Morgunblaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 15. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ UMHVERFISRÁÐHERRA, Siv Friðleifsdóttir, hefur staðfest úr- skurð Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum álvers og raf- skautaverksmiðju í Reyðarfirði. Er það niðurstaða ráðuneytisins að um- hverfisáhrifunum hafi verið lýst á fullnægjandi hátt í matsskýrslu framkvæmdaraðila og úrskurði Skipulagsstofnunar frá því í ágúst sl. Stofnunin féllst á byggingu allt að 420 þúsund tonna álvers og 233 þús- und tonna rafskautaverksmiðju með tveimur skilyrðum. Tvær kærur bárust ráðuneytinu vegna úrskurð- arins, önnur frá Náttúruverndar- samtökum Íslands og hin frá Nátt- úruverndarsamtökum Austurlands, NAUST. Kæruatriðin lutu einkum að því að fyrirhugað álver og raf- skautaverksmiðja muni hafa í för með sér mikla mengun á stóru svæði og að við mengunarvarnir hafi ekki verið gerð krafa um bestu fáanlegu tækni. Í tilkynningu frá umhverfisráðu- neytinu segir að ekkert hafi komið fram um umhverfisáhrif af völdum mengunar á loftgæði eða lífríki sjáv- ar sem gefi tilefni til að leggjast gegn framkvæmdinni. Telur ráðu- neytið að fyrirliggjandi veðurgögn séu fullnægjandi til að gera var- færna loftmengunarspá fyrir fyrir- hugaða framkvæmd og ákvarða mörk þynningarsvæðis. Nauðsyn- legt sé hins vegar að fylgjast með styrk brennisteinsdíoxíðs í and- rúmslofti innan sem utan þynning- arsvæðis og sannreyna þannig hvort loftmengunarspá gangi eftir. „Að mati ráðuneytisins uppfyllir Reyðarál ákvæði íslenskra laga og reglugerða og alþjóðlegra viðmið- ana um notkun bestu fáanlegrar tækni í álveri og rafskautaverk- smiðju í Reyðarfirði. Helstu um- hverfisáhrif verksmiðjunnar tengj- ast mengun vegna starfseminnar og ber að tryggja í starfsleyfi, sem nú er í vinnslu hjá Hollustuvernd rík- isins, að uppfyllt verði öll skilyrði laga og reglna um losunarmörk,“ segir ennfremur í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu. Mat á umhverfisáhrifum álvers og rafskautaverksmiðju í Reyðarfirði Umhverfisráðherra staðfestir úrskurð Skipulagsstofnunar FLOKKARNIR, sem standa að framboði Reykjavíkurlistans til borgarstjórnarkosninganna í vor, samþykktu listann formlega á fund- um sínum í gærkvöldi. Listann skipa eftirtaldir einstaklingar: 1. Árni Þór Sigurðsson varaborg- arfulltrúi. 2. Alfreð Þorsteinsson borg- arfulltrúi. 3. Stefán Jón Hafstein útgáfustjóri. 4. Steinunn V. Óskarsdóttir borg- arfulltrúi. 5. Anna Kristinsdóttir stjórnmála- fræðinemi. 6. Björk Vilhelmsdóttir félagsráðgjafi. 7. Dagur B. Eggertsson læknir. 8. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. 9. Helgi Hjörvar borgarfulltrúi. 10. Marsibil Sæmundsdóttir fram- kvæmdastjóri. 11. Kolbeinn Óttarsson Proppé sagnfræðingur. 12. Jóna Hrönn Bolladóttir miðborg- arprestur. 13. Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari. 14. Þorlákur Björnsson hagfræð- ingur. 15. Sigrún Elsa Smáradóttir mark- aðsstjóri. 16. Jóhannes Bárðarson, gullsmiður og bankastarfsmaður. 17. Katrín Jakobsdóttir íslensku- fræðingur. 18. Stefán Jóhann Stefánsson hagfræðingur. 19. Sigrún J. Pétursdóttir, fyrrum ráðskona. 20. Felix Bergsson leikari. 21. Guðný Hildur Magnúsdóttir fé- lagsfræðingur. 22. Friðrik Þór Friðriksson kvik- myndagerðarmaður. 23. Jakob H. Magnússon veit- ingamaður. 24. Óskar Dýrmundur Ólafsson for- stöðumaður. 25. Helena Ólafsdóttir, kennari og knattspyrnuþjálfari. 26. Jóhannes Sigursveinsson múr- ari. 27. Sigurður Bessason, formaður Eflingar. 28. Adda Bára Sigfúsdóttir, fyrrum borgarfulltrúi. 29. Sigrún Magnúsdóttir borg- arfulltrúi. 