Morgunblaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 50
Háteigskirkja. Samverustund eldri borgara kl. 13 í umsjón Þórdísar, þjón- ustufulltrúa. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45–7.05 alla virka daga nema mánudaga. Mömmumorgunn kl. 10– 12 í umsjá Hrundar Þórarinsdóttur, djákna. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun fyrir börn. Kirkjuskólinn í Mýrdal. Samvera á morgun laugardag kl. 11.15 í Vík- urskóla. Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafundur í Varmárskóla kl. 13.15–14.30. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Sam- komur alla laugardaga kl. 11–12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédikun og bibl- íufræðsla. Barna- og unglingadeildir á laugardögum. Létt hressing eftir sam- komuna. Allir velkomnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM 105,5. Hvítasunnukirkjan á Akureyri. Ung- lingasamkoma í kvöld kl. 21. Sjöundadags aðventistar á Íslandi: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíu- fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Gavin Anthony. Biblíurannsókn og bænastund á mið- vikudagskvöldum kl. 20. Allir hjart- anlega velkomnir. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Maxwell Ditta. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11.15. Ræðumaður Elías Theodórsson. Samlestrar og bænastund á mánu- dagskvöldum kl. 20. Allir hjartanlega velkomnir. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Jón Hjörleifur Jónsson. Samlestrar og bænastund í safnaðar- heimilinu á fimmtudögum kl. 17.30. Allir hjartanlega velkomnir. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnar- firði: Guðsþjónusta/biblíufræðsla kl. 11. Ræðumaður Björgvin Snorrason. Biblíurannsókn/bænastund á miðviku- dagskvöldum kl. 20. Allir hjartanlega velkomnir. Safnaðarstarf KIRKJUSTARF 50 FÖSTUDAGUR 15. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Úrval fermingargjafa Góð fermingartilboð FREMSTIR FYRIR GÆÐI „KIRKJAN réttir hendur sínar út til samfélagsins til samtals og samvinnu.“ Opnir kirkjudagar verða í Vídalínskirkju helgina 16. til 17. mars. Á kirkjudögum gefst fólki kost- ur á að kynna sér það fjölbreytta starf sem fram fer á vegum sókn- arinnar og alla starfsaðstöðu starfsfólksins. Fjölbreytt dagskrá gefur öllum aldurshópum mögu- leika á að finna eitthvað við sitt hæfi. Til dæmis verður sögustund á laugardeginum kl. 16.30 í kirkj- unni fyrir yngsta fólkið, sem þau heiðurshjón Margrét Ólafsdóttir og Steindór Hjörleifsson, sjá um. Á sunnudeginum kl. 12.30 kemur rauði leiktækja-strætisvagninn frá KFUM og K, okkar góðu sam- herjum í safnaðarstarfinu. Hinar sjö starfsnefndir kirkj- unnar munu kynna störf sín. Nefndir þessar eru uppbyggðar af sjálfboðaliðum úr bæjarfélag- inu sem vilja leggja kirkjunni sinni lið og stuðla að framgangi hennar. Til sýnis verða embættisklæði presta og djákna í samræmi við liti kirkjuársins. Til sýnis verða gjafir sem kirkjunni hafa borist. Saga sóknarinnar og beggja kirkna Garðasóknar, Garðakirkju og Vídalínskirkju, verður kynnt. Merkilegt málþing verður um meistara Jón Vídalín, í kirkjunni. Málverkasýning eftir Gísla Hol- gersson. Helgimyndir sýndar eft- ir Guðfinnu Hjálmarsdóttur. Sýndir munir úr starfi eldri (heldri) borgara. Tónlistaratriði, upplestur og margt fleira verður til skemmtunar. Kirkjudögunum lýkur síðan á sunnudagskvöld kl. 20, með veg- legum hátíðartónleikum þar sem tónlist verður við allra hæfi. Kór- söngur, hljóðfæraleikur og gospel t.d. Fólk er hvatt til að koma og fylgjast með skemmtilegri dag- skrá eftir því sem áhugi og tími leyfir. Veitingar verða í boði Garða- sóknar báða dagana. Útbreiðslu- og kynningarnefnd Garðasóknar. Thomas Sloan í Krossinum THOMAS Sloan