Morgunblaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2002 27 Bílgreinasambandið Aðalfundur BGS verður haldinn á Hótel Loftleiðum laugardaginn 16. mars Kl. 09:00 Fundarsetning - Erna Gísladóttir, formaður BGS. Kl. 09:10 - 09:30 Erindi -Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Kl. 09:30 - 09:45 Fyrirspurnir - Umræður. Kl. 09:45 - 10:15 Aðalfundur. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kl. 10:15 - 10:30 Kaffihlé. Kl. 10:30 - 12:15 Sérgreinafundir: Verkstæðafundur: 1. Einingakerfi og notkun þeirra. 2. Menntastefna BGS. 3. Nýjar áherslur í rekstri verkstæða. a) Vottun og hagræðing á verkstæðum. 4. Önnur mál. a) Skoðun bíla - hlutverk verkstæða. Bílamálarar og bifreiðasmiðir: 1. Cabas - Staða - þróun - horfur. 2. Nýjar áherslur í rekstri verkstæða. a) Vottun og hagræðing á verkstæðum. 3. Markaðssetning verkstæða. 4. Menntastefna BGS. Bifreiðainnflytjendur: 1. Bílasala - horfur í bílainnflutningi. 2. Verðskrá notaðra bíla - bílavefur. 3. Block exemption - staða - áhrif. 4. Önnur mál. a) ELV. b) Upplýsingar um eyðslu o.fl. Smurstöðvar: 1. Nýjar verklagsreglur fyrir smurstöðvar. 2. Vottun og gæðakerfi. 3. Tæknilegar upplýsingar og einingakerfi. 4. Önnur mál. a) Verkskráning í tölvum. b) Þjónustukaupalög. Varahlutasalar: 1. Meistaranám varahlutasala - námskeið. 2. Cabas og varahlutasalar. 3. Frankfurt-ferð. Föstudaginn 15. mars kl. 18.00 verður haldinn sérstakur verkstæðisfundur í FMB á Gylfaflöt 19 Dagskrá: 1. Hvernig viðhalda menn menntun í bílgreininni: a) Eftirmenntun - meistaranám. b) Greining menntunarþarfar. c) Skipulag grunnmenntunar. Frummælandi: Snorri Konráðsson 2. Nýjar áherslur í rekstri verkstæða: a) Einingakerfi. Frummælandi: Jón Valgeir Gíslason b) Kostnaðargreining. Frummælandi: Jón Valgeir Gíslason. c) Eftirlit með tækjum og búnaði - Kvörðun. Frummælandi: Atli Vilhjálmsson. d) Kynning - markaðssetning. Frummælandi: Sigurjón Ólafsson. 3. Upplýsingaöflun og nýjasta tækni við bílaviðgerðir. Frummælandi: Ásgeir Þorsteinsson. 4. Umræður. 5. Kynning FMB á tækjum. Stjórn BGS. Valgerður Sverrisdóttir Erna Gísladóttir MEIRA en eitt hundrað vaxmyndir af blökkumönnum, sem þykja hafa skarað fram úr hver á sínu sviði, eru til sýnis í safni sem komið var á fót í Baltimore í Bandaríkjunum ár- ið 1983. Meðal þeirra sem hafa ver- ið dæmdir þess verðir, að eftir þeim sé gerð vaxmynd, eru mannrétt- indafrömuðurinn Martin Luther King, Frederick Douglass, sem flúði þrælahald vestur í Bandaríkj- unum, og ljóðskáldið Marcus Garv- ey. Joanne Martin og eiginmaður hennar, Elmer, sem nú er látinn, áttu frumkvæði að því að setja vax- myndasafnið á fót. Fannst þeim sem ástæða væri til að setja um- gjörð í kringum sögulega arfleið svarta mannsins í Bandaríkjunum, enda gerðu mörg svört börn í land- inu sér enga grein fyrir því hvaða fórnir forfeður þeirra hefðu þurft að færa, eða hvaða glæstu sigra svertingjar annars staðar hefðu unnið. „Þetta safn gefur sögu svarta mannsins sjónrænt samhengi. Þeg- ar þú kemur vaxmyndastyttu fyrir í sal þá mun fólk dragast að henni og þeirri sögu sem hún hefur að segja,“ sagði Martin. Meðal annarra vaxmynda, sem getur að líta í safninu, eru Hannibal úr fyrndinni, faraóinn Akhenaten og læknirinn Imhotep sem var uppi á dýrðardögum Egyptalands. Þykja þessir einstaklingar allir minna á þau átök sem svartir menn hafa í gegnum tíðina þurft að há, og þá sigra sem þeir hafa unnið. Styttan af Martin Luther King er íklædd svörtum jakkafötum. Fræg- ir svartir íþróttamenn fá einnig sinn sess, hornaboltaleikarinn Jackie Robinson, hnefaleikakapp- inn Joe Louis og hlauparinn Jesse Owens. Búið er að koma fyrir vaxmynd af Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem og af Rosu Parks sem varð þjóðþekkt í Banda- ríkjunum