Morgunblaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 48
MINNINGAR 48 FÖSTUDAGUR 15. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigríður Magnús-dóttir fæddist 29. júní 1953. Hún lést á líknardeild Lands- spítalans 5. mars síð- astliðinn. Foreldrar Sigríðar eru Magnús Ingjaldsson, f. 13. október 1915, og Júl- íana Árnadóttir, f. 27. ágúst 1924. Sig- ríður átti sex systkini og eru þrjú þeirra á lífi, þau eru Guðrún, f. 1. nóvember 1945, gift Hafliða Jónssyni. Ragnheiður Árný, f. 23. janúar 1947, d. 3. nóvember 1993. Bergþór, f. 27. janúar 1950, kvæntur Helgu Hákonardóttur. Inga, f. 18. apríl 1952, d. 27. júní 1986. Ingveldur Jóna, f. 26. des- ember 1957. María, f. 6. júlí 1960, d. 9. janúar 2001. Sigríður giftist 28. desember 1974 eftirlifandi eiginmanni sín- um, Auðuni Sigurjónssyni slökkviliðsmanni, f. 24. ágúst 1948. Sigríður og Auðunn eiga þrjú börn: 1) Júl- íana, f. 13. júlí 1972, gift Stefáni Gutt- ormi Einarssyni, f. 13. desember 1971, Júlíana á soninn Brynjar Atla, f. 20. janúar 1994, með Hafþóri Árnasyni. Börn Júlíönu og Stefáns eru Kolbrún Dagmar, f. 5. apríl 1997, Sigríður Hulda, f. 2. apríl 1998, og Einar Arn- ar, f. 4. desember 1999. 2) Svanlaug Jóna, f. 26. september 1974, gift Haraldi Björnssyni, f. 3. október 1967. Börn þeirra eru Inga Bryn- dís, f. 27. janúar 1993, Auðunn Bjarki, f. 25. apríl 1997, Björn Andri, f. 25. apríl 1997. 3) Magnús Már, f. 7. maí 1980, unnusta hans er Sigríður Magnea Sigurvins- dóttir, f. 16. maí 1979. Útför Sigríðar fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku mamma mín, ekki óraði mig fyrir því fyrir rúmu ári er Mæja systir þín dó að ég ætti svo eftir að sitja hér og skrifa minningargrein um þig. Þetta rúma ár hefur verið geysilega erfitt og satt best að segja ótrúlegt að allt þetta skyldi geta hent eina fjölskyldu. Þú trúðir alltaf að þú gætir sigrað þennan illvíga sjúkdóm, allt þar til 30. janúar sl. er þú fékkst þær hræðilegu fréttir að þú værir á leið úr okkar heimi. Þú varst mikil hetja að takast á við þetta, fórst strax að skipuleggja andlát þitt og sagðir okkur hvernig þú vildir hafa hlutina og við reyndum eftir fremsta megni að verða við óskum þínum. Í raun- inni hjálpaðir þú okkur miklu meira en við þér. Það er svo sárt að hafa þig ekki hér lengur því þú hefur ver- ið mér svo kær, og er það nú mikill styrkur fyrir mig að sjá hve nánar við vorum, en nú vantar mig svo mikið. Ég veit ég hef minningarnar um þig en lífið verður aldrei eins. Þú sagðir mér að þú hefðir svo miklar áhyggjur af Magga bróður og pabba, því þú yrðir ekki hjá honum ef hann veiktist aftur. Þú ólst okkur vel upp og við hjálpumst öll að. Síðustu daga þína varstu svo mik- ið veik, það var ofboðslega erfitt að horfa á þig þjást og geta ekkert gert fyrir þig nema verið hjá þér daga og nætur. Það var okkur svo mikils virði að þú værir aldrei ein og að við systkinin, pabbi og Gunna systir þín vorum hjá þér síðasta spölinn þar til þú yfirgafst þennan heim. Elsku mamma, nú skilur leiðir okkar, lífið hér heldur áfram. Þótt erfitt verði veit ég og trúi að þú verðir með okk- ur í anda þangað til okkar tími kem- ur. Hafðu þökk fyrir allt. Ég geymi þig í hjarta mínu alla daga og allar nætur. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífs- ins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleym- ist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Ég vil þakka starfsfólki á deild 12G á Landsspítala, Heimahlynn- ingu Krabbameinsfélagsins og líkn- ardeildinni í Kópavogi fyrir þá að- hlynningu er það veitti móður minni í veikindum hennar, Guð blessi ykk- ur öll. Júlíana. Elsku mamma mín. Það eru ótrú- legar raunir sem á okkur eru lagðar og ég bara skil ekki af hverju. Að- eins nokkrum mánuðum eftir að Mæja systir þín dó greindist þú með samskonar krabbamein og síðastlið- ið sumar varstu oft mikið veik, þú varst margar vikur á spítalanum en svo fór allt að líta betur út og í haust virtist þú ætla að ná þér. Meinið fannst ekki lengur og þú virtist vera heil. Um áramótin skáluðum við fyrir nýju ári og vonuðum að það yrði betra ár en það sem við vorum að kveðja, en það var skammgóður vermir. 