Morgunblaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 21
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2002 21 Fyrst skráður: 16.03.2000. Ekinn: 7.000 km. Litur: Silfurgrár. 18“ Turbo álfelgur, harður toppur, Tiptronic skipting. Glæsilegur bíll sem er hlaðinn aukabúnaði. Porsche Boxter S Upplýsingar: Lexus Nýbýlavegi 6, sími: 570 5400. STOFNFISKUR hf. hlaut í gær Ný- sköpunarverðlaun ársins 2002. Það eru Rannsóknarráð Íslands og Út- flutningsráð Íslands sem standa fyr- ir verðlaununum. Fram kom við verðlaunaafhend- inguna að Stofnfiskur er stærsti framleiðandi á laxa- og silungs- hrognum á Íslandi og eina fyr- irtækið í heiminum sem getur stjórnað kynþroska og hrygningu og afhent frjóvguð hrogn allt árið. Starfsstöðvar víða um heim Stofnfiskur er með 5 starfs- stöðvar á Íslandi auk þess að vera með starfsemi á Írlandi, Skotlandi og í Norður- og Suður-Ameríku. Í fréttatilkynningu vegna verð- launaafhendingarinnar segir að sérstaða fyrirtækisins sé fólgin í því að í framleiðsluferlinu fari saman umfangsmikil kynbótaverkefni, sem byggist á rannsókna- og þróun- arverkefnum auk sterkrar sér- fræðiþekkingar, framleiðsla hrogna og seiða allt árið, sem byggist á góð- um náttúrulegum skilyrðum, og gott ástand í fisksjúkdómamálum, sem endurspeglist af góðum nátt- úrulegum aðstæðum til eldis. Þá segir að Stofnfiskur byggi á uppsafnaðri reynslu af rannsóknum á eldi laxfiska sem hófst með stuðn- ingi Tæknisjóðs (áður Rann- sóknasjóðs) um miðjan 9. áratuginn. Megináherslan hafi verið á að stjórna kynþroska og stytta ætt- liðabil og auka hraða kynbóta til að auka vaxtarhraða og/eða end- urheimtur í hafbeit. Eftir að haf- beitartilraunum hafi verið hætt hafi áherslan verið á vaxtarhraða og gæði matfisks í eldi. Stofnfiskur hefur fengið alls 28,7 milljónir króna í styrki úr Tækni- sjóði. Í fyrsta lagi hefur fyrirtækið fengið styrk til rannsókna á aðferð- um til að stjórna kynþroska og hrygningu á laxi og stytta ættliðabil og hraða kynbótum til að auka vaxt- arhraða. Einnig hefur fyrirtækið fengið styrk til að rannsaka erfða- fræðilegar forsendur holdgæða á laxi og þróa gæðastaðla fyrir mat- fisk, samvinna við Iðntæknistofnun og Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins. Þá hefur fyrirtækið verið styrkt til að rannsaka forsendur kynbóta á öðrum tegundum m.a. bleikju og sæeyra í samvinnu við Sæbýli og Hólaskóla. Laxahrogn mikilvægasta afurðin Stofnfiskur hf. var stofnaður 6. mars 1991 af Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði, fyrir hönd ríkissjóðs (75%) og af Silfurlaxi hf. (25%). Mik- il breyting varð á rekstri félagsins 1999 samfara því að ríkissjóður seldi 5% eignarhlut sinn auk þess sem félagið seldi nýtt hlutafé á markaði. Eftir þessar breytingar var eignarhlutur ríkissjóðs um 33%. Ríkissjóður seldi síðan allt sitt hlutafé sitt í almennu útboði í októ- ber 2001. Hluthafar félagsins eru í dag 36 að tölu. Laxahrogn munu á næstu árum verða mikilvægasta afurð Stofn- fisks, segir í fréttatilkynningunni. Þar segir jafnframt að þróun í lax- eldi hafi verið mikil á síðustu miss- erum sem einkennist m.a. af aukinni sérhæfingu á milli stöðva, t.d. seiða- stöðvar, áframeldisstöðvar, hrogna- stöðvar o.s.frv. Sérhæfingin muni halda áfram að aukast samfara auk- inni framleiðslu og miði það að því að draga úr áhættu og um leið lækka framleiðslukostnað. Þessi staðreynd muni skapa tækifæri fyr- ir Stofnfisk á nýjum mörkuðum. Hjá fyrirtækinu starfa um 35 starfsmenn. Framkvæmdastjóri er Vigfús Jóhannsson. Veltan Stofnfisks á árinu 2001 var um 300 milljónir króna og er áætluð um 450 milljónir ár þessu ári. Verðmæti félagsins samkvæmt gengi hlutabréfa er um 1,2 millj- arðar króna. Morgunblaðið/Ásdís Vigfús Jóhannsson, framkvæmdastjóri Stofnfisks hf., tekur við verðlaun- unum úr hendi Hafliða P. Gíslasonar, formanns Rannsóknarráðs Íslands. Stofnfiskur hf. hlýtur Nýsköpunar- verðlaun 2002 HAGNAÐUR Íslenskra aðalverk- taka hf. (ÍAV) og dótturfélaga þess á