árið 1955 þegar hún neit- aði að gefa hvítum manni sæti sitt eftir í strætisvagni í Alabama, en venjur þess tíma kváðu á um það. „Unga fólkið í dag ætti að vera þakklátt“ Þegar inn í safnið er komið blasir við stórt þrælaskip og eru börn í hópi gesta hvött til að fara í göngu- för um skipið og skoða ljósmyndir frá nýlendutímanum sem sýna hvar verið er að færa þræla á land í Bandaríkjunum. Ein slík mynd sýn- ir hvar hlekkjaður þræll hefur ver- ið látinn hanga fram af hlið skipsins og hafa hákarlar bitið af honum höndina. „Við viljum að þau skynji þá þversögn sem felst í því að atburðir sem þessir voru látnir gerast um borð í skipum sem gjarnan hétu Vinátta, eða voru nefnd í höfuð heilagrar Maríu eða Jóhannesar skírara,“ segir Martin. „Í raun var hér um dauðaskip að ræða þar sem grimmdin réð ríkjum og þar sem hræðilegir glæpir voru framdir.“ Í botni skipsins er að finna sér- staklega óhugnanlegar eftirmyndir af þekktum ljósmyndum. Eru þær tileinkaðar hýðingum. Má þar finna styttu af ungri svartri konu, sem bersýnilega er með barni, og hang- ir hún í reipi sem hnýtt hefur verið um háls hennar. Sjá má að skorið hefur verið á kvið hennar þveran. Heimildir sýna að fyrir kom að blökkufólk í suðurríkjum Banda- ríkjanna væri leikið svo grátt. Á vegg í þessu sama rými hangir listi yfir fimm þúsund blökkumenn sem hýddir voru opinberlega í Banda- ríkjunum á tímabilinu 1880–1930. Martin segir þó erfitt að meta ná- kvæmlega hversu margir voru í raun hýddir. „Það ríkti svo mikil leynd yfir þessum hlutum,“ segir hún. „Fyrir kom að fólk hvarf ein- faldlega og enginn vissi hvað varð um það.“ Segir hún að þessum lista hafi verið komið upp í safninu eftir að stjórnendum þess varð ljóst að mörg ungmenni höfðu ekki hug- mynd um að blökkumenn hefðu verið hýddir. „Hvernig á að fara að því að sannfæra þessa krakka um að forfeður þeirra háðu erfiða bar- áttu fyrir rétti sínum?“ spyr hún. „Þú gast verið drepinn fyrir það eitt að ganga samsíða hvítum manni á gangstéttinni. Unga fólkið ætti að vera þakklátt fyrir að njóta þess frelsis sem það nýtur í dag.“ Bætir hún því við að auðvitað þurfi kennarar eða aðrir gæslu- menn barna að meta fyrirfram hvort rétt sé að leyfa börnum að skoða þetta tiltekna rými sýning- arinnar. Það þarf stofnanir til að varðveita söguna Elmer Martin, sem lést í fyrra, átti frumkvæði að stofnun vax- myndasafnsins. Hann hafði lengi starfað við Morgan State-háskól- ann en hætti í upphafi síðasta ára- tugar til að helga sig safninu. Höfðu hjónin eytt frístundum sín- um á níunda áratugnum í það að heimsækja skóla, kirkjur og versl- unarmiðstöðvar. Meðferðis voru fjórar vaxmyndir sem þau notuðu í sýningu sem átti sér það markmið að kenna sögu svarta mannsins. Safnið varð fljótlega vinsælt og Martin-hjónunum opnuðust ýmsir sjóðir hins opinbera sem gerði safn- inu kleift að vaxa og dafna. Það er nú í 2.700 fermetra húsnæði sem eitt sinn var slökkviliðsstöð. „Eiginmaður minn sagði alltaf að við þyrftum að nema stundarkorn staðar og spyrja okkur „hvað gerð- ist?“, og sömuleiðis að það væri ekki nóg að vera bara með enda- laus slagorð,“ segir Joanne Martin. „Þú verður að koma á fót stofn- unum sem hafa það verkefni að varðveita söguna. Að öðrum kosti verður hver kynslóð alltaf að byrja frá grunni.“ Söguleg arfleifð svarta manns- ins í fyrirrúmi AP Joanne Martin, sem stofnaði Sögusafn svarta mannsins í Baltimore ásamt eiginmanni sínum, Elmer, horfir á vaxmyndir af nokkrum sögu- frægum Afríkumönnum: Winnie Mandela, Jomo Kenyatta, Steven Biko, Kwane Nkrumah og Nelson Mandela. Baltimore. AP. ’ Þetta safn gefursögu svarta manns- ins sjónrænt samhengi ‘ Bómullar-satín og silki-damask rúmföt Skólavörðustíg 21, sími 551 4050
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.