Morgunblaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 30
LISTIR/KVIKMYNDIR 30 FÖSTUDAGUR 15. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er erfitt að segja hvað mér finnst um þessa mynd, því ég er ekki alveg viss um hvað hún fjallar. Chér- eau hefur byggt handrit sitt á bókinni Náin kynni eftir breska rithöfundinn Hanif Kureishi sem sagði þar ná- kvæmlega frá því hvernig hann yfir- gaf konu sína og tvo syni, ásamt hug- leiðingum um það hugrekki og hugleysi sem stendur á bakvið fram- kvæmd af því taginu. Hér hefur hand- ritshöfundur víst einnig notast við sögu eftir hann sem heitir Night Light og ég hef ekki lesið. Hér segir frá Jay barmanni sem fór frá konu sinni og sonum af óljósri ástæðu, kannski til að geta átt frjálst og óheft kynlíf einsog hann á núna. En á hverjum miðvikudegi kemur Claire í subbulegu íbúðina hans þar sem þau veltast um á milli hálffullra öskubakka og bjórflaskna í mjög raunsæjum kynlífsathöfnum. Síðan fara þau hvort sína leið, engin nöfn, ekkert spjall, engin elskulegheit. Hvort svo strípað kynlíf sé mögu- legt til að endast hefur áður verið spurt. Last Tango in Paris þekkja flestir, og sumir muna eftir Liaison Pornographique sem sýnd var á næstseinustu kvikmyndahátíð. Nei, það gerir það sjaldnast. Og Jay fer að elta Claire og hittir þar með eigin- mann hennar. Hér fjallar Intimacy ekki um hug- rekki og hugleysi. Jay er maður í vissulegri sálarkreppu. Hann gaf upp ferilinn sem tónlistarmaður, en aðal- lega virðist hann eiga erfitt með að elska – bæði sjálfan sig og aðra, og þ.m.t börnin sín. Það virðist vera ástæðan fyrir því að hjónabandið gekk ekki. Og hann eltir ekki Claire af ást, heldur er einsog hann vilji líka eyðileggja hennar hjónaband. Og sýnin sem gefin er á sambönd yfirleitt í þessari mynd er hryllilega neikvæð og ömurleg – einsog ást og umburð- arlyndi séu ekki raunverulega til. Fyllibyttan Viktor, vinur Jays, öskrar á litla rómantíska franska hommann: „Hvað veist þú um lífið? Hefur þú ein- hvern tímann búið með einhverjum?“ Eins og það sé mesta helvíti sem hægt er að ganga í gegnum. Intimacy er mjög metnaðarfull mynd, sem er áreiðanlega útpæld. Harðneskjulegt, kalt og ljótt útlit myndarinnar eykur á tilfinningaleys- ið í órómantískum samfaraatriðum, þar sem leikararnir eru víst að gera það í alvöru. (Það kalla ég metnað!) Mörg atriðin virðast tilgangslaus, og atriðin milli karlmannanna tveggja á barnum eru algerlega ósannfærandi. Frammistaða aðalleikaranna þriggja, Rylance, Fox og Spall, er hins vegar mjög sterk og snertir mann djúpt. En ef maður veit ekki hvert myndin er að fara, þá finnst mér það sóun á orku leikaranna – og áhorfenda. KVIKMYNDIR Háskólabíó Leikstjórn: Patrice Chéreau. Handrit: P. Chéreau og Hanif Kureishi. Kvikmynda- taka: Eric Gautier. Aðalhlutverk: Mark Rylance, Kerry Fox, Alastair Galbraith, Philippe Calvino, Timothy Spall og Mar- ianne Faithfull. 