Morgunblaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 16
SUÐURNES 16 FÖSTUDAGUR 15. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ HITAVEITA Suðurnesja hf. hagn- aðist um rúmar 600 milljónir kr. á síð- asta ári. Fyrirtækið er að hefja borun á elleftu holunni á háhitasvæðinu á Reykjanesi til undirbúnings þátttöku þess í orkuöflun Landsvirkjunar vegna stækkunar Norðuráls á Grundartanga. Stjórn Hitaveitu Suðurnesja hf. hefur samþykkt að leggja reikninga félagsins fyrir síðasta ár fyrir aðal- fund félagsins 27. mars næstkom- andi. Samkvæmt reikningunum var hagnaður um 613 milljónir kr. Fyr- irtækin sem nú mynda hlutafélagið, Hitaveita Suðurnesja og Rafveita Hafnarfjarðar, voru rekin í tvennu lagi á árinu 2000 og var samanlagður hagnaður þeirra um 370 milljónir kr. þar ár. Júlíus Jónsson forstjóri segir að þótt reikningarnir sýni meiri hagnað sé afkoman sambærileg því við formbreytinguna hafi afskriftar- stofn eigna fyrirtækjanna lækkað verulega og minni afskriftir á árinu 2001 skýri aukinn reikningslegan hagnað. Getur Júlíus þess að félagið hafi orðið fyrir 190 milljóna króna gengistapi. Að teknu tilliti til allra þátta verði afkoma félagsins að telj- ast viðunandi. Velta Hitaveitu Suðurnesja hf. var um 2,8 milljarðar á árinu. Veltufé frá rekstri var um 1,2 milljarðar. Þá skuldaði félagið um 2,5 milljarða um áramótin þegar lífeyrisskuldbinding- um hefur verið bætt við heildarskuld- ir. Lausafjárstaða fyrirtækisins tiltölulega þröng Stjórn Hitaveitunnar hefur fjallað um fjárhags- og framkvæmdaáætlun fyrir yfirstandandi ár. Að sögn Júl- íusar einkennir hana tiltölulega þröng lausafjárstaða, einkum vegna mikilla útgreiðslna úr fyrirtækinu. Vegna breytingar á félaginu í hluta- félag ákváðu eigendur Hitaveitu Suð- urnesja, sveitarfélögin á Suðurnesj- um og ríkissjóður, að lækka höfuðstól þess með útgreiðslu til eigendanna sem nam samtals um 1,3 milljörðum króna á árinu 2001 og byrjun árs 2002. Þá er áætlað að greiða um 600 milljónir kr. af lánum á árinu og verja um einum milljarði til fjárfestinga. Helsta einstaka fjárfesting er bor- un á elleftu holunni á háhitasvæðinu á Reykjanesi sem er að hefjast um þessar mundir. Hitaveita Suðurnesja hefur verið í viðræðum við Lands- virkjun um að taka þátt í orkuöflun fyrir stækkun álbræðslu Norðuráls á Grundartanga. Júlíus á von á því að það skýrist í haust hvort af því verð- ur. Verði niðurstaðan jákvæð þurfi Hitaveitan að geta undirgengist skuldbindingar um að afhenda orku á tilteknum degi á árinu 2004 eða 2005. Til undirbúnings þeirri ákvörðun sé talið nauðsynlegt að bora elleftu hol- una á Reykjanesi til þess að afla frek- ari upplýsinga um svæðið og geta notað holuna til gufuöflunar fyrir nýja virkjun ef á þurfi að halda. Júl- íus segir að svæðið sé talið gefa yfir 100 megawatta afl. Hann telur þó að í byrjun verði miðað við að byggja 60– 70 MW virkjun sem síðar yrði unnt að stækka upp í 100 MW. Um þessar mundir er forborun að hefjast á Reykjanesi og verið að flytja Jötun á staðinn. Nýja holan gæti orðið 1800 til 2000 metra djúp og kostað 170–180 milljónir kr. Auk almennra fjárfestinga í dreifi- kerfi fyrir heitt vatn og rafmagn í nýjum hverfum í Hafnarfirði, Garða- bæ og sveitarfélögunum á Suðurnesj- um er gert ráð fyrir að byggt verði starfsmannahús í Svartsengi og sett upp nýtt upplýsingakerfi fyrir fyrir- tækið í heild. Þá verður unnið að und- irbúningi nýrrar starfsstöðvar í Hafnarfirði. Hitaveita Suðurnesja hf. hagnaðist um rúmar 600 milljónir á síðasta ári Ákvörðun um nýja virkjun tekin í haust Reykjanes ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun heim- sækja endurhæfingarsambýli Byrgisins í Rockville 10. apríl næstkomandi. Mun hann kynna sér starfsemina og ræða við