Morgunblaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 FÖSTUDAGUR 15. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðfinna Svan-borg Sigurðar- dóttir fæddist á Ak- ureyri 8. janúar 1912. Hún lést á Hrafnistu í Reykja- vík föstudaginn 8. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Jónasdóttir, f. 18.5. 1873, d. 26.1. 1965, frá Kífsá í Glæsibæj- arhreppi í Eyjafirði, og Sigurður Jóns- son, f. 23.4. 1873, d. 16.10. 1972, verka- maður á Akureyri. Guðfinna átti þrjú systkini sem nú eru öll látin, Hauk, Stefaníu og Guðmund. Árið 1935 giftist Guðfinna Ósk- ari Steinþórssyni, f. 27. júní 1913, síðar bílstjóra hjá Olíufélaginu hf. í Reykjavík. Hann var sonur hjónanna Stefaníu Stefánsdóttur, f. 22.4. 1876, d. 19.5. 1952, frá Kverkártungu og Steinþórs Árna- sonar, f. 4.9. 1875, d. 14.4. 1915, frá Þorvaldsstöðum, Langanesströnd, N-Múlasýslu. Börn Óskars og Guð- finnu eru: 1) Stefán Þór Óskars- son, f. 5.5. 1934, fv. starfsmaður Þjóðleikhússins, fyrri kona hans arsdóttur, f. 12.2. 1951, meina- tæknis, er Huld, sambýlismaður hennar er Sigurður Högni Jóns- son. Núverandi sambýliskona Ósk- ars Árna er Áslaug Agnarsdóttir, f. 9.5. 1949, bókavörður og kenn- ari. Dætur þeirra eru Álfrún og Nína. Dóttir Áslaugar frá fyrra hjónabandi er Ólöf Viktorsdóttir. Langömmubörn og langafabörn Guðfinnu og Óskars eru orðin tíu. Guðfinna ólst upp hjá foreldrum sínum á Brekkugötunni á Akur- eyri. Hún lauk fullnaðarprófi frá Barnaskólanum á Akureyri vorið 1926. Sem unglingsstúlka vann hún á sumrin í síld á Siglufirði og þar kynntist hún tilvonandi eigin- manni sínum, Óskari Steinþórs- syni, en hann ólst upp á Siglufirði hjá einstæðri móður sinni og fjór- um systkinum. Guðfinna og Óskar hófu búskap á Laugavegi 91 í Reykjavík árið 1934, þar sem fyrsta barn þeirra fæddist. Bjuggu þau síðan á ýmsum stöðum í borg- inni og frá 1964 í Skipholti 49. Guðfinna var heimavinnandi alla tíð eftir að hún kom til Reykjavík- ur, tók að sér saumaskap og fata- þvott og hafði menn í fæði um ára- bil. Óskar var bílstjóri hjá Olíufélaginu hf. mestalla starfsævi sína. Síðustu tvö árin dvaldist Guð- finna á Hrafnistu í Reykjavík ásamt eiginmanni sínum. Útför hennar fer fram frá Há- teigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. var Jónína Pálmadótt- ir, f. 25.10. 1934, d. 30.3. 1985, eignuðust þau þrjá syni, Pálma, maki Dagbjört Jak- obsdóttir, Þór og Arn- ar. Seinni kona Stef- áns Þórs er Jórunn Kristinsdóttir, f. 9.11. 1944, listmeðferðar- fræðingur. 2) Sigrún, f. 27.7. 1937, fv. ritari, hún var gift Garðari Karlssyni, f. 15.1. 1935, vélstjóra, þau skildu. Börn þeirra eru, Karl, maki Linda Loftsdóttir, Óskar Örn, maki Steinunn Finnsdóttir, og Sigríður Anna, maki Þórarinn Guðjónsson. Seinni maður Sigrúnar er Jónatan Einarsson, f. 1.7. 1928, fram- kvæmdastjóri. 3) Helga, f. 3.10. 1942, d. 26.3. 1989, hárgreiðslu- meistari, hún var gift Ara Guð- mundssyni, vélstjóra, f. 28.3. 1939. Börn þeirra eru Guðfinna Dröfn, maki Hörður Harðarson, Guð- mundur, maki Guðrún Fjóla Guðnadóttir, og Sævar Örn. 4) Óskar Árni, skáld og bókavörður, f. 3.10. 