Morgunblaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
10 FÖSTUDAGUR 15. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BJÖRN Bjarnason, sem er í fyrsta
sæti á lista sjálfstæðismanna í borg-
arstjórnarkosningunum í vor, segir
að helsta áherslumál borgarstjórn-
arflokks sjálfstæðismanna í skóla-
málum sé að færa skólana nær for-
eldrum í Reykjavík og styrkja
þannig innviði skólastarfsins og
tryggja að börnin séu í fyrsta sæti
við framkvæmd skólastefnunnar.
Björn Bjarnason og aðrir fram-
bjóðendur Sjálfstæðisflokksins ætla
að heimsækja grunnskóla borg-
arinnar á næstunni til að kynnast
starfi þeirra og ræða helstu
áherslur í skólamálum við kennara
og skólastjórnendur, en fyrsta
heimsóknin var í Rimaskóla í Graf-
arvogi í gær.
Kostirnir hafa ekki verið nýttir
Að sögn Björns Bjarnasonar hef-
ur Reykjavíkurborg ekki nýtt sem
skyldi þá kosti sem flutningur
grunnskólans til sveitarfélaganna
hafi gefið. Nauðsynlegt sé að gera
það meðal annars með því að skipu-
leggja betur skólahverfin í Reykja-
vík og færa skólastjórnina, yf-
irstjórn skólamálanna, nær
skólanum sjálfum með því að nýta
sér lagaákvæði um að skipta
Reykjavík upp í skólahverfi. Þannig
megi skapa nýjar forsendur fyrir
samstarfi milli skóla og samkeppni
á milli skólahverfa ef svo beri undir
og einnig forsendur fyrir því að for-
eldrar geti valið á milli skólahverfa.
Boðleiðir með einni miðstýringu
þar sem fræðsluráðið hafi það
mikla vald sem það hefur sé ekki í
anda þeirrar valddreifingar sem
flutningur grunnskólans til sveitar-
félaganna gerði ráð fyrir. Undir
fræðsluráðið falli nú 45 grunn- og
sérskólar og þar af átta í Graf-
arvogi. Samvinna og verkaskipting
skóla í ýmsum málum, eins og til
dæmis sérkennslumálum innan
skólahverfis, sé til þess fallin að efla
skólastarfið og því verði skipulag
yfirstjórnarinnar að taka mið af því.
Ekki eigi aðeins að leggja auknar
skyldur á skólana í því tilliti heldur
gefa þeim aukið sjálfstæði og aukið
svigrúm innan þessara skilgreindu
skólahverfa og brjóta þannig upp
þá miðstýringu og löngu boðleiðir
sem séu í yfirstjórn skólanna.
Björn Bjarnason segir greinilegt
að smærri sveitarfélög dragi að sér
ungt fólk vegna þess að unga fólkið
telji það kost sem foreldrar að
standa nær skólanum en fáist í
Reykjavík með ríkjandi yfirstjórn
og því skipulagi sem þar ríki. Sé lit-
ið á skipurit fræðslumála í Reykja-
vík megi sjá að mjög langt bil sé á
milli skólanna og fræðsluráðsins.
„Þessar boðleiðir viljum við stytta,“
segir hann og bætir við að sjálf-
stæðismenn leggi að sjálfsögðu
einnig áherslu á, að menn nýti sé
kosti og sveigjanleika nýju nám-
skránna til fullnustu.
Áhersla á skipulagt skólastarf
Hann segir að sjálfstæðismenn
vilji setja börnin í fyrsta sæti í um-
ræðum um skólamál og aldrei megi
hvika frá því viðhorfi, að skóli er
menntastofnun en ekki geymslu-
staður. Mikilvægt sé að heilsdags-
vistin nýtist vel í öllum tilvikum til
að mennta nemendurna og gera
þeim fært að stunda til dæmis
íþróttir og tónlistarnám, að sam-
fellan í skólastarfinu sé skipulögð
með þeim hætti.
Eins skipti miklu máli að sam-
starfið milli leikskóla og grunn-
skóla sé sem best og réttur barna til
að sækja leikskóla sé ekki síður skil-
greindur en að sækja grunnskóla.
Leikskólanum hafi verið sett nám-
skrá og hafa beri hana að leið-
arljósi.
Efla starfið og styrkja tengslin
Björn Bjarnason segir að sem
menntamálaráðherra hafi hann
beitt sér fyrir því að niðurstöður úr
samræmdum prófum hafi legið fyr-
ir sem opinberar upplýsingar en
fleiri atriði komi til álita þegar
skólastarf sé metið. Hann segist
m.a. leggja áherslu á sjálfsmat skól-
anna og að þær upplýsingar liggi
fyrir svo að forráðamönnum nem-
enda sé ljóst hvernig skólastarfinu
sé háttað í einstökum atriðum. Það
verði til þess að efla skólastarfið og
styrkja tengsl skólanna við nánasta
umhverfi sitt. Það styrki líka kenn-
ara í hinu mikilvæga starfi þeirra
og skapi þeim betri aðstæður. Allar
rannsóknir alls staðar sýni að náið
samstarf forráðamanna og skóla
skili betri árangri hjá skólum, kenn-
urum og nemendum og almennt
meiri ánægju með skólann.
