Morgunblaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2002 49 þú takir seinna á móti okkur á þeim stað sem þú ert á núna. Elsku Sigga, hafðu þökk fyrir allt. Guð geymi þig. Elsku Auðunn, Júlíanna, Svan- laug, Maggi og fjölskyldur. Við vott- um ykkur dýpstu samúð svo og for- eldrum og systkinum Sigríðar. Kær kveðja, Sólrún og Svanur. Við fráfall Sigríðar Magnúsdótt- ur, eða Siggu eins og hún var kölluð, leita á huga minn minningar frá þeim árum er við áttum samleið í Grímsnesinu. Þá vorum við ungar konur með litlu börnin okkar og lífið var undirlagt bleiuþvotti og barna- stússi þótt stundum gæfist líka tóm til að lifa og leika sér. Við Sigga kynntumst þegar þau Auðunn og dæturnar tvær fluttu í Grímsnesið 1977 þar sem þau hjónin tóku við rekstri verslunar. Stutt var á milli okkar og fljótlega urðu börn- in okkar leikfélagar og samgangur tíður milli bæjanna. Sigga var fé- lagslynd og slóst í hóp okkar ungu kvennanna í sveitinni í sund og leik- fimi. Það var gott að fá Siggu í hóp- inn, enda auðvelt að fá hana til að hlæja og sprella og hún gat líka gert grín að sjálfri sér sem er ágætur eiginleiki í hversdagsamstrinu. Margar óborganlegar setningar duttu upp úr henni og urðu kveikja að hlátursköstum sem gátu heldur betur undið upp á sig. Sigga var myndarleg húsmóðir, bakaði mikið, og prjónaði á dæturn- ar og hugsaði vel um heimilið. Hún hafði gaman af að syngja og á þess- um árum sungum við yfirleitt í bíln- um á milli bæja, enda bílarnir yf- irleitt hinir mestu skrjóðar, háværir og auðvitað útvarpslausir. Sigga kunni ógrynni laga og texta og því voru bíltúrarnir yfirleitt alltof stutt- ir því við áttum eftir að syngja mörg lög þegar á leiðarenda var komið. Vorið 1979 fluttum við báðar með fjölskyldur okkar úr Grímsnesinu, ég til Svíþjóðar og hún til Reykja- víkur. Eftir það hittumst við helst á þorrablótum eða í afmælum fyrir austan og bárum þá saman bækur okkar um börn og fjölskylduhagi. Sigga var montin af barnabörnun- um sínum, sem von var, og stríddi mér á því hve ömmutitill minn lét á sér standa meðan hennar fjölskylda stækkaði ört. Mér var eins og fleirum illa brugðið þegar fréttist af alvarlegum veikindum Siggu síðastliðið vor á sama tíma og Auðunn maður hennar veiktist líka af krabbameini. Örlaga- dísirnar virtust ætla þeim þyngri bagga að bera en nokkur sanngirni var í og hefur þó enginn lofað manni því að lífið sé sanngjarnt. En þau létu ekki deigan síga og gengu sam- an í gegnum erfiðleikana með góðri hjálp barna sinna og tengdabarna. Auðunn hugsaði vel um Siggu sína og heimilið jafnframt því sem hann gekkst undir erfiða meðferð. Ég átti afar ánægjulega stund með þeim á fallegu heimili þeirra í Breiðholtinu sl. sumar, þar ríkti ró og æðruleysi og enn sem fyrr gat Sigga slegið á létta strengi þrátt fyrir veikindin. Við skiptumst á reynslusögum af barnabörnum því nú var ég komin í hina langþráðu ömmudeild og mér var ljóst að auð- legð Siggu á því sviði var mikil. Enda var greinilegt af frásögnum hennar að fjölskyldan er samheldin og hjálpast að sem er mikils virði, bæði þegar vel gengur en ekki síður þegar móti blæs. Þótt samskipti okkar Siggu hafi ekki verið mikil á seinni árum var hún seig taugin sem tengdi okkur, þessi taug