Morgunblaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 14
NORÐURLANDSSKÓGAR og
Skógræktarfélag Eyfirðinga hafa
gert með sér samningu um ræktun
skógarplantna fyrir skógarbændur á
Norðurlandi. Samningurinn er gerð-
ur í kjölfar útboðs sem fór fram í
desember síðastliðnum en boðin var
út tæplega ein milljón skógar-
plantna. Skógræktarfélag Eyfirð-
inga átt lægsta tilboðið, tæpar 27
milljónir króna. Plönturnar verða af-
hentar á næsta og þar næsta ári.
Hallgrímur Indriðason, fram-
kvæmdastjóri Skógræktarfélags
Eyfirðinga, sagði að starfsemi fé-
lagsins í Kjarna myndi aukast um-
talsvert í kjölfar þessa samnings.
„Við horfum björtum augum til
framtíðarinnar og vonum að langt og
gott samstarf verði við Norðurlands-
skóga,“ sagði hann.
Tvö ný gróðurhús í byggingu
Vegna þessa verkefnis hefur verið
ráðist í mikla uppbyggingu á gróðra-
stöðinni í Kjarna en þar er nú verið
að byggja tvö 350 fermetra gróður-
hús til að auka framleiðslugetuna. Þá
eru uppi hugmyndir um að bæta
þriðja gróðurhúsinu við næsta haust.
Einnig hefur Skógræktarfélagið fest
kaup á nýjum tækjabúnaði, m.a.
moldaráfyllingar- og sáningarvél
sem létta mun störfin, en vélin getur
fyllt 2.000 fjölpottabakka á dag.
Fjárfestingarnar munu þannig leiða
til aukins hagræðis og gera gróðr-
arstöðinni kleift að hafa alltaf á boð-
stólum fyrsta flokks plöntur. Samn-
ingurinn við Norðurlandsskóga
gerir að verkum að 3–4 ný ársverk
skapast hjá Skógræktarfélaginu.
Þetta er mesta magn skógar-
plantna sem Norðurlandsskógar
hafa boðið út en auk þessa útboðs er í
gildi samningur við Gróðrarstöðina
Barra á Egilsstöðum um framleiðslu
á rúmlega 300 þúsund plöntum.
Skógarbændur á Norðurlandi munu
því geta gróðursett rúmlega 1,2
milljónir skógarplantna á næsta ári,
en mikill áhugi er fyrir skógrækt
þeirra á meðal um þessar mundir.
Rúmlega 200 landeigendur hafa nú
sótt um inngöngu í Norðurlands-
skóga.
Samningur Skógræktarfélags Eyfirðinga og Norðurlandsskóga
Framleiða tæplega milljón
plöntur á næstu 2 árum
Morgunblaðið/Kristján
Fulltrúar Norðurlandsskóga og Skógræktarfélags Eyfirðinga framan
við nýtt gróðurhús Skógræktarfélagsins í Kjarna. F.v. Sigrún Sigur-
jónsdóttir, Hallgrímur Indriðason, Vignir Sveinsson, Guðrún Helga
Guðbjörnsdóttir, Valgerður Jónsdóttir og Magnús Stefánsson.
AKUREYRI
14 FÖSTUDAGUR 15. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Til leigu
skrifstofuhúsnæði
í Alþýðuhúsinu á Akureyri
Til leigu er skrifstofuhúsnæði á annarri hæð
í Alþýðuhúsinu á Akureyri (áður Lögmannsstofa Ingu Þallar).
Húsnæðið er 53 fm 2ja herbergja skrifstofurými með eldhúskrók.
Húsnæðið er laust frá 1. apríl nk.
Nánari upplýsingar gefur Björn hjá Einingu-Iðju í síma 460 3600
„AÐGERÐIN gekk vel og tók að-
eins hálfa klukkustund,“ sagði
Jónatan Magnússon, handbolta-
kappi í KA. Hann fór í aðgerð á
FSA í gær, þar sem brot úr tönn
Þorvarðar Tjörva Ólafssonar,
leikmanns Hauka, var fjarlægt úr
nefi hans.
Eins og fram hefur komið lentu
þeir Jónatan og Þorvarður Tjörvi
í harkalegu samstuði í leik KA og
Hauka í maí í fyrra og frá þeim
tíma, eða í 10 mánuði, hefur brot
úr framtönn Haukamannsins set-
ið í nefi Jónatans og var það því
frekar ófrýnilegt.