1950. Dóttir hans og fv. sambýliskonu, Kristínar Ásu Ein- Fyrir tveimur mánuðum komum við saman og héldum upp á níræð- isafmæli ömmu. Hún var klædd í sitt fínasta skart og geislaði af henni á þessum tímamótum. Eig- inmaður, börn, barnabörn og barna- barnabörn glöddust þessa dagstund með henni. Hún hló og spjallaði við gesti. En lífið er hverfult og skömmu síðar datt hún illa og lagð- ist í rúmið. Heilsunni hrakaði og það var ljóst hvert stefndi. Minningarnar hrannast upp. Litl- ir drengir léku sér með leirfugla í eldhúsinu í Skipholtinu fyrir tæpum fjörutíu árum og létu þá slást. Það var farið að sjá á þeim eftir hörð átök undanfarinna mánaða. Amma stóð hjá og brosti. Fleiri forvitnileg- ir hlutir fönguðu hugann. Bjöllurnar yfir eldhúsborðinu sem voru örugg- lega keyptar í útlöndum og und- arlegt austantjaldsútvarpið á borð- inu sem notað var til að hlusta á fréttirnar. Það var einhver dulúð yf- ir þessum hlutum og þeir beinlínis kölluðu á athygli. Amma átti alltaf kökur og jóla- boðin voru tilhlökkunarefni allt árið. Þarna kom öll fjölskyldan saman og átti sína stund fyrir framan fag- urlega skreytt jólatréð í stofunni. Borðin svignuðu undan kræsingum og gleðin var fölskvalaus. Amma stjórnaði öllum undirbúningi af sín- um alkunna metnaði. Í lokin var smellt af ljósmynd af hópnum, sem stækkaði ár frá ári, og nöfn voru skráð í gestabók. Veturinn 1967 bjó ég heima hjá afa og ömmu á sama tíma og ég gekk í skóla í Kópavogi. Reykjavík þess tíma er hrá og kuldaleg í minn- ingunni. Mikið um nýbyggingar og auð svæði sem buðu upp á ævintýri fyrir átta ára stráka. Hin daglega gönguferð frá Öskjuhlíðinni að Skipholtinu reyndi á kjark lítils manns sem ætíð átti sér skjól í fangi ömmu þegar heim var komið. Hún var ætíð tilbúin til að styðja og styrkja þegar þörf var á og skipti aldrei skapi þó að stundum reyndi á þolinmæði hennar. Ævintýraheimur bernskunnar var auða svæðið skáhallt á móti blokkinni hennar ömmu þar sem nú stendur Háteigsskóli. Þar risu heilu borgirnar búnar til úr afgangs- timbri sem nóg var af. Á kvöldin skreið þreyttur byggingaverkamað- ur heim í fang ömmu sem var ætíð tilbúin til að breiða yfir hann. Á sunnudögum breyttist verkamaður- inn í prúðbúið sunnudagaskólabarn sem mætti samviskusamlega í sal- inn fyrir ofan Herjólf og safnaði myndum af Jesúbarninu. Af svölunum í Skipholtinu sá maður heiminn breytast en innan- dyra var allt í föstum skorðum. Árin virtust engin áhrif hafa á ömmu sem manni fannst alltaf vera eins. Alltaf blíð og góð, enginn asi eða há- vaði. Hún gekk til daglegra verka af hógværð og samviskusemi og bjó sér og afa heimili sem þau gátu ver- ið stolt af. Fyrir okkur barnabörnin var þetta eins og lítil vin í amstri hins daglega lífs. Vin þar sem tím- inn virtist standa í stað. Myndirnar á veggjunum, stytturnar á borðun- um og minningar í hverju horni. Of- an í skúffum leyndust síðan dul- arfullir hlutir úr fortíðinni. Lífið er ekki alltaf dans á rósum. Sorgin var mikil þegar amma missti Lillu tengdadóttur sína og síðan Helgu dóttur sína með fjögurra ára millibili. Að sjá líf dóttur sinnar fjara út án þess að geta nokkuð gert er tilfinning sem þeir sem aldrei hafa reynt geta ekki ímyndað sér. Amma tókst á við sorgina og miss- inn með þeirri stillingu sem ein- kenndi hana alla tíð. Sorgin bjó innra með henni en hún bar hana ekki á torg. Lífið hélt áfram þó að litróf þess hefði breyst og yrði aldr- ei samt og áður. Það þykir ekki tiltökumál í dag að ferðast til útlanda en afi og amma létu sér nægja eina slíka ferð. Hún var til Danmerkur og var farin á sjötugsafmæli afa fyrir tæpum tutt- ugu árum. Minningin um þessa einu utanlandsferð þeirra var þeim kær og minnstu smáatriði ferðarinnar voru þeim hugleikin árum saman. Heilsunni hrakaði síðustu árin og amma átti erfiðara með að komast ferða sinna. Hún fylgdist þó ætíð vel með og tók opnum örmum á móti okkur þegar við heimsóttum hana í Skipholtið. Fyrir tveimur ár- um var orðið ljóst að hún og afi gætu ekki lengur hugsað um sig sjálf og fluttu þau þá á Hrafnistu í Reykjavík. Á hverjum degi heim- sótti afi ömmu yfir á næsta gang þrátt fyrir að oft ætti hann erfitt með þetta stutta