Morgunblaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2002 41 ✝ Birna GuðnýBjörnsdóttir fæddist 9. maí 1922 á Kirkjulandi í Vest- mannaeyjum. Hún lést á Landakotsspít- ala þriðjudaginn 5. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Björn Þórarinn Finnboga- son, útvegsbóndi frá Kirkjulandi, Vest- mannaeyjum, og Lára Kristín Guð- jónsdóttir. Börn þeirra hjóna voru: Ólafur Rósant húsgagnasmiður, f. 5.11. 1910, d. 1.11. 1969, Stein- grímur Örn, f. 1.2. 1913, d. 17.9. 1983, skipstjóri; Þórunn Alda, f. 20.4. 1915, húsmóðir; Ágúst Krist- ján, f. 4.11. 1916, d. 27.8. 1979, út- gerðarmaður og síðar lagerstjóri hjá Kassagerðinni; Hlöver Björns- son f. 30.3. 1919, d. 7.5. 1919. Birna giftist 13.8. 1943 Vern- harði Bjarnasyni frá Húsavík, f. 16.6. 1917, d. 1.3. 2001. Foreldrar hans voru hjónin Bjarni Benediktsson kaupmaður og út- gerðarmaður, síðar póstafgreiðslumað- ur á Húsavík og Þór- dís Ásgeirsdóttir frá Knarrarnesi í Mýra- sýslu. Börn Birnu og Vernharðs eru Berg- ur, eiginkona hans er Margrét Birna Sigurðardóttir; Soffía; Bjarni Jó- hann; Björn Óskar, eiginkona hans er Torfhildur Stefánsdóttir; Alda Ólöf. Barnabörn þeirra eru 13 talsins og barnabarnabörnin 4. Birna og Vernharður bjuggu á Húsavík árin 1944–1967. Frá 1967 voru þau búsett á Seltjarnarnesi, síðast á Skólabraut 5. Útförin fer fram frá Fossvogs- kirkju í dag, 15. mars, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Ó, ljóssins faðir, lof sé þér, að líf og heilsu gafstu mér, og föður minn og móður. Nú sest ég upp því sólin skín, þú sendir ljós þitt inn til mín, ó, hvað þú Guð ert góður. Þig lofa gjörvöll lífsins mál, þig lofar einkum mannsins sál, hún þekkir elsku þína. Ég veit, minn Guð, þú verndar mig, ég veit ég á að biðja þig, sem til bjóst tungu mína. (Matth. Jochumsson.) Elsku systir mín, nú hefur þú kvatt þetta jarðneska líf og allri þreytu og vanlíðan lokið. Nú hafa augu þín séð ljós. Ég er viss um að þú hefur fengið góða heimkomu, þar bíða vinir í varpa, sem von er á gesti. Ég man þegar Birna systir fædd- ist, hvað hún var fallegt barn, hvað ég var glöð að eignast systur. Fyrir átti ég þrjá bræður, Óla, Steina og Stjána. Árin liðu, Birna var glaðvær og góður unglingur, hún hafði fal- lega söngrödd og var sérstaklega lagviss, spilaði á gítar og söng. Hún tók þátt í sönglífinu í Eyjum, í Vest- mannakórnum og Kirkjukórnum. Einnig á skemmtikvöldi með Odd- geiri Kristjánssyni, þar sem hún söng einsöng. Birna hafði gaman af íþróttum, hún var í fimleikaflokki sem Loftur Guðmundsson íþrótta- kennari þjálfaði. Fór hann með flokk sinn í sýningarferð upp á land. Heimilið okkar, Krirkjuland, stóð á fallegum stað í Eyjum, með fjallasýn í allar áttir, og túnið grænt, þar sem við gátum leikið okkur frjáls eins og fuglinn. Við átt- um góða foreldra, sem vildu börn- um sínum allt það besta. Kenndu okkur að vinna og vera heiðarleg. Það var oft mikið að gera og þurft- um við börnin snemma að taka þátt í allskonar störfum. Pabbi var út- gerðarmaður og bóndi og var oft mannmargt á heimilinu á vertíðum. Þrátt fyrir mikla vinnu áttum við marga glaða og skemmtilega tíma. Mamma og pabbi voru bæði söng- elsk og gestrisin. Á heimilinu var orgel, gítar og svo harmonikkan sem pabbi spilaði oft á, okkur til ánægju og stundum var stiginn dans í eldhúsinu. Birna vann í Netagerðinni og átti þar skemmtilegan tíma í glöðum hópi. Síðan vann hún í Vefnaðar- vöruversluninni Bjarma, þá kynnt- ist hún mannsefni sínu, Vernharði Bjarnasyni frá Húsavík. Svo kom að því að yfirgefa Eyjarnar, for- eldra, systkini, frændur og vini og fóru þau til Húsavíkur á heimaslóð- ir Venna. Þar giftu þau sig, reistu sitt bú og eignuðust fimm góð börn. Birna og Venni voru