Jónatan sagðist hafa nokkrar
áhyggjur af því hvernig nefið
kæmi til með að líta út eftir að-
gerðina. Skurður á nefi Jónatans
frá óhappinu í vor var opnaður í
aðgerðinni í gær og hann svo
saumaður saman aftur, eftir að
brotinu var náð og nefið hreins-
að. Jónatan er með umbúðir á
nefinu og veit því ekki hvernig
það lítur út.
„Ég fer í skoðun í næsta viku
og þá kemur þetta í ljós og eins
hvort ég get leikið á móti FH
annan laugardag. Ég mun þó
ekki spila ef nefið lítur ekki vel
út, ég er alveg búinn að fá nóg af
þessu.“
Morgunblaðið/Kristján
Jónatan Magnússon með um-
búðir á nefinu eftir aðgerðina.
Tönnin tekin úr nefi Jónatans í gær
Aðgerðin gekk velDæmdur
í fangelsi
vegna
hótana
KARLMAÐUR á fertugsaldri hef-
ur í Héraðsdómi Norðurlands
eystra verið dæmdur í 12 mánaða
fangelsi. Fullnustu 9 mánaða refs-
ingarinnar er frestað og verður hún
felld niður haldi maðurinn almennt
skilorð í 3 ár.
Maðurinn var ákærður fyrir hót-
anir gagnvart fyrrverandi sam-
býliskonu sinni síðastliðið sumar,
tilraun til nauðgunar, líkamsárás og
kynferðisbrot.
Maðurinn var sakfelldur fyrir
hótanir sem og um kynferðisbrot
annað en nauðgun, en sýknaður af
ákæru um líkamsárás og kynferð-
isbrot.
Konan fór ekki fram á bætur.
Dómurinn var kveðinn upp síð-
degis á mánudag, en endurrit
dómsins liggur ekki enn fyrir í Hér-
aðsdómi Norðurlands eystra þann-
ig að nánari upplýsingar um máls-
atvik eru ekki kunnar. Manninum
var gert að greiða allan sakarkostn-
að og lögmanni sínum, Arnari Sig-
fússyni, 200 þúsund krónur auk
virðisaukaskatts sem og að greiða
réttargæslumanni brotaþola 100
þúsund krónur. Ragnheiður Harð-
ardóttir sótti málið fyrir hönd rík-
issaksóknara. Dómurinn var fjöl-
skipaður, Ásgeir Pétur Ásgeirsson
héraðsdómari var dómsformaður,
en ásamt honum kváðu Benedikt
Bogason héraðsdómslögmaður og
Halldór Halldórsson dómsstjóri
upp dóminn.
Héraðsdómur
Norðurlands eystra
Samið við
Anza
HEILSUGÆSLUSTÖÐIN á Akur-
eyri hefur gengið frá samningi við
ANZA um rekstur tölvu- og upplýs-
ingakerfa stöðvarinnar. ANZA mun
sjá um rekstur allra útstöðva, mið-
lægra netþjóna og netbúnaðar, sem
og hafa alla umsjón með jaðartækj-
um. Einnig sér ANZA um eftirlit
með öryggisafritun og stýringu á
staðarnetsbúnaði og kerfum.
Síðastliðið haust bauð Akureyrar-
bær út tölvuþjónustu fyrir stofnanir
bæjarins og var heilsugæslustöðin
þar með talin, en þó höfð aðskilin frá
aðalútboði. Sökum ýmissa aðstæðna,
m.a. óvissu um rekstraraðila, var
tekin sú ákvörðun að sleppa heilsu-
gæslustöðinni úr útboðinu og taka
engu tilboði sem í þjónustuna bárust.
Samningar voru svo gerðir við
Anza, sem áður sá um þjónustuna,
og gildir hann til þriggja ára.
Heilsugæslustöðin
Sex fyrirtæki
vilja byggja
leikskóla
SEX byggingafyrirtæki sendu inn
umsóknir um að taka þátt í alútboði
um byggingu leikskóla í Nausta-
hverfi, fjögur frá Akureyri, eitt frá
Dalvík og eitt úr Reykjavík.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar
samþykkti á fundi sínum nýlega að
bjóða öllum þátttakendunum sem
tóku þátt í forvalinu að taka þátt í
alútboðinu og að greiddar verði 300
þúsund krónur til þeirra sem ekki fá
verkið. Fyrirtækin sem óskuðu eftir
þátttöku eru: Hyrna ehf., Fjölnir
ehf., SS-Byggir ehf., P. Alfreðsson
ehf., Tréverk ehf. og Íslenskir aðal-
verktakar hf.