starfsfólk og skjólstæðinga Byrgisins. Byrgið hefur til afnota hluta af húsnæði yfirgefinnar rat- sjárstöðvar varnarliðsins, Rockville í nágrenni Sandgerð- is. Forsetinn er væntanlegur þangað um hádegisbilið, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá Byrginu, og hefst heimsóknin með hádegisverði. Hann mun skoða sambýlið, að- stöðu til vinnuendurhæfingar og skólahalds, endurhæfingar- og þjálfunaraðstöðu, vinnustaði starfsmanna og vistarverur skjólstæðinganna. Forsetinn mun ræða við forstöðumann og starfsfólk Byrgisins og við skjólstæðinga á staðnum. Endurhæfingarsambýlið í Rockville starfrækir langtíma- meðferð og skiptist meðferðin í vímuefnameðferðarprógramm, vinnuaðlögun, líkamsþjálfun og nám í samvinnu við Fjölbrauta- skóla Suðurnesja. Flestir skjól- stæðinganna eiga sögu um fjölda árangurslausra með- ferða, afbrot og fangelsisvist og hefur verið leitast við að sníða meðferðarprógrammið að þörfum þessara einstak- linga, með góðum árangri, að því er fram kemur í tilkynning- unni. Í Rockville dvelja nú 55 ein- staklingar, 44 karlar og 11 kon- ur. Það sem af er marsmánuði hafa 11 nýir einstaklingar kom- ið til meðferðar. Samkvæmt skráningu Byrgisins hefur fíkniefnaneysla aukist verulega síðustu mánuði og þar af leið- andi hefur afbrotum fjölgað til muna. Forset- inn heim- sækir Byrgið Rockville SPARISJÓÐURINN í Keflavík hef- ur opnað afgreiðslu í Vogum á Vatnsleysuströnd. Formleg opnun var í gær en starfsemi hefst í dag. Afgreiðslan er í verslunar- og þjónustumiðstöðinni Vogaseli. Hús- næðið er aðeins tæpir tólf fermetr- ar og er afgreiðslan því ein sú allra minnsta á landinu. Vegna pláss- leysis fór opnunarathöfnin fram á göngum Vogasels en þangað var íbúum sveitarfélagsins boðið. Geirmundur Kristinsson spari- sjóðsstjóri gat þess að Sparisjóð- urinn væri fyrir alla Suðurnesja- menn þótt í upphafi hefði verið ákveðið að hafa höfuðstöðvar hans í Keflavík og nafn hans tæki mið af því. Hann rifjaði það upp að Spari- sjóðurinn hefði fyrstur sparisjóða opnað útibúi, en það var í Njarðvík. Síðan hefði verið opnuð útibú í Garði og Grindavík og nú í Vogum. Sandgerðisbær væri einn eftir og sagði Geirmundur að Sparisjóð- urinn færi þangað líka ef aðstæður leyfðu. Afgreiðslan í Vogum verður opn- in þrjá daga í viku frá klukkan 15 til 18, það er að segja mánudaga, mið- vikudaga og föstudaga. Sagði Geir- mundur sjálfsagt að breyta af- greiðslutíma ef viðskiptavinir kysu það og kvaðst vonast til þess að við- skipti yrðu það líflegt að hægt yrði að hafa opið lengur og helst alla virka daga vikunnar. Í afgreiðslunni verður þjónustu- fulltrúi frá Sparisjóðnum og mun hann sinna öllum fjármálaþörfum viðskiptavina. Þá hefur hraðbanki Sparisjóðsins verið settur upp í Hraðbúð Esso í Vogaseli en hann hefur til þessa verið í íþróttahúsinu. Er hann opinn á afgreiðslutíma verslunarinnar. Í tilefni af opnun af- greiðslunnar færði sparisjóðsstjór- inn Björgunarsveitinni Skyggni og Ungmennafélaginu Þrótti 200 þús- und kr. að gjöf, hvoru félagi. Ein minnsta af- greiðsla landsins Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Eyþór Ólafsson varð fyrsti viðskiptavinur afgreiðslu Sparisjóðsins þeg- ar Ásdís Ýr Jakobsdóttir tók við innleggi hans. Viðstaddar voru Jó- hanna Reynisdóttir sveitarstjóri, móðir Eyþórs, og Steinunn Jónsdóttir. Vatnsleysuströnd Sparisjóðurinn í Keflavík hefur opnað nýja afgreiðslu í Vogaseli í Vogum „MERKIÐ breytir ekki svo miklu á innanlandsmarkaði en getur skapað okkur mikla möguleika á erlendum mörkuðum,“ segir Sigurður Hólm Sigurðsson, framkvæmdastjóri S. Hólm í Njarðvík, en fyrirtækið hefur fengið leyfi Norræna umhverfis- merkisins til að nota Svaninn á Undra hreinsiefni. Siv Friðleifsdóttir um- hverfisráðherra afhenti leyfið