„Skólarnir eru þungamiðja í öll-
um hverfum Reykjavíkur,“ segir
Björn Bjarnason, „og Rimaskóli er
hjarta þessa hverfis. Ef við viljum
bæta þjónustuna og færa hana nær
íbúunum getum við ekki gert það
með markvissari hætti en færa skól-
ann nær íbúunum og leyfa þeim að
koma meira að einstökum þáttum.“
Að sögn Björns Bjarnasonar er
einnig mikilvægt að efla samstarf
einkaaðila og skóla og bendir hann
á hvernig Rimaskóli hafi t.d. nýtt
sér upplýsingatæknina í samstarfi
við þjónustufyrirtækið Mentor, sem
hafi byggt upp öfluga leiðir, sem
auðveldi skólanum samskipti milli
foreldra og skóla. Mikilvægt sé að
börnum sé boðið upp á heitan há-
degismat í skólanum og það megi
gera í samstarfi við einkafyrirtæki,
og svo megi lengi telja. „Við veltum
fyrir okkur mörgum nýjum úrræð-
um og þau setja svip á okkar
stefnu.“
Björn Bjarnason kynnti í gær áherslur sjálfstæðismanna í skólamálum borgarinnar
Helsta málið að
færa skólana
nær foreldrunum
Morgunblaðið/Golli
Björn Bjarnason heilsaði upp á nemendur í Rimaskóla í gær og ræddi við kennara og skólastjórnendur.
samningnum um orkusölu til álvers í
Reyðarfirði. Heildarfjárfesting
Norsk Hydro vegna kaupanna á
VAW nemur tæplega 3.095 milljón-
um evra, jafngildi um 273 milljarða ís-
lenskra króna og að sögn Knutzen er
þetta stærsta einstaka erlend fjár-
festing norsks fyrirtækis sem um
getur.
Orðinn stærsti framleiðandi
áls í Evrópu
Knutzen segir að með kaupunum
sé Norsk Hydro orðinn stærsti ál-
framleiðandinn í Evrópu og þriðja
stærsta álfyrirtæki í heiminum öllum.
Norsk Hydro kaupir hlutabréf í
VAW fyrir um 166,5 milljarða ís-
lenskra króna, yfirtekur skuldir upp
66,8 milljarða króna og síðan bætast
við lífeyrisskuldbindingar upp á tæpa
40 milljarða íslenskra króna. Norsk
Hydro fjármagnar kaupin með eigin
reiðufé og yfirdráttarheimildum sín-
um.Velta VAW var í fyrra liðlega 335
milljarðar íslenskra króna og hjá fyr-
irtækinu vinna 17.000 manns. Heild-
arvelta Norsk Hydro eftir kaupin
FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu-
sambandsins gerir ekki athugasemd-
ir við yfirtöku Norsk Hydro á þýska
álframleiðslufyrirtækinu VAW Al-
uminium og segir yfirtökuna ekki
stríða gegn ákvæðum um sameigin-
legan markað ESB eða samningsins
um Evrópska efnahagssvæðið. Tals-
menn Norsk Hydro segja að nú verði
hægt að ganga frá endanlegum
samningum síðar í þessum mánuði
eins og stóð raunar til.
Aðspurður hvort fjárfesting Norsk
Hydro í Þýskalandi geti orðið til þess
að seinka fyrirhuguðum fram-
kvæmdum um álver í Reyðarfirði
segist Thomas Knutzen, upplýsinga-
fulltrúi Norsk Hydro, ekki vilja tjá
sig um það en tekur þó fram að í
rauninni sé ekki um beint samband
milli þessara tveggja fjárfestinga að
ræða.
Stjórnendur Landsvirkjunar og
Reyðaráls funduðu í gær með fulltrú-
um Reyðaráls og Norsk Hydro í
Kaupmannahöfn og að sögn Stefán
Péturssonar, fjármálastjóra Lands-
virkjunar, eru menn að vinna að
verður um 900 milljarðar íslenskra
króna og starfsmenn verða um 35
þúsund.
Kanadíska álfyrirtækið Alcan og
VAW eiga hvort um sig helmingshlut
í valsafyrirtækinu Alu-Norf en
stjórnendur Alcan telja sig eiga for-
kaupsrétt að bréfum VAW í Alu-Norf
við yfirtöku VAW og höfðuðu því mál
fyrir þýskum dómstólum.
Aðspurður segir Tor Steinum, yf-
irmaður upplýsingamála hjá Norsk
Hydro, að málið gangi nú sinn eðli-
lega gang í þýska réttarkerfinu.
