Morgunblaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2002 33
ÁGÆTI reglubund-
innar hreyfingar sann-
ar sig stöðugt. Ekki er
langt síðan að litið var
á það sem forréttindi
að stunda líkamsrækt.
Það tíðkaðist ekki að
fólk færi út að ganga
bara til að ganga!
Rannsóknir Hjarta-
verndar í yfir 30 ár
hafa leitt í ljós helstu
áhættuþætti hjarta- og
æðasjúkdóma hérlend-
is, þar með talinn þátt
hreyfingar. Þær sýna,
að í dag stundar fólk
almennt meiri reglu-
bundna hreyfingu þ.e.
hreyfingu fyrir utan vinnutíma,
heldur en fyrir 30 árum. Í upphafi
rannsóknar stunduðu einungis inn-
an við 10% kvenna, 60 ára og eldri,
þess konar hreyfingu. Hlutfallið í
þessum aldurshópi var komið yfir
60% árið 2000. Þróunin hefur því
verið mjög jákvæð.
Rannsóknir Hjartaverndar hafa
aftur á móti einnig sýnt að Íslend-
ingar eru að fitna. Besta vopnið við
stígandi vigt er hollt mataræði og
dagleg hreyfing.
Hjartavöðvinn er vöðvi á stærð
við hnefa sem pumpar u.þ.b. 70
sinnum á mínútu. Heilbrigt og
sterkt hjarta er lykillinn að heil-
brigðum líkama. Með reglulegri
hreyfingu, heilsusamlegu fæði og
reykleysi verður hjartað sterkara
og vellíðan eykst.
Aðalmálið er að koma hreyfingu
inn í daglegt