gestrisin og tóku vel á móti gestum sínum og gott var og gaman að gista hjá þeim. Birna átti góða tengdafor- eldra, þau Þórdísi Ásgeirsdóttur og Bjarna Benediktsson sem hún unni og bar mikla virðingu fyrir. Á heim- ili þeirra var Bogga sem hún dáði og svo systkin Venna. Henni þótti afar vænt um þessa fölskyldu og var það gagnkvæmt, því ekki var hægt annað en að elska Birnu, hún var svo ljúf og góð. Birna tók upp fyrri hátt, hún lagði ekki sönginn á hilluna, hún var í kirkjukórnum og Kvenfélaginu, átti góðar vinkonur í sauma- og lesklúbbi, hún var virkur félagi í leikfélaginu og lék til dæmis Ástu í Skuggasveini. Birna og Venni bjuggu á Húsavík í 25 ár, þá fluttu þau suður. Venni og Ásgeir bróðir hans byggðu sam- an hús á Skólabraut 56 á Seltjarn- arnesi. Kona Ásgeirs, Rósa Finn- bogadóttir, og Birna voru bræðradætur. Þarna bjuggu þau þar til þau fluttu á heimili aldraðra á Skólabraut 5. Mörg seinni árin var Birna blind, hún kvartaði aldr- ei, en gladdist með þeim sem hægt var að hjálpa. Hún föndraði og prjónaði fallegustu barnateppi og allskonar prjónavarning á börn og barnabörn. Síðustu árin prjónaði hún fallega trefla og gaf börnum sínum og frænkum í allar áttir. Árið 1996 fékk Birna viðurkenninguna „Gullprjónn ársins“ frá Garnbúð- inni Tinnu. Birna og Venni ferðuðust mikið um allan heim, m.a. með stórskip- inu „Lakonia“. Það var gaman að heyra ferðasögurnar. Venni skýrði allt svo vel fyrir henni og hún sagði frá eins og hún hefði verið sjáandi. Hún sagði oft að hann væri augun sín. Venni lést 1. mars í fyrra, svo aðeins var eitt ár og fjórir dagar á milli þeirra. Nú hafði hún ekki leng- ur augun hans og þá var erfitt að lifa. Elsku systir mín, nú kveð ég þig með söknuði og þakklæti fyrir öll árin sem Guð gaf okkur saman. Ég kveð þig með ljóðinu sem ég söng fyrir þig þegar ég var að svæfa þig og þú hélst að ég væri að syngja um mömmu. Sestu hérna hjá mér, systir mín góð, í kvöld skulum við vera kyrrlát og hljóð. Í kvöld skulum við vera kyrrlát af því að mamma ætlar að reyna að sofna rökkrinu í. Mamma ætlar að sofna og mamma er svo þreytt og sumir eiga sorgir sem svefninn getur eytt. Sumir eiga sorgir og sumir eiga þrá sem aðeins í draumheimum uppfyllast má. Í kvöld skulum við vera kyrrlát og hljóð, mamma ætlar að sofna, systir mín góð. (Davíð Stefánsson.) Sofðu rótt. Guð blessi sálu þína, þín systir. Alda. Að eiga góðar minningar er dýr- mætur fjársjóður. Síðustu daga hafa komið margar og góðar minningar frá liðnum ár- um í huga minn, sem tengjast henni Birnu, elskulegri mágkonu minni, konunni hans Venna. Sumarið 1943 var Vernharður bróðir minn í vinnu hjá Helga Benediktssyni frænda okkar í Vest- mannaeyjum. Hann hringir einn daginn í móður okkar og tilkynnir um komu sína heim til Húsavíkur með kærustu og að þau ætli að gifta sig í Grenjaðarstaðarkirkju. Mikil eftirvænting var heima hjá okkur að hitta nýjan fjölskyldumeðlim, lít- ið höfðum við frá þeim frétt. Svo kom hún norður, unga og glæsilega stúlkan, fáguð og prúðmannleg í öllu fasi og framkomu, nánast tign- arleg. Þetta sumar var mikill straumur ættingja og vina norður til foreldra okkar og hefir Birna mín fengið stóran skammt af mág- fólkinu í einu. Það hræddi hana ekki frá því að setjast að innan um stóra hópinn. þau fluttu til Húsavík- ur ári seinna. Það man ég, þegar nýgiftu hjónin fóru suður, stóðu all- ir úti á palli að vinka bless. Þá sagði mannþekkjarinn hún móðir mín: „Hann er gæfumaður þessi drengur minn að fá þessa elskulegu stúlku.