Morgunblaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 15. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Augusta-völlurinn þolir ekki frekari breytingar / C4 Grindvíkingar unnu sigur á Sauðárkróki / C2 8 SÍÐUR Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is 4 SÍÐUR  Líf í tuskunum / B1  Málfærni að hætti hússins / B2  Tai Chi / B4  Íslensk hönnun í París / B5  Notaðar flíkur / B6  Þjóðfánar í fatatísku / B7  Auðlesið efni / B8 Sérblöð í dag DÓMUR yfir karlmanni vegna kyn- ferðisbrota gegn stjúpdóttur hans var þyngdur í Hæstarétti í gær úr hálfu fjórða ári í fimm og hálfs árs fangelsi. Auk þess var maðurinn dæmdur til að greiða konunni, sem nú er tæplega þrítug, eina milljón króna í miskabætur ásamt dráttar- vöxtum frá dómsuppsögudegi. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa haft samræði við stjúpdóttur sína um árabil á ýmsum stöðum á árunum 1983 til 1987. Var stúlkan á aldrinum 9–14 ára en hún lagði fram kæru sína hjá lögreglu þegar hún var orðin 27 ára gömul. Lauk misnotkun hans ekki fyrr en stúlk- an var á 15. ári, en móðir hennar lá á sæng er hann hafði fyrst samræði við stjúpdótturina, í nóvember 1982. Maðurinn hefur frá upphafi neitað öllum sakargiftum. Áfrýjaði hann dómi héraðsdóms og krafðist þess að hann yrði ómerktur og mál- inu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar, en ella yrði hann sýkn- aður af refsi- og bótakröfum. Brást trúnaðarskyldum Vitnaði Hæstiréttur til þess að héraðsdómur hefði metið framburð hennar einkar trúverðugan og sagði að þegar gögn málsins í heild væru virt þætti ekkert hafa fram komið, sem gæfi tilefni til að draga í efa mat héraðsdóms á sönnunargildi framburðar konunnar. Yrði því að staðfesta sakarmat dómsins. Litið var svo á að maðurinn hefði gerst sekur um alvarleg kynferðisbrot gagnvart stúlkunni og misnotað gróflega vald sitt yfir henni og brugðist trúnaðarskyldum gagn- vart henni. Talið var að honum hefði mátt vera ljóst hve alvarlegar afleiðingar atferli hans hlaut að hafa fyrir líf og sálarheill stúlkunn- ar. Maðurinn var dæmdur til að greiða áfrýjunarkostnað sakarinn- ar, þar með taldar 600.000 krónur í málsvarnarlaun skipaðra verjenda sinna í héraði og fyrir Hæstarétti og réttargæsluþóknun lögmanns stjúpdótturinnar á báðum dómstig- um. Málið dæmdu hæstaréttardóm- ararnir Hrafn Bragason, Garðar Gíslason, Haraldur Henrýsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Pétur Kr. Hafstein. Dómur þyngdur vegna kynferðisbrots VEL á þriðja hundrað manns tóku sér stöðu fyrir utan Grand hótel í Reykjavík síðdegis í gær og mótmæltu framgöngu Ísr- aelsríkis gagnvart Palest- ínumönnum. Félagið Ísland- Palestína hafði frumkvæði að mótmælastöðunni og að sögn lög- reglu fór allt friðsamlega fram. Á hótelinu fór fram á sama tíma kynning ferðamálaskrifstofu Ísr- aels á skemmti- og sólar- landaferðum til landsins. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn gefur hér fyrirmæli á vettvangi og fremst á myndinni má sjá Ást- þór Magnússon, fyrrverandi for- setaframbjóðanda. Morgunblaðið/Kristinn Friðsamleg mótmæla- staða HUGMYNDIR eru um að setja upp vatnsleikjagarð í Laugardals- laug. Hugmyndirnar er að finna í skýrslu sem rædd verður á fundi Íþrótta- og tómstundaráðs í dag. Í skýrslunni er stefnumótun fyrir allar sundlaugir borgarinnar þar sem gengið er út frá því að sérstaða hverrar laugar verði undirstrikuð. Að sögn Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borgarfull- trúa yrði aðalsundlaugin, sem er eina 50 metra útilaugin í borginni, áfram nýtt til sunds og sundæf- inga en samkvæmt hugmyndun- um yrði komið fyrir leiktækjum og rennibrautum í öðrum hlutum lauganna. Þá væru möguleikar á að koma fyrir litlum útipottum með leir eða sjó í garðinum milli gömlu laugarinnar og nýja mann- virkisins þar sem koma á innilaug og heilsuræktarstöð. Steinunn gerir ráð fyrir