Morgunblaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2002 45 Kransar, krossar, kistuskreytingar Blómin í bænum sími 462 2900 ✝ Þórir Jenssonfæddist í Reykja- vík 29. mars 1920. Hann lést á Land- spítalanum – há- skólasjúkrahúsi við Hringbraut 4. mars síðastliðinn. Eigin- kona Þóris er Jenný Ingimundardóttir, f. 4. janúar 1925. Börn þeirra eru: 1) Birna, f. 2. mars 1945, gift Rolf Larsen, f. 3. júlí 1943, 2) Jens Pétur, f. 19. júlí 1949, 3) Þórir Ingi, f. 18. ágúst 1953, d. 6. janúar 1969, 4) Stefán Geir, f. 30. september 1962, kvæntur Snædísi Önnu Haf- steinsdóttur, f. 21. ágúst 1969, 5) Haraldur, f. 7. janúar 1965, í sam- búð með Elínborgu Stefánsdótt- ur, f. 3. mars 1964. Þórir á 8 barnabörn. Þar af eru 2 látin. Hann á 2 barnabarnabörn. For- eldrar Þóris voru Jens Pétur Thomsen stýrimaður, f. 13. jan- úar 1897, í Reykjavík, d. 25. mars 1982, og kona hans Guðmundína Margrét Jónsdóttir húsmóðir, f. 1. janúar 1897, í Reykjavík, d. 20. ágúst 1974. Þau bjuggu nær öll sín hjúskaparár á Eiðsstöðum – Bræðraborgarstíg 23 í Reykja- vík. Þórir á 4 systkini: 1) Haraldur Kristinn, f. 9. júní 1923. Eigin- kona hans er Hulda Guðmunds- dóttir, f. 23. febrúar 1930, 2) Ásta Margrét, f. 30. maí 1927. Eigin- maður hennar er Erlendur Jóns- son, f. 18. nóvember 1923, 3) Erna Guðrún, f. 9. ágúst 1930. Eigin- maður hennar er Sigurður Krist- jánsson, f. 15. ágúst 1928, 4) Hólmfríður, f. 1. september 1934, d. 11. janúar 2000. Eig- inmaður hennar er Jón Örn Bogason, f. 7. apríl 1933. Þórir hefur alið allan sinn aldur í Reykjavík, fyrst í foreldrahúsum en síðar bjó hann ásamt eiginkonu sinni og börnum í Heiðar- gerði 54. Hann gekk í Miðbæjarbarna- skólann og fór síðan í Verslunarskóla Ís- lands og lauk þaðan verslunar- prófi vorið 1938. Eftir að hafa starfað í Brauns verslun og hjá O. Johnson og Kaaber um stuttan tíma eftir verslunarpróf réð hann sig árið 1943 í starf skrifstofu- stjóra hjá Júlíusi Björnssyni sem rak rafverktakafyrirtæki og raf- tækjasölu í Austurstræti 12A. Þar starfaði Þórir í hartnær 20 ár eða til ársins 1962 er hann hóf störf hjá Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar. Síðla árs 1971 söðlaði Þórir um og gerðist deildarstjóri hjá endurskoðunar- deild Reykjavíkurborgar þar sem hann starfaði fram á mitt ár 1974, er hann gerðist skrifstofustjóri hjá Verkfræðistofunni Fjarhitun sf. Er Fjarhitun var breytt í hlutafélag árið 1977 gerðist Þórir hluthafi í fyrirtækinu. Hann end- aði starfsferilinn hjá Fjarhitun snemma árs 1993. Þórir starfaði einnig fyrir dótturfélög Fjarhit- unar hf. og tengd félög. Útför Þóris fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. Kveðja til afa. Þó að þú hafir kvatt okkur, elsku Þórir afi, ert þú kominn til Guðs og þar veit ég að þér líður vel. Ég á góðar minningar um þig sem ég mun aldrei gleyma. Þó að þú hafir verið farinn að eldast varstu alltaf glaður og hress. Hvíldu í friði því það áttu sannarlega skilið. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. (Þórunn Sig.) Jenný Þórunn Stefánsdóttir. Mér var brugðið að kvöldi 4. mars þegar mér barst andlátsfregn stóra bróður míns eins og ég kallaði hann ávallt þegar við vorum dreng- ir heima á Eiðstöðum við Bræðra- borgarstíg, þar sem við lékum okk- ur saman í æsku. Foreldrar okkar leigðu þar eitt lítið herbergi með afnotum af eldhúsi ásamt hjónum sem leigðu eitt herbergi á hæðinni fyrir ofan okkur, en móðurforeldrar okkar áttu húsið og bjuggu einnig í því. Það má segja að leiksvæðið innandyra hafi ekki verið stórt í þessu 15 fermetra herbergi, en ein- mitt vegna þess varð vinskapurinn milli okkar nánari, en svo þegar Ásta systir okkar fæddist fengu foreldrar okkar eitt lítið herbergi til viðbótar, og svo meiri stækkun síðar þegar systurnar Erna og Hólmfríður bættust í hópinn 1930 og 1934. Pabbi var mikið að heiman á þessum árum vegna vinnu sinnar, en hann var þá stýrimaður á varð- skipunum Óðni og Ægi, en árið 1935 hætti hann sjómennsku og vann síðan lengst af hjá Ó. Johnson & Kaaber. Við bræðurnir gerðum okkur margt til gamans á yngri ár- um, og oft var það fjaran sem mest heillaði okkur og mörgum stundum eyddum við með færi í hönd, sitj- andi úti á Ufsakletti, sem stóð upp úr grjóturðinni norðaustan við Selsvör. Þar var oft veiðivon þegar veður var gott og hásjávað. Skömmu eftir að pabbi hætti sjó- mennsku lét hann smíða lítinn og lipran trillubát, sem ætlunin var að nota í hjáverkum til hrognkelsa- veiða frá Selsvör, en þaðan voru margir bátar gerðir út á þeim ár- um. Þegar trillan var tilbúin höfð- um við bræðurnir næg verkefni að vetrinum við að hjálpa pabba að riða rauðmaganet og fella þau fyrir vorvertíðina, en þessi útgerð sem við stunduðum með pabba var aukavinna fyrir okkur alla, því þá vorum við bræðurnir farnir á vinnumarkaðinn. Það var ákaflega skemmtileg vinna og góð búbót að stunda þessa veiði, enda ekki óvenjulegt að fá allt að 20 stykki í net og jafnvel meira þegar best lét. Að loknu barnaskólanámi fór Þórir í Verslunarskóla Íslands, og að því loknu fór hann að vinna ýms skrifstofustörf, m.a. hjá Júlíusi Björnssyni sem rak verslun og raf- magnsverkstæði í Austurstræti, en seinna fór hann að vinna á skrif- stofu Innkaupastofnunar Reykja- víkur, og endaði sína starfsævi á skrifstofu Fjarhitunar þar sem hann var einnig meðeigandi. Þegar ég hóf sjómennsku 1941 fækkaði samverustundum okkar eins og gefur að skilja, en við hittumst þó oft þegar ég var í landi. Þegar Þór- ir kvæntist eftirlifandi konu sinni bjuggu þau fyrstu árin á Eiðstöð- um, en svo fór fjölskyldan stækk- andi og þörf varð fyrir stærra hús- næði. Þá fékk hann úthlutað lóð í Heiðargerði 54 og hóf þá þegar vinnu við að byggja hús, en það tók sinn tíma, enda fékk hann litla að- stoð við bygginguna svo nánast er hægt að segja að hann hafi byggt húsið einn, enda vann hann við það öll kvöld og allar helgar og vand- virkni hans réð að miklu leyti ferð- inni, en strax og hægt var flutti fjölskyldan inn í húsið því þá þurfti ekki að ferðast langa leið til að ljúka við bygginguna. Hugur Þóris var oft við sjóinn frá því hann stundaði hrognkelsaveiðarnar, því var það eitt sinn er ég kom til Þóris að ég spurði hann hvort hann væri ekki tilbúinn að taka sér frí og koma ásamt konunni í smásjóferð, en ég var þá stýrimaður á m.s. Reykjafossi fyrsta. Hann orðaði þetta við Jennýju sem strax var tilbúin og þegar hann var búinn að ræða við sinn atvinnuveitanda var fastmælum bundið að þau kæmu þessa ferð og mín kona var einnig með í ferðinni. Þegar að brottför leið voru þau komin tímanlega til skips, enda