Morgunblaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 12 FÖSTUDAGUR 15. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ HUGMYNDIR um endur- vakningu þriggja torga í Þingholtunum í Reykjavík hafa fengið jákvæða umsögn skipulagsfulltrúa, en tillög- urnar voru til umfjöllunar í skipulags- og byggingarnefnd á fundi hennar á miðvikudag. Torgin sem um ræðir kallast Óðinstorg, Baldurstorg og Freyjutorg í tillögum frá íbúa hverfisins. Íbúinn sem um ræðir er Eva María Jónsdóttir dag- skrárgerðarkona og leggur hún til að Óðinstorg, á mótum Óðinsgötu, Týsgötu, Þórsgötu og Spítalastígs, verði nýtt sem borgartorg en þar eru nú bílastæði. Sömuleiðis yrðu torg á mótum Óðinsgötu, Freyjugötu og Bjargarstígs (Freyjutorg) og á mótum Óð- insgötu, Baldursgötu og Nönnugötu (Baldurstorg). Aðspurð segir Eva María að hún gangi mikið um hverf- ið og hafi saknað þar staða þar sem fólk gæti hist, án þess að fara inn á veitingahús sem bjóða upp á fullan máls- verð. „Kannski var draumur- inn sá að fólk gæti verið í sínu hverfi og hist á kaffihúsi þar sem væri eitthvert mannlíf sem væri ekki bara bundið kvöldverði. Og af því að ég veit að mikið af ungu fólki býr á þessu svæði datt mér í hug að ég væri kannski ekki ein um að hafa áhuga á þessu.“ Hún segir einnig hafa fundið fyrir því að lítið er um staði fyrir barnafólk í hverf- inu. „Ég fann fyrir því að ef maður ætlar út með barnið sitt þá er annaðhvort aða fara á róló eða á kaffihús. Mér fannst óréttlátt gagn- vart sjálfri mér að ég þyrfti að hanga á róló og sitja á bekk og horfa á hana moka sandi eða skikka hana með mér á kaffihús og hún gæti þá ekkert gert. Ef það væru t.d. steinar eða pollar fyrir börn á þessum torgum gæti fullorðna fólkið setið og haft það huggulegt án þess að fá sand í háhæluðu skóna!“ „Okkar gamla hverfi“ Eva María segir torg eins og þau sem hún leggur til þekkjast víða erlendis. „Í borgum í útlöndum eru alltaf eitt eða fleiri gömul hverfi þar sem allt er svo fallegt, þeim er vel við haldið og er hampað af því að þau eru gömul og hafa sérstöðu. Þingholtin eru okkar gamla hverfi en því er kannski ekk- ert hampað umfram önnur. Rétt áður en ég kom með þessa tillögu kom í ljós að hátt hlutfall þeirra sem heimsækja miðbæinn heim- sækja hann eingöngu til að skoða sig um og njóta um- hverfisins. Þeir eru ekki að fara að versla eða gera eitt- hvað sérstakt heldur eru bara að fara á röltið. Þá er auðvitað skemmtilegra að rölta ef maður getur sest nið- ur með reglulegu millibili.“ Eva María segir að torgin yrðu á leið þeirra sem gengju frá Skólavörðustíg. „Skóla- vörðustígur er einskonar túr- istagata því fólk gengur frá Hallgrímskirkju og fer niður í bæ. Þá er annar valkostur að fara Óðinsgötuna og byrja á Óðinstorgi því þar er eitt- hvað að sjá. Svo yrði næsta torg Freyjutorg sem fólk gengur á ef það er fallegt. Svo gæti það endað á Bald- urstorgi sem er óvenju sól- ríkt því það snýr á móti suðri og hefur gott pláss. Þar er þetta gamalgróna veitinga- hús Þrír frakkar sem hefur haldið velli árum saman. Mér skilst að nánast allir útlend- ingar sem ætli að fá sér góð- an fisk fari þangað og þess er getið í túristabæklingum og veitingahúsabókum.