Morgunblaðið - 15.03.2002, Side 6

Morgunblaðið - 15.03.2002, Side 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 15. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ UMHVERFISRÁÐHERRA, Siv Friðleifsdóttir, hefur staðfest úr- skurð Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum álvers og raf- skautaverksmiðju í Reyðarfirði. Er það niðurstaða ráðuneytisins að um- hverfisáhrifunum hafi verið lýst á fullnægjandi hátt í matsskýrslu framkvæmdaraðila og úrskurði Skipulagsstofnunar frá því í ágúst sl. Stofnunin féllst á byggingu allt að 420 þúsund tonna álvers og 233 þús- und tonna rafskautaverksmiðju með tveimur skilyrðum. Tvær kærur bárust ráðuneytinu vegna úrskurð- arins, önnur frá Náttúruverndar- samtökum Íslands og hin frá Nátt- úruverndarsamtökum Austurlands, NAUST. Kæruatriðin lutu einkum að því að fyrirhugað álver og raf- skautaverksmiðja muni hafa í för með sér mikla mengun á stóru svæði og að við mengunarvarnir hafi ekki verið gerð krafa um bestu fáanlegu tækni. Í tilkynningu frá umhverfisráðu- neytinu segir að ekkert hafi komið fram um umhverfisáhrif af völdum mengunar á loftgæði eða lífríki sjáv- ar sem gefi tilefni til að leggjast gegn framkvæmdinni. Telur ráðu- neytið að fyrirliggjandi veðurgögn séu fullnægjandi til að gera var- færna loftmengunarspá fyrir fyrir- hugaða framkvæmd og ákvarða mörk þynningarsvæðis. Nauðsyn- legt sé hins vegar að fylgjast með styrk brennisteinsdíoxíðs í and- rúmslofti innan sem utan þynning- arsvæðis og sannreyna þannig hvort loftmengunarspá gangi eftir. „Að mati ráðuneytisins uppfyllir Reyðarál ákvæði íslenskra laga og reglugerða og alþjóðlegra viðmið- ana um notkun bestu fáanlegrar tækni í álveri og rafskautaverk- smiðju í Reyðarfirði. Helstu um- hverfisáhrif verksmiðjunnar tengj- ast mengun vegna starfseminnar og ber að tryggja í starfsleyfi, sem nú er í vinnslu hjá Hollustuvernd rík- isins, að uppfyllt verði öll skilyrði laga og reglna um losunarmörk,“ segir ennfremur í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu. Mat á umhverfisáhrifum álvers og rafskautaverksmiðju í Reyðarfirði Umhverfisráðherra staðfestir úrskurð Skipulagsstofnunar FLOKKARNIR, sem standa að framboði Reykjavíkurlistans til borgarstjórnarkosninganna í vor, samþykktu listann formlega á fund- um sínum í gærkvöldi. Listann skipa eftirtaldir einstaklingar: 1. Árni Þór Sigurðsson varaborg- arfulltrúi. 2. Alfreð Þorsteinsson borg- arfulltrúi. 3. Stefán Jón Hafstein útgáfustjóri. 4. Steinunn V. Óskarsdóttir borg- arfulltrúi. 5. Anna Kristinsdóttir stjórnmála- fræðinemi. 6. Björk Vilhelmsdóttir félagsráðgjafi. 7. Dagur B. Eggertsson læknir. 8. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. 9. Helgi Hjörvar borgarfulltrúi. 10. Marsibil Sæmundsdóttir fram- kvæmdastjóri. 11. Kolbeinn Óttarsson Proppé sagnfræðingur. 12. Jóna Hrönn Bolladóttir miðborg- arprestur. 13. Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari. 14. Þorlákur Björnsson hagfræð- ingur. 15. Sigrún Elsa Smáradóttir mark- aðsstjóri. 16. Jóhannes Bárðarson, gullsmiður og bankastarfsmaður. 17. Katrín Jakobsdóttir íslensku- fræðingur. 18. Stefán Jóhann Stefánsson hagfræðingur. 19. Sigrún J. Pétursdóttir, fyrrum ráðskona. 20. Felix Bergsson leikari. 21. Guðný Hildur Magnúsdóttir fé- lagsfræðingur. 22. Friðrik Þór Friðriksson kvik- myndagerðarmaður. 23. Jakob H. Magnússon veit- ingamaður. 24. Óskar Dýrmundur Ólafsson for- stöðumaður. 25. Helena Ólafsdóttir, kennari og knattspyrnuþjálfari. 26. Jóhannes Sigursveinsson múr- ari. 27. Sigurður Bessason, formaður Eflingar. 28. Adda Bára Sigfúsdóttir, fyrrum borgarfulltrúi. 29. Sigrún Magnúsdóttir borg- arfulltrúi. 