er þekktur gosp- eltónlistarmaður sem hefur gert víðreist. Hann hefur sungið inn á tugi hljómplatna sem hafa bless- að milljónir manna. Thomas Sloan er trúlega þekktastur fyrir vinnu sína fyrir sjónvarp, en hann hefur verið mikilvirkur í þeim geiranum. Mike Sloan mun þjóna á sam- komumí Krossinum í Kópavogi á laugardagskvöldið kl 20.30 og sunnudaginn kl. 16.30 ásamt pre- dikaranum Curtis Silcox. Opnir kirkju- dagar í Vídalínskirkju HESTAR LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA skipaði árið 1999 nefnd til að endur- skoða lög um búfjárhald, forðagæslu og fleira. Meðal þeirra sem sátu í nefndinni var Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá emb- ætti yfirdýralæknis. Hún segir að í nýja frumvarpinu sé tekið á mörgum atriðum sem snerta hestahald og reynt að samræma eftirlit með bú- fjárhaldi og gera það skilvirkara. Ein breytingin sem lögð er til með frumvarpinu er að stækka búfjáreft- irlitssvæðin og fækka þeim. Nauðsyn- legt er talið að samræma búfjáreftirlit um land allt og er Bændasamtökum Íslands falið það hlutverk. Lögð er áhersla á hæfi búfjáreftirlitsmanna og að minnka þá nálægð sem verið hefur í búfjáreftirlit. Sveitarfélög skrái alla sem halda búfé Lagt er til að dregið verði úr forð- agæslueftirliti hjá þeim sem allt hefur verið í lagi hjá síðustu ár. Þeim er sjálfum treyst til að skila inn skýrslum með upplýsingum um fjölda búfjár og heildarmagn fóðurforða. Þá er gert ráð fyrir að hætt verði að fara í eftirlitsferðir til þeirra sem taka þátt í innra eftirliti eða gæðastýringu sem viðurkennd er af Bændasamtökunum en að þeir skili inn skýrslum á haustin eins og aðrir. Haldið skal uppi sér- stöku eftirliti hjá þeim sem gerðar hafa verið athugasemdir hjá. Einnig er lagt til að sveitarstjórnir haldi skrá yfir þá sem halda búfé inn- an umdæmis sveitarfélagsins og þannig verði til heildarskrá yfir alla sem halda búfé. Gert er ráð fyrir að sveitarstjórnir sendi uppfærða skrá árlega til búnaðarsambanda, héraðs- dýralækna og BÍ. Skráningar þessar verði síðan að gagnagrunni um alla sem halda búfé. Graðhestar frá 10 mánaða í vörslu allt árið Það vekur athygli að samkvæmt frumvarpinu er aldur graðhesta sem ber að hafa í vörslu allt árið lækkaður í 10 mánuði í stað 12 mánaða áður. Ástæða þessarar breytingar er sú að talið er að folar verði kynþroska vet- urgamlir og með þessu er talið tryggt að þeir séu í öruggri vörslu strax að vori. Vegna þess að seinfæddir folar hafa ekki náð árs aldrei á þeim tíma er lagt til að aldurinn verði færður niður í 10 mánaða. Þá er eining gerð sú breyting að lögreglustjóri skuli í stað hreppstjóra, enda eru þeir orðnir fáir í landinu, hlutast til um að graðhestar sem ekki eru í öruggri vörslu séu handsamaðir og þeim komið í örugga vörslu. Við ítrekuð brot, eða þriðja brot, skal vera heimilt að selja graðhest nauðungar- sölu samkvæmt lögum, en síðan sé heimilt að fella hann verði hann ekki seldur. Nauðsynlegt var talið að þetta ákvæði kæmi inn í lögin. Einnig vekur athygli sú ábyrgð sem sett er á hendur umráðamönnum lands ef búfé kemst inn á þau svæði þar sem lausaganga er bönnuð. Hann ber ekki einungis ábyrgð á að hand- sama það, heldur einnig að fóðra það og geyma þar til umráðamaður þess sækir það. Umráðamaður búfjár ber þó allan kostnað sem af þessu hlýst. Ef umsjónarmaður búfjár hefur ekki fundist eða sinnt fyrirmælum innan tveggja sólarhringa frá tilkynningu er hægt að afhenda það lögreglu- stjóra sem ráðstafar því í samráði við sveitarstjórn. Aukin ábyrgð hjá héraðsdýralæknum Séu gripir í hagagöngu á eyðijörð- um eða landspildum þar sem ekki er föst búseta skal umráðamaður búfjár ætíð tilgreina tilsjónarmann sem sveitarstjórn hefur samþykkt. Til- sjónarmaður sér um fóðrun