Morgunblaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 FÖSTUDAGUR 15. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þ að væri ekki hægt að áfellast neinn fyrir að hafa komist að þeirri niðurstöðu síðastlið- inn sunnudag að þeir Gísli Marteinn Baldursson fjöl- miðlamaður og Dagur B. Egg- ertsson læknir væru í framboði fyrir sama flokkinn í borg- arstjórnarkosningum nú í vor. Þeir félagar mættu fyrst saman til leiks í síðdegiskaffi Kristjáns Þorvaldssonar á Rás 2 og ræddu þar lengi um landsins gagn og nauðsynjar og um kvöldið var síðan um endurtekið efni að ræða í Kastljósi Sjónvarpsins. Auðvitað er skiljanlegt að áhugi hafi skyndilega kviknað á þeim félögum nú þegar ljóst er að þeir verða í sitthvoru sjöunda sætinu, þ.e. Gísli hjá D-lista og Dagur hjá R- lista, enda voru þeir allra manna síð- astir nefndir til sögunnar á viðkomandi lista. Auk þess er hér auðvitað um að ræða unga menn – raunar jafnaldra – nýja menn í pólitík. Þá eru þeir málsvarar kynslóðar sem nú læt- ur í fyrsta sinn til sín taka í stjórnmálum eins og Hallgrímur Helgason rithöfundur benti á í vikunni. Báðir eru frambærilegir menn en óhætt er að segja að þeir séu býsna ólíkir. Gísli er skemmtilega alþýðlegur, ferskur og drífandi á meðan Dagur er öllu íhugulli, að því er virðist djúpt þenkjandi um stjórnmálin og framtíð þessa lands. Var viðureign þeirra á Rás 2 „uppbyggileg, á jákvæðum nót- um, í þágu Reykjavíkur fremur en listanna sjálfra“, eins og Hall- grímur orðaði það. Hlýtur maður að fagna þessu og lýsa þeirri von að tvímenning- arnir haldi áfram á sömu braut, en tileinki sér ekki helstu lesti eldri stjórnmálamanna, þar sem alltaf er barist í merktum skot- gröfum og hægt að segja sér fyr- irfram hvað hver muni segja. Ég yrði ekki hissa þó að for- svarsmenn R- og D-lista myndu tefla þeim Gísla og Degi mjög fram í komandi baráttu, svona þegar Ingibjörg og Björn eru fjarri góðu gamni. Jafnframt yrði ég illa svikinn ef hér er ekki um að ræða framtíðarforystumenn í íslenskum stjórnmálum, hvor á sínum væng. Borgarstjórnarkosningarnar í vor eru því kannski eins konar „general-prufa“ fyrir frekari átök þeirra í millum síðar. Að vísu ætla ég að leyfa mér að halda því fram að þeir Gísli Mar- teinn og Dagur hafi lengi mælt hvor annan út með þetta í huga. Saknaði ég þess einmitt helst úr áðurnefndum viðtalsþáttum að þeir Gísli og Dagur væru beinlín- is spurðir út í sín fyrri kynni. Ef minni mitt (og heimildar- manna minna) brestur ekki átti fyrsta rimma þeirra Gísla og Dags sér stað í Breiðholtsskóla á vordögum 1988. Þar mættust Hólabrekkuskóli og Árbæjarskóli í úrslitum ræðukeppni grunn- skólanna og bar Árbæjarskóli Dags sigur úr býtum. Gísli vann þó persónulegan sigur yfir Degi því hann var valinn ræðumaður kvöldsins. Veturinn 1991–1992 var Gísli forseti nemendafélags Verslunarskólans en Dagur In- spector Scholae Menntaskólans í Reykjavík. Má leiða að því getum að sá rígur, sem ríkir milli þess- ara skóla, hafi sett svip sinn á sambandið en þetta sama ár var Dagur jafnframt formaður Fé- lags framhaldsskólanema. Á vordögum 1992 mættust þeir í annarri ræðukeppni, nú í und- anúrslitum MORFÍS og að þessu sinni hafði Gísli fullan sigur, Versló fór í úrslit og Gísli var ræðumaður kvöldsins. Næst mættust þeir í Há- skólabíói í febrúar 1994 vegna kosninga til stúdentaráðs Há- skóla Íslands. Var Dagur þá í fyrsta