30. Gylfi Þ. Gíslason, fyrrum ráð- herra. Framboðslisti Reykja- víkurlistans kynntur Morgunblaðið/Kristinn Nokkrir frambjóðenda Reykjavíkurlistans eftir að listinn var staðfestur, f.v.: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Árni Þór Sigurðsson, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Steinunn Birna Ragnarsdóttir og Steinunn V. Óskarsdóttir. Norskir brjóstdropar uppseldir UNNIÐ er nú dag og nótt hjá Lyfj- um og heilsu að framleiðslu norskra brjóstdropa þar sem lyfið er uppselt hjá Lyfjaverslun Íslands. Þessir brjóstdropar eru slímlosandi og þykja duga vel gegn kvefi og fleiri kvillum. Að sögn Ingólfs Garðars- sonar, markaðsstjóra Lyfja og heilsu, fékk fyrirtækið vísbendingu um skort á norskum brjóstdropum síðari hluta þriðjudags og er stefnt að því að afhenda þrjú þúsund glös til dreifingar á föstudag svo lyfið ætti að fást á ný eftir helgi. „Skorturinn er háður flensunni sem hefur verið að ganga og ég held að þetta sé í fyrsta skipti í áratugi sem skortur af þessu tagi kemur upp. Það segir sína sögu um hversu skæð flensan er,“ segir Ingólfur. „Við brugðumst þannig við skortin- um að við jukum framleiðslu okkar og fjölguðum starfsfólki svo nú er unnið dag og nótt við framleiðsluna.“ ÆTTINGJAR Ásgeirs Ásgeirs- sonar, fyrrverandi forseta Íslands og forseta sameinaðs Alþingis, af- hentu í gær Alþingi brjóstmynd af Ásgeiri að gjöf. Brjóstmyndina gerði Nína Sæ- mundsson myndlistarkona í kringum 1960. Friðrik Ólafsson, skrifstofustjóri Alþingis, segir að brjóstmyndinni verði fundinn staður við hæfi í húsakynnum þingsins. Ásgeir Ásgeirsson var alþing- ismaður frá 1923 til 1952. Á þeim tíma var hann forseti sameinaðs Alþingis 1930 til 1931, fjár- málaráðherra 1931 til 1932 og forsætis- og fjármálaráðherra 1932 til 1934. Ásgeir var forseti Íslands frá 1952 til 1968. Afhentu brjóstmynd af Ásgeiri Ásgeirssyni Morgunblaðið/Sverrir Ásgeir Thoroddsen, barnabarn Ásgeirs Ásgeirssonar, fyrrv. forseta og forseta sameinaðs Alþingis, afhenti brjóstmyndina. Á myndinni eru einnig Vala Thoroddsen, dóttir Ásgeirs, og Halldór Blöndal, forseti Alþingis. Fram- kvæmd um- ferðarmála verði mark- vissari KOMIÐ verður á fót Umferðar- stofnun sem annast á stjórnsýslu á sviði umferðarmála, m.a. skráningu ökutækja, annast ökupróf, leyfisveit- ingar og fræðslu verði lagafrumvarp vegna breytinga á umferðarlögum samþykkt á Alþingi. Umferðarstofn- un heyrir undir dómsmálaráðherra sem skipa skal framkvæmdastjóra til fimm ára í senn. Meginefni lagafrumvarpsins er að koma á heildstæðu skipulagi á stjórnsýslu umferðarmála með því að sameina verkefni Skráningarstof- unnar hf. og Umferðarráðs, svo og ýmis verkefni dómsmálaráðuneytis- ins og fela þau Umferðarstofnun, segir m.a. í greinargerð með frum- varpinu. Með þessu eigi að tryggja markvissa framkvæmd umferðarör- yggismála í samræmi við yfirlýsta stefnu stjórnvalda. Þá segir að með því að sameina Skráningarstofuna hf. og Umferðarráð náist m.a. fram að þá starfi þeir innan sömu stofn- unar sem vinna eiga að reglum um gerð og búnað ökutækja, skráningu bíla, umferðarfræðslu og umferðar- öryggi. Með því nýtist sérþekking starfsmanna betur. Bent er og á í greinargerðinni að starfshópur um umferðaröryggisáætlun stjórnvalda hafi lagt til að stjórnsýsla umferð- aröryggismála verði gerð skýrari og sé frumvarpið skref í þá átt. Ráðgert að sameina Skráningarstofuna hf. og Umferðarráð ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Stálu 120 Coca Cola- flöskum ÞRÍR piltar á aldrinum 15–16 ára hafa játað innbrot í Brauðhornið í Grafarholti í fyrrinótt. Spenntu þeir upp hurð og höfðu 120 Coca Cola- flöskur á brott með sér í bifreið sem einn þeirra ók. Vaktmaður Securitas gat gefið lögreglu upplýsingar um bifreiðina sem leiddu til þess að piltarnir voru handteknir. Samkvæmt upplýsing- um frá lögreglunni voru piltarnir vistaðir fram undir kvöld og teknar af þeim skýrslur. Þeir hafa m.a. verið spurðir um aðild að fleiri afbrotum í Grafarvogi. Málið var unnið í sam- vinnu við barnaverndaryfirvöld.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.