sem myndaðist fyrir ald- arfjórðungi austur í sveit, þegar sól skein í heiði og lífið brosti við okkur, ungum og sprækum. Það var mér þá mikils virði að fá þessa ungu konu á þúfuna og deila með henni hvers- dagslegum gleði- og áhyggjuefnum og fyrir það og öll okkar kynni vil ég þakka henni hér að leiðarlokum. Auðuni, Júlíönu, Svanlaugu og Magnúsi og fjölskyldum þeirra fær- um við Hjörtur innilegar samúðar- kveðjur og biðjum þeim velfarnaðar í framtíðinni. Blessuð sé minning Sigríðar Magnúsdóttur. Unnur Halldórsdóttir. Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 551 3485 • Fax 568 1129 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Vaktsími allan sólarhringinn 896 8284 S. 555 4477  555 4424 Erfisdrykkjur ✝ Baldur Krist-jónsson fæddist í Útey í Laugardal 29. desember 1909. Hann lést á Landa- kotsspítala 9. mars síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Kristjón Ás- mundsson frá Skóg- arkoti í Þingvalla- sveit, lengst af bóndi í Útey í Laugardal, og kona hans Sigríð- ur Bergsteinsdóttir ljósmóðir frá Torfastöðum í Fljótshlíð. Börn Kristjóns og Sig- ríðar voru 6: Guðmundur, f. 22. apríl 1906, d. 11. maí 1914; Berg- steinn, f. 22. mars 1907, d. 20. jan. 1996; Kristjón, f. 8. okt. 1908, d. 6. jan. 1984; Baldur, f. 29. des. 1909, d. 9. mars 2002; Sigrún, f. 18. feb. 1914; og Axel, f. 26. feb. 1919, d. 8. feb. 1998. Baldur kvæntist 21. des. 1940 eftirlifandi eiginkonu sinni, Vilborgu Halldórsdóttur, f. í Snjallsteinshöfðahjáleigu í Landsveit 13. maí 1920. Foreldrar hennar voru Halldór Teitsson sjó- maður í Hafnarfirði og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja frá Vindási á Rangárvöllum. Börn Baldurs og Vilborgar eru: 1) björg Sigurbjörnsdóttir. Börn þeirra eru Sigurbjörn og Atli Már. 8) Kristín, f. 4. okt. 1958. Maður hennar er Sigurður Þór Guðmundsson. Börn þeirra eru Guðný Sigurrós, Ingibjörg og Ei- ríkur Þór. 9) Friðrik, f. 22. mars 1960. Kona hans er Erla Guð- mundsdóttir. Barn þeirra er Ein- ar. 10) Ólafur, f. 6. des 1962. Íþróttahreyfingin naut krafta Baldurs, þar sem hann starfaði við íþróttakennslu og -þjálfun í um hálfrar aldar skeið. Baldur var í íþróttaskólanum í Haukadal 1928–29 og Héraðsskólanum á Laugarvatni 1929–31. 1931–32 var hann við Statens Gymnastik- Institut í Kaupmannahöfn og lauk íþróttakennaraprófi frá Íþrótta- kennaraskólanum á Laugarvatni 1934. Næstu ár kenndi Baldur við ýmsa skóla og íþróttafélög í Reykjavík og var auk þess í hópi Ólympíufara til Berlínar 1936. 1943–69 kenndi Baldur við Mið- bæjarskólann, en síðan við Aust- urbæjarskólann til 1973. Næsta áratuginn var hann prófdómari í sundi við grunnskóla höfuðborg- arsvæðisins. Baldur hlaut ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín á sviði íþróttamála. Baldur og Vilborg fluttu að Kópavogsbraut 69 árið 1947 og bjuggu þar æ síðan. Afkomendur þeirra eru nú 49 talsins. Útför Baldurs fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. Nanna, f. 24. feb. 1941. Maður hennar er Ólafur Gamalíel Sveinsson. Börn þeirra eru Baldur, Ágúst og Svala. Barnabörn Nönnu eru tvö. 2) Halldór, f. 23. okt. 1942. Kona hans er Margrét Snorradóttir. Börn þeirra eru Sigrún, Snorri, Stefán og Auður. Barnabörn Halldórs eru tvö. 3) Ingibjörg, f. 2. feb.1944. Barn hennar er Dagný Hermannsdóttir og barnabörnin eru þrjú. 4) Guð- mundur, f. 30. ágúst 1945. Kona hans er Antonía Erlendsdóttir. Barn þeirra er Guðmundur Ósk- ar. Frá fyrra hjónabandi á Guð- mundur Þóru Sólveigu og Ástríði Jónu. Barnabörn Guðmundar eru fjögur. 