Morgunblaðið - 15.03.2002, Page 20

Morgunblaðið - 15.03.2002, Page 20
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 20 FÖSTUDAGUR 15. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ TAP Íslandssíma á síðasta ári nam 990,3 milljónum króna. Tapið árið 2000 var 492,5 milljónir. Tapið er í takt við endurskoðaðar áætlanir fé- lagsins, eins og fram kemur í til- kynningu til Verðbréfaþings Íslands. Rekstrartekjur Íslandssíma námu 1.457 milljónum króna árið 2001 og jukust um 106% miðað við árið á undan þegar þær námu 709 milljón- um króna. Rekstrargjöld námu 1.865 milljónum og jukust um 85% miðað við allt árið á undan. Verulegs rekstrarbata gætti seinni hluta árs. Skýrist það af aukn- um tekjum og margþættum aðgerð- um sem stjórnendur gripu til síð- sumars. Tap fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta var 204 millj- ónir á öðrum ársfjórðungi en lækk- aði í 108 milljónir á þriðja ársfjórð- ungi og í 38 milljónir í síðasta ársfjórðungi, að því er fram kemur í tilkynningunni. „Á árinu 2002 gerir Íslandssími ráð fyrir áframhaldandi vexti í starf- semi félagsins og rekstrarbata. Þannig var jafnvægi í rekstri fast- línustarfsemi félagsins fyrir afskrift- ir, fjármagnsliði og skatta í desem- bermánuði sl. í fyrsta skipti frá því starfsemi hófst. Eins og fram er komið er lokið meginuppbyggingu fjarskiptakerfa félagsins. Þetta veit- ir aukið svigrúm til áherslu í mark- aðs- og sölustarfsemi. Stjórnendur Íslandssíma gera ráð fyrir að rekstr- artekjur Íslandssíma hf. árið 2002 aukist um 40 til 60% miðað við árið á undan. Jafnframt er gert ráð fyrir að hagnaður fyrir afskriftir, fjármagns- liði og skatta verði um 10% af veltu árið 2002,“ segir í tilkynningu frá Ís- landssíma. Veltufjárhlutfall hækkaði á síð- asta ársfjórðungi úr 0,45 í 0,60. Hækkunina má skýra með endur- fjármögnun skammtímalána og greiðslu skammtímaskulda í fram- haldi af hlutafjáraukningu félagsins. Áfram verður unnið að því að hækka veltufjárhlutfallið. Viðskiptakröfur félagsins námu 474 milljónum króna í árslok. Sam- stæðan hefur sett 78 milljónir króna í afskriftasjóð viðskiptakrafna í var- úðarskyni. Tap Íslandssíma tæpur milljarður króna                                                                !  !     "# # $$  #$% &                   !  " #  " #      !          !    Tekju- markmið hafa náðst TEKJUR deCODE, móðurfélags Ís- lenskrar erfðagreiningar, á þessu ári eru áætlaðar á bilinu 50–70 milljónir Bandaríkjadala sem jafngilda um 5–7 milljörðum íslenskra króna. Þá eru teknar með áætlaðar tekjur bandaríska lyfjaþróunarfyrirtækis- ins MediChem, en stefnt er að því að ganga frá kaupum á því á næstu dög- um. Þetta kom fram á símafundi de- CODE á Netinu í gær. Þar greindu Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Hannes Smára- son, aðstoðarforstjóri, frá afkomu- tölum síðasta árs og horfum fyrir ár- ið 2002. Kári sagði að árið 2001 hafi ein- kennst af miklum vexti og að und- irstöðurnar fyrir langtímaáætlanir félagsins hafi verið styrktar á sama tíma og metnaðarfull tekjumarkmið hafi náðst. Hann greindi frá helstu viðburðum ársins 2001, samstarfs- samningum og uppgötvunum vís- indamanna Íslenskrar erfðagrein- ingar. Þær uppgötvanir geri fyrirtækinu kleift að stefna að því markmiði að nýta þær til að þróa ný og betri lyf gegn algengum sjúkdóm- um. Kári sagðist vonast til að geta greint frá nýjum samstarfssamning- um er líður á þetta ár. Hann var spurður á símafundinum um hve marga nýja samstarfssamninga gert væri ráð fyrir að fyrirtækið myndi gera á árinu. Hann svaraði því til að það væri ekki aðalatriðið, heldur hve mörgum lyfjum fyrirtækið myndi koma á framfæri er fram líða stund- ir. Hannes sagði að árið 2001 hafi verið enn eitt ár öruggs vaxtar de- CODE og að markmið um tekjur hafi náðst. Bókfærðar tekjur