“ Aðspurð segir Eva María að í þessum hugrenningum hafi hún kynnt sér gamla til- lögu Guðrúnar Jónsdóttur arkitekts að endurvakningu Óðinstorgs auk þess sem hún ræddi við sagnfrótt fólk um þessa staði í Þingholtunum. „Ég fór að velta því fyrir mér að það gæti ekki verið til- viljun að þessi gatnamót eru öll miklu viðameiri en gengur og gerist með gatnamót al- mennt. Því spurði ég Guðjón Friðriksson sagnfræðing út í ástæðurnar fyrir því og hann benti mér á að Óðinstorg hafi áður verið markaðstorg og fisksölutorg. Þá mundi ég einmitt að Guðni rektor, sem ólst upp við þetta torg, var vanur að kaupa fisk þarna af mönnum sem stilltu sér upp með fiskvagna og seldu. Guð- jón sagði mér að það hefði verið lenska víðar þó það hafi ekki verið formlegt. Þar sem var pláss var oft fólk sem seldi eitthvað. Ég bý við Kárastíg, en neðst við götuna er Káratorg. Mér skilst að þangað hafi komið fólk með þvottinn sinn til að hinar svo- kölluðu þvottakonur gætu síðan farið með hann gang- andi niður í þvottalaugarnar í Laugardal. Þetta var því eins konar samkomustaður eða staður þar sem fólk mættist þó allt væri það með óformlegum hætti.“ Eva María leggur áherslu á að ekki megi ofhanna torg- in. „Þetta er hverfi sem byggðist upp að verulegu leyti áður en fyrsta borgar- skipulagið var samþykkt árið 1927 og það hefur yfirbragð sem er algjörlega einstakt. Það væri mikil skemmd ef þetta yrði hannað í hólf og gólf í stað þess að halda áfram með þessa uppruna- legu stemningu. Það eru þarna hlutir fyrir sem má ýta undir.“ Eva María telur að það fólk sem sæki í að búa í mið- bænum óski eftir því að geta sinnt sínum brýnustu erind- um án þess að vera háð einkabíl. Sömuleiðis óski þetta fólk eftir því að varð- veita söguna. „Ef þetta verð- ur að veruleika sé ég fyrir mér að þetta auki umferð gangandi vegfarenda og þeg- ar vel viðrar komi fólk úr fylgsnum sínum til að hittast á torgum úti.“ Hugmynd um endurvakningu þriggja torga í Þingholtunum rædd í skipulagsnefnd borgarinnar „Hittast á torgum úti“ Morgunblaðið/Jim Smart Óðinstorg er eitt þriggja torga sem á að endurvekja. Þingholt FOSSINN, sem varpað var á framhlið Aðalstrætis 6 á vetr- arhátðinni Ljós í myrkri, verður aftur til sýnis föstu- dagskvöldið 15. mars og laug- ardagskvöldið 16. mars frá kl. 21–24. Segir í fréttatilkynningu að þetta sé gert vegna fjölda áskorana en fyrri tilraunir til að varpa fossinum upp hafi mistekist vegna veðurs. Er fólk hvatt til að mæta á Ing- ólfstorg, því um sé að ræða einstakan viðburð sem ekki verði endurtekinn. Fossinn endurtekinn Miðborg VATNALEIKJAGARÐUR verður settur upp í Laug- ardalslaug verði hugmyndir þar að lútandi að veruleika. Hugmyndirnar eru settar fram í skýrslu sem rædd verður á fundi Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur í dag. Að sögn Steinunnar Valdís- ar Óskarsdóttur, borgarfull- trúa og formanns ÍTR, hefur verið unnið að stefnumörkun og þróunaráætlun fyrir allar sundlaugar borgarinnar. „Þar komu meðal annars fram hugmyndir um að nýta sérstöðu hverrar laugar þannig að þær þurfi ekki all- ar að verða eins. Sundhöllin er til dæmis ólík Laugardals- lauginni í karakter sem aftur er ólík Vesturbæjarlauginni og svo framvegis.“ Hún segir sérstöðu Laug- ardalslaugarinnar vera meðal annars þá að hún sé mikið sótt af erlendum ferðamönnum og fjölskyldufólki. „Þegar nýja 50 fermetra yfirbyggða sund- laugin og heilsuræktarstöðin verður komin gefst tækifæri til að búa þarna til vatnapa- radís og vatnsleikjagarð. Það gæti meðal annars útheimt að við breyttum lauginni þannig að hluti hennar yrði tekinn undir rennibrautir, leiktæki og annað.