Morgunblaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 15. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Waldorfskólinn kynnir starfsemina Þroskar og eflir alla þætti NÚ UM helginaverða aðstand-endur Waldorf- skólans við Lækjarbotna við Suðurlandsveg með kynningu á starfseminni sem þar fer fram. Þóra Tómasdóttir, kennari við skólann, er í forsvari fyrir kynninguna og hún svaraði nokkrum spurningum sem Morgunblaðið lagði fyrir hana. Hvaðan kemur nafnið Waldorf? „Nafnið kemur frá fyrsta skólanum sem starf- ræktur var eftir kenning- um mannspekingsins Ru- dolfs Steiners. Sá skóli var fyrir börn Waldorf-verk- smiðjunnar í Stuttgart í Þýskalandi.“ Fyrir hvað stendur skólinn? „Waldorfuppeldisfræðin leitast við að þroska og efla alla þætti manneskjunnar. Jöfn áhersla er lögð á vitsmunalegan, tilfinninga- legan og líkamlegan þroska. Leit- ast er við að ná fram lifandi áhuga nemandans og stuðla að því að hann finni hamingju og lífsgleði á leið sinni til aukins þroska.“ Hver er saga Waldorfskólans? „Grunnurinn að Waldorf-upp- eldisfræðinni var lagður á öðrum og þriðja áratug síðustu aldar af austurríska náttúruvísindamann- inum og heimspekingnum Rudolf Steiner. Fyrsti skólinn var stofn- aður í Stuttgart árið 1919. Í dag standa Waldorfskólar fyllilega undir nafni sem „skólar framtíð- arinnar“ einmitt vegna þess að þar er fyrst og síðast tekið mið af þroskaferli manneskjunnar. Grundvallarspurning uppeldisins er: Hvað þurfa börnin til að geta þroskast sem heilsteyptar mann- eskjur? Rudolf Steiner undir- strikaði mikilvægi þess að ná jafn- vægi á milli þeirra þriggja mismunandi þátta sem tengja manneskjuna umheiminum; í gegnum líkamlegt starf, tilfinn- ingalífið og hugsunina; höfuð, hjarta og hönd. Manneskjan er gædd eiginleik- um sem eru óstöðugir en í fín- gerðu jafnvægi. Þetta birtist okk- ur í þremur grundvallarhæfi- leikum manneskjunnar, að ganga, að tala og að hugsa. Athuganir á því hvernig barnið tileinkar sér þessa hæfileika, lýsa þeirri stað- reynd að hreyfing hefur áhrif á líkamlegan þroska og leggur grunninn að hæfni hugsunarinn- ar. Grunnur Waldorf-námskrár- innar byggist á skilningi á sam- spili og þróun þessara þátta, í þroskaferli barnsins. Áhugafólk um Waldorfuppeld- isfræði stofnaði fyrst Waldorfleik- skólann Yl í Lækjarbotnum árið 1990. Waldorfskólinn Lækjar- botnum var síðan stofnaður haust- ið 1991. Náið samstarf er milli skólanna og eru þeir í sama hús- næði.“ Fyrir hverja er Waldorfskól- inn? „Waldorfskólinn Lækjarbotnum er grunnskóli fyrir börn á aldrinum 6 til 13 ára. Leikskólinn Ylur er fyrir börn á aldrinum 3 til 6 ára.“ Hvers vegna í Lækjarbotnum? „Í upphafi var leitað að stað fyr- ir utan skarkala borgarlífsins og rak þá núverandi húsnæði skólans á fjörur okkar. Við viljum gefa börnunum kost á að vera í nánum tengslum við náttúruna. Þau fá að upplifa hrynjandi árstíðanna, fylgjast með gróðri og dýralífi. Það frelsi sem felst í því að hafa fjöll, dal og læki sem leikvöll er ómetanlegt.“ Nú stendur kynning fyrir dyr- um, hvernig verður hún? „Við bjóðum öllum sem hafa áhuga á opið hús á laugardaginn (á morgun) 16. mars frá klukkan 14 til 17. Þar gefst gestum tæki- færi á að kynna sér starf leikskól- ans og skólans nánar. Taka þátt í að mála, skoða vinnu nemenda, spjalla við foreldra og kennara og kaupa sér kaffi og vöfflur til styrktar ferðasjóði 6.–7. bekkjar. Engir posar!“ Hvað sitja margir við nám í skólanum? „Í skólanum eru í vetur 27 nem- endur á aldrinum 6 til 13 ára. Í leikskólanum eru 14 börn á aldr- inum 3 til 6 ára.“ Hvað kostar námið? „Skólagjald er 20.000 krónur á barn. Systkinaafsláttur er veittur. Innifalið auk kennslunnar er skólaakstur, morgunhressing og hádegismatur. Allur matur er úr lífrænt ræktuðu hráefni.“ Hver er sess Waldorfskóla? „Það starf sem verið er að vinna í Lækjarbotnum er brautryðj- endastarf á Íslandi. Úti í víðri ver- öld eru Waldorfskólar (Steiner- skólar) víðast hvar viðurkenndur valkostur foreldra og þeir fyrir- finnast í öllum heimshlutum, í hin- um ólíkustu menningarsamfélög- um. Í dag eru u.þ.b. 800 Waldorfskólar í heiminum. Norsku Waldorfsamtökin hafa veitt okkur mikinn stuðning. Það- an hafa komið Waldorfkennarar til þess að miðla okkur af reynslu sinni og kennarar frá okkur hafa farið til Noregs í verknám, á námskeið og ráðstefn- ur. Skólinn á sér líka velunnara m.a. í Sví- þjóð, Þýskalandi og Sviss. Þessi tengsl okkar við umheiminn eru mjög þýðingarmikil, við erum hluti af alþjóðlegri hreyfingu sem vill framkvæma nýja skólastefnu. En þessi skólastefna verður ekki frjósöm nema hún spretti úr og mótist af þeirri menningu og um- hverfi sem skólinn er í. Þess vegna er hver einasti Waldorf- skóli einstakur.“ Þóra Tómasdóttir  Þóra Tómasdóttir er fædd í Reykjavík 1964. Stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1985. Hefur Waldorfkennarapróf frá Seminar fur Waldorfpadago- gik, Stuttgart Þýskalandi 1992. Waldorfkennari í Lækjarbotnum 1994–97 og aftur frá 2001. Sam- býlismaður er Daníel Þór Ólason doktor í sálfræði, starfar hjá IMG og eiga þau börnin Hildu Björk, Solveigu Önnu og Ernu Diljá. ...víðast hvar viðurkenndur valkostur Sporin hræða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.