var stundvísi ávallt í fyrirrúmi hjá Þóri. Ferðinni var heitið til Cork á Suður-Írlandi og síðan til hafna á meginlandinu við Norðursjó. Ferðin gekk í alla staði vel og nutu þau hennar ágætlega. Þegar þeim kom létu þau óspart í ljós ánægju sína yfir ferðalaginu, og við hjónin nutum þess vel að vera með þeim í þessari ferð. Á full- orðinsárum fór Þórir á námskeið til að læra tréskurð, og að því loknu skar hann út marga fagra muni sem hann gaf síðan systkinum sín- um og vinum og hann naut þess vel að nota sínar frístundir til þessa verks. Það gerðist eitt sinn, eða nánar tiltekið í maí 1991, að við Þórir ásamt eiginkonum okkar fór- um sem farþegar með m.s. Brúar- fossi þriðja til Evrópuhafna, en þar um borð var þá skipstjóri Erlendur Jónsson mágur okkar með sína konu og einnig var þar farþegi Kristján Aðalsteinsson skipstjóri. Þessi ferð okkar með Brúarfossi varð okkur öllum ógleymanleg, enda viðurgerningur og umhyggja við okkur farþega eins og best verður á kosið. Núna þegar Þórir er farinn í sína hinstu ferð óskum við honum Guðs blessunar og ég er þakklátur fyrir allar þær ánægju- stundir sem við höfum átt saman frá æsku til efri ára. Við hjónin vottum Jennýju og fjölskyldunni allri innilega samúð. Haraldur Kr. Jensson. Þegar horft er til baka er margs að minnast. Við Þórir erum systra- synir, báðir fæddir vestarlega í vesturbænum í Reykjavík. Bernsku- og æskuslóðir okkar eru tengdar Bræðraborgarstígnum en gamla Eiðsstaðahúsið, foreldrahús mæðra okkar, er númer 23 við þá götu og húsið, sem faðir minn byggði á lóð Jóns Guðmundssonar afa okkar, er númer 23A. Á þessum slóðum slitum við barnsskónum, börn foreldra Þóris, Mundu og Jens, og börn foreldra minna, Ástu og Þorsteins, en auk gatnanna í þessu rómaða hverfi var helsti leik- vangurinn rólutúnið svokallaða og Landakotstúnið við Túngötuna vestanverða, en þessi tún heyra nú sögunni til og prýða nú vel hýstan vesturbæjarhluta. Á þessari stundu sakna ég eins besta vinar míns Þóris Jenssonar. Hann hafði mikinn persónuleika og fallega framkomu, mikill og fjöl- hæfur hagleiksmaður og völundur á hvað sem er. Hann var í yfir tutt- ugu ár skrifstofustjóri verkfræði- stofunnar Fjarhitun hf. en í frí- stundum átti hann mörg eftir- lætisstörf, sem öll voru unnin af sömu nákvæmni og vandvirkni og sjálft ævistarfið. Ættingjar hans og vinir minnast meðal annars dugn- aðar hans og atorku er hann að mestu einn síns liðs byggði fyrir um fimmtíu árum einbýlishús sitt við Heiðargerði hér í borg en þar hafa þau hjón búið alla tíð síðan og alið upp mannvænleg börn sín. Ég minnist á þessari stundu minningarorða hans um móður mína látna er hann rifjaði upp löngu liðna æskudaga á Eiðsstaða- heimilunum og upp komu í huga hans, og nú okkar, ljúfar minningar um sameiginlegt jólahald fjöl- skyldna okkar en heimilisfeðurnir voru þá ekki alltaf heima, því báðir stunduðu þeir sjó á þeim árum. Ekki síður ber að minnast ánægju- legra samfunda, er fjölskyldur allra systkinanna komu saman hvern ný- ársdag á heimili móður Þóris í gamla Eiðsstaðahúsinu, bæði til að fagna nýju ári og afmælisdegi hús- móðurinnar. Máttu þá oft hin síðari árin þröngt sáttir sitja í gamla hús- inu, sagði Þórir. Að lokum kveð ég kæran frænda með þökk fyrir átta áratuga tryggð og vináttu og bið