sína með hörmulegum af- leiðingum, allt yfir á mörk lífs og dauða. Það er þyngra en tárum taki þegar í engu er hirt um heill og hamingju svo margra, ef aðeins gróðalindin get- ur sem greiðast runnið fram og malað fáeinum gull en mörgum angur og ógæfu. Það er líka hart að heyra fólk sem maður áleit sæmilega skyni borið vera að stagast á einhverju sem á að vera svo skelfilega illt og stórhættu- legt, en sem í raun felst svo í eðlileg- um boðum og bönnum, sjálfsögðum leikreglum siðaðs samfélags. Það er talað niðrandi og af alhæfingu um ein- hverja alvonda forsjárhyggju af fólki sem maður trúir, að vilji þó hafa lög í landi sem auðvitað eru meira og minna byggð á boðum og bönnum og eru eðlilega barmafull af þessari sömu vondu forsjárhyggju. Eða er það kannski svo að afstaða þessa fólks sveiflist með og móti mál- um aðeins í tengslum við það, hvað því sjálfu kemur bezt þá og þá eða hvað það heldur að njóti meirihlutafylgis og sé nógu „inn“ á hverri tíð eins og það er víst kallað á nútímamáli. Ég hreinlega neita að trúa slíkum býsnum en máske er eitthvað til í þessu og þá gef ég ekki mikið fyrir skoðanir þess fólks. Ég hlýt líka að trúa því að sam- félagið, fólkið í kringum mig sé ekki orðið svo samdauna markaðshyggju græðginnar að það taki ekki tillit til þess hvaða afleiðingar afstaða þess og þá í framhaldinu gerðir þess hafi úti í þjóðfélaginu. Að fólk sé ekki vitandi vits að bjóða enn frekari hættu heim með enn greiðara aðgengi t.d. ungs fólks að þessum hættulega vímugjafa sem áfengið er. Velkist fólk í vafa ætti það að lesa grein doktors Tómasar Helgasonar í Morgunblaðinu hinn 7. marz sl. Þar talar sá er gjörzt má vita um orsök sem afleiðingu. Ég skora á fólk að virða borðleggj- andi sannanir alls staðar frá um neyz- luaukninguna í kjölfar greiðara að- gengis, ég er ekki að tala um þá fulltrúa græðginnar sem ætla sér hér af stóran ágóðahlut, heldur hinn al- menna þjóðfélagsþegn sem m.a. þarf að greiða stórfé á ári hverju vegna beinna sem óbeinna afleiðinga þessar- ar neyzlu. Og allra helzt þó bið ég fólk að spyrja sig að því hvort ekki sé nóg komið af ógæfufólkinu sem þarna hef- ur í lægra haldi lotið. Vill fólk í alvöru styðja aðgerðir í þá átt eina að hætta sé á að ógæfusögunum fjölgi enn? Má ég biðja um samkennd í stað hins kalda kæruleysis gagnvart náunganum. Hið kalda kæruleysi Helgi Seljan Höfundur er formaður Bindindissamtakanna IOGT. Áfengissala Má ég biðja um samkennd, segir Helgi Seljan, í stað hins kalda kæruleysis gagnvart náunganum. VERULEGAR breytingar verða á skipan náms í guðfræðideild Háskóla á komandi hausti. Meginbreytingin er fólgin í því að gert er ráð fyrir að allir guðfræðinemar ljúki 90 eininga (þriggja ára) BA-námi, óháð því hvort þeir kjósa að láta þar staðar numið eða halda áfram. Kjósi þeir að halda áfram eiga þeir tveggja kosta völ: að stefna að hefðbundnu cand. theol.