5) Bragi, f. 25. maí 1947. Kona hans er Guðrún Lísa Er- lendsdóttir. Börn þeirra eru Sig- rún, Þröstur og Bjarki. 6) Sigríð- ur, f. 19. feb. 1951. Maður hennar var Sverrir Jónsson sem nú er lát- inn. Börn Sigríðar eru Vilborg, Elín og Bergsveinn. Barnabörnin eru fimm. 7) Þorgrímur, f. 25. feb. 1953. Kona hans er Jenný Guð- Í dag kveð ég þig afi eftir langt og farsælt ævistarf. Þitt aðalstarf var íþróttakennsla og ég var ekki gamall þegar ég ákvað að ég ætlaði að feta í fótspor þín. Löngu seinna þegar ég sótti um skólavist við Íþróttakenn- araskólann á Laugarvatni held ég að það hafi glatt þig og ég veit að þú sendir með mér nokkur góð orð austur. Á þeim slóðum lágu rætur þínar og þú varst alla tíð tengdur þeim tilfinningaböndum. Svo skemmtilega vildi til að vorið 1994 þegar ég útskrifaðist varst þú heiðr- aður því 60 ár voru liðin frá þinni út- skrift. Þú varst íþróttamannslega vaxinn, liðugur og með mýkt í hreyf- ingum. Þekking þín og skilningur á beitingu mannslíkamans var líka einstök. Tónlist var þér einnig í blóð borin og hafðirðu mikið yndi af henni. Létt lund, réttsýni og ljúf- mennska voru einkennismerki þín bæði í daglegu lífi og starfi. Þann vitnisburð hafa margir fyrrverandi nemendur þínir sem ég hef hitt gefið þér og þannig tókst þér að ávinna þér virðingu þeirra og aðdáun. Gaman var að ræða við þig um íþróttir. Þú hafðir þjálfað, sinnt dómgæslu og komið að stofnun og uppbyggingu íþróttafélaga. Öllu þessu komstu í verk ásamt því að ala upp tíu börn og sinna ýmsum erf- iðisstörfum í hjáverkum. Oft hlýtur vinnudagurinn hjá ykkur ömmu að hafa verið langur. Margar sögurnar sagðirðu mér og ekki var laust við að ég væri að rifna úr monti yfir að eiga afa sem hafði afrekað svo margt. Skemmtilegast var að heyra þig lýsa för þinni á Ólympíuleikana í Berlín 1936 þar sem þú með þínu glögga auga tókst strax eftir, þegar þú leist æfingabúðir Þjóðverja aug- um, að verið var að ala upp hermenn en ekki íþróttastjörnur. Mörgum fannst þetta hin mesta fásinna en annað kom heldur betur á daginn. Eins var stórkostlegt að heyra þig lýsa hvernig þú byggðir upp kennslu og þjálfun því það var ekki bara langt á undan sinni samtíð heldur eru aðferðirnar fullgildar í dag. En allt tekur einhvern tíma enda og nú er ferð þinni lokið. Á síðustu miss- erum hrakaði heilsunni en margoft komstu læknum á óvart með ótrú- legum krafti og viljastyrk. Þeim sem þekktu þig vissu hins vegar að þessi styrkur var þér alla tíð eiginlegur. Vænt þótti mér um að dóttir mín Ír- is Björk, sem nú er sex mánaða, fékk að hitta þig nokkrum sinnum og þá sá ég glampa í augunum á þér enda varstu alla tíð afskaplega barn- góður. Ég mun segja henni frá þér þegar fram líða stundir. Að leiðar- lokum langar mig til að þakka þér fyrir allt og hugurinn er jafnframt hjá ömmu sem nú kveður lífsföru- naut sinn. Hvíl í friði. Ágúst Ólafsson. BALDUR KRISTJÓNSSON ✝ Leó Sigurðssonfæddist á Akur- eyri 7. júlí 1911. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Seli laugardaginn 9. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Anna Jósepsdóttir og Sigurður Bjarna- son. Þau eignuðust fjögur börn, Kjart- an, Jósep, Leó og Kristínu og er að- eins Jósep enn á lífi. Leó kvæntist Láru Pálsdóttur 19. maí 1934. Hún lést 24. ágúst 1986. Þau eignuðust sex börn: Sigurð- ur, f. 23. ágúst 1934, maki Ester Randvers, f. 25. nóvember 1937, d. 1970, þau eignuðust þrjú börn. Haukur f. 30. október 1937, maki Ragnhildur Aron- sóttir f. 30. júní 1942, d. 1996, þau eignuðust fimm börn. Sverrir, f. 15. júlí 1939, maki Auður Magnúsdóttir, f. 2. júní 1942, og eiga þau fjögur börn. Anna, f. 14. janúar 1943, maki Björn Kristjánsson, f. 14. nóvember 1941, og eiga þau tvö börn. Fanney, f. 22. ágúst 1944, maki Már Karlsson, f. 27. september 1947, og eiga þau þrjú börn. Páll, f. 7. október 1948, maki Herdís Pétursdóttir, f. 13. ágúst 1948, og eiga þau tvö börn. Barnabörn Leós og Láru eru alls 19. Leó var kunnur útgerðarmað- ur á Akureyri en hann hóf störf hjá föður sínum eftir gagn- fræðapróf en faðir hans gerði þá út fjögur skip. Leó tók við útgerð föður síns eftir andlát hans 1939 og starfaði á þeim vettvangi til ársins 1988, þá orð- inn 77 ára að aldri. Útför Leós fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Mig langar að minnast afa með örfáum orðum. Afi var útgerðar- maður á Akureyri. Sem barn fannst mér alltaf gaman að koma á Odd- eyragötuna í glæsilega húsið þeirra afa og ömmu. Ég sé þau fyrir mér standa uppi við handriðið og taka á móti okkur eða standa við gluggann í fallegu borðstofunni og njóta út- sýnisins niður á bryggju. Þar sem við bjuggum í Reykjavík varð sambandið við afa og ömmu ekki náið, en alltaf var notalegt að koma til þeirra í heimsókn. Fimm ára gömul fór ég í eftir- minnilega ferð til Danmerkur með mömmu, pabba, Ingu Láru systur og afa og ömmu á Akureyri. Mér er sérstaklega í fersku minni ferð á veitingastað einn í Kaupmannahöfn þegar ég, litla frekjan neitaði að borða það sem ég átti að fá af mat- seðlinum og fór í fýlu, en afi bjarg- aði málunum og pantaði það sem ég hafði viljað og þá var afi bestur, það þurfti lítið til að gleðja litlu afa- stelpuna. Eftir að amma Lára dó árið 1986 varstu einmana, en ótrúlega varstu duglegur að fara út að ganga og hugsa um heilsuna. Þegar ég var á ferðinni á Akureyri sumarið 1991 var gott að koma til þín í heimsókn, þar sem þú tókst svo vel á móti mér, Gylfa og strákunum okkar, Gylfa Aroni og Alexander Aroni. Við eig- um góðar myndir úr þeirri heim- sókn af þér og strákunum við píanó- ið í fallegu stofunni og verður gaman fyrir þá að eiga þær í minn- ingunni um langafa sinn á Akureyri. Síðustu árin varstu veikur af als- heimer og hættir að þekkja þína nánustu ættingja, en í júlí síðast- liðnum þegar við mættum öll á hjúkrunarheimilið á Akureyri til að fagna með þér 90 ára afmælinu þínu, er ég sannfærð um að þú viss- ir af okkur öllum hjá þér. Þótt líkaminn falli að foldu og felist sem stráið í moldu, þá megnar Guðs miskunnarkraftur af moldum að vekja hann aftur. (Stef. Thor. – Sbj. E.) Elsku afi minn, hvíl í friði. Hildur Hauksdóttir, Va Beach, VA. LEÓ SIGURÐSSON Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.