Morgunblaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2002 11 PÁSKASÖFNUN Hjálparstarfs kirkjunnar verður með breyttu sniði að þessu sinni þar sem söfn- unarfénu úr söfnuninni Lífskrafti gegn alnæmiverður skipt á milli verkefna á sviði forvarna á Ís- landi og verkefna í Úganda þar sem styðja á börn sem misst hafa foreldra sína úr alnæmi. Alnæmissamtökin standa fyrir forvarnarherferð hérlendis og verður efnt til fræðslu- og kynn- ingarfunda í öllum grunnskólum landsins. Fræðslan snýr að nem- endum í 9. og 10. bekk og lýtur inntak fræðslunnar að alnæmi og HIV-smiti og hvernig koma megi í veg fyrir smit. Herferðin verður skipulögð í samvinnu við land- læknisembættið. 156 einstaklingar hafa greinst HIV-smitaðir hérlendis og hefur á fjórða tug manns dáið úr sjúk- dóminum. Ellefu greindust með HIV-smit í fyrra og að jafnaði greinist eitt smit í mánuði. 13 milljónir barna hafa misst báða foreldra sína úr alnæmi sam- kvæmt upplýsingum Hjálparstarfs kirkjunnar. Þá veldur kæruleysi íslenskra ungmenna gagnvart sjúkdóminum nokkrum áhyggjum. Ranghugmyndir algengar hjá unglingum Að sögn Inga Rafns Hauks- sonar, fræðslufulltrúa Alnæm- issamtakanna, sem rætt hefur við grunnskólanemendur um alnæmi, virðast ranghugmyndir algengar hjá unglingunum um sjúkdóminn. Hann er oft spurður eftirfarandi spurningar: „Er ekki allt í lagi ef ég passa mig á því að sofa ekki hjá hommum?“ Hann segir enn- fremur að unglingarnir haldi oft að þeir lyf sem til eru til að sporna við framgangi sjúkdómsins séu hrein og bein lækning. „Þau hafa heyrt talað um það heima,“ bætir hann við. Haraldur Briem, smitsjúkdóma- læknir hjá landlækni, segir að svo gæti farið að lyfjaúrræðum fækk- aði með tímanum. „Það er eilíf barátta við ónæma veirustofna, þannig að það er mikið kapphlaup sem fer fram í því að reyna búa til ný lyf sem veiran þekkir ekki og geta unnið á henni. En þetta er vandamál sem við höfum ekki séð fyrir endann á og það kann að fara svo að við eigum ekki mörg góð lyf.“ Tæplega 40 þúsund mun- aðarlaus börn í Rakai-héraði Hjálparstarf kirkjunnar hyggst styðja verkefni Lútherska heims- sambandsins, sem Hjálparstarf kirkjunnar er aðili að. Í Rakai- héraði þar sem aðstoð er veitt, eru 9% íbúa héraðsins HIV smituð og munaðarlaus börn, sem misst hafa foreldra sína úr alnæmi, eru þar tæplega 40 þúsund. Sam- kvæmt upplýsingum Hjálparstarfs kirkjunnar eru heilsufarsleg, fé- lagsleg og efnahagsleg áhrif al- næmisins gríðarleg og þurfa börnin oft að standa ein fyrir heimili og verða fyrir áreiti og yf- irgangi annarra. Þau vantar föt, fæði, húsnæði, mörg eru í tilfinn- ingalegu ójafnvægi, hafa þörf fyr- ir umhyggju, leiðbeiningar og ást- úð einhvers sem eldri er. Helmingi söfnunarfjár úr páska- söfnuninni verður varið þeim til stuðnings í gegnum ráðgjafa á vegum verkefnisis. Páskasöfnunin fer fram 17. til 24. mars í söfnunarsímanum 907- 2002. hvert símtal kostar 1.000 kr. sem skuldfærðar verða sjáf- krafa á símreikning viðkomandi. Páskasöfnun helguð börnum á Íslandi og í Úganda Ungmenni taka alnæm- ishættuna ekki alvarlega Morgunblaðið/Sverrir Fræðslufulltrúar Alnæmissamtakanna munu á næstunni heimsækja alla grunnskóla landsins og ræða við nemendur um alnæmi. Hér ræðir Ingi Rafn Hauksson við nemendur í Hagaskóla. LÖGBANNSKRAFA aðstandenda fegurðarsamkeppninnar Ungfrú Ís- land.is á sýningu heimildarmyndar um keppnina var tekin fyrir hjá sýslumannsembættinu í Reykjavík í gær. Framleiðendur myndarinnar höfðu þá skilað inn greinargerð, sem þeir fengu frest til að gera daginn áður. Ekki var tekin ákvörðun í mál- inu í gær, heldur tók sýslumaður sér frest þar til á þriðjudaginn 19. mars næstkomandi. Fram að þeim tíma verður farið yfir sjónarmið og gögn beggja aðila. Ingvar Haraldsson hjá embætti sýslumanns vildi ekki svara því hvort farið yrði fram á að sjá þá hluta myndarinnar sem tilbúnir eru hjá framleiðendum hennar, systkinun- um Hrönn og Árna Sveinsbörnum og kvikmyndafyrirtækinu 20 geitum. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær var Hrönn meðal þátttakenda í fegurðarsamkeppninni. Lögbannskrafan á mynd- ina „Í skóm drekans“ Ákvörðun frestað fram yfir helgi STEFNT er að því að halda landvörslu á vegum Náttúru- verndar ríkisins óbreyttri á sumri komanda. Árni Bragason, forstjóri Nátt- úruverndar ríkisins, segir að í bréfi frá umhverfisráðuneytinu komi fram að ráðuneytið leggi áherslu á að landvarsla verði óbreytt frá því sem verið hefur og því sé ekki útlit fyrir að skerða þurfi landvörslu frá því sem verið hefur eins og kom fram í frétt Morgunblaðsins í gær. „Náttúruvernd er að vinna að því í samstarfi við umhverfis- ráðuneytið að finna leiðir til þess að vera með óbreytta landvörslu og raunar er beinlínis stefnt að því, það liggur alveg skýrt fyrir.“ Nýr þjóðgarður á Snæfellsnesi Þá segir Árni að það sé rétt að það komi fram, en hafi gleymst í þessari umræðu, að stofnaður hafi verið þjóðgarður á Snæfells- nesi síðasta sumar. „Það er búið að ráða þar þjóðgarðsvörð og þar verða landverðir starfandi í sum- ar þegar horft er yfir heildina er verið að auka við landvörsluna. Skrifstofa þjóðgarðsvarðarins verður í pósthúsinu á Hellissandi og hún verður reyndar opnuð strax í næstu viku.“ Árni segir að vissulega verði erfitt að koma þessu heim og saman að því er snertir fjárhags- hliðina en þetta sé það sem stefnt er að og það sé vilji ráðu- neytisins að það verði fundnar leiðir til þess. „Við erum að vinna með ráðuneytinu til þess að finna slíkar leiðir í okkar rekstraráætl- un til þess að þetta geti gengið upp.“ Árni segir að fyrstu land- verðirnir sem starfi við sumar- vinnu hefji vinnu í maí, fyrst í Skaftafelli en síðan séu síðustu viðbótarstarfsmenn að koma til starfa fram í júlímánuð. „Þeir sem eru styst starfa hjá okkur í um mánaðartíma og upp í það að vera í um það bil þrjá mánuði.“ Þjóðgarðurinn á Snæfellsnesi er 167 ferkílómetrar og tekur yfir jökulhettuna og svæðið á milli Dagverðarár og Gufuskála. Forstjóri Náttúruverndar ríkisins Stefnt að óbreyttri landvörslu INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segist vera mjög stolt af því hversu vel hafi tekist til hjá Reykjavíkurborg varðandi undir- búning og sölu fyrirtækja í eigu borgarinnar og ekki síður í þeim tilvikum þar sem um sé að ræða breytingar á rekstrarformi fyrir- tækja í eigu borgarinnar, en í svari borgarstjóra vegna fyrirspurnar Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, borg- arfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um kostnað vegna þessa kemur fram að heildarkostnaðurinn á árabilinu 1994–2001 af sölu og breytingu á rekstrarformi tíu fyrirtækja var 45,5 milljónir kr. Þessi kostnaður er mjög lágur miðað við umfang verksins að mati borgarstjóra. Hún sagði að tekist hefði að vinna að öllum þessum breytingum á ofangreindu tímabili í sátt við starfsmenn borgarinnar, auk þess sem þau fjárhagslegu markmið sem sett hefðu verið í þessum efnum hefðu náðst. Út- gjöld upp á 45,5 milljónir króna á átta ára tímabili væri ekki