að þessar hugmyndir verði þróaðar áfram í tengslum við endurbætur á gömlu lauginni sem ráðast þarf í á næstu árum. Laugardalslaug verði breytt í vatnaparadís  Vatnaleikjagarður/12 SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ hefur í dag aukið loðnukvótann sem nemur 100 þús. tonnum eða úr 996.202 lestum í 1.096.202 lestir. Ákvörðun þessi var tekin að tillögu Hafrannsóknastofnunarinnar. Í janúar sl. lauk Hafrannsóknastofn- unin við mælingar á kynþroska hluta loðnustofnsins og gerði að þeim loknum tillögu um 1.200 þús- und tonna heildaraflamark fyrir yfirstandandi loðnuvertíð. Undan- farið hafa verið spurnir af líklegri vestangöngu loðnu og hafa nú mælst liðlega 100 þús. tonn sem talið er að ekki hafi tilheyrt þeim hluta stofnsins sem mældur var í janúar. Gera má ráð fyrir að hækkun á leyfilegum heildarafla í loðnu auki útflutningsverðmæti sjávarafurða á árinu 2002 um 1,2 milljarða frá fyrri áætlunum Þjóð- hagsstofnunar. Loðnukvótinn aukinn um 100.000 tonn ÁGÚST Gíslason, flutn- ingabílstjóri á Bíldudal, seg- ir að litlu hafi mátt muna að hann stórslasaðist ekki þeg- ar fiskflutningabíll, sem hann ók, rann niður brekku og út af veginum um Hálf- dán í hádeginu á miðviku- dag. Bíllinn fór á hliðina og rann eina 40 metra niður bratta fjallshlíð þar til hann stöðvaðist. Ágústi tókst á síðustu stundu að stökkva út úr bílnum áður en hann fór út af. Ágúst slapp án teljandi meiðsla en þegar Morg- unblaðið ræddi við hann í gærkvöldi sagðist hann finna fyrir eymslum í skrokknum sem gætu jafnvel bent til rifbeinsbrots. Flutningabíllinn stórskemmdist og er líklega talinn ónýtur. Ágúst var á leið frá Bíldudal til Patreksfjarðar og Tálknafjarðar með fullan bíl af tómum fiskkörum. Ætlunin var að ná í fiskúrgang í frystihúsum til vinnslu í fiskimjöls- verksmiðjunni Próteini á Bíldudal, þar sem Ágúst starfar sem bílstjóri. „Ég var á leiðinni upp Hálfdán frá Bíldudal þegar ég lenti á svell- bunka á veginum. Ég fór eins ut- arlega á vegkantinn og hægt var til að sleppa við svellið en þá kom ein- hver hnykkur á bílinn þannig að hann skekktist til á veginum og byrjaði að spóla. Brekkan þarna er mjög brött og mér tókst ekki að halda bílnum á veginum. Hann fór bara að renna stjórnlaust aftur á bak. Þá var ekkert annað að gera en að forða sér, ég var búinn að reyna allt til að ná stjórn á bílnum. Ég stökk því út og kom niður á veg- kantinum. Næst horfði ég bara á eftir bílnum niður hlíðina og sá hann loks velta yfir á hliðina bíl- stjóramegin. Ég er mjög sæll með að hafa komist út. Hefði ég ekki náð því er ljóst að ég hefði getað stórslasast,“ sagði Ágúst sem hefur ekki áður lent í viðlíka óhappi á erfiðum vegi um Hálfdán, á þeim nærri 30 árum sem hann hefur starfað sem bílstjóri á þessum slóð- um. „Vonandi kemur svona nokkuð ekki fyrir mann nema einu sinni á ævinni,“ bætti Ágúst við en við ann- an mann fór hann á slysstað í gær til að koma bílnum upp á veg og tína fiskkörin saman. Ágúst sagðist ætla að halda áfram akstri þrátt fyrir óhappið, allt of snemmt væri að hætta nú og leggjast í kör, eins og hann orðaði það. „Ég er mjög sæll með að hafa komist út“ Flutningabílllinn á slysstað. JAAN Ehlvest er einn í efsta sæti eftir áttundu umferð Reykjavíkurskákmótsins með 6½ vinning en hann gerði í gær jafntefli við Oleg Korneev. Stefán Kristjánsson hafði fyrir umferðina í gær náð lokaáfanga að alþjóðlegum titli en í gær sigraði hann Hannes Hlífar Stefánsson. Í öðru til sjötta sæti voru í gær þeir Helgi Áss Grétarsson, Oleg Korneev, Stefán Kristjánsson, Valeriy Neverov og Jonathan Rowson með sex vinninga. Þrjár konur standa jafnt að vígi með 4½ vinning, þær An- toaneta Stefanova, Jennifer Shahade og Lenka Ptacnikova. Síðasta umferð mótsins verður tefld í dag og hefst taflið klukk- an 13. Ehlvest einn í efsta sæti  Stefán/53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.