ársins hafi numið 40,3 milljónum Banda- ríkjadala, aukist um 70% frá fyrra ári, en gert hafi verið ráð fyrir að þær hljóðuðu upp á 40 milljónir dala í áætlun félagsins. Tekjuaukningin á árinu sé staðfesting á árangri lang- tíma viðskiptaáætlunar félagsins. „EIMSKIP er ekki einvörðungu flutningafyrirtæki,“ sagði Benedikt Sveinsson, stjórnarformaður Eim- skipafélags Íslands, á aðalfundi fé- lagsins í gær og vísaði til þess að fé- lagið byggðist í vaxandi mæli á tveimur stoðum, annars vegar flutn- ingastarfsemi og hins vegar fjárfest- ingarstarfsemi. Hann upplýsti að nú væri verið að renna þriðju stoðinni undir rekstur félagsins, þ.e. sjávar- útvegsstarfsemi. Einingarnar þrjár verða reknar sem sjálfstæð félög innan samstæðu Eimskipafélags Ís- lands, Eimskip um flutninga, Burð- arás um fjárfestingar og Útgerðar- félag Akureyringa (ÚA) um sjávarútveg. „Eimskip hefur gert sér grein fyr- ir því að á næstu árum verður aukin samþjöppun í sjávarútvegi. Félagið hefur haft áhuga á því að vera þátt- takandi í þessari þróun og vera af- gerandi eignaraðili í einu stóru öfl- ugu sjávarútvegsfyrirtæki. Með því er félagið áfram þátttakandi í því að umbreyta og þróa íslenskt þjóðfélag til aukinnar hagkvæmni alþjóðavæð- ingar og sóknar til bættra lífskjara“, sagði Benedikt. Samruni ÚA og Skagstrendings Eimskip steig fyrsta skrefið í gær með kaupum á viðbótarhlutum í ÚA og Skagstrendingi og er eignarhlut- ur félagsins nú orðinn 41% í Skag- strendingi og 55% í ÚA. Benedikt sagði Eimskip hafa áhuga á því að Skagstrendingur og ÚA færu í formlegar viðræður um náið sam- starf eða samruna. Það fyrirtæki verði í dreifðri eign og ekkert sjáv- arútvegsfyrirtæki hér á landi verði með jafnmarga hluthafa og svo mikla dreifingu á eignarhaldi. „En við ætlum ekki að láta þar við sitja. Við munum leggja áherslu á að efla ÚA eða sameinað sjávarútvegsfyr- irtæki ÚA og Skagstrendings, sem verður með höfuðstöðvar sínar og rekstur á Norðurlandi og víða burð- arás í atvinnulífinu. Áhugavert er að stækka það enn frekar með aukinni breidd í rekstri og útrás á erlendan markað.“ Með aukningu hlutafjár Eimskipa í ÚA skapaðist skylda til yfirtöku á hlutabréfum annarra hluthafa í ÚA, þ.e. Eimskip er skylt að bjóða öðrum hluthöfum í ÚA að kaupa bréf þeirra á sömu kjörum en greiðslan var í formi hlutabréfa í Eimskipafélaginu. Tilkynnt var um að fljótlega yrði boðað til hluthafafundar í Eimskipa- félaginu þar sem farið yrði fram á samþykki fyrir hlutafjáraukningu til kaupa á hlutum annarra eigenda ÚA og til að mæta kaupum á hlutafé í Skagstrendingi, ef af sameiningu ÚA og Skagstrendings yrði. Áfram erfiðleikar í flutningum Benedikt sagði Eimskip vera eitt þeirra fyrirtækja sem hve harðast hefði farið út úr efnahagsástandinu síðastliðin tvö ár. Afkoma af flutn- ingastarfsemi hefði verið slæm í lið- lega tvö ár á sama tíma og verðmæti hlutabréfa eigna félagsins hefði minnkað. Hann sagðist ennfremur reikna með að flutningastarfsemi yrði áfram erfið í ár þó svo að gert væri ráð fyrir hagnaði af rekstri. Samkeppni yrði áfram hörð og búast mætti við aukinni samkeppni í Evr- ópusiglingum. Sjávarútvegur verður ein af þremur stoðum Morgunblaðið/Sverrir Benedikt Sveinsson stjórnarformaður og Ingimundur Sigurpálsson for- stjóri hafa fundið Eimskipafélaginu nýja stoð í rekstrinum. Starfsemin skiptist nú í þrennt; flutninga, sjávarútveg og fjárfestingar.           !" ## !!   " # "# !$ #$" $! %   & #!'(    &) *&)   ++   & ( ,  -!!! .   &)     /  ++ " !#' 0  ' ##   ++1+ 23      -// 4  -   3 3-  ! $%&' (        . 5+ &, 6 0 & , 7  /   ,   8    6  , 6    & 3+ , 9  .  ,(  3 ,     923+  , :&0  !"#$!   3+   +9  6   7  /   :&0 6       %&' (' )*& + ,  ',  +  )*& '+%%  '+ Grundvallarbreytingar kynntar á starfsemi Eimskipafélagsins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.