sæti á framboðslista Röskvu en Gísli í því fimmta hjá Vöku. Ekki er mér kunnugt um að þeir hafi leitt saman hesta sína á fleiri en einum kappræðufundi en Dagur hafði betur að þessu sinni, Röskva vann og hann tók við embætti formanns stúd- entaráðs. Gísli var formaður Vöku það sama skólaár þannig að sjálfsagt elduðu þeir grátt silfur saman á fundum stúdentaráðs veturinn þann. Að því sögðu er hins vegar rétt að nefna að ekki er mér kunnugt um annað en samskipti þeirra hafi alla tíð einkennst af gagnkvæmri virðingu, sbr. t.d. þau viðtöl sem vikið var að hér al- veg í upphafi. Mörgum finnst kannski að hér sé um smælki að ræða og vissu- lega væri þessi upptalning það, ef spádómur minn um pólitískan frama tvímenninganna rætist ekki. Um það verður sagan að dæma. Sjálfum finnst mér hins vegar fátt skemmtilegra en lesa persónusögu/ævisögur, einkum með hliðsjón af því sem gerist bak við tjöldin og því sem gerst hefur þeirra manna í millum, sem setja svip á mannlífið. Ég er þess vegna kannski bara að reyna að leggja ofurlítið í púkkið upp á síð- ari tíma söguskrif. Víkur sögunni nú til ársins í ár og kosninga til borgarstjórnar Reykjavíkur 2002. Þar blæs ekki byrlega fyrir Gísla og hans sam- verkamönnum en nýleg skoð- anakönnun gaf til kynna að R- listi fengi 9 menn kjörna en D- listinn aðeins 6 – Gísli þar með ekki inni í borgarstjórn. Um þessa könnun var Gísli reyndar spurður í vikunni og fylgdi því ferskur andblær hvernig hann svaraði spurningunni – lýsti sig baráttumann sem tæki slaginn þó að á móti blési. Er óhætt að segja að kjós- endur séu því öllu vanari að stjórnmálamenn stingi höfðinu í sandinn við slíkar spurningar, neiti einfaldlega að viðurkenna að kannanir séu annað en tóm- stundagaman og segist þekkja hug kjósenda betur en misvís- indalegar skoðanakannanir. Hér hefur Gísli Marteinn gefið félögum sínum í D-lista tóninn – og R-lista fólki gott fordæmi. Óskandi væri að stjórnmálamenn sýndu almennt meira lítillæti og hógværð, slepptu því að vera með ólíkindalæti við almenning, sem þrátt fyrir allt veit nokk hvað klukkan slær. Generalprufa í borginni Ég yrði ekki hissa þó að forsvarsmenn R- og D-lista myndu tefla þeim Gísla og Degi mjög fram í komandi baráttu, svona þegar Ingibjörg og Björn eru fjarri góðu gamni. VIÐHORF Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is Í kjarasamningum undangenginna ára- tuga hafa samtök launafólks lagt mikla áherslu á að tryggja réttindi fólks í veikind- um. Mikið hefur áunn- ist í þessu efni en þó ber þess að gæta að stöðugt þarf að standa vaktina svo það sem unnist hefur verði ekki frá okkur tekið. Þær raddir hafa nefnilega heyrst að rétt sé að skerða veikindarétt- inn, klípa af honum fyrstu tvo til þrjá dag- ana í hverju veikinda- tilviki, jafnvel lengri tíma. Þá daga fengi fólk ekki launaða en með þessu móti væri að sögn komið í veg fyrir misnotkun á veikindaréttin- um. Þeir sem hafa haldið þessu sjónarmiði á lofti segja að það sé al- gengt að fólk líti á veikindaréttinn sem eins konar frí sem hver og einn eigi rétt á óháð heilsufarinu. Innan samtaka launafólks höfum við harðlega mótmælt þessu og bent á að misnotkun örfárra einstaklinga á veikindarétti megi ekki bitna á fjöldanum sem fari að settum reglum. Við höfum einnig bent á þá aug- ljósu staðreynd að það er ekki vinnustaðnum til framdráttar að knýja fólk til að koma sjúkt til