Morgunblaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 58
DAGBÓK 58 FÖSTUDAGUR 15. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Jo Elm kemur í dag. Nat- acha og Freri fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Ocean Tiger fer í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 leikfimi og vinnustofa, kl. 12.45 dans, kl. 13 bókband, kl. 14 bingó. Kór eldri borgara í Neskirkju undir stjórn Ingu Backman, undir- leikari Reynir Jón- asson, syngur og leikur á hljóðfæri í kaffitím- anum. Aðstoð við skattaframtal, sem verður veitt fimmtud. 21. mars, nauðsynlegt er að skrá sig. Farið verður í Borgarleik- húsið laugard. 16. mars að sjá Boðorðin níu. Ath. sýningin hefst kl. 17. Rútuferð frá Afla- granda 40 kl. 16.15. Skráning í afgreiðslu, s. 562 2571. Árskógar 4. Kl. 13- 16.30 smíðastofan opin. Allar upplýsingar í síma 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böðun, kl. 9-12 bók- band, kl. 9-16 handa- vinna, kl. 10-17 fótaað- gerð, kl.13 frjálst að spila. Félagsvist í dag kl. 13.30. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðju- og fimmtudög- um kl. 13-16.30, spil og föndur. Kóræfingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mosfellsbæ á Hlaðhömrum fimmtu- daga kl. 17-19. Les- klúbbur kl. 15.30 á fimmtudögum. Jóga á föstudögum kl. 11. Púttkennsla í íþrótta- húsinu kl. 11 á sunnu- dögum. Leikhúsferð á leikritið „Með fulla vasa af grjóti“ fimm- tud. 21. mars. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586 8014. Félagsstarfið Dalbraut 18-20. Kl. 9-12 aðstoð við böðun, kl. 9-16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 9 opin handa- vinnustofan. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Bingó spilað í Gull- smára 13 í dag kl. 14. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 10.30 guðsþjónusta, kl. 10-12 verslunin opin, kl. 13 „Opið hús“, spil- að á spil. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Fimmtud. 14. mars félagsvist á Álfta- nesi kl. 19.30 á vegum Kvenfélags Bessa- staðahrepps, fimmtud. 21. mars félagsvist í Garðaholti kl. 19.30 á vegum Kvenfélags Garðabæjar. Fótaað- gerðastofan verður lok- uð um óákveðinn tíma vegna veikinda. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Myndlist og brids, nýir spilamenn velkomnir kl. 13.30. Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtud. 21. mars kl. 14, venjuleg aðalfund- arstörf og kaffiveit- ingar. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ.Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10-13. Kaffi, blöðin og matur í hádegi. Leik- félagið Snúður og Snælda sýnir í Ásgarði í Glæsibæ söng- og gamanleikinn „Í lífsins ólgusjó“ og „Fugl í búri“. Dramatískan gamanleik. Sýningar: Miðviku- og föstud. kl. 14 og sunnud. kl. 16. Miðapantanir í s. 588 2111, 568 8092 og 551 2203. Heilsa og hamingja fyrirlestrar laugard. 16. mars nk. kl. 13.30 í Ásgarði, Glæsibæ. 1. Minnkandi heyrn hjá öldruðum. 2. Alzheimer-sjúkdómar og minnistap. Framtalsaðstoð frá Skattstofu Reykjavíkur verður þriðjud. 19. mars á skrifstofu fé- lagsins, panta þarf tíma. Sparidagar á Örkinni 14.-19. apríl, skráning á skrifstofu FEB. Skrifstofa félags- ins er flutt í Faxafen 12, sama símanúmer og áður. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Upplýsingar á skrifstofu FEB. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9-16.30 myndlist og rósamálun á tré, kl. 9-13 hár- greiðsla, kl. 9.30 gönguhópur, kl. 14 brids. Opið alla sunnu- daga frá kl. 14-16, blöð- in og kaffi. Ath. sunnu- dagana 17., 24. og 31. mars er lokað. Félagsstarfið Furu- gerði 1. Kl. 9 aðstoð við böðun, smíði og út- skurður, kl. 14 messa, prestur sr. Ólafur Jó- hann, Furugerðiskórinn syngur undir stjórn Ingunnar Guðmunds- dóttur. Kaffiveitingar eftir messu. Mánudag- inn 18. mars verður veitt aðstoð við skatt- framtal, skráning í s. 553 6040 eða á staðn- um. Félagsstarfið er opið fyrir alla aldurs- hópa. Allir velkomnir. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9-16.30 vinnustofur opnar, frá hádegi spila- salur opinn. Aðstoð við skattframtal verður miðvikud. 20. mars, skráning hafin. Fimmtud. 21. mars verður félagsvist í samstarfi við Hóla- brekkuskóla. Stjórnandi Eiríkur Sig- fússon. Veitingar í veit- ingabúð. Upplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 málm- og silf- ursmíði, kl. 9.15 rammavefnaður, kl. 13 bókband, kl. 13.15 brids. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 10 glerlist, bingó kl. 14. Hraunbær 105. Kl. 9- 12 baðþjónusta, kl. 9-17 hárgreiðsla og fótaað- gerðir, kl. 9 handa- vinna, bútasaumur, kl. 11 spurt og spjallað. Kl. 14 verður spilað bingó. Starfsmaður frá Lyfjum & heilsu verður með kynningu á lyfja- skömmtun, kaffihlað- borð í boði þeirra. Allir velkomnir. Hvassaleiti 56-58. Kl. 9 böðun, leikfimi og postulín, kl. 12.30 postulín. Fótaaðgerð, hársnyrting. Norðurbrún 1. Kl. 9-13 tréskurður, kl. 9-17 hárgreiðsla, kl. 10 boccia. Félagsstarfið er opið öllum aldurs- hópum, allir velkomnir. Vesturgata 7. Kl. 9-16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15 handa- vinna, kl. 13.30 sungið við flygilinn, kl. 14.30 kaffi og dansað í að- alsal. Föstudaginn 22. mars kl. 13.30. Kynn- ing: Lyf og heilsa, lyfjaskömmtun. Kaffi og meðlæti í boði þeirra. Dansað í kaffi- tímanum við lagaval Halldóru. Allir vel- komnir. Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband og morg- unstund, kl. 10 leikfimi og fótaaðgerðir, kl. 12.30 leirmótun, kl. 13.30 bingó. Laus pláss eru í fatasaum, körfu- gerð og á bútasaums- námskeið. Kvöld- skemmtun verður fimmtudaginn 21. mars kl. 18. Matur, söngur, gleði, gaman. Allir vel- komnir. Skráning í síma 561 0300. Háteigskirkja, aldr- aðir. Samvera í Setrinu kl. 13-15. Kl. 13.30 teflt, spilað og rabbað, kaffi á eftir. Söngur með Jónu, kl. 13.30 vöfflur með kaffinu. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Brids kl. 13.15 í dag. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13, kl. 10 á laug- ardögum. Samstarfsnefnd átt- hagafélaga. Spurn- ingakeppni átthaga- félaga, 2. keppni af 4 verður haldin kl. 20 í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14. Mætið stundvíslega. Lífeyrisþegadeild Sfr. Skemmtifundur verður laugardaginn 16. mars kl. 14 í félagsmiðstöð- inni, Grettisgötu 89, 4. hæð. Þátttaka tilkynn- ist á skrifstofu Sfr., s. 525 8340. Í dag er föstudagur, 15. mars, 74. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Það sem hinn óguðlegi óttast, kem- ur yfir hann, en réttlátum gefst það, er þeir girnast. (Orðskv. 10, 24.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 ergileg, 8 útlimir, 9 gömul, 10 fóstur, 11 fisk- ur, 13 undin, 15 foraðs, 18 alda, 21 hár, 22 sori, 23 árafjöldi, 24 spaug- sama. LÓÐRÉTT: 2 úldna, 3 kremja, 4 sælu, 5 fuglar, 6 eldstæðis, 7 flanið, 12 veðurfar, 14 forfeður, 15 mann, 16 skyldmennin, 17 gösla í vatni, 18 æki, 19 draug- um, 20 ögn. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 fákæn, 4 fagna, 7 linir, 8 svört, 9 alt, 11 næra, 13 anar, 14 uggar, 15 harm, 17 grút, 20 emm, 22 mælum, 23 elgur, 24 romsa, 25 naska. Lóðrétt: 1 fælin, 2 konur, 3 nýra, 4 fúst, 5 grönn, 6 aktar, 10 lugum, 12 aum, 13 arg, 15 hamar, 16 rólum, 18 regns, 19 terta, 20 emja, 21 mein. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Víkverji skrifar... VÍKVERJI leyfir sér að takaundir með þeim, sem hafa gagnrýnt auglýsingu sjónvarps- stöðvarinnar Sýnar þar sem fólk var hvatt til að nýta sér veikinda- dagana sína til að horfa á fótbolta í sjónvarpinu. Víkverja fannst aug- lýsingin móðgun bæði við launafólk og atvinnurekendur, því að í raun var bara verið að hvetja til þess að fólk stæli frá vinnuveitendum sín- um – skráði sig veikt án þess að vera það. Víkverja er í fersku minni hvað honum var fullkomlega mis- boðið þegar hann komst að því í sumarvinnu við garðyrkju fyrir mörgum árum að sumir vinnufélag- ar hans ástunduðu það að „taka út“ veikindadagana sína í hverjum mánuði – sérstaklega þegar rigndi mikið – þótt þeir væru við hesta- heilsu. x x x SÝN birtir í gær aðra auglýs-ingu, með yfirskriftinni: „Til að forðast alla athygli og vandræða- legan misskilning er engin fyrir- sögn í þessari auglýsingu.“ Víkverja finnst þetta ekki fyndið frekar en fyrri auglýsingin. Ef auglýsinga- smiðir treysta sér ekki til að semja fyrirsögn, sem nær athygli án þess að misbjóða almennu vinnusiðferði, eiga þeir bara að finna sér eitthvað annað að gera. x x x KVIKMYNDAGAGNRÝNANDIMorgunblaðsins, Hildur Lofts- dóttir, gerði athyglisverða játningu í dómi um kvikmyndina Ég er Sam með Sean Penn og Dakota Fanning í aðalhlutverkum í blaðinu í gær: „Og öll atriðin með þeim tveimur saman eru ... ja, ég bara hágrét. Ég hef bara aldrei grenjað svona mikið í bíó, og hvað þá alla leiðina heim og hálftíma eftir að ég var lögzt upp í rúm. Ég sver það.“ Víkverji hefur fullan skilning á sálarástandi gagnrýnandans, því að hann stend- ur sjálfan sig oft að því að tárfella yfir væmnum bíómyndum og skammast sín ekkert sérstaklega fyrir það, þótt vissulega reyni hann stundum að harka af sér. x x x ÞAÐ ER merkilegt hvernig sum-ir kvikmyndagerðarmenn kunna þá list öðrum betur að koma út á fólki tárunum. Fyrir stuttu sat fjölskylda Víkverja saman í sjón- varpssófanum á föstudagskvöldi og horfði á afar hjartnæma fjölskyldu- mynd á Stöð 2, sem hét Flækings- hundurinn ef Víkverji man rétt, en fjallaði reyndar aðallega um raunir munaðarlauss drengs, sem langaði að verða listamaður. Þegar væmnin og dramatíkin var að nálgast há- markið, tilkynnti fjögurra ára dóttir Víkverja (með nokkurri undrun í röddinni, því að yfirleitt hefur sjón- varpsefni ekki þessi áhrif á hana): „Ég held að ég sé bara að fara að gráta“ og nokkrum sekúndum síðar sat öll fjölskyldan hágrenjandi í sóf- anum. Víkverja líður þó miklu betur eft- ir að hafa horft á þriggja til fjög- urra vasaklúta myndir en þegar hann hefur látið plata sig til að horfa á einhverjar árans ofbeldis- myndir, þar sem fólk og fénaður er plaffað niður í algjöru tilgangsleysi. Væmnu bíómyndirnar eru kannski ekki allar mikil listaverk, en kalla fram fallegar tilfinningar sem valda því að tárin streyma. Ofbeldis- myndirnar drepa þessar sömu til- finningar og sljóvga sálarlífið. Reyklausir veitingastaðir ÉG kom inn á veitingastað fyrir nokkrum mánuðum. Þar var mikið reykt, loftið var þungt og engin merkt reyklaus borð. Þegar ég kvartaði við þann sem sá um afgreiðslu var hreytt í mig að ég gæti farið annað. Ég kvartaði til