119 mín. Frakkl./UK/ Þýskal./Spánn. BAC Films 2000. INTIMACY/NÁIN KYNNI Ástin nú á dögum? Hildur Loftsdóttir NÆR gjaldþrota ekkjumaður með tvö börn fær þær fregnir einn dag- inn að gamall sérvitur frændi hans, Cyros Kriticos að nafni, hafi dáið og arfleitt hann að risastóru húsi sínu sem er fullt af gersem- um, sem gamli maðurinn hafði safnað að sér í gegnum tíðina. En þegar frændinn ákveður að flytja inn í öll fínheitin, kemur í ljós að íbúar hússins eru óvænt nokkuð fleiri en ráð hafði verið fyrir gert. Þar eru fyrir þrettán draugar, sem aðeins er hægt að sjá með sér- stökum gleraugum. Einhvers stað- ar í húsinu er svo falinn fjársjóður og upphefst nú mikill eltingaleik- ur. Þetta er söguþráður kvikmynd- arinnar 13 Ghosts, sem frumsýnd verður í dag, og er í senn bæði hrollvekja og spennumynd. Mynd- in er endurgerð samnefndrar myndar frá árinu 1960 sem þá var í leikstjórn William Castle, sem varð þekktur fyrir hrollvekju- myndir sínar á sjötta og sjöunda áratugnum, t.d. Emergo, House on Haunted Hill, The Tingler og síð- ast en ekki síst spennutryllinn Rosemary’s Baby eftir Roman Pol- anski. Geta má þess að Warner Brothers, sem standa að fram- leiðslu 13 Ghosts, stóðu jafnframt að endurgerð House on Haunted Hill fyrir um tveimur árum. Að þessu sinni leikstýrir Steve Beck myndinni 13 Ghosts, en þeir Neal Marshall Stevens og Richard D’Ovidio unnu handritið upp úr sögu Robb White. Framleiðendur myndarinnar, Gilbert Adler, Joel Silver og Robert Zemeckis, hafa staðið að baki ýmsum öðrum þekktum myndum og má í því sambandi nefna Matrix, What Lies Beneath og Swordfish. Leikarar: Tony Shalhoub (Men in Black, The Man who wasn’t there, Spy Kids, Galaxy Quest); Embeth Davidtz (The Hole, Bridget Jones’s Diary); Matthew Lillard (Scream, Summer Catch, Triangle Square); Shannon Elizabeth (American Pie, Tomcats, Scary Movie); F. Murray Abraham (Amadeus, Joshua, Finding Forrester). Leikstjóri: Steve Beck. Eltingaleikur við drauga Smárabíó og Regnboginn frumsýna 13 Ghosts með Tony Shalhoub, Embeth Davidtz, Matthew Lillard, Shannon Elizabeth, Rah Digga og F. Murray Abra- ham. Matthew Lillard og Rah Digga, í kvikmyndinni 13 Ghosts. FJALLAÐ er um skrautlega ævi eins þekktasta hnefaleikakappa heims í kvikmyndinni Ali, sem frum- sýnd verður í dag, en eins og nafnið gefur til kynna fjallar hún um ævi og feril Cassius Clay sem er betur þekktur sem Múhammeð Ali. Will Smith fer með hlutverk kappans og hefur fyrir vikið fengið tilnefningu til Óskarsverðlauna auk þess sem Jon Voight hefur hlotið tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir besta auka- hlutverk karla. Michael Mann leikstýrði myndinni um Ali sem fjallar aðallega um tíu ár í lífi hans, frá 1964 til 1974 þegar hann var á hátindi ferils síns. Áhorf- endur fá að fylgjast með Ali þar sem hann kemur ungur fram á sjónar- sviðið og byrjar að berja á þáverandi meisturum. Það líður ekki á löngu þar til Ali er kominn á toppinn í hringnum og kemst auk þess í fréttir fyrir að neita að gegna herþjónustu í Víetnam á þeim forsendum að hann hafi enga löngun til að berja á sak- lausu fólki, sem kynni að verða fórn- arlömb stríðsátaka. Jafnframt skipti kappinn um nafn og tók upp ísl- amska nafnið Múhammeð Ali í stað skírnarnafns síns Cassius Clay. Lengi hafa verið uppi hugmyndir um að koma Ali á hvíta tjaldið síðan hann lék sjálfan sig í The Greatest árið 1977. Michael Mann, sem hlotið hefur tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir myndina The Insider, segir um til- drög Ali að hann hafi fyrst og síðast hrifist af efninu vegna þess að það eigi erindi við áhorfendur og lýsi á sannsögulegan hátt bæði risi og falli einnar dáðustu og jafnframt um- deildustu íþróttastjörnu allra tíma. Kvikmyndahandritið skrifuðu