-prófi eða taka MA-próf. Í báð- um tilfellum er um að ræða 60 ein- inga viðbótarnám og þessar tvær gráður eru því jafnar að vægi þó að munurinn á þeim sé að öðru leyti um- talsverður. Með þessari breytingu er það við- urkennt og undirstrikað að engan veginn er sjálfgefið að allir guðfræði- nemar hyggi á prestskap. Af þessari breytingu hlýst einnig nokkur hag- ræðing þar sem gert er ráð fyrir að fyrsta námsárið verði sameiginlegt, óháð námsleiðum. Hinar sameigin- legu námsgreinar á fyrsta árinu mynda kjarnann í BA-náminu. Er þar miðað við að nemendur fái þegar á fyrsta námsári nokkra innsýn í öll fræðasvið guðfræðinnar. Er það trú okkar, sem að þessum breytingum hafa unnið, að aðkoman að guðfræði- deildinni verði betri en áður. Þessi breyting felur það meðal annars í sér að grískan, sem sumum hefur reynst nokkur þrándur í götu, hefur nú verið flutt yfir á ann- að námsár. Guðfræðinámið er, eins og áður, mjög fjöl- breytilegt og veitir al- menna og trausta menntun á sviði hugvís- inda. Hér eru kenndar svo ólíkar greinar sem siðfræði, trúfræði og kirkjusaga, gríska og hebreska og ýmsar greinar biblíufræða, kvennaguðfræði, trúar- lífsfélagsfræði, sál- gæslufræði, geðsjúk- dómafræði og fleiri kennimannlegar greinar og almenn trúarbragðafræði svo eitthvað sé nefnt. Mikill vilji er til þess innan guð- fræðideildar að efla verulega námið í almennum trúarbragðafræðum. Fjölmenningarþjóðfélag samtímans beinlínis kallar á það. Á síðastliðnum vetri var stigið þýðingarmikið skref í þá átt þegar í fyrsta sinn var boðið upp á þverfaglegt nám (30 einingar) á þessu fræðasviði sem aukagrein til BA-prófs í góðri samvinnu við fé- lagsvísindadeild og heimspekideild. Með þessu móti tókst að auka fjöl- breytnina í náminu án þess að það hefði kostn- aðarauka í för með sér svo nokkru næmi. Er stefnt að því að auka þetta nám enn frekar á næstu árum. Þá skal og minnt á djáknanámið við deildina, sem á sinn þátt í þeirri umtals- verðu fjölgun guð- fræðinema sem orðið hefur á undanförnum tíu árum. Opinn háskóli Mikil eftirspurn hef- ur verið eftir auknu námi í sálgæslu á síð- astliðnum árum. Á það ekki síst við um fólk sem starfar innan heilbrigð- isgeirans. Einnig kalla prestar eftir símenntun á þessu sviði. Til að koma til móts við þessar þarfir mun guð- fræðideildin frá og með næsta hausti í samvinnu við Endurmenntunar- stofnun Háskóla Íslands standa fyrir nokkrum námskeiðum á sviði sál- gæslu. Í þessu sambandi má líka geta þess að með tilkomu MA-gráðunnar hefur opnast möguleiki fyrir presta til að nýta námsleyfi sitt til að byggja ofan á cand.theol.-námið með því að ljúka MA-námi. Það geta þeir gert á einum vetri og þar með dýpkað þekk- ingu sína á ákveðnu fræðasviði. Þá hefur guðfræðideild í rúman áratug staðið fyrir fullorðinsfræðslu í svokölluðum Leikmannaskóla í sam- vinnu við þjóðkirkjuna. Þúsundir nemenda hafa sótt námskeið í ólíkum greinum guðfræði og trúarbragða- fræða á þessum árum. Með þessu móti hefur guðfræðideild lagt sitt af mörkum til að „opna“ háskólann og leitast við að veita sem flestum inn- sýn í þá starfsemi sem þar fer fram. Nemendur í guðfræðideild hafa nokkur undanfarin ár yfirleitt verið á bilinu 120–130 talsins. Það þýðir að deildin er ekki stærra samfélag en svo að innan hennar takast yfirleitt mjög góð kynni nemenda og kenn- ara. Kennslan fer ekki fram í stærri hópum en svo að tryggt á að vera að hver nemandi fái næga athygli og tækifæri til að láta rödd sín heyrast enda yfirleitt mikið lagt upp úr um- ræðum í kennslustundum. Samsetning