Morgunblaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2002 53
STEFÁN Kristjánsson hefur
náð lokaáfanga að alþjóðlegum
meistaratitli þótt enn séu tvær
umferðir til loka Reykjavíkur-
skákmótsins. Hann gerði jafntefli
við skoska stórmeistarann Jonath-
an Rowson (2.512) í sjöundu um-
ferð.
Stefán getur nú leyft sér að
tapa báðum skákunum sem eftir
eru án þess að missa af AM-titl-
inum. Hann mætir Hannesi Hlíf-
ari í næstsíðustu umferð og í síð-
ustu umferð er eina skilyrðið að
hann mæti andstæðingi með
meira en 2.158 skákstig.
Nær útilokað verður að teljast
að andstæðingur hans verði stiga-
lægri en það, og jafnvel þótt svo
færi mundi vinningur eða jafntefli
duga til að innsigla áfangann.
Stórmeisturunum okkar gekk
ekki sem skyldi í sjöundu umferð.
Þeir Hannes Hlífar og Helgi Áss,
sem voru í forystu fyrir umferð-
ina, töpuðu báðir sínum skákum
og Þröstur tapaði einnig. Helgi
Ólafsson var hinn eini þeirra sem
ekki tapaði, en hann gerði jafntefli
við Aleksei Holmstein (2.420).
Bragi Þorfinnsson á enn góðan
möguleika á að tryggja sér loka-
áfanga að AM-titli í mótinu eftir
jafntefli við sænska stórmeistar-
ann Tiger Hillarp-Persson. Einnig
á Arnar Gunnarsson áfangavon,
þótt minni sé, eftir jafntefli við
ungverska alþjóðlega meistarann
Pal Kiss.
Eins og venjulega gerist ým-
islegt athyglisvert fyrir neðan
efstu borðin og þannig gerði Tóm-
as Björnsson (2.248) jafntefli við
stórmeistarann Normund Miezis
(2.498) og Snorri Bergsson (2.275)
lagði Kjetil A. Lie (2.388).
Úrslit á efstu borðum:
Helgi Áss - Jaan Ehlvest.......................0-1
Hannes Hlífar - Oleg Korneev..............0-1
Emanuel Berg - Jan Votava..................1-0
Jonathan Rowson - Stefán Kristj.s. ...½-½
Valeriy Neverov - A. Stefanova............1-0
Röð efstu manna:
1. Jaan Ehlvest 6 v.
2.-3. Oleg Korneev, Emanuel
Berg 5½ v.
4.-10. Stefán Krist-
jánsson, Henrik
Danielsen, Helgi
Áss, Valeriy Never-
ov, Hannes Hlífar,
Jonathan Rowson,
Ferenc Berkes 5 v.
Í 11.-19. sæti eru
m.a. Bragi Þorfinns-
son, Helgi Ólafsson
og Lenka Ptacnikova
með 4½ v.
Hvítt: Henrik
Danielsen
Svart: Stefán
Kristjánsson
Birdsbyrjun
(breytt leikjaröð)
1.d3 g6 2.f4 Bg7
3.g3 d6
Danielsen teflir oft á þennan
hátt, en upp kemur Leningrad-
afbrigðið af Hollenskri vörn, með
skiptum litum.
Í skákinni Danielsen-Heine-
Nielsen varð framhaldið (önnur
leikjaröð) 3. – d5 4.Bg2 Rf6 5.0–0
b6 6.d3 Bb7 7.De1 0–0 8.h3 c5 9.c3
Rbd7 10.g4 Dc7 11.Dg3 b5
12.Rbd2 a5 13.Rh2 c4 14.d4 Re4
15.Rxe4 dxe4 16.h4 f5 17.h5 Rf6
18.Dh4 e6 19.h6 Bh8 20.g5 Rd5 og
svartur stóð vel, enda vann hann
skákina.