Prinsessan
á hörpunni
LEIKBRÚÐULAND sýnir leik-
brúðusýninguna Prinsessan á hörp-
unni í Samkomuhúsinu á Akureyri
um helgina.
Efni leikritsins er sótt í íslenskan
sagnasjóð, Völsungasögu, þar sem
segir frá Áslaugu í hörpunni. Stríð
geisar og kóngur og drottning eru
drepin. Heimir gamli hörpuleikari
bjargar Áslaugu prinsessu með því
að fela hana í hörpu sinni. Þau leggja
á flótta og eftir mikla hrakninga hitt-
ir Áslaug gott fólk sem elur hana
upp. Löngu síðar kemur konungur-
inn Ragnar loðbrók siglandi á skipi
sínu og þarf Áslaug að leysa 3 þraut-
ir og segir sagan frá því hvernig hún
leysir þrautirnar á snjallan hátt.
Höfundur er Böðvar Guðmunds-
son, Þórhallur Sigurðsson er leik-
stjóri, Helga Steffensen, Margrét
Kolka Haraldsdóttir og Sigrún Erla
Sigurðardóttir sjá um brúðustjórn.
Sigrún Edda Björnsdóttir, Sigurður
Sigurjónsson, Þórhallur Sigurðsson
og Örn Árnason sjá um leikraddir,
Kári Gíslason um lýsingu og Vil-
hjálmur Guðjónsson um tónlist.
Sýningar verða kl. 13 og 15 á laug-
ardag og kl. 14 og 16 á sunnudag.
KVENNALIÐ íshokkídeildar
Skautafélags Akureyrar varð nú
nýlega Íslandsmeistari í íshokkí og
er það í annað sinn sem þær ná þeim
árangri. Rétt um tvö ár eru frá því
stelpurnar fór að æfa þess íþrótt.
Í tilefni af titlinum bauð jafnrétt-
isnefnd Akureyrar liðinu til hádeg-
isverðar í bæjarstjórnarsalnum og
færði konunum blómvönd í við-
urkenningarskyni, en boðið bar upp
á alþjóðlegan baráttudag kvenna, 8.
mars.
Sigrún Stefánsdóttir formaður
jafnréttisnefndar sagði það hafa
glatt sitt jafnréttishjarta þegar
stofnað var kvennalið í íshokkí, sem
fram að því hafði verið karlaíþrótt.
Þetta væri liður í jafnréttisbarátt-
unni, konur hefðu haslað sér völl á
nýju sviði og öll skref í baráttunni
væru mikilvæg. „Íshokkíhópurinn
er gott dæmi um að konur sækja
fram á öllum sviðum,“ sagði Sigrún.
Alls eru 18 konur í liðinu, en fyr-
irliði er Hulda Sigurðardóttir. Dótt-
ir hennar, Anna Sonja Ágústsdóttir,
leikur einnig með. Þjálfari liðsins er
Carl Watters og honum til aðstoðar
er Björn Jakobsson.
Morgunblaðið/Kristján
Sigrún Stefánsdóttir, formaður jafnréttisnefndar Akureyrar, t.h., afhenti Huldu Sigurðardóttur, fyrirliða
Skautafélags Akureyrar, blómvönd í hófi nefndarinnar í gær fyrir góðan árangur liðsins undanfarið.
Íshokkístelpurnar heiðraðar
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
3 karlakórar
ÞRÍR karlakórar syngja á tónleik-
um í Glerárkirkju á morgun, laug-
ardaginn 16. mars kl. 16.
Þetta eru Karlakór Akureyrar
Geysir, stjórnandi Erla Þórólfsdótt-
ir, Karlakór Dalvíkur, stjórnandi
Guðmundur Óli Gunnarsson, og
Karlakór Eyjafjarðar, stjórnandi
Björn Leifsson. Meðleikarar á píanó
eru Sólveig Anna Jónsdóttir og
Helga Bryndís Magnúsdóttir. Kór-
arnir munu syngja bæði einir og sér
og eins allir saman. Þetta er í annað
sinn sem kórarnir stilla saman
strengi sína á þennan hátt og von-
andi ekki það síðasta ef vel tekst til.