og eftirlit með aðbúnaði búfjár og beitilöndum þess. Tilsjónarmaður skal skráður á viðkomandi skýrslu. Umráðamaður lands ber ábyrgð á fullnægjandi upp- Frumvarp til laga um búfjárhald, forðagæslu og fleira Dregið úr eftirliti sé aðbúnaður og fóðrun í góðu lagi Morgunblaðið/Kristinn Nú liggur fyrir Alþingi frum- varp til laga um búfjárhald, forðagæslu og fleira. Eins og gefur að skilja er margt í þessu frumvarpi sem snertir alla þá sem hafa umsjón með hestum. Ásdís Haraldsdóttir gluggaði í frumvarpið og ræddi við Sigríði Björnsdóttur dýralækni hrossasjúkdóma. UNDIRBÚNINGUR fyrir Lands- mót hestamanna sem haldið verð- ur á Vindheimamelum í Skagafirði er í fullum gangi. Helstu fram- kvæmdum á svæðinu var að mestu leyti lokið í fyrra en nú er verið að ljúka við að innrétta stóðhesta- húsið sem rúmar 39 hesta í eins hesta stíum. Að sögn Hjartar Einarssonar formanns framkvæmdanefndar Landsmóts 2002 á ýmislegt eftir að gera á svæðinu áður en lands- mótið hefst. Í vor og sumar þarf að fara yfir allt svæðið og gera andlitslyftingu á því, eins og hann orðaði það, og einnig að fara yfir vellina. Þá þarf að leggja rafkerfi, tölvu- og símakerfi og verður mik- ið lagt upp úr að öll þessi kerfi verði í góðu lagi á mótinu. „Þó margt eigi eftir að gera fyr- ir landsmótið virðist allt vera sam- kvæmt áætlun. Allir sem koma að undirbúningnum eru áhugasamir og duglegir. Við réðum nýlega framkvæmdastjóra fyrir mótið, Lárus Dag Pálsson, og ég vænti mikils af starfi hans. Ég get því ekki annað en verið bjartsýnn,“ sagði Hjörtur. Hjörtur segir að þrátt fyrir plássið í stóðhestahúsinu dugi það engan veginn fyrir alla stóðhesta sem væntanlegir eru á mótið. Samið hefur verið um pláss fyrir þá á nálægum bæjum, auk þess sem eigendur stóðhesta hafa sjálf- ir útvegað pláss fyrir hesta sína. Hann segist hafa orðið var við mikinn áhuga á að koma hrossum á landsmótið, enda séu landsmótin hápunktur hestamennskunnar og fólk hafi metnað til að standa sig. Hann segist ekki eiga von á öðru en flestir ef ekki allir sem eigi hross sem ná lágmarkseinkunnum inn á landsmótið komi með þau. Þessa dagana er verið að kanna áhuga hrossaræktenda á að vera með ræktunarbússýningu. „Við er- um að kanna baklandið,“ sagði Hjörtur. „Okkur þótti það nauð- synlegt til að auðvelda okkur að skipuleggja ræktunarbússýning- arnar. Best væri ef allir sem áhuga hafa geti verið með, en ef áhuginn verður mjög mikill verður nauðsynlegt að takmarka fjölda búa, því við höfum ekki ótakmark- aðan tíma í dagskránni.“ Hjörtur segir víst að það kosti mikið að halda landsmót, en hann segir aðstandendur mótsins gera sér ljóst hvað þurfi til að halda gott mót án þess að vera með skýjaborgir. „Við ætlum að reyna að hafa allt sem snýr að móts- gestum og keppendum í lagi. Kappkostað verður að bjóða upp á góðar veitingar og þjónustu. Þá verður mikil áhersla lögð á gott mannlíf og að mótið verði fjöl- skylduvænt. Meðal annars verður sett upp tívolí fyrir börnin og bryddað verður upp á ýmsum nýj- ungum sem koma í ljós þegar nær dregur. Við gerum ráð fyrir að flestir gisti í tjaldvögnum, hjólhýsum og tjöldum á svæðinu, en auk þess er hægt að fá gistingu á hótelum, gistiheimilum og í bændagistingu. Að vísu er þegar orðið fullt í gist- ingu víða, en í rauninni lítum við svo á að hægt sé að gista á svæð- inu milli Blönduóss og Akureyrar. Svo dæmi sé tekið er um 50 mín- útna akstur til Akureyrar og 45 mínútna akstur á Húnavelli og þykir mörgum það ekki mikið. Ferðamálafulltrúi Skagafjarðar, Guðbjörg Guðmundsdóttir, er að taka saman gistimöguleika á svæðinu og er hægt að fá allar upplýsingar um þá hjá henni. Undirbúningur fyrir Landsmót 2002 gengur samkvæmt áætlun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.