ferðalag. Elsku amma. Það var kyrrð og ró yfir þér þegar ég heimsótti þig í síð- asta sinn síðastliðið föstudagskvöld. Þinni göngu hér á jörð var lokið. Lítið kertaljós var í glugganum og yfir rúminu hékk myndin af Helgu. Það var mikil birta í herberginu þrátt fyrir myrkrið fyrir utan. Megi góður guð styrkja og hug- hreysta afa í hinni miklu sorg hans. Sjálfur sagði hann morguninn eftir að sér fyndist sem eitthvað væri týnt. Minningin um ömmu mun þó ekki hverfa heldur búa með okkur um alla tíð. Karl Garðarsson. Ég minnist elsku ömmu minnar, Guðfinnu, með þakklæti og virð- ingu. Margar mínar bestu æsku- minningar eru frá heimili afa og ömmu úr Skipholtinu. Það var svo gaman að koma til ömmu og fá að gista. Afi var rekinn úr rúmi sínu og ég fékk að kúra í afaholu eins og við amma kölluðum það. Við lékum okkur mikið saman, spiluðum á spil og byggðum hallir úr gömlum jóla- kortum. Amma var dugleg að fara með þulur og segja sögur. Minn- isstæðust er mér sagan sem hún sagði mér um fingurna tólf sem hún fæddist með. Amma var lagleg og ákaflega myndarleg kona og ég man hvað það var allt snyrtilegt og alltaf fínt hjá ömmu. Við upplifðum mikla sorg þegar hún missti dóttur sína Helgu 47 ára gamla og ég móður mína. Við bár- um höfuð hátt og leituðum stuðn- ings hjá Guði. Þrátt fyrir að síðustu æviár henn- ar hafi heilsunni hrakað mikið var alltaf gaman að koma í heimsókn til ömmu á Hrafnistu og þiggja kon- fektmola. Amma fékk að halda fullri reisn og andlegu atgervi fram í and- látið. Elsku afi, um leið og ég kveð ömmu með söknuði, bið Guð að blessa þig og styrkja þá sendum við fjölskylda mín þér innilegar sam- úðarkveðjur. Við þökkum fyrir ástúð alla, indæl minning lifir kær. Núna mátt þú höfði halla við herrans brjóst er hvíldin vær. Í sölum himins sólin skín við sendum kveðju upp til þín. ( H.J.) Guðfinna Dröfn Aradóttir. Fyrir rétt rúmum tveimur mán- uðum hélt Guðfinna tengdamóðir mín upp á níræðisafmælið sitt. Hún sat við veisluborð, umkringd börn- um, tengdabörnum, barnabörnum og barnabarnabörnum, og naut þess greinilega að hafa stórfjölskylduna hjá sér á þessum merkisdegi. En hún þreyttist fljótt og augljóst var að úthaldið var minna en áður eftir langvarandi veikindi. Samt var fregnin um andlát hennar óvænt eins og svo oft þegar um ástvini er að ræða. Þeir eru fastur punktur í lífi manns og það er eins og maður reikni með því að hafa þá alltaf hjá sér. Það var gæfa mín að hún skyldi ná þeim háa aldri sem raun varð. Þegar ég kom í fyrsta sinn með Óskari Árna að heilsa upp á for- eldra hans tóku þau Guðfinna og Óskar einstaklega hlýlega á móti mér. Þetta hlýja viðmót var þeim eðlislægt og smitaði út frá sér til allra sem sóttu þau heim. Þau voru einkar samrýnd, hófu sambúð korn- ung, sambúð sem átti eftir að end- ast í meira en sjötíu ár. Þegar kom- ið var inn á heimili þeirra fann maður ávallt fyrir þessari notalegu tilfinningu samlyndis, enda sóttust dætur okkar Óskars eftir því að fá að gista hjá þeim í Skipholtinu og var það alltaf jafnvelkomið. Guðfinna var komin fast að sjö- tugu þegar ég kynntist henni fyrst. Hún var fædd á Akureyri en bjó lengst af í Reykjavík. Hún fæddist með sex fingur á hvorri hendi og sagði oft söguna af því þegar móðir hennar skar aukafingurna af henni nýfæddri með rakhníf eiginmanns- ins. Þetta var bara ein saga af mörgum sem voru gjarnan rifjaðar upp í fjölskylduboðum og heimsókn- um. Smám saman kynntist ég æsku hennar og uppvexti á Akureyri, síldarárunum á Siglufirði og frá- sögninni af örlagaríkri ferð á berja- mó uppi í Hvanneyrarskál þar sem hún kynntist tilvonandi eiginmanni sinum, Óskari, þá