mikill kostnaður í samanburði við um- fang alls verksins sem um væri að ræða, því þarna væri ekki einungis um sölu fyrirtækja að ræða, held- ur einnig breytingar á rekstrar- formi, hagræðingu og fleira sem tengdist þessum fyrirtækjarekstri. Hún sagði að upphaflega þegar farið hefði verið af stað með þetta verkefni hefði verið skipaður sér- stakur stýrihópur til að hafa um- sjón með því, en auk hennar hefðu Árni Sigfússon og Pétur Jónsson átt sæti í þeim hóp. „Það var full sátt um það þá milli meiri- og minnihluta að það skyldu valdir sérfræðingar báðum megin frá sem nytu trúnaðar þessa stýrihóps og þeim falið að vinna verkið. Af okkar hálfu kom Skúli Bjarnason inn í þetta og af þeirra hálfu Sveinn Andri Sveinsson. Síð- an unnu með þeim verkfræðingur og viðskiptafræðingur eftir atvik- um,“ sagði Ingibörg Sólrún. Hún sagði að þessi sérfræðinga- hópur hefði sinnt öllum verkefnum sem vinna hefði þurft í þessum efnum og skipt með sér verkum. Hann hefði unnið grundvallar- skýrslur, matsgerðir, séð um skjalagerð, útboð, samninga og allt sem að þessum verkefnum lyti og hún teldi það mjög vel sloppið hjá borginni að hafa þó ekki haft meiri kostnað af þessum viðamiklu verk- efnum heldur en raun bæri vitni. Þá væri ónefndur sá fjárhagslegi ávinningur sem borgin hefði haft af þessum verkefnum. Ávinning- urinn einungis af sameiningu veitufyritækjanna í eitt fyrirtæki næmi rúmum 400 milljónum kr., samkvæmt nýrri úttekt, en það hefði einmitt verið dýrasta og viða- mesta verkefnið í þessum efnum. Ingibjörg Sólrún sagði að það þyrfti ekki annað en bera árangur borgarinnar í þessum efnum sam- an við árangurinn af starfi einka- væðingarnefndar ríkisstjórnarinn- ar, sem líka hefði verið skipuð sérfræðingum af markaði. „Munurinn er nú sá að þar virð- ist því miður hafa tekist mun verr til með lausn viðfangsefna og kostnaður verið miklu hærri eins og landslýð varð nú ljóst þegar fjallað var um beiðni forsætisráð- herra um aukafjárveitingu til einkavæðingarnefndar að upphæð 300 milljónir króna á síðustu fjár- aukalögum og það var þó bara vegna ársins 2001,“ sagði Ingi- björg Sólrún. Hún bætti því við, spurð um þá gagnrýni Guðlaugs Þórs að emb- ættismenn borgarinnar hefðu get- að sinnt þessum verkefnum, að það værisérkennileg afstaða að halda að starfskraftar sérfræðinga og æðstu embættismanna borgar- innar væru ókeypis og þeir gætu bætt á sig verkefnum af þessum toga án þess að það kæmi niður á einhverjum öðrum störfum þeirra. Þetta væru óraunsæ sjónarmið og gamaldags. Lögfræðideildin sem vísað væri til samanstæði af þrem- ur lögfræðingum sem þyrftu að veita öllu borgarkerfinu þjónustu þar sem ynnu átta þúsund manns. Auðvitað væri borgin síðan alltaf að kaupa að vinnu í einhverjum mæli, bæði vinnu verkfræðinga, viðskiptafræðinga, arkitekta, lög- fræðinga og fleiri í afmörkuð verk- efni, vegna þess að það væri hag- kvæmara að hafa þann háttinn á heldur en fjölga starfsmönnum. Um þá gagnrýni Guðlaugs að Skúli Bjarnason, hrl., hefði fengið 16,3 milljónir kr. í greiðslur vegna þessa á öllu tímabilinu, sagði hún að það hefði alfarið verið í höndum sérfræðingahópsins að skipta með sér verkum. Hins vegar hefði Skúli Bjarnason verið formaður hópsins og þess vegna hefði meiri þungi af verkefninu ef til vill hvílt á honum en öðrum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri um gagnrýni vegna aðkeyptrar sérfræðiaðstoðar Kostnaður mjög lágur miðað við umfang verksins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.