Eða 6.c3 b6 7.a4 c5 8.Re5 Ba6
9.b4 Rbd7 10.d3 e6 11.Ra3 Dc7
12.d4 Hfc8 13.Bd2 Re4 14.b5 Rxd2
15.Dxd2 Bb7 16.Hac1 Rf6 17.e3
De7 18.Db2 Re4 19.Bxe4 dxe4
20.Hfd1 Hc7 21.a5 bxa5 22.Rec4
cxd4 23.exd4 Bf8 24.Ha1 Hac8
25.b6 axb6 26.Rxb6 Hxc3 27.Rxc8
Hxc8 28.Rc2 Ha8 29.Hdb1 Bd5
30.Db6 a4 31.Re3 a3 32.Hb5 Dd7
33.Rg4 Be7 34.Ha5 Hxa5 35.Dxa5
Db7 36.Da4 Kg7 37.Re5 e3 38.De8
Bd6 39.Hf1 a2 40.h4 Bxe5 41.fxe5
a1D 42.Hxa1 Db2
43.Ha8 Df2+ mát
(Danielsen-Hannes
Hlífar Stefánsson,
Þórshöfn, Færeyjum,
2000).
4.Bg2 c6
Nýr leikur. Þekkt
er að leiks 4. – c5 ,
eða jafnvel 4. – f5 í
þessari stöðu.
5.Rf3 Rd7 6.Rc3 b5
7.0–0 b4 8.Re4 Bb7
9.De1 Db6+ 10.Kh1
c5 11.Red2 e6 12.e4
Re7 13.Rc4 Dc7
14.e5 dxe5 15.fxe5 –
Eftir 15.Rfxe5
Bxg2+ 16.Kxg2 0–0
17.a3 Rc6 18.Rxc6 Dxc6+ 19.De4
Dd5 20.axb4 cxb4 21.f5 Hfc8
22.Re3 Dxe4+ 23.dxe4 Bd4 er
staða svarts betri.
15...0–0 16.De2 Rf5 17.Bf4 Rb6
18.Rd6?! –
Eftir þennan leik tapar hvítur
peði. Betra er að leik 18.a3 Rxc4
19.dxc4 bxa3 20.Hxa3 Rd4
21.Rxd4 Bxg2+ 22.Kxg2 cxd4
23.Haf3 Hac8 24.b3, með örlítið
betra tafli fyrir hvít.
18...Rxd6 19.exd6 Dc6 20.Hf2
Rd5 21.Re5 –
Engu betra fyrir hvít er 21.Rg5
Bxb2 22.Haf1 Bd4 23.Bc1 Bxf2
24.Dxf2 Dxd6 25.Re4 De7 26.Rxc5
a5 27.Rxb7 Dxb7 o.s.frv.
21...Dxd6
Sjá stöðumynd
22.Rxf7?! –
Líklega gefur 22.Rxg6 hvíti
meiri möguleika á að bjarga tafl-
inu, því að peðið á g6 er mik-
ilvægur maður til að skýla svarta
kónginum. Til dæmis 22. – Rxf4
23.Rxf4 Bxg2+ 24.Kxg2 Bxb2
25.Haf1 Dc6+ 26.Kh3 Kh8 27.Dh5
Bg7 28.Dh4 e5 29.Rh5 De6+ 30.g4
Dg6 31.Hf5 f6 32.Rxf6 Bxf6
33.Hxf6 Dg7 34.H1f5 Hxf6
35.Dxf6 o.s.frv.
22...Rxf4 23.Hxf4 –
Eða 23.Rxd6 Rxe2 24.Hxf8+
Hxf8 25.Rxb7 Bxb2 26.He1 Hf2
27.Rxc5 Bc3 28.Hf1 Hxf1+
29.Bxf1 Rd4 30.Bh3 Kf7 og svart-
ur stendur betur.
23...Bxg2+ 24.Dxg2 Dd5
25.Haf1 Dxg2+ 26.Kxg2 Bxb2
27.g4 Bg7 28.h4 Hac8 29.H4f3
Hc7 30.Rg5 Hxf3 31.Hxf3 Hc6
32.He3 e5
Svartur á peði meira og góða
vinningsmöguleika. Stefán not-
færir sér stöðuna til vinnings með
nákvæmri taflmennsku.