aðeins sautján vetra. Ótal sögur voru sagðar af ár- unum á Bergstaðastræti 30b þegar börnin voru að vaxa úr grasi og fyr- ir mér varð lífið í Þingholtunum á 6. og 7. áratug síðustu aldar ævintýri líkast. Þau hjónin ferðuðust mikið inn- anlands og fóru áratugum saman á hverju sumri norður til Akureyrar eða Siglufjarðar. Þau fóru aðeins einu sinni á langri ævi til útlanda og þá til Kaupmannahafnar í tilefni af sjötugsafmæli Óskars. Þá borg hafði Guðfinnu lengi dreymt um að heimsækja en hún var í hópi þeirra sem stóðu á bryggjunni og fylgdust með þegar Kristján konungur X. kom til Akureyrar í júní 1926. Sú ferð veitti þeim mikla gleði og var hennar oft minnst. Guðfinna var einstaklega hjarta- hrein og lítillát kona. Hennar eigin þarfir voru sjaldan í fyrirrúmi og hún var búin þeim eiginleika að sjá björtu hliðarnar á öllum málum. Lífssýn hennar var jákvæð. Á yngri árum var hún mikil sauma- og hannyrðakona og hún hafði einnig alla tíð mikið yndi af bókum og las mikið, jafnt bundið mál sem óbund- ið. Af ljóðskáldum var Davíð Stef- ánsson í mestu uppáhaldi hjá henni. Þegar sjónin fór að gefa sig hafði hún ávallt stafla af hljóðbókum við rúmstokkinn. Óskar Árni var líka ötull við að lesa fyrir foreldra sína og nutu þau þeirra stunda mjög. Ég minnist Guðfinnu með sökn- uði og vildi óska þess að ég hefði kynnst henni fyrr á lífsleiðinni. Megi hún hvíla í friði. Áslaug Agnarsdóttir. Ef leyndist þar ljós og fegurð, var lotningin djúp og hrein, en væru það syndir og sorgir, þá samúð í tárum skein. (Jóh. úr Kötlum.) Dagur er kominn að kveldi í lífi Guðfinnu Sigurðardóttur, tengda- móður minnar. Það er komið að þakkar- og kveðjustund. Lífssaga hennar náði yfir 9 áratugi, ár heimsstyrjalda og kreppu, ár fram- fara og mikilla breytinga. Sjálfur átti ég að baki tíma sorg- ar og erfiðleika er ég kynntist Guð- finnu, þá háaldraðri. Kynni okkar hófust er við Sigrún dóttir hennar ákváðum að rugla saman reytum okkar. Óneitanlega var staðan eilítið sér- stök. Við áttum hvort um sig börn, tengdabörn, barnabörn og ég barnabarnabarn og Sigrún átti for- eldra á lífi. Það var mér því afar mikils virði hversu vel mér var tekið af fjölskyldu Sigrúnar. Guðfinna var þar engin undantekning og tók mér opnum örmum. Mér varð fljótlega ljóst að börnum hennar og fjöl- skyldu allri þótti vænt um hana og nutu félagsskapar við hana. Þau virtu hana og vildu sýna henni þakklæti og kærleika. Guðfinna kynntist ung Óskari Steinþórssyni, sem lengst af starf- aði sem bifreiðastjóri hjá Olíufélag- inu hf., auk annarra starfa eins og títt var hjá fjölskyldufeðrum fyrri tíma. Guðfinna stundaði saumaskap og hafði menn í fæði, auk þess að sinna heimili og fjórum börnum. Íbúðina í Skipholti 49 byggðu þau með dugnaði og mikilli vinnusemi. Heimili þeirra var fallegt, afar snyrtilegt og hlýlegt. Þar átti ég margar góðar stundir, áður en þau hjónin fluttu á Hrafnistu. Guðfinna var vel gefin og vel gerð kona. Hún var ákveðin í skoðunum og stóð fast á sínu. Hún var fáguð og yfir henni var reisn þess sem yfir reynslu býr. Að leiðarlokum vil ég þakka henni dýrmæt kynni, vinsemd og vináttu. Ég bið góðan Guð að blessa eiginmann hennar og fjölskylduna alla. Blessuð sé minning Guðfinnu Sig- urðardóttur. Jónatan Einarsson. GUÐFINNA SIGURÐARDÓTTIR :               9 B : #  &5 '",8$  '    #     !    ( !   "#   "$%% *""-+8" &' :-0% "+)* 6+ "% "+)* )*%+8" 6"9% "+)* 0)*"0%:- 6&0%:-  )"")% &           =4B  !'"-8"-6"  '  5; 5  2 ! )  "3     !    < ) !    "7   "=%% *""%= ' %+8 #+= '  0C0 + % " 96"-6 "8" !' (-008+"  5$= ' 0)*   "9*$= ' 0 6@"       )"")%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.