hefur raunar breyst mjög mikið á síðustu árum. Nú eru konur í verulegum meirihluta í þess- ari deild þar sem karlmenn voru löngum áður býsna einráðir. Nýskipan náms í guðfræðideild Gunnlaugur A. Jónsson HÍ Guðfræðinámið, segir Gunnlaugur A. Jónsson, er mjög fjölbreytilegt. Höfundur er forseti guðfræðideildar. HELGINA 16. og 17. mars nk. verða Kirkjudagar í Vídalíns- kirkju í Garðabæ. Á Kirkjudögum er ætlun- in að opna Vídalíns- kirkju fyrir íbúum Garðasóknar og öðrum sem hafa áhuga á að heimsækja kirkjuna. Í boði verður metnaðar- full dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Dagskráin hefst kl 13:00 á laugardaginn með tónlistarflutningi nemenda í Tónlistar- skóla Garðabæjar. Þá mun biskup Íslands, hr Karl Sigurbjörnsson, flytja ávarp. Eldri borgarar munu leggja dag- skránni lið. Ingrid Hlíðberg mun lesa ljóð, Bragi Hlíðberg leika á harmónikku. Jón Friðrik leikur á sög og Tryggvi Þorsteinsson á píanó. Hjónin Margrét Ólafsdóttir og Steindór Hjörleifsson leikarar flytja sögur fyrir yngstu kynslóðina. Á sunnudeginum hefst hátíðar- messa kl 11:00. Tónlist verður flutt af kór Vidalínskirkju. Að lokinni há- tíðarmessu verða léttar veitingar í boði sóknarnefndar. Þar munu Agnes Löve og Hjörleifur Valsson leika tónlist. Aðalsafnaðarfundur verður að loknum veitingum. Leik- tækjabíll frá KFUM og K verður á staðnum og er þar margt í boði fyrir börn og unglinga. Málþing hefst kl 14:30 um meistara Vi- dalín. Framsögn hafa dr. Gunnar Kristjáns- son prófastur og Ásdís Halla Bragadóttir bæj- arstjóri Garðabæjar. Bæjarfulltrúar, fulltrú- ar skóla, nemenda og kirkju ásamt fleirum taka þátt í umræðum að loknum framsöguer- indum. Málstofan er öllum opin og geta gestir komið og farið eftir vild. Okkar frá- bæri fiðluleikari Sigrún Eðvaldsdóttir mun leika á fiðlu. Hátíðartónleikar verða á sunnu- dagskvöld þar sem fram koma Kór Vídalínskirkju, Kvennakór Garða- bæjar, Garðakórinn, kór eldri borg- ara, Bragi Hlíðberg og Sigurður Flosason og Gospelband Garða- bæjar sem skipað er ungu og hressu tónlistarfólki. Í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli verður sýning með munum úr kikj- um Garðasóknar, embættisklæði presta og djákna. Einnig verða sýnd- ar gjafir sem kirkjunni hafa borist. Hinar ýmsu nefndir sem starfa inn- an safnaðar Vídalínskirkju munu kynna verkefni sín og störf. Mál- verkasýning með verkum eftir Gísla Holgersson, sýning helgimynda eftir Guðfinnu Hjálmarsdóttur svo og verk úr starfi eldri borgara verður einnig í safnaðarheimilinu. Á þessum kirkjudögum eiga allir í fjölskyldunni að finna eitthvað við sitt hæfi. Ég skora á íbúa Garða- bæjar að aðra að koma í kirkjuna sína og kynnast því fjölbreytta starfi sem þar fer fram. Öllum þeim mörgu sem hafa lagt sig fram til að gera þessa kirkjudaga mögulega þakka ég af heilum hug. Metnaðarfull dagskrá í Vídalínskirkju Matthías G. Pétursson Kirkjudagar Í boði verður metn- aðarfull dagskrá, segir Matthías Guðm. Pétursson, fyrir alla fjölskylduna. Höfundur er formaður sóknarnefndar Garðasóknar. Eggjabikarar verð kr. 2.300 Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mánudag-föstudag 11-18 , laugardag 11-15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.