vinnu. Slíkt leiðir iðulega til þess að fólki slær niður og að sjálfsögðu er hætt við því að fólk smiti aðra ef það mætir veikt til vinnu. Á þessu eru margar fleiri hlið- ar. Þannig má ætla að tekjulítið fólk sem ekki hefði ráð á því að verða af tveggja til þriggja daga launum myndi öðrum fremur brjótast til vinnu sinnar jafnvel þótt það væri fárveikt. Auðvitað byggist þetta kerfi á heiðarleika. Ef kerfið er misnotað mun það ekki standast tímans tönn. Misnotkunin felst í því að fólk tilkynni veikindi án þess að vera veikt. Ég leyfi mér að fullyrða að slíkt heyri til algjörra undan- tekninga. Það er sorglegt að sjá auglýs- ingar sem nú birtast frá sjónvarps- stöðinni Sýn vegna íþróttaviðburða sem verða á dagskrá stöðvarinnar á næstunni. Auglýsingarnar verða ekki skildar á annan veg en að fólk sé hvatt til að velja sér „veikinda- daga“ þegar leikir eru sýndir. Þetta er eflaust hugsað sem auglýsinga- brella og má vonandi fella undir hugsunarleysi. Ef ekki þá er greini- legt að mönnum finnst réttlætan- legt að nota öll meðul, jafnvel grafa undan réttindum launafólks, í þeim tilgangi að örva áhorf og þar með auka auglýsingatekjur stöðvarinn- ar. Þetta er siðlaus auglýsinga- mennska og stöðinni ekki til fram- dráttar. Ég leyfi mér að beina því til Sýnar að endurskoða þessa aug- lýsingaherferð. Siðlaus Sýn Ögmundur Jónasson Veikindi Þetta, segir Ögmundur Jónasson, er siðlaus auglýsingamennska. Höfundur er formaður BSRB. BRUSSEL-SINNA kýs ég að kalla þá sem leynt og ljóst vinna að því öllum ár- um að koma Íslandi inn í Evrópusamband- ið. Eitt af því sem sí- fellt glymur í eyrum í áróðri þeirra er að nauðsynlegt sé að sækja um aðild að sambandinu til þess að vita hvaða kostir Íslendingum byðust ef þeir gerðust aðilar. Þessi áróður er lúmskur, hættulegur og rangur af tveimur grundvallarástæðum. Sú fyrri er að í öllum aðalatrið- um liggur fyrir hvað því er sam- fara að ganga í Evrópusambandið, þ.e.a.s. kostir þess og gallar eru tiltölulega vel fyrirsjáanlegir. Hið síðara er að það er ósköp einfald- lega ekkert í boði að senda inn ein- hvers konar platumsókn um aðild að Evrópusambandinu til þess að láta á það reyna í kjölfar samn- ingaviðræðnanna hversu góðir kostir myndu bjóðast. Evrópusam- bandið tekur einfaldlega ekki við öðru en alvöruumsóknum þar sem hugur fylgir máli og markmið um- sækjandans er að gerast aðili að Evrópusambandinu. Tvöföld blekking Brussel-sinna Í skýrslu utanríkisráðherra um Evrópumál frá því í apríl 2000 (bls. 33–40) er fjallað ítarlega um stöðu Íslands sem aðildarríkis. Þar segir m.a.: „Náið samstarf Íslands við að- ildarríki ESB á fjölmörgum svið- um og sívaxandi fjöldi þeirra ríkja, sem nú sækist eftir aðild, býður heim samanburði á stöðu Íslands miðað við stöðu þeirra ríkja sem nú þegar hafa sótt um aðild eða eru á leiðinni inn í Evrópusam- bandið.“ Svo er að sjá sem höfundar skýrslunnar telji ekki mikla óvissu ríkja um það hvað því yrði samfara að gerast aðili að Evrópusamband- inu; til þess að átta sig á því í aðal- atriðum þyrfti m.