Reyna að fá staðfestingu
á forkaupsrétti
„Þeir hafa höfðað mál gegn VAW
til þess að fá staðfestingu á forkaups-
rétti. Stjórnendur VAW segja full-
yrðingar Alcan ekki standast og við
hjá Hydro leggjum sama skilning í
málið. Ég hef ekki heyrt um að Alcan
hyggist draga málshöfðunina til
baka. Alu-Norf er með stóran hluta af
veltunni í völsun en um einn þriðji
hluti af veltu VAW er af því sviði.“
ESB hefur samþykkt yfirtöku Norsk Hydro á VAW
Fjárfestingin jafnvirði 273
milljarða íslenskra króna
VILHJÁLMUR Egilsson, formað-
ur efnahags- og viðskiptanefndar
Alþingis, telur ekki ástæðu til að
breyta ákvæðum laga þótt í ljós
hafi komið að ellefu stærstu sjáv-
arútvegsfyrirtæki landsins hafi
ekki greitt krónu í tekjuskatt til
ríkisins á árunum 1994 til 2001.
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu í gær er ástæðan fyrir því
að sjávarútvegsfyrirtækin hafa
ekki greitt tekjuskatt, þrátt fyrir
að sum þeirra hafi ár eftir ár verið
rekin með hagnaði, sú að við sam-
einingu sjávarútvegsfyrirtækja á
síðustu árum hafa þau komist yfir
mikið skattalegt tap sem dregst
frá hagnaði þeirra. Nam þetta
skattalega tap samtals rúmum níu
milljörðum kr. um síðustu áramót.
„Ég hef talið þessar reglur um
yfirfæranleika taps afar eðlilegar,“
segir Vilhjálmur aðspurður um
þessi mál. Hann segir að umrædd-
ar reglur hafi hjálpað mjög mikið
til við hagræðingu og við að koma í
veg fyrir gjaldþrot í sjávarútvegi.
„Með þessum reglum hefur ver-
ið hægt að sameina sjávarútvegs-
fyrirtæki án þess að þau fari á
hausinn og lánardrottnar fyrir-
tækjanna þannig tapað fjármunum
í stórum stíl.“
Gott fyrir
þjóðfélagið
Vilhjálmur telur að það hafi því í
heild verið gott fyrir þjóðfélagið að
hægt var að gera sjávarútvegs-
fyrirtækjum kleift að greiða niður
skuldir án þess að þau færu á
hausinn og þar með að lán-
ardrottnar, viðskiptavinir, sveit-
arfélög og aðrir töpuðu miklum
fjármunum. „En að sjálfsögðu von-
ar maður að ástandið fari að
breytast þannig að þessar gömlu
skuldir og gömlu töp fari bráðum
að hverfa út úr þessum reikning-
um öllum saman; það sé bjart
framundan og fyrirtæki fari að
greiða skatta.“
Vilhjálmur Egilsson um
tekjuskatt útgerðarinnar
Ekki ástæða til
að breyta reglum
MAÐUR sem segist hafa misst
stjórn á bifreið sinni þegar sígar-
etta féll á milli læra hans var sýkn-
aður af ákæru um líkamsmeiðing-
ar af gáleysi í Hæstarétti í gær.
Stúlka sem var farþegi í aftur-
sæti bifreiðarinnar slasaðist al-
varlega þegar hún kastaðist út úr
bílnum og var flutt með þyrlu á
slysadeild en slysið varð á
Þrengslavegi 19. ágúst í fyrra.
Héraðsdómur Suðurlands hafði
áður dæmt manninn í eins mán-
aðar fangelsi en hann á talsverðan
sakarferil að baki. Segir í niður-
stöðum að af uppdrætti lögreglu
mætti ráða að maðurinn hafi ekið
76 metra á öfugum vegarhelmingi
áður en bifreiðin fór út af og valt.
Maðurinn er einn til frásagnar
um aðdraganda slyssins þar sem
stúlkan var sofandi og hinn far-
þeginn var á milli svefns og vöku.
Hann lýsti því að hann hafi kippt í
stýri bílsins þegar hann brenndi
sig á sígarettunni. Við það hafi
bíllinn farið yfir á öfugan vegar-
helming og þaðan út af veginum
þar sem hann valt. Hæstiréttur
taldi að ekkert hefði komið fram í
málinu um að maðurinn hafi ekið
of hratt eða óvarlega miðað við að-
stæður og gegn neitun ákærða var
talið ósannað að slysið yrði rakið
til gáleysis hans.
Ríkissjóður greiðir málsvarnar-
laun verjanda ökumannsins, Sig-
urðar Georgssonar hrl. Bragi
Steinarsson vararíkissaksóknari
sótti málið.
Segist hafa
misst sígarettu
Sýknaður af ákæru um
líkamsmeiðingar af gáleysi