við at- höfn í fyrirtækinu í gær. S. Hólm framleiðir fimm tegundir hreinsiefna úr tólg sem unnin er úr ís- lenskum lambamör, það er að segja penslasápu, tjöruhreinsi, iðnaðar- hreinsi, línusápu og kvoðuhreinsi, all- ar undir vörumerkinu Undri. Fékk fyrirtækið í gær leyfi til að nota Svan- inn á þremur þeirra og er fjórða leyf- ið væntanlegt næstu daga. Fram kom í ræðu umhverfisráð- herra við athöfnina í gær að hér á landi hafa fengist leyfi til að nota 70 slík merki fyrir 16 vöruflokka. Flest- ar vörurnar eru innfluttar og er S. Hólm einungis þriðja íslenska fyrir- tækið sem fær leyfi til að nota leyfið á vörur sem það framleiðir. Siv sagði að fleiri fyrirtæki myndu bætast við en starfsfólk S. Hólm sýndi hvað það væri framsýnt með því að vera svona framarlega í röðinni. Einstök aðferð Framleiðsla á Undra hreinsiefnum hófst fyrir fjórum árum. Ragnar Jó- hannsson, sem þá var deildarstjóri á Iðntæknistofnun, vann að evrópsku verkefni sem fólst í að nota jurta- hreinsa fyrir prentiðnaðinn. Fékk hann þá hugmynd að vinna hreinsi- efni úr mör og við athuganir kom í ljós að það væri mögulegt. Um 1.000 tonnum af fitu í mör er fleygt árlega hér á landi. Ragnar er nú stjórnarfor- maður S. Hólm og sagði hann frá því að sápuverksmiðjurnar hefðu ekki haft áhuga á að hefja framleiðslu á þessum efnum og útlit hefði verið fyr- ir að hugmyndin lenti í bréfabindi uppi í hillu þegar Sigurður Hólm skipstjóri hefði komið til skjalanna og ákveðið að taka áhættuna með því að stofna fyrirtæki um framleiðsluna. Sigurður segir að framleiðsla hreinsiefna með þessari aðferð sé ein- stök í heiminum. Framleiðslan hafi reynst vel og fyrirtækið sé farið að skila hagnaði. Nýtt húsnæði sem hann byggði yfir starfsemina í Njarð- vík er að verða of lítið. Tjöruhreins- irinn er mesta söluvaran hér á landi en hann er seldur í brúsum á bens- ínstöðvum og víðar. Hann telur að þótt umhverfismerkingin hafi ekki mikil áhrif hér á landi muni hún koma að gagni í framtíðinni, með meiri um- hverfisvitund landsmanna. Sigurður hefur verið að leita fyrir sér með sölu á erlendum mörkuðum og eru vörur fyrirtækisins nú á boð- stólum í Færeyjum. Viðræður standa yfir við norska byggingavörukeðju um dreifingu á Undra penslasápunni í Noregi. Sigurður segir að starfsfólk norska málningarvöruframleiðand- ans Jötun noti penslahreinsinn og líki hann afar vel. Telur hann verulega möguleika á fleiri mörkuðum, það vanti herslumuninn og vonast Sigurð- ur til að hann náist með aðstoð Svans- ins. Segir Sigurður að þegar verið sé að bjóða þessa vöru á erlendum markaði sé ávallt spurt að því hvort hún sé umhverfisvæn. Ekki sé nóg að geta sagt það, fyrirtækið þurfi að geta lagt fram staðfestingu á því að hún sé ekki skaðleg fyrir umhverfið. Nú sé hægt að sýna fram á það. S. Hólm hefur hafið framleiðslu á hreinsiefni fyrir umboð sem flytur inn og selur Corian-borðplötur og vaska. Örnólfur Sveinsson, fram- kvæmdastjóri umboðsfyrirtækisins Orgus ehf., segir að vantað hafi efni til að ná rétta glansinum á borðplöt- urnar, einkum dökku litina. Í sam- vinnu við S. Hólm hafi tekist að finna hreinsiefni sem henti mjög vel til þessara nota og til að hreinsa stál og ofna. Hafi það fengið mjög góðar við- tökur hjá framleiðendum Corian og umboðsmönnum og vonast hann til að geta komið því inn á þennan markað. Skapar mögu- leika erlendis Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Ragnar Jóhannsson, stjórnarformaður S. Hólm, t.v., og Sigurður Hólm Sigurðsson framkvæmdastjóri tóku við leyfi fyrir umhverfismerkingunni úr hendi Sivjar Friðleifsdóttur umhverfisráðherra. Njarðvík S. Hólm hefur fengið leyfi til að nota norræna umhverfismerkið Svaninn á Undra hreinsiefnin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.