30. Gylfi Þ. Gíslason, fyrrum ráð- herra. Framboðslisti Reykja- víkurlistans kynntur Morgunblaðið/Kristinn Nokkrir frambjóðenda Reykjavíkurlistans eftir að listinn var staðfestur, f.v.: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Árni Þór Sigurðsson, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Steinunn Birna Ragnarsdóttir og Steinunn V. Óskarsdóttir. Norskir brjóstdropar uppseldir UNNIÐ er nú dag og nótt hjá Lyfj- um og heilsu að framleiðslu norskra brjóstdropa þar sem lyfið er uppselt hjá Lyfjaverslun Íslands. Þessir brjóstdropar eru slímlosandi og þykja duga vel gegn kvefi og fleiri kvillum. Að sögn Ingólfs Garðars- sonar, markaðsstjóra Lyfja og heilsu, fékk fyrirtækið vísbendingu um skort á norskum brjóstdropum síðari hluta þriðjudags og er stefnt að því að afhenda þrjú þúsund glös til dreifingar á föstudag svo lyfið ætti að fást á ný eftir helgi. „Skorturinn er háður flensunni sem hefur verið að ganga og ég held að þetta sé í fyrsta skipti í áratugi sem skortur af þessu tagi kemur upp. Það segir sína sögu um hversu skæð flensan er,“ segir Ingólfur. „Við brugðumst þannig við skortin- um að við jukum framleiðslu okkar og fjölguðum starfsfólki svo nú er unnið dag og nótt við framleiðsluna.“ ÆTTINGJAR Ásgeirs Ásgeirs- sonar, fyrrverandi forseta Íslands og forseta sameinaðs Alþingis, af- hentu í gær Alþingi brjóstmynd af Ásgeiri að gjöf. Brjóstmyndina gerði Nína Sæ- mundsson myndlistarkona í kringum 1960. Friðrik Ólafsson, skrifstofustjóri Alþingis, segir að brjóstmyndinni verði fundinn staður við hæfi í húsakynnum þingsins. Ásgeir Ásgeirsson var alþing- ismaður frá 1923 til 1952. Á þeim tíma var hann forseti sameinaðs Alþingis 1930 til 1931, fjár- málaráðherra 1931 til 1932 og forsætis- og fjármálaráðherra 1932 til 1934. Ásgeir var forseti Íslands frá 1952 til 1968. Afhentu brjóstmynd af Ásgeiri Ásgeirssyni Morgunblaðið/Sverrir Ásgeir Thoroddsen, barnabarn Ásgeirs Ásgeirssonar, fyrrv. forseta og forseta sameinaðs Alþingis, afhenti brjóstmyndina. Á myndinni eru einnig Vala Thoroddsen, dóttir Ásgeirs, og Halldór Blöndal, forseti Alþingis. Fram- kvæmd um- ferðarmála verði mark- vissari KOMIÐ verður á fót Umferðar- stofnun sem annast á stjórnsýslu á sviði umferðarmála, m.a. skráningu ökutækja, annast ökupróf, leyfisveit- ingar og fræðslu verði lagafrumvarp vegna breytinga á umferðarlögum samþykkt á Alþingi. Umferðarstofn- un heyrir undir dómsmálaráðherra sem skipa skal framkvæmdastjóra til fimm ára í senn. Meginefni lagafrumvarpsins er að koma á heildstæðu skipulagi á stjórnsýslu umferðarmála með því að sameina verkefni Skráningarstof- unnar hf. og Umferðarráðs, svo og ýmis verkefni dómsmálaráðuneytis- ins og fela þau Umferðarstofnun, segir m.a. í greinargerð með frum- varpinu. Með þessu eigi að tryggja markvissa framkvæmd umferðarör- yggismála í samræmi við yfirlýsta stefnu stjórnvalda. Þá segir að með því að sameina Skráningarstofuna hf. og Umferðarráð náist m.a. fram að þá starfi þeir innan sömu stofn- unar sem vinna eiga að reglum um gerð og búnað ökutækja, skráningu bíla, umferðarfræðslu og umferðar- öryggi. Með því nýtist sérþekking starfsmanna betur. Bent er og á í greinargerðinni að starfshópur um umferðaröryggisáætlun stjórnvalda hafi lagt til að stjórnsýsla umferð- aröryggismála verði gerð skýrari og sé frumvarpið skref í þá átt. Ráðgert að sameina Skráningarstofuna hf. og Umferðarráð ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Stálu 120 Coca Cola- flöskum ÞRÍR piltar á aldrinum 15–16 ára hafa játað innbrot í Brauðhornið í Grafarholti í fyrrinótt. Spenntu þeir upp hurð og höfðu 120 Coca Cola- flöskur á brott með sér í bifreið sem einn þeirra ók. Vaktmaður Securitas gat gefið lögreglu upplýsingar um bifreiðina sem leiddu til þess að piltarnir voru handteknir. Samkvæmt upplýsing- um frá lögreglunni voru piltarnir vistaðir fram undir kvöld og teknar af þeim skýrslur. Þeir hafa m.a. verið spurðir um aðild að fleiri afbrotum í Grafarvogi. Málið var unnið í sam- vinnu við barnaverndaryfirvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.