Heilbrigðis- eftirlits Reykjavíkur. Fyrir nokkrum dögum kom ég síðan inn á þennan sama veitingastað og var greini- lega ekkert farið að gera í málunum. Og því miður eru fleiri staðir en þessi sem þessum málum er ekki nógu vel sinnt. Ég hafði aft- ur samband við heilbrigð- iseftirlitið þar sem mér var sagt að það væri erfitt við þetta að eiga með minni veitingastaði. En því miður er það nú svo að á stærri veitingastöðum hef ég séð fólk reykja við reyklaus borð án þess að nokkur skipti sér af því. Það er ekki nóg að setja lög og reglur ef ekki er hægt að fylgja þeim eftir. Við sem erum reyk- laus fáum ekki eins góð borð og þeir sem reykja, a.m.k. sums staðar. Við vildum gjarnan fá mat og drykk, sem við kaupum, ómengaðan af reyk. Viljum við að okkar réttur sé virt- ur en ekki komið fram við okkur eins og annars flokks viðskiptavini. Mér finnst hart að fá svona svör hjá heilbrigðiseftirlitinu. Þótt ég sé reyklaus vil ég geta komið inn á veitingastaði án þess að stofna lífi og heilsu í hættu. Rétturinn er minn. Gaman væri í fram- tíðinni að sjá reyklausa veitingastaði. Sigrún Reynisdóttir. Að gefa fólki meiri tíma KONA hafði samband við Velvakanda og sagðist hún hafa lesið í Velvakanda sl. þriðjudag pistil þar sem fram kom að fólk ætti að borga fyrir kaffið í erfi- drykkjum. Finnst henni sú hugmynd út í hött. Hins vegar segir hún að sér finn- ist að útfararstjórar mættu gefa aðstandendum meiri tíma til að heilsa upp á fólk fyrir utan kirkjuna eftir at- hafnir, þá þurfi ekki að bjóða upp á kaffi eftir at- hafnir. Þakkir fyrir gott ljóð ÉG las í Lesbók Morgun- blaðsins sl. laugardag ljóðið „Að fenginni blómasend- ingu“. Höfundur ljóðsins er Björg Elín Finnsdóttir. Finnst mér þetta ljóð af- skaplega fallegt og vil ég þakka fyrir birtingu þess. Guðrún. Dýrahald Perla er týnd PERLA, síamslæðan okk- ar, fór að heiman fyrir 2 vikum og hefur ekkert heyrst eða sést til hennar síðan. Hún var merkt, með gráa endurskinsól en skriftin á merkisspjaldinu gæti hafa dofnað og orðið torlæsileg. Hún heitir Perla, er blue point síams- læða, ljós með gráum fót- um, skotti og höfði. Hún á heima á Selfossi og ef ein- hver hefur séð til hennar eða veit hvar hún er niður- komin, þá er síminn okkar 691 2786 eða 482 2479. Kettlingar fást gefins FALLEGIR kettlingar, kassavanir og 8 vikna, fást gefins. Upplýsingar í síma 562 4766. Pési pjakkur þarf nýtt heimili FJÖGURRA ára hvítur, brúnn og svartbröndóttur fress þarf að eignast nýtt heimili vegna flutninga. Pési pjakkur er mjög gæf- ur og blíðlyndur. Ef ein- hver gæti tekið Pésa í fóst- ur þá vinsamlega hafið samband í síma 554 2163 eða gsm 690 5292. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is MÖRGUM brá í brún þeg- ar birt var hótunarbréf Össurar Skarphéð- inssonar til Baugsmanna og menn höfðu á orði að slíkar hótanir væru fátíð- ar. Fyrir mér rifjaðist upp skýrsla Samkeppnisstofn- unar frá síðasta vori um fákeppni á matvörumark- aði, en þar segir m.a.: „Loks hafa birgjar bent á að gögn og aðrar upplýsingar sýni að birgj- um hafi verið hótað af matvörukeðjum að við- skiptum verði hætt eða jafnvel að vörur hafi ver- ið teknar úr sölu ef birgj- arnir hafi ekki getað haft áhrif á verð hjá öðrum matvöruverslunum.“ Þótt ekki sé sagt ber- um orðum að Baugsmenn eigi í hlut hafa fjölmargir starfsmenn heildsala og framleiðenda fullyrt í mín eyru að sú sé raunin. Heimir L. Fjeldsted, form. Félags matvöruverslana. Brá í brún
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.