“ Steinunn leggur þó áherslu á að áfram yrði haldið í ákveðin einkenni laug- arinnar. „Þetta er auðvitað eina laugin okkar sem er 50 metra útisundlaug þannig að það yrði áfram haldið í það. Hins vegar yrði meira reynt að horfa á svæðið sem bað- stað en sundlaug þar sem fólk kemur bara til að synda. Þetta yrði samkomustaður þar sem fólk gæti komið á góðum degi og þess vegna eytt öllum deginum þar.“ Hún segir hugmyndir um að nýta svæðið, sem myndast milli nýja mannvirkisins og gömlu laugarinnar, fyrir litla útipotta sem meðal annars væri hægt að hafa sjó í. „Þar væri hægt að hafa uppsprettu með söltu vatni og hugs- anlega einhverja leirpotta og annað slíkt.“ Að sögn Steinunnar hafa stúdentar í Háskóla Íslands þegar reiknað út arðsemi slíks vatnaleikjagarðs og fundið út að hann ætti að minnsta kosti að geta staðið undir sér. Er þar miðað við aðgangseyri sem yrði svip- aður og gerist í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Heilsulind í Sundhöllinni En hversu langt á veg eru þessar hugmyndir komnar? „Við erum að fara af stað með hönnun á 50 metra innisund- lauginni,“ segir Steinunn. „Þetta er svolítið til hliðar við það og kemur inn sem hug- mynd af minni hálfu. En ég geri fastlega ráð fyrir því að þetta muni verða þróað og unnið áfram að þessu þegar gamla sundlaugin verður end- urbætt. Hún er það illa farin að það þarf að loka henni og gera við hana á næstu árum og þá myndum við væntanlega skoða þetta í því samhengi.“ Hún segir að verði stefnu- mörkun sundlauganna, sem rædd verður í dag, samþykkt sé næsta skref að þróa hvern stað út frá sinni sérstöðu. „Þá færu menn væntanlega ekki aðeins að horfa á Laugardals- laugina sem vatnaleikjagarð heldur færu menn líka að hugsa um Árbæjarlaugina sem fjölskyldu- og barnalaug, Sundhöllina sem heilsulind þar sem fólk kæmi til slök- unar í notalegu og þægilegu andrúmslofti og svo mætti lengi telja. Þetta eru allt hug- myndir sem eru settar fram í þessari skýrslu sem ÍTR er að fara að taka til skoðunar.“ Skýrsla um stefnumörkun fyrir sundlaugar borgarinnar Morgunblaðið/Billi Þessir krakkar eiga sjálfsagt ekki eftir að fúlsa við leiktækjum, leirböðum, sjávarupp- sprettum og öðrum nýjungum sem hugmyndir eru um að koma upp í Laugardalslauginni. Laugardalur Vatnaleikjagarður komi í Laugardalslaug Í ár taka þátt 1.476 nemend- ur í 69 bekkjardeildum í allri borginni en markmið keppn- innar er að efla íslenskt mál og efla færni nemenda í notkun þess. Lokahátíð Árbæjar og Breiðholts fór fram í Fella- og Hólakirkju og eins og sjá má af myndinni lagði unga fólkið sig fram við upplesturinn enda segir í fréttatilkynningu frá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur að margir telji þetta mestu menningarsamkomur sem haldnar eru í hverfunum. Er víst um að lesturinn hafi yljað viðstöddum um hjartaræturn- ar enda fátt sem hrífur meira en kraftmikill skáldskapur. Lesið upp á lokahátíð Árbær/Breiðholt Morgunblaðið/Jim Smart Góðar bókmenntir voru í hávegi hafðar á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Fella- og Hólakirkju í gær. LOKAHÁTÍÐIR Stóru upp- lestrarkeppninnar hófust í gær en þá fóru fram hátíðir í Vesturbæ annars vegar og í Árbæ og Breiðholti hins veg- ar. Lokahátíðir í Austurbæ og Grafarvogi verða haldnar á mánudag. Stóra upplestrarkeppnin hófst veturinn 1996–1997 en aðstandendur keppninnar hafa frá upphafi verið samtök- in Heimili og skóli, Íslensk málnefnd, Íslenska lestrar- félagið, Kennaraháskóli Ís- lands, Kennarasamband Ís- lands og Samtök móður- málskennara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.