33.He2 Ha6 34.c3 Hd6 35.cxb4
cxb4 36.Hc2 h6 37.Hc8+ Bf8
38.Re4 Ha6 39.Hc2 Be7 40.h5
gxh5 41.gxh5 Ha3 42.Rf2 Bg5
43.Kg3 Kf7 44.Re4 –
Sjá stöðumynd
44...Hxd3+ 45.Kg4 Bf4 46.Kf5
Ke7 47.Hc7+ Hd7 48.Hc6 Hb7
49.Hg6 Kd8 50.Rc5 Hb5 51.Hc6
Be3 52.Re4 Kd7 53.Hc2 a5
54.Rf6+ Kd6 55.Ke4 Bg5 56.Re8+
Kd7 57.Rc7 Hb7 58.Ra6 Hb6
59.Rc5+ Kd6 60.Hc4 Hb5 61.Rd3
Hd5 62.Rb2 Hd2 63.Ra4 Hxa2
64.Rb6 He2+ 65.Kd3 He3+
66.Kc2 Ke6 67.Hc5 b3+ 68.Kb2
e4 69.Hc6+ Kf5 70.Rc4 Hg3
71.Ka3 Be7+ 72.Ka4 e3 73.Hg6
e2
Eða 73...Hxg6 74.Rxe3+ Ke4
75.hxg6 Bf6 76.Rc4 b2 77.Rd2+
Kf5 78.Rb1 h5 79.Kxa5 og svartur
vinnur.
74.Hxg3 e1D 75.Hxb3 Bb4
76.Hd3 De2 77.Hd5+ Ke6 78.Hd4
Bc3 79.Hd6+ Ke7 80.Hc6 Da2+
81.Kb5 Db3+ 82.Ka6 a4 83.Rb6
Bd4 84.Hxh6 Dxb6+ 85.Hxb6
Bxb6 86.h6 Bd4
og hvítur gafst upp.
Síðasta umferð Reykjavíkur-
skákmótsins verður tefld í Ráð-
húsi Reykjavíkur í dag, föstudag,
og hefst taflið klukkan 13 eða fyrr
en aðrar umferðir. Áhorfendur
eru velkomnir.
Páskaeggjamót Hellis
Páskaeggjamót Taflfélagsins
Hellis verður haldið mánudaginn
18. mars og hefst taflið kl. 17, þ.e.
nokkru fyrr heldur en venjuleg
mánudagsæfing og kemur í stað
hennar. Teflt er í Hellisheimilinu,
Álfabakka 14a. Tefldar verða 7
umferðir með 7 mínútna umhugs-
unartíma. Mótið er opið öllum 15
ára og yngri. Ókeypis er fyrir fé-
lagsmenn í Helli en fyrir aðra er
þátttökugjald kr. 300. Allir þátt-
takendur keppa í einum flokki en
verðlaun verða veitt í tveimur að-
skildum flokkum. Páskaegg verða
í verðlaun fyrir þrjú efstu sætin,
bæði í eldri flokki (fæddir 1986-
1988) og yngri flokki (fæddir 1989
og síðar). Að auki verða tvö
páskaegg dregin út.
SKÁK
Ráðhús Reykjavíkur
7.–15. mars 2002
XX REYKJAVÍKURSKÁKMÓTIÐ
Daði Örn Jónsson
Bragi Kristjánsson
Stefán Kristjánsson
nær lokaáfanga að
alþjóðlegum titli
Stefán
Kristjánsson
Nauðungarsala
Uppboð mun byrja á skrifstofu ambættisins, Suðurgötu
1, Sauðárkróki, fimmtudaginn 21. mars 2002, kl. 14.00,
á eftirfararandi eign:
Giljar, Sveitarfélaginu Skagafirði, þingl. eign Hlyns U. Jóhanns-
sonar og Önnu Lisu Wiium. Gerðarbeiðandi er Lánasjóður land-
búnaðarins.
Sýslumaðurinn á Sauðárkróki,
14. mars 2002.
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum sem hér segir:
Brimnesvegur 2, Ólafsfirði, þingl. eig. Sigursveinn S. Marinósson
og Jóhanna Herdís Ármannsdóttir, gerðarbeiðendur Íslandsbanki
hf., Kirkjusandi, Lífeyrissjóður Norðurlands, Ólafsfjarðarkaupstaður
og Sparisjóður Ólafsfjarðar, þriðjudaginn 19. mars kl. 11.30.
