Morgunblaðið - 15.03.2002, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 15.03.2002, Qupperneq 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2002 25 MANNRÉTTINDASAMTÖKIN Amnesty International birtu í gær skýrslu þar sem þau gagnrýna með- ferðina á innflytjendum sem hafa verið handteknir í Bandaríkjunum eftir hryðjuverkin 11. september. Í skýrslunni segir að mörgum inn- flytjendanna sé enn haldið í laga- legri óvissu, margir þeirra fái ekki að hitta fjölskyldu sína og ræða við lögfræðinga og þeir hafi jafnvel ekki fengið upplýsingar um hvers vegna þeim sé haldið í fangelsi. Amnesty segir að mikil leynd hvíli enn yfir málum fanganna og margir þeirra njóti ekki enn „ákveðinna grundvallarréttinda sem tryggð eru samkvæmt alþjóðalögum“. Í skýrslunni segir að dæmi séu um að föngum, sem sakaðir eru um minniháttar brot á innflytjendalög- gjöfinni, hafi verið haldið í einangr- un í allt að 23 klukkustundir á dag. „Þetta virðist óþarflega harkalegt og jafngilda grimmilegri, ómannúð- legri og niðurlægjandi meðferð.“ Skýrsluhöfundarnir segja að föngum hafi verið haldið í fangelsi vikum og jafnvel mánuðum saman án þess að þeir hafi verið ákærðir fyrir glæpi eða brot á innflytjenda- löggjöfinni. Karen Kraushaar, talsmaður bandaríska innflytjendaeftirlitsins, INS, kvaðst ekki geta rætt niður- stöður skýrslunnar þar sem hún hefði ekki lesið hana. Hún sagði þó að handtökurnar endurspegluðu þá miklu áherslu sem bandarísk yfir- völd legðu enn á aðgerðir til að koma í veg fyrir fleiri hryðjuverk. „Allir þeir sem við höfum í haldi hafa brotið innflytjendalöggjöfina,“ sagði Kraushaar. „Við höfum sett mjög skýrar reglur um hvernig hafa eigi fólk í haldi og hvernig koma eigi fram við það og við fylgjum þeim í hvívetna.“ 1.200 manns voru handteknir Bandarísk yfirvöld hafa handtekið um 1.200 manns, aðallega araba og fólk frá Suður-Asíu, í tengslum við rannsóknina á hryðjuverkunum 11. september. Dómsmálaráðuneytið sagði 15. febrúar að 327 manns væru enn í haldi og hefðu verið ákærðir fyrir brot á innflytjendalöggjöfinni. Meira en 100 aðrir innflytjendur hafa verið ákærðir fyrir glæpi sem tengjast ekki hryðjuverkunum. The Washington Post skýrði frá því í vik- unni sem leið að bandarísk yfirvöld hefðu leyst hundruð Pakistana úr haldi og sent þá til heimalandsins. Skýrsla Amnesty byggist á viðtöl- um við lögfræðinga innflytjenda, fanga og ættingja þeirra, auk þess sem höfundarnir skoðuðu tvö fang- elsi í New Jersey þar sem innflytj- endunum er haldið. Meðferðin á fang- elsuðum innflytj- endum gagnrýnd New York. The Washington Post. Amnesty International birtir skýrslu SKOSKUR áfrýjunardómstóll stað- festi í gær dóm yfir líbýskum leyni- þjónustumanni vegna sprengingar á vél Pan Am-flugfélagsins sem varð 270 manns að bana. Allir fimm dóm- arar voru sammála um að Abdel Basset Ali al-Megrahi, 49 ára, væri sekur og að hann væri ábyrgur fyrir sprengjunni sem grandaði Boeing 747-vélinni yfir bænum Lockerbie í Skotlandi 1988. „Við erum sammála um að engin af þeim rökum, sem sett eru fram í áfrýjuninni, eigi sér stoð,“ sagði Cullin lávarður, sem fór fyrir dóm- urunum. „Með þessu er málinu lok- ið,“ bætti hann við. Al-Megrahi var á síðasta ári dæmdur sekur um að hafa komið tösku fyrir í flugvél á Möltu, sem síð- ar var flutt yfir í vél Pan Am, flug nr. 103, sem sprakk þegar vélin var á leið frá London til New York, yfir Lockerbie á Skotlandi. Meintur sam- verkamaður hans, Lamen Khalifa Fhimah, sem einnig er Líbýumaður, var sýknaður. Al-Megrahi Lockerbie- málinu lokið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.