30. janúar fengum við þær fréttir að tími þinn væri naumur. Þú varst vongóð og ákveðin í því að nota tímann þinn vel, gerðir þér vonir um að lifa fram á sumar eða lengur. En því miður var sá tími sem þér var gefinn alltof stuttur. Fljót- lega varstu orðin mikið veik og 5. mars kvaddir þú þennan heim. Eftir sitjum við agndofa, þetta gerðist allt svo fljótt. Síðustu dagana þína varstu mikið veik og stundum mjög kvalin. Pabbi og við systkinin vorum hjá þér allan tímann og hugsuðum um þig eins og við gátum, sá tími er okkur dýrmætur í dag. Okkar helsti styrkur er hve samrýnd við erum, við höfum aldrei getað hvert án ann- ars verið en nú erum við tilneydd til þess að halda áfram án þín og það reynum við. Við höldum áfram að hugsa hvert um annað eins og þú baðst okkur um. Þú talaðir mikið um hvernig þú vildir hafa hlutina eftir þína daga og það hjálpar okkur mik- ið að geta uppfyllt óskir þínar. Mig langar að þakka þeim sem hjúkruðu mömmu í veikindum hennar, heimahlynningu Krabba- meinsfélagsins og líknardeild Landsspítalans góða umönnun, kærleika og hlýju í garð okkar allra. En stærstu þökkina færð þú mamma mín, takk fyrir alla hjálpina og stuðninginn í gegnum árin, takk fyrir þann dýrmæta tíma sem við áttum saman. Við getum ei breytt því sem frelsarinn hefur að segja, um hver fær að lifa og hver á svo næstur að deyja. Þau örlög sem við höfum hlotið, það verður að skilja svo auðmjúk og hljóð við lútum að frelsarans vilja. Þó sorgin sé sár, og erfitt við hana að una, við verðum að skilja, og alltaf við verðum að muna að Guð hann er góður, og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú hann geymi vel sálina þína. Bless, elsku mamma mín, þín dóttir Svanlaug. Elsku besta amma. Við söknum þín svo mikið. Það er leiðinlegt að þú skulir vera farin en við huggum okk- ur við það að nú finnurðu ekki leng- ur til. Núna líður þér vel hjá Guði með Mæju og kisunni þinni. Það er erfitt að koma í Æsufellið því þú ert ekki lengur þar en við verðum dug- leg að heimsækja afa og passa hann fyrir þig. Þú varst alltaf svo góð amma og gerðir svo margt fyrir okkur. Takk fyrir allt, elsku amma, við munum aldrei gleyma þér. Inga Bryndís, Auðunn Bjarki og Björn Andri. Elsku amma mín. Þú varst mér alltaf svo góð, það er svo skrítið að þú sért farin frá mér, en ég hugga mig við að nú sért þú hjá Mæju og hinum á himnum. Ég ætla að passa hann afa fyrir þig og vera mikið með honum svo hann verði ekki mikið einn. Þú varst svo mikið veik og þurftir því að deyja, ég veit að nú líður þér vel og að þú verður hjá okkur þó að við sjáum þig ekki. Ég mun aldrei gleyma þér. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson.) Þinn Brynjar Atli. Elsku amma, það er svo erfitt fyr- ir okkur að skilja, af hverju þú ert dáin. Við komum til þín á spítalann, þá varstu mikið veik með stóra kúlu í maganum. Kolla fór að gráta þegar þú varst farin til Guðs en nú ert þú hjá Mæju og ykkur líður vel. Guð er búinn að lækna ykkur. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þú varst besta amma, við söknum þín mikið, þér munum við aldrei gleyma. Kveðja, Kolbrún, Sigríður og Einar. Ég ætla hér að kveðja litlu systur mína hinstu kveðju. Sigríður, eða Sigga eins og við kölluðum hana, er farin frá okkur og skilur eftir stórt skarð í fjölskyldunni. Sigga var í miðjum hópi sjö systkina, og af þeim erum við aðeins þrjú eftir. Ég er elst þannig að átta ára aldursmunur var á okkur, sem var mikið þegar við vorum yngri, og meira í formi stóru og litlu systur. Með árunum hvarf aldursmunurinn og við urðum nán- ari vinkonur. Sérstaklega þjappaði það okkur saman þegar systur okk- ar létust ein af annarri. Inga fyrst í bílslysi, þá Ransý, og svo María fyr- ir rúmu ári, báðar úr sama sjúkdómi og þú. Elsku Sigga mín, þú barðist eins og hetja, en að lokum sigraði dauð- inn, eins og hann gerir alltaf. Ég veit að systurnar taka vel á móti þér og við það hugga ég mig. Elsku mamma og pabbi, það er mikið á ykkur lagt að horfa nú á eft- ir fjórðu dóttur ykkar. Elsku systir mín, ég sakna þín óskaplega og dag- legu samtalanna okkar, alveg til enda, svo vil ég þakka þér fyrir sam- fylgdina og allt sem þú varst mér. Elsku Auðunn minn, Júlíana, Svanlaug og Magnús Már, ykkur sendi ég mína innilegustu samúðar- kveðjur, svo og litlu barnabörnun- um sjö. Guð styrki ykkur öll. Guðrún E. Magnúsdóttir og fjölskylda. Ljúfar voru stundir er áttum við saman. Þakka ber Drottni allt það gaman. Skiljast nú leiðir og farin ert þú. Við hittast munum aftur, það er mín trú. Hvíl þú í friði í ljósinu bjarta. Ég kveð þig að sinni af öllu mínu hjarta. (M. Jak.) Þessar ljóðlínur vil ég gera að mínum þegar ég kveð í dag Siggu mágkonu mína og góða vinkonu, sem var burtkölluð allt of fljótt. Það er erfitt að skijla hvers vegna fólk í blóma lífsins er kallað á braut til ljóssins bjarta, en þetta er eitthvað sem við sem eftir lifum verðum að reyna að skilja og sætta okkur við þótt erfitt sé. Það var sannarlega sárt að fá fregnina af andláti hennar þó svo að allir vissu að hverju stefndi. Sjúk- dómurinn sem heltók hana á svo skömmum tíma hafði vissulega höggvið skarð í fjölskyldu hennar, því hún hafði misst tvær systur sín- ar úr sama sjúkdómi. Siggu kynntist ég fyrst sumarið 1971 þegar Auðunn elsti bróðir minn kynnti mig fyrir unnustu sinni, hressilegri og rauðhærðri ungri stúlku. Það var ekki laust við að mér fyndist veldi mínu ógnað, sem eina stelpan í tíu systkina hópi á Stóru- Borg, þegar bræður mínir fóru að koma heim með kærustur. En þess- ar tilfinningar voru fljótar að hverfa þegar ég kynntist þeim betur og þá sérstaklega Siggu sem varð mér fljótt eins og systir og góð vinkona. Hún kom eins og stormsveipur inn í fjölskylduna, alltaf hress og kát og öllum leið vel í návist hennar, þessi hressilegi hlátur hennar heillaði alla sem urðu henni samferða í lífinu. Þau hjón Auðunn og Sigga voru einkar samhent í öllu og létu sér annt um alla sem eitthvað bjátaði á hjá og fékk ég svo sannarlega að njóta góðmennsku þeirra og um- hyggju þegar ég þurti að dvelja langdvölum á Reykjalundi. Alltaf höfðu þau tíma til að koma og huga að líðan minni, alveg sama hvernig á stóð hjá þeim. Þau voru einhvers konar klettar í lífi mínu á þessum tíma sem ég verð ævinlega þakklát fyrir og fæ aldrei fullþakkað, sjálf var Sigga ekki góð til heilsunnar á þessum tíma en það aftraði henni ekki frá að huga að sínu fólki. Líf Siggu var ekki alltaf auðvelt, missir og áföll voru mörg í fjöl- skyldu hennar en alltaf stóð hún eins og klettur og studdi aðra. Þeg- ar hún greindist með krabbamein í maí á síðasta ári og Auðunn nokkr- um dögum síðar sýndi hún einstakt æðruleysi og kjark. Hún hugsaði um það eitt að komast sem fyrst heim svo hún gæti stutt mann sinn í hans veikindum. Þau sýndu þá bæði hvern mann þau höfðu að geyma, það að hlúa hvort að öðru var það eina sem þau hugsuðu um. Það var aðdáunarvert að sjá hvað fjölskyld- an