Stephen J. Rivele & Christopher Wilkinson og Eric Roth & Michael Mann eftir sögu Gregory Allen How- ard. Framleiðsla var í höndum James Lassiter, Jon Peters, Paul Ardaji, Michael Mann og A. Kitman Ho. Leikarar: Will Smith (Men in Black, Al- ien Attack, The Legend of Bagger Vance); Jon Voight (Zoolander, Pearl Harbor, A Dog of Flanders); Jamie Foxx (All Jokes Aside, Bait); Mario Van Peebles (Guardian, Blowback, Love Kills); Ron Silver (Cutaway, Black & White, The White Raven); Jeffrey Wright (Sin’s Kitchen, Cement, Ride with the Devil). Leikstjóri: Michael Mann. Í hringnum með Ali Will Smith leikur Múhammeð Ali í kvikmyndinni Ali. Sambíóin og Háskólabíó frumsýna Ali með Will Smith, Jon Voight, Jamie Foxx, Mario Van Peebles, Ron Silver og Jeffr- ey Wright. KVIKMYNDIN In the Bedroom í leikstjórn Todd Field fjallar um náin kynni ungs háskólanema og eldri konu sem draga dilk á eftir sér. Fowler-fjölskyldan er ósköp venju- leg fjölskylda, sem búsett er í Maine. Fjölskyldufaðirinn Matt er læknir og veiðimaður í frístundum, og eig- inkonan Ruth stjórnar skólakórn- um. Einkasonurinn Frank er heima í sumarfríi eftir að hafa lokið sínu fyrsta ári í háskóla og verður yfir sig ástfangin af Natalie, móður tveggja barna, sem hyggur á skilnað, en er samt sem ekki alls kostar laus við sinn fyrrverandi eiginmann, Rich- ard Strout. Eiginmanninum fyrrver- andi er lítt skemmt við að horfa upp á fyrrverandi konu sína með öðrum manni og grípur því til örþrifaráða til að sundra Fowler-fjölskyldunni. Tom Wilkinson fer með hlutverk Matt Fowlers, en í öðrum aðalhlut- verkum eru Sissy Spacek, Nick Stahl, Marisa Tomei og William Mapother. Myndin hefur verið til- nefnd til fimm Óskarsverðlauna og hlaut Sissy Spacek Golden Globe verðlaun sem besta leikkona í aðal- hlutverki í dramamynd, en hún leik- ur Ruth Fowler. Framleiðendur myndarinnar eru Graham Leader og Ross Katz. Myndin er byggð á sögu eftir Andre Dubus og bjó leikstjórinn Todd Field til handritið ásamt Rob Festinger. Field er að þreyta frum- raun sína sem leikstjóri kvikmyndar í fullri lengd, en sjálfur býr hann í Maine ásamt fjölskyldu sinni. Field segist hafa uppgötvað og fallið fyrir ritverkum Dubus fyrir um það bil tíu árum og í kjölfarið hafi hann orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast honum persónulega. „Í síðasta skipt- ið sem við töluðum saman, var dag- inn sem hann dó. Það var á afmæl- isdaginn minn árið 1999.“ Andre hóf að skrifa bækur á sjötta áratug síðustu aldar og eiga flestar sögur hans rætur sínar í Nýja-Eng- landi og ganga út á að rannsaka sambönd, sem ýmist geta orðið til þess að styrkja eða spilla fyrir mannlegum samskiptum, segir Field og bætir við að líklega sé hann einn fárra skáldsagnahöfunda í heiminum sem fjalli vel um ástina í hvaða formi sem hún annars kann að birtast. Leikarar: Tom Wilkinson (The Patriot, Shakespeare in Love, Rush Hour, The Full Monty); Sissy Spacek (Carrie, Three Women, Coal Miner’s Daughter, Missing); Nick Stahl (The Man Without a Face, Disturbing Behavior, The Thin Red Line); Marisa Tomei (What Women Want, Someone Like You, Just a Kiss); William Mapother (Swordfish, Without Limits, Magnolia). Leikstjóri: Todd Field. Ástir og afbrýðisemi Smárabíó frumsýnir In the Bedroom með Tom Wilkinson, Sissy Spacek, Nick Stahl, Marisa Tomei og William