Morgunblaðið - 15.03.2002, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 15.03.2002, Qupperneq 61
ÞAÐ er lítil þurrð á blótum er þorrinn gengur í garð, svo mikið er víst. Íslendingar og Íslands- vinir út um allan heim ganga óhikað að bökkunum og er Am- eríka þar í engu undanskilin. Þannig hélt Íslendingafélagið í Hampton Roads, einu úthverfa Norfolk í Virginíuríki sitt blót á dögunum og var mikið um dýrðir að vanda. Súrmetið þótti ekki amalegt til átu og skemmti fólk sér hið besta við skraf og aðra skemmtan. Alíslenskir búningar voru að sjálfsögðu í heiðri hafðir. Þorrablót í Vesturheimi FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2002 61 Papar í kvöld Vesturgötu 2, sími 551 8900 Matti the Maniac Dan Cassidy og the Irish Music Session leika réttu tónlistina föstudag, laugardag og sunnudag Allt á fullu alla helgina helgi heilags Patreks Það verður ekki Írskara Hverfisgata 26 Svalasta kráin í bænum HARMONIKUBALL Gömlu og nýju dansarnir - Dansleikur fyrir alla „Heila nótt ég hoppað gæti..........“ Dansleikur laugardagskvöld frá kl. 22 í ÁSGARÐI, Glæsibæ við Álfheima. Félagar úr Harmonikufélagi Reykjavíkur og Harmonikufélagi Vesturlands leika fyrir dansi. Ragnheiður Hauksdóttir syngur. Fordrykkur í boði hússins fyrir fyrstu 150 gestina. Harmonikufélag Reykjavíkur. Nærvera (Proximity) Spennumynd Bandaríkin, 2001. Skífan VHS (90 mín.). Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn: Scott Ziehl. Aðalhlutverk: Rob Lowe, Kelly Rowan og James Coburn. DÁNARTÍÐNI innan veggja rík- isfangelsisins í Ohio getur ekki talist eðlileg og háskólaprófessorinn Will- iam (Lowe), sem þar dúsir fyrir ölv- unarakstur og manndráp af gáleysi, telur sig vera í hættu. Í ljós kemur að samtök aðstandenda fórnarlamba of- beldisglæpa standa fyrir launmorð- um á föngum og verður William að færa sönnur fyrir máli sínu áður en röðin kemur að honum. Hér er að mörgu leyti velt upp áhugaverðum spurningum um réttlæti og refs- ingu, í samhengi við sorgarferli aðstandenda fórnar- lamba ofbeldis. Mjög áleitið efni í ljósi umræðunnar um dauðarefsing- ar í Bandaríkjunum. Þessi áhuga- verða og á köflum átakanlega hlið myndarinnar lýtur þó í lægra haldi fyrir formúlukenndum hasarnum og einfeldningslegum úrlausnum sem ágerast er fram í sækir. Fyrrum táningsstirnið Rob Lowe er þó prýð- isgóður í aðalhlutverkinu og er gam- an að sjá gömlu kempuna James Coburn ennþá í fullu fjöri. Heiða Jóhannsdóttir Myndbönd Fangi á flótta MORGUNBLAÐIÐ hefur undan- farið staðið fyrir svokölluðu Blað- berakapphlaupi, en það gengur út á að blaðberar höfuðborgarsvæðisins keppast við að safna stigum. Þeir fá ákveðin stig við upphaf og lok blað- burðarins og ef þeir ljúka burði fyrir kl. 7 fá þeir aukastig. Þeir stiga- hæstu lenda svo í einskonar lukku- potti sem dregið er úr mánaðarlega. Í febrúar var enn á ný sett met í punktasöfnun þegar fleiri blaðberar en áður náðu hámarksárangri og voru því fjölmargir sem komu til greina í lokaúrslitunum. Íris Hauks- dóttir hreppti aðalvinninginn að þessu sinni og fékk hún GSM-síma Nokia 3310 í verðlaun. Auk þess fengu 20 aðrir blaðberar aukavinn- inga, bíómiða fyrir tvo. „Ég er með Lindarhverfið í Kópa- vogi,“ segir Íris. „Þetta eru 100 blöð og 150 um helgar.“ Hún segir að móðir sín hafi verið mjög dugleg að hjálpa sér við blað- burðinn og kann hún henni miklar þakkir fyrir. „Það er búið að vera rosalega mikið að gera hjá mér síðan um áramót og hún á mikinn heiður skilinn,“ segir Íris brosandi. Íris segist vinna þetta með skól- anum og í ljós kemur að hún er þessi dæmigerði Íslendingur; það er bók- staflega allt brjálað að gera hjá henni. „Ég er líka í kvöldvinnu. Svo er ég að fara að taka þátt í Ungfrú Reykja- vík og er í félagslífinu líka; er for- maður listanefndarinnar í fjöl- brautaskólanum mínum. Og svo er ég líka í líkamsrækt.“ Íris fer á fætur hálfsex eða korter í sex. Hún viðurkennir að þessar fimmtán mínútur eigi það til að vera drjúgar, þetta snemma á morgnana. „Það tekur svona fjörutíu mínútur til klukkutíma að bera þetta út. Svo er maður mættur stálsleginn á morgnana í skólann.“ En hún hlýtur nú að fara snemma í bólið? „Nei,“ segir hún og hlær við. „Ég fer mjög seint að sofa!“ Íris er búin að vera í þessu í þrjú ár. „Ég er að reyna að borga upp bíl- inn minn með þessu,“ segir þessi lífs- glaða stúlka að lokum og kímir. Blaðberakapphlaupið heldur áfram í mars með nýjum vinningum. Morgunblaðið/RAX Blaðberakapphlaup Morgunblaðsins Eldsnemma á fætur, seint að sofa Örn Þórisson, áskriftarstjóri Morgunblaðsins, afhendir Írisi Hauksdóttur verðlaunin. Í TÆPA sex áratugi hefur verið haldið svokallað hjónaball á Flúðum sem er ætlað húsráðendum sem og burtfluttum sveit- ungum í Hruna- mannahreppi. Þetta er glæsileg- asta skemmtun árs- ins hér í sveitinni enda aðsókn mikil sem hefur orðið að takmarka í seinni tíð. Að þessu sinni fór hjónaballið fram laug- ardagskvöldið 2. mars og sóttu það um 300 manns. Veislumatur af bestu gerð var á borðum svo sem venja er. Heimatilbúin skemmtiatriði á léttu nótunum sem og gamanvísur kitluðu hlát- urtaugar. Þar var að venju gert góðlátlegt grín að ýmsu skoplegu sem gerst hefur meðal sveitung- anna á árinu. Sungið var og dans- að af miklu fjöri langt fram á nóttina við undirleik Hljómsveitar Friðjóns Þórðarsonar. Þótti hjónaballsfagnaðurinn takast með afbrigðum vel að þessu sinni. Sex- tán manna skemmtinefnd sem skipuð er árlega sér um hjóna- ballið hverju sinni. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Hjónin hlógu dátt að sprellinu á sviðinu. Það lá vel á þeim Lofti Þor- steinssyni oddvita (t.h.) og Pálmari Þorgeirssyni bílstjóra. Hjónaball á Flúðum Glæsilegasta skemmtun ársins Hjónaballsnefndin heldur í hefð- ina og syngur inn næstu nefnd.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.