öll stóð þétt saman og hvernig þau tókust á við erfiðleikana. Þegar sýnt varð að hverju stefndi hjá henni var það hennar hjartans mál að hlúa að og undirbúa Auðun, börn- in sín og barnabörnin fyrir að takast á við sorgina. Þau ræddu af hrein- skilni um komandi tíma sem ég held og vona að hjálpi þeim í þeirra miklu sorg. Ég kveð Siggu mágkonu með miklum söknuði og tómleika í hjarta, það er stórt skarð sem hún skilur eftir. Hafi hún þökk og virð- ingu fyrir allt. Ég bið Guð að blessa og styrkja Auðun, börn, tengdabörn, barna- börn, aldraða foreldra hennar, systkini og aðra aðstandendur í þeirra miklu sorg. Guð blessi minningu Sigríðar Magnúsdóttur og megi hún hvíla í friði. Jórunn Erla Sigurjónsdóttir. Elsku Sigga, okkur langar að kveðja þig og þakka þér fyrir allar samverustundirnar. Lífið, eins og ljóð eða saga ljóð um nætur og daga allt sem kemur og fer liðinn tími, og minningar sem sækja á mig sérhver mynd sem fylgir mér allar hugans uppsprettulindir okkar fortíðarmyndir birtast hér eða þar. Æskudraumar og augnablik sem enginn fær breytt allt það líf sem áður var. Ævin styttist, okkur finnst sem árin líði hraðar. Í eldi tímans mun allt það brenna, sem áður var til staðar. Nóttin, full af stjörnum sem stara stund sem verður að fara eins og draumfagurt lag. Tíminn líður, og nóttin verður minning ein sólin vekur nýjan dag ljúfar stundir, liðin tíð og líf sem allir sakna. Við njótum lífsins, þegar nætur líða og nýir dagar vakna. (Þýð. Kristján Hreinsson.) Elsku Auðunn, Júlla, Svanlaug, Maggi og fjölskyldur, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum Guð að styrkja ykkur. Ólafur, Inga og fjölskylda. Í dag kveðjum við góða svil- og mágkonu, Sigríði Magnúsdóttur, eða Siggu eins og hún var alltaf köll- uð. Það var mjög erfitt að taka því að þú værir með þann illvíga sjúk- dóm, krabbamein. Við höfðum lifað í voninni því útkoman var svo góð í fyrrahaust að sennilega hefði ekki verið um krabbamein að ræða, en svo í janúar tjáðir þú okkur að þú ættir ekki langt eftir. Það er ótrú- legt hvað þessi sjúkdómur getur verið slæmur og fljótur að taka líf, því 5. mars kvaddir þú þennan heim. Þér hefur verið ætlað að gegna öðru hlutverki á öðrum stað. Þar munu margir góðir englar taka á móti þér og annast þig. Ég kynntist Siggu þegar ég kom inn í fjölskylduna á Stóru-Borg í Grímsnesi, því mennirnir okkar eru bræður og eru þaðan. Við vorum báðar ófrískar, þú að þínu þriðja og síðasta en ég mínu fyrsta og fædd- ust þau á sama ári. Þrátt fyrir 10 ára aldursmun á okkur náðum við mjög vel saman, hittumst oft í sveitinni og einnig heima hjá ykkur, fyrst í Torfufellinu og svo í Æsufellinu. Alltaf var tekið yndislega vel á móti okkur. Sigga hafði mikla hæfileika í höndunum og var alltaf með eitt- hvað á prjónunum og heklaði einnig fatnað á börnin og marga fallega dúka. En undanfarin ár var hún bú- in að vera mikill gigtarsjúklingur og þurfti að leggja prjónunum. Við eigum sameiginlegan sum- arbústað undir Eyjafjöllum ásamt þriðja bróðurnum og áttum þar margar góðar sameiginlegar stund- ir alveg frá byrjun meðan sumarbú- staðurinn var í byggingu og eftir það. Einnig varðir þú mörgum góð- um stundum með þinni fjölskyldu þar. Sigga var mjög hreinskilin manneskja, sagði alltaf meiningu sína og kunni ég mjög að meta það í fari hennar. Það er ótrúlegt hvað hægt er að leggja mikið á sumar fjölskyldur því missir þeirra í báðum fjölskyldum hefur verið mikill undanfarin ár. Mér fannst eins og þetta væri allt bara vondur draumur og þú tækir á móti okkur ef við kæmum í heim- sókn í Æsufellið. En því miður verð- um við að horfast í augu við það að SIGRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.