Mapoth- er. Úr kvikmyndinni In the Bedroom. AÐSTANDENDUR heimildar- myndarinnar um Eldborgarhátíð- ina, sem tekin var á vettvangi um síðustu verslunarmannahelgi, eru í dálítið erfiðri stöðu með afurð sína. Nálgun þeirra við viðfangsefnið felst fyrst og fremst í því að draga upp mynd af hinni „sönnu“ íslensku útihátíð og er það í sjálfu sér gert vel. Með því að fara með þrjú til fjögur tökulið um svæðið, og kvik- mynda ýmsar hliðar hátíðarhaldsins ná aðstandendur myndarinnar að fanga andrúmsloftið sem ríkir á vettvangi séríslensks hópfyllirís um sumarnótt. Tónleikastemmning og viðtöl við þekkt íslenskt tónlistar- fólk veita síðan tilbreytingu frá hin- um súrrealísku „veruleikaskotum“ af svæðinu. En þó svo að Eldborgarhátíðin hafi að upplagi verið birtingarmynd íslenskrar útihátíðar eins og hún gerist furðulegust, og áhugavert kvikmyndaefni sem slík, hefur hún skráðst á spjöld íslenskrar sögu fyr- ir þá mörgu ljótu glæpi sem þar voru framdir í skjóli aðstæðna. Sú nálgun sem hópurinn lagði upp með við gerð myndarinnar, þ.e. að einfaldlega fylgjast með hátíð- inni, fanga „stemmninguna“ og rabba við ýmsa aðila sem komu að henni, verður því í raun fullléttvæg, svona eftir á að hyggja og er erfitt að hlæja bara að herlegheitunum. Í þessu ljósi verður hin „spontant“ leikstjórnaraðferð sem notast er við í myndinni bæði kostur og galli. Annars vegar er réttlætanlegt að forðast að taka á hinni dökku hlið hátíðarinnar, í því ljósi að um sé að ræða upptökur, bundnar stað og stund, á útihátíðinni sem fyrirbæri. Hins vegar gætir ákveðinna tilburða til að „fara í saumana“ á aðbúnaði og aðstæðum á hátíðinni. Þessir til- burðir, þar sem þreytulegur læknir á vakt er spurður spjörunum úr og pirraður umsjónarmaður salerna spurður út í háþrýstibúnað, bæði veikluleg og ómarkviss í ljósi þeirra glæpa sem framdir voru á hátíðinni. Eftir að fregnir tóku að berast af nauðgunarmálum og smjörsýrusölu, hefðu kvikmyndatökumenn t.d. get- að brugðist við með því að ræða við stígamótakonur og lögreglu. Þá fyrst hefði verið hægt að tala um mynd sem „sýndi allt“. Eldborg – sönn íslensk útihátíð er því ekkert meira en ágætlega unnin partíupptaka, sem gæti orðið nokk- uð athyglisverður minnisvarði um ástand íslenskrar skemmtanamenn- ingar við aldamót. Við gætum t.d. sýnt útlendingum myndina, og boðið þeim útmiginn hákarl og brennivín með, til vitnis um hversu kostuleg þjóð við nú erum. Mörgum gæti þó tekið að leiðast dálítið upp úr miðbiki myndarinnar og fer það eflaust eftir þoli hvers áhorfanda við að horfast í augu við upplifun, sem mörgum er áreiðan- lega mjög kunnugleg, enda er hömlulaust fyllirí og djamm ekkert nýtt í íslenskri menningu. Hins veg- ar eru skipulögð dreifing nauðgun- arlyfsins smjörsýru, hópnauðganir og á annan tug annarra kynferð- isbrota á einni ungmennaskemmt- un, dálítið ný sannindi fyrir mörg- um. Það er því kaldhæðnislegt að hugsa til þess að í raun er það betri hliðin á útihátíðinni Eldborg 2001 sem við fáum að sjá í þessari kvik- mynd. Betri hliðin á Eldborg?KVIKMYNDIRHáskólabíó Kvikmyndataka: Ágúst Jakobsen, Gunn- ar Páll Ólafsson og Bjarni Grímsson. Spyrlar: Jón Atli Jónasson, Freyr Eyjólfs- son og Arna Borgþórsdóttir. Framleitt af: Okey ehf. 2002. ELDBORG 2001 – SÖNN ÍSLENSK ÚTIHÁ- TÍÐ Heiða Jóhannsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.