Vesturgata 1, Ólafsfirði, þingl. eig. Úlfar Agnarsson, gerðarbeiðendur
Fróði hf., Íbúðalánasjóður og Premmi sf., þriðjudaginn 19. mars
2002 kl. 11.00.
Sýslumaðurinn á Ólafsfirði,
11. mars 2002.
Nauðungarsala
Í dag kl. 14:00 verða neðangreind tæki
seld á nauðungaruppboði sem fram fer
á Ólafsgeisla í Reykjavík:
Byggingakrani BPR Crono 45A, árgerð 1992,
vinnuvélaskráningarnúmer AB 0097. Kraninn
er með 25 metra krókhæð og 45 metra bómu.
Byggingakrani Potain 331 B, árgerð 1995,
vinnuvélaskráninganúmer AB 0200.
Um söluna gilda almennir skilmálar sýslu-
mannsins í Reykjavík um nauðungarsölu lausa-
fjár. Athygli er vakin á því, að greiðsla fer fram
við hamarshögg.
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum sem hér segir:
Eskilundur 6, Þingvallahreppi, fastanr. 220-9101, þingl. eig. Elías
B. Jónsson, gerðarbeiðandi Þingvallahreppur, fimmtudaginn
21. mars 2002 kl. 16.00.
Sýslumaðurinn á Selfossi,
13. mars 2002.
TIL SÖLU
Útgerðarmenn – skipstjórar
■ Eigum allt til netaveiða.
■ Ódýru þorskanetin komin.
sími 520 7309
NAUÐUNGARSALA
SMÁAUGLÝSINGAR
EINKAMÁL
Bandaríkjamaður heillaður
af Norðurlöndum
Bandarískur prófessor, 62 ára,
fráskilinn eftir 26 ára samband
við konu frá Skandinavíu, aðlað-
andi, glaðvær og opinn, líflegur
og allt annað en leiðinlegur, vill
kynnast hlýlegri konu í góðu
formi. Verður staddur á Norður-
löndunum í maí til ágúst.
Vinsamlegast sendið bréf á
ensku, helst með mynd, á net-
fang: keyranmoran@aol.com .
FÉLAGSLÍF
I.O.O.F. 1 1823158 Gh.
I.O.O.F. 12 1823158½ 9.0.
Í kvöld kl. 20.00 Bæn og lofgjörð
í umsjón Elsabetar og Miriam.
Allir hjartanlega velkomnir.
Kristniboðsvika í Reykjavík
Hresstu þig við
Fjölbreytt dagskrá í húsi KFUM
og KFUK, Holtavegi 28, kl. 20.30.
● Leikrit, Kanga-kvartettinn
syngur, Ragnar Gunnarsson
talar.
● Kaffi, te og kökur til sölu eftir
dagskrána.
Allir hjartanlega velkomnir.
Í kvöld kl. 21 heldur sr. Gunnar
Kristjánsson erindi: „Fegurð og
dulhyggja“ í húsi félagsins, Ing-
ólfsstræti 22.
Á laugardag kl. 15—17 er opið
hús með fræðslu og umræðum,
kl. 15.30 í umsjón Sigurðar Vil-
hjálmssonar: „Orkusteinar og
orkuvænt umhverfi“.
Á sunnudögum kl. 17—18 er
hugleiðingarstund með leiðbein-
ingum fyrir almenning.
Á fimmtudögum kl. 16.30—
18.30 er bókaþjónustan opin
með miklu úrvali andlegra bók-
mennta.
Guðspekifélagið hvetur til
samanburðar trúarbragða, heim-
speki og náttúruvísinda. Félagar
njóta algers skoðanafrelsis.
www.gudspekifelagid.is
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
Nauðungarsala
Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á
þeim sjálfum sem hér segir:
Freyjugata 21, Sauðárkróki, þingl. eign Jóhönnu Svansdóttur
og Guðmundar Guðmundssonar, eftir kröfu Pennans hf., verður
háð á eigninni sjálfri miðvikudaginn 20. mars 2002 kl. 14.00.
Sýslumaðurinn á Sauðárkróki,
13. mars 2002,
Ríkharður Másson.