“ Á Húsavík var stutt á milli heim- ila og mikill samgangur alla virka daga sem og tyllidaga. Í minning- unni sannkölluð sólskinsár. Birna var mikil heimilismanneskja og bar allt í kringum hana vott um það. Á þessum árum tóku flestar kon- ur þátt í félagsstörfum. Við Birna vorum báðar í kvenfélagi og kirkju- kór. Söngröddin hennar Birnu var ákaflega fallega hljómandi. Flestar kóræfingar voru haldnar á heimili prestshjónanna. Þar var glatt á hjalla með góðum gestgjöfum og vinum. Á heimleið eftir sönginn var gengið í brakandi snjó og norður- ljósa- eða tunglskinsglampa. Bíla- menningin var ekki komin í bæinn. Húsavíkurárin þeirra Venna og Birnu færðu þeim bæði ávinning og gleði, en einnig vonbrigði og erf- iðleika eins og gengur. Snemma varð vart við erfiðan augnsjúkdóm hjá Birnu, sem ekki fékkst bót á og seinni árin varð hún alblind. Þann kross bar hún með ótrúlegu æðru- leysi. Vann öll heimilisverkin, auk heldur handavinnu s.s. prjónaskap sem hafði slíkt handbragð og útlit sem alsjándi væri. Af kynnum við foreldra Birnu, sæmdarhjónin Láru og Björn á Kirkjulandi, var auðséð að eplið féll ekki langt frá eikinni. Reykjavíkurárin voru Venna og Birnu góð og mikið hafa þau ferðast um heiminn og notið þess. Við þökkum þeim samfylgdina og allar góðar stundir. Guð blessi minningu Birnu og Venna. Guð blessi alla þeim kæra. Bryndís Bjarnadóttir. Að lifa lífinu og vera sæll, vera hamingjusamur, er það dýrmæt- asta sem hverjum einstaklingi hlotnast. Þá hamingju er ekki hægt að kaupa eða skipa fyrir um. Hún er innra með einstaklingnum í þeim hæfileikum að kunna að taka tillit til, umbera, bæta úr, höfða til þess jákvæða og kunna að lifa stundina, sem er að líða hjá, með maka sín- um, börnum og nánustu fjölskyldu. Þessa hamingju lifði Birna með Vernharði Bjarnasyni, eiginmanni sínum, og fjölskyldu á heimilinu sínu. Þessa hamingju sáum við í brosi hennar og fundum í viðmóti hennar, með þeirri hlýju og um- hyggjusemi, sem streymdi frá henni og ég vil þakka fyrir. Þegar við kveðjum húsmóður hins gamla tíma, húsmóðurina, sem var alltaf heima, húsmóðurina, sem var alltaf hægt að leita til þar, sem eiginkonu eða móður, þá eigum við erfitt með að skilja, hvað geti komið í staðinn í þjóðfélagi okkar, sem gefi heimilinu líf og gildi með sama hætti, með kærleika og hlýju. Ég veit að ekkert hefði getað komið í stað Birnu á heimili hennar og Venna, föðurbróður míns, sem naut verndar á heimili sínu í ann- asömu starfi og stundum vanþakk- látu. Heimilið var honum heilagt með Birnu sinni, þar sem hún krýndi það með hæfileikum sínum, snyrtimennsku og gestrisni. Þar fékk hann hvatningu og uppörvun. Þar fann hann hvar best var hlúð að og þar fékk hann sín síðustu ár að styðja hana með sjón sinni, sem hann var þakklátur fyrir. Það varð næstum upp á dag ár á milli þeirra. Ég vissi að Birna beið þess sem yrði, með fullvissu um það framhald sem verður og Drottinn boðaði okk- ur með orðum sínum: „Ég lifi og þér munuð lifa.“ Birna var hamingjusöm í lífi sínu. Hún var sæl með sitt hlutskipti í hógværð sinni, þegar hún var frið- flytjandi og miskunnsöm, eins og orð Fjallræðunnar boða, og nú hef- ur hún sjálf lifað það, sem þar seg- ir: „Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá.“ Halldór Gunnarsson. BIRNA GUÐNÝ BJÖRNSDÓTTIR                                         !   "#   "$%%   !""#$ !" $ %% &' "   ()*+," &' +-"#$   &'+," &' "&'+," &' "&. " '  &*+$/+0% &             # 1 2 22 # 3#44 &50-$ 607/*"&*++0- '  !((      )  ""  *       !   "#   "$%% ""89/*+& 966$ 0)6  +&"9/*+& " "+6 " !609/*+& :$6++  ,"+   )"") +" --0)% +   4  # 2 2 3  !+;< :!& '  !( )     ,  -     ".  *       /   +0                      &     0       =4 4 #3# 3#44  *+0 0>? 6-"6/*0- '       1   0! 2 !  "3  4          5!  )   3%   "$%% 2"%4*6+" ,6%4*6+" 6&04%6  :080#%6  +,60-0 ,"86  $'+6  6+ "6  3-$ @$ $'+4!6        )"")%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.