árinu 2001 nam 182 milljónum króna eftir skatta og lækkaði um 11% milli ára. Hagnaðurinn árið áður var 203 milljónir. Hagnaður fyrir fjármagns- liði, skatta og afskriftir (EBITDA) var hins vegar 219 milljónum króna hærri í fyrra en árið áður, eða 1.016 milljónir en 797 milljónir á árinu 2000. Stefán Friðfinnsson, framkvæmda- stjóri ÍAV, segist sérstaklega ánægð- ur með hagnað fyrirtækisins fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir. Veiking íslensku krónunnar hafi hins vegar sett strik í reikninginn fyrir fé- lagið. Hins vegar sé ánægjulegt hvað reksturinn hafi gengið miklu betur á seinni hluta ársins 2001 en á fyrri hluta þess. Afkoman batnaði um 396 milljónir á síðari hluta ársins Rekstrartekjur samstæðu ÍAV námu 8.559 milljónum króna á árinu 2001 en 9.737 milljónum á árinu 2000. Rekstrargjöld lækkuðu einnig milli ára, úr 8.940 milljónum árið 2000 í 7.543 milljónir í fyrra. Hagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta nam 706 millj- ónum á móti 487 milljónum árið áður. Þá nam hagnaður félagsins fyrir skatta 102 milljónum en var 301 millj- ón á árinu 2000. Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 629 milljónir árið 2001 en 194 milljónir árið áður. Í tilkynn- ingu félagsins segir að þessi þróun skýrist að mestu af því að skuldir fé- lagsins séu að stærstum hluta bundn- ar erlendum gjaldmiðlum og sé geng- istap af skuldum félagsins vegna áhrifa veikingar íslensku krónunnar 433 milljónir. Veruleg umskipti urðu í rekstri ÍAV á síðari hluta ársins 2001 en sam- kvæmt 6 mánaða uppgjöri var tap tímabilsins á rekstri 214 milljónir og hafi afkoman því batnað um 396 millj- ónir króna á síðari hluta ársins. Heildareignir samstæðu ÍAV námu 8.274 milljónum í árslok 2001 en voru 8.769 milljónir í árslok 2000. Bókfært eigið fé í árslok 2001 var 3.095 millj- ónir en í upphafi árs 2.990 milljónir, en í október síðastliðinn keypti félagið eigin bréf fyrir 233 milljónir. Eigin- fjárhlutfall hækkaði úr 34% í 37% á árinu og innra virði hlutafjár hækkaði úr 2,1 í 2,3. Eignarhald á lóðum skilar nýjum tækifærum Í tilkynningu Íslenskra aðalverk- taka segir að félagið hafi lagt traustan grunn að áframhaldandi uppbygg- ingu eigin verka með kaupum og þró- un á byggingarlöndum með framtíð- aruppbyggingu íbúðarhverfa og athafnasvæða. Stefnt sé að áfram- haldandi þróun á byggingarlöndum og sé stefna fyrirtækisins að auka hlutfall þróunarverkefna. Sá kostnað- ur og fjárbinding sem tengist eign- arhaldi á lóðum og byggingarrétti eigi að skila félaginu nýjum tækifærum og framtíðararðsemi, þó skammtíma- sveiflur á fjármálamörkuðum geri eignarhald á langtímafjárfestingum dýrt til skemmri tíma litið, líkt og gerðist á árinu 2001. Stjórn ÍAV gerir tillögu til aðal- fundar, sem haldinn verður miðviku- daginn 27. mars næstkomandi, að greiddur verði 9% arður til hluthafa. Hagnaður Íslenskra aðalverktaka hf. 182 milljónir króna Veiking krónunnar setti strik í reikninginn Hagnaður Omega Farma tvöfaldast milli ára HAGNAÐUR Omega Farma ehf. nam 229 milljónum króna á árinu 2001, sem er ríflega tvöfalt meiri hagnaður en árið áður er hagnaður- inn var 106 milljónir. Velta fyr- irtækisins var einnig yfir tvöfalt meiri í fyrra, eða 1.089 milljónir en 497 milljónir árið 2000. Áætlanir fyrirtækisins gera ráð fyrir að velt- an á þessu ári aukist enn frekar og verði um 3 milljarðar króna. Samkvæmt upplýsingum frá Omega Farma er meirihlutinn af sölu fyrirtækisins á síðasta ári til- kominn vegna útflutnings á lyfjum og lyfjatengdu hugviti. Salan innan- lands jókst hins vegar um 37% milli áranna 2000 og 2001 og hefur hún haldið áfram að aukast því á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs var salan innanlands um 38% meiri en á sama tímabili í fyrra. Allur rannsóknar- og þróunar- kostnaður Omega Farma er gjald- færður. Rekstrargjöld fyrirtækisins jukust um 144% milli áranna 2000 og 2001 og námu 749 milljónum í fyrra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.