alvaldan Guð að blessa og styrkja eftirlifandi eig- inkonu hans, börn þeirra og aðra ættingja. Við Sigríður vottum þeim öllum okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning míns kæra frænda Þór- is Jenssonar. Árni Kr. Þorsteinsson. Þórir Jensson var skrifstofu- stjóri hjá verkfræðistofunni Fjar- hitun í um aldarfjórðung, Þórir réðst til fyrirtækisins seint á sjöunda áratugnum. Fyrstu árin var hann í hálfu starfi en fljótlega var þörf á öllum starfskröftum hans. Hann var ráðinn í fullt starf árið 1974 og varð hluthafi skömmu síðar. Starfsmenn Fjarhitunar voru um tíu þegar Þórir kom til fyr- irtækisins en sú tala fjórfaldaðist á næsta áratug. Verkefni Þóris voru ærin enda allt bókhald handfært á þeim tíma. Störf Þóris einkenndust af ýtrustu samviskusemi og reglu- semi. Viðmót Þóris við starfsfólk fyrirtækisins og viðskiptavini var hlýlegt og kurteislegt og framkoma hans einkenndist af hógværð. Þar sem starfsfólk Fjarhitunar hefur komið saman eða ferðast hafa þau hjónin ógjarnan látið sig vanta og alltaf verið sérlega ánægjulegt að hafa þau með. Stjórn og starfs- menn Fjarhitunar þakka Þóri allt hans mikla starf og ánægjulegar samverustundir alla tíð og votta Jenný og börnunum innilegustu samúð. Oddur B. Björnsson. Þeir sem eldast verða því miður oft að sjá á bak góðum félaga og fyrrum samstarfsmanni. Það er lífsins saga. Þó að Þórir hafi verið aldurs- forseti starfsmanna Fjarhitunar hf. á sínum tíma fannst manni engan veginn að hann yrði sá fyrsti af okkar gömlu og góðu samstarfs- mönnum í áratugi til að kveðja þennan heim. Hann var alltaf svo hress, stundaði laugarnar og lifði heilbrigðu lífi. Við félagarnir minn- umst hans þó fyrst og fremst fyrir störf hans fyrir verkfræðistofuna Fjarhitun í marga áratugi. Þar var Þórir hinn reglusami maður, sem sá um bókhald og fjárreiður, með þeirri nákvæmni og samviskusemi sem honum var í blóð borin. Þórir var maður sem var traustsins verð- ur. Með starfi sínu lagði hann mjög mikið af mörkum til þess að gera fyrirtækið að því, sem það er í dag. Við fjórmenningarnir, sem stofnuð- um verkfræðistofuna, sáum það fljótlega að það var ekki nóg að vinna að úrlausnum verkefna, held- ur yrðum við líka að koma bókhald- inu í lag. Gæfa okkar var að fá Þóri til starfa. Þar með var tryggður sá grundvallarþáttur sem við höfðum ekki áður hugsað of mikið um. Þór- ir tók okkur í skóla og kenndi okk- ur hversu mikils virði það er að hafa bókhald og fjármál í lagi. Fyrstu árin vann hann í hlutastarfi, en með vaxandi umsvifum og fjölg- un starfsmanna réðst hann í fullt starf. Fyrir hafði hann mikla og fjölbreytta starfsreynslu, hafði áð- ur starfað hjá verslunarfyrirtæki í 20 ár og hjá Reykjavíkurborg í ára- tug. Við vissum að hann hafði verið í miklum metum hjá sínum fyrri vinnuveitendum. Fljótlega gerðist hann einnig hluthafi í Fjarhitun hf. Þórir var ötull og nákvæmur og gekk sérstaklega vel frá öllum bók- haldsgögnum. Það er unun að skoða gamlar dagbækur og við- skiptamannabækur fyrirtækisins, allt fallega handskrifað og snyrti- lega fært, hrein listaverk. Hann kaus að nota sína góðu og gömlu aðferð meðan hann annaðist bók- haldið. Við sögðum að tölvan væri ekki mikið vandamál fyrir hann vegna leikni hans á ritvélina. Slík rök dugðu ekki. Eitt sinn þegar tölvubókhald var orðið nokkuð al- gengt var endurskoðandi fyrirtæk- isins spurður að því hvort flest fyr- irtæki af svipaðri stærð væru komin með tölvubókhald. Hann svaraði því játandi, en bætti svo við að bókhaldið væri samt sem áður nákvæmast hjá Þóri. Fyrir nákvæmni hans og sam- viskusemi í starfi fyrir Fjarhitun eru honum færðar þakkir. Hann var traustur, lipur og ósérhlífinn starfsmaður sem lagði svo sannar- lega sitt af mörkum til velgengni fyrirtækisins. Það má einnig geta þess að Þóri var fleira til lista lagt. Marga gull- fallega gripi skar hann út í tré. Einnig ber heimili þeirra hjóna þeim fagurt vitni. Hús sem þau hjón byggðu hörðum höndum fyrir 50 árum að hætti þess tíma. Ekki er síður mikilvægt að minn- ast þeirra ánægjustunda, sem við áttum með þeim hjónum Þóri og Jenný á ferðalögum og í samkvæm- um fyrirtækisins, þar sem þau hjón létu sig ekki vanta. Þær samveru- stundir gleymast ekki. Við fjórmenningarnir og eigin- konur okkar sendum þér Jenný og börnum ykkar og öðrum vanda- mönnum innilegustu samúðar- kveðjur. Minning góðs drengs mun lengi lifa. Einar, Einar H., Karl Ómar og Pétur. Í nokkrum orðum vil ég minnast fyrrverandi yfirmanns, Þóris Jens- sonar. Þegar ég hóf störf hjá Fjar- hitun hf. fyrir rúmlega 15 árum meðal annars til að tölvuvæða launaútreikninga gerði ég mér ekki nokkra grein fyrir því hvað mikla vinnu hann innti af hendi. Hann sá um bókhaldið, launin og allan skrif- stofurekstur fyrir Fjarhitun, Ljós- rit, Stórhöfða, og Húsfélagið og það sem meira er, handfærði allt, hafði bara reiknivélina og ritvélina til hjálpar. Þetta gerði hann vel með mikilli reglusemi og aðgætni. Hann nýtti sér ekki tölvutæknina sem hefði létt honum störfin en þegar ég ræddi um það við hann svaraði hann því til að hann væri of gamall. En hann hefði aldeilis ekki verið lengi að komast inn í þau mál svo eldklár sem hann var. Í upphafi var ég ekki alltof viss um mína veru, ég þurfti upplýsingar um menn og málefni og Þórir virtist ekki opinn, en þegar á reyndi voru engin vand- kvæði á okkar samskiptum og hann var boðinn og búinn til hjálpar þó að hann hafi ríkt sem kóngur í ríki sínu um áratuga skeið og alltaf unnið einn. Seinna þegar ég fór í skóla til að læra bókhald var hann mér einn besti lærifaðirinn og hve- nær sem ég þurfti svör útskýrði hann allt sem ég þurfti. Við urðum góðir félagar og vinir, spjölluðum um margt og gerðum að gamni okkar enda tvö saman í herbergi. Eitt sinn spurði ég hann hvað það væri skemmtilegasta sem hann hefði unnið við um ævina, hann svaraði að bragði: færa bókhald. Þórir hafði gaman af að ferðast og þó sérstaklega að sigla. Þegar þau hjón fóru í sumarfrí, hlakkaði ég alltaf til að fá að heyra ferðasög- urnar, svo lifandi og skemmtilega sagði hann frá. Síðast þegar ég hitti hann, sem var í byrjun febrúar, leit hann út sem ungur maður, var að koma úr sundlaugunum, hress og glæsilegur. Á lífsins leið eru margir sam- ferðamenn, sumir hafa meiri áhrif, með visku og kærleik. Fyrir mig var Þórir einn af þessu fólki. Ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast og starfa með Þóri Jens- syni. Innilegar samúðarkveðjur til Jennýjar og annarra aðstandenda. Ólöf H. Ásgrímsdóttir. ÞÓRIR JENSSON Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.