ö.o. engar samningavið- ræður. Þetta er líka stutt reynslunni af að- ildarsamningum ná- grannaþjóða sem ný- lega hafa gengið í eða reynt að ganga í Evr- ópusambandið. Niðurstaðan er að svigrúm til sjálfstæðr- ar samningagerðar er sáralítið. Í grófum dráttum snýst aðild um að taka upp Evr- ópuréttinn eins og hann liggur fyrir, með kostum hans og göll- um. Hvað hið síðara snertir; þ.e. að rétt sé að leggja inn umsókn um aðild að Evrópusambandinu svona til að láta á það reyna hvað okkur bjóðist, þá stenst sá málflutningur ekki nánari skoðun. Það er einfald- lega ekki raunhæfur möguleiki að fara í einhvers konar könnunar- samningaviðræður við Evrópusam- bandið. Fyrir það fyrsta er enginn áhugi á því í Evrópusambandinu að eyða tíma í samningaviðræður við aðila sem sækir um á hálf- volgum forsendum. Evrópusam- bandið er m.a. brennt af samskipt- um við Noreg sem í tvígang hefur verið samið við, en aðildin síðan verið felld þar í þjóðaratkvæða- greiðslu. Evrópusambandið mun gera kröfur um að hugur fylgi máli af hálfu umsækjandans, hann stefni á að gerast aðili að Evrópu- sambandinu. M.ö.o. þetta er ekki eins og að labba af götunni inn í búð til að máta kjól án allra skuld- bindinga. Hitt er ljóst að þessi málflutn- ingur nýtist þeim ágætlega sem vilja reyna að lokka menn áfram í átt til aðildar. Reynt er að telja mönnum trú um að unnt sé að henda inn umsókn og prófa hvað út úr samningaviðræðum komi og svo geti menn svona séð til. Það liggur jafnvel í orðunum að menn þyrftu ekkert að gera með nið- urstöðu slíkrar könnunarviðræðna frekar en þeir vildu. Slíkur mál- flutningur er augljóslega uppi hafður til þess að reyna að lokka menn áfram í átt til ESB-aðildar og fá efasemdarfólk til þess að fylgja með. Ræðum kjarna málsins Það er athyglisvert að Brussel- sinnar sem sífellt eru að kveina undan því að ekki megi ræða Evr- ópumál, forðast sjálfir að ræða kjarna málsins. Þ.e.a.s. kosti þess og galla fyrir Ísland að gerast aðili að Evrópusambandinu. Sú mikla áhersla sem lögð er á umsókn um aðild og viðræðuferlið sem slíkt er að sjálfsögðu ekkert annað en að- ferð til þess að drepa málinu á dreif. Athyglin er dregin frá sjálf- um kjarna málsins, kostum og göllum þess fyrir Ísland að gerast aðili að Evrópusambandinu. Um- ræður um form og aðferðafræði sem og endalaus söngur um „vandamál“, áhugaleysi, áhrifa- leysi eða tæknileg og pólitísk við- fangsefni í núverandi samskiptum sveigir hjá sjálfum kjarnanum, að- ild eða ekki aðild að Evrópusam- bandinu. Getur verið að þeir sem hafa aðild í sigtinu, velji vísvitandi að láta umræðuna snúast um ann- að en kjarnaatriði málsins? Síbyljumálflutningur um sak- leysi þess að sækja um aðild, að máta Brussel-kjólinn, er án efa helsta skýring þess að skoðana- kannanir sýna meiri stuðning við að lögð sé fram umsögn, heldur en stuðning við aðild þegar spurt er beint hvort menn telji að Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið. Þó deildar meiningar séu að sjálf- sögðu uppi í Evrópumálum þá ætt- um við að geta sameinast um það að ræða þessi mál heiðarlega, efn- islega og af einurð. Ræðum kosti þess og galla að ganga í Evrópu- sambandið, eða enn betra, kosti þess og galla að gera það ekki, í stað þess að drepa málinu á dreif með afvegaleiðandi umræðum um að hægt sé að sækja um aðild að Evrópusambandinu upp á grín til þess að vita hvað bjóðist. Að máta Brussel- kjólinn Steingrímur J. Sigfússon ESB Evrópusambandið tekur einfaldlega ekki við öðru, segir Steingrímur J. Sigfússon, en alvöru- umsóknum þar sem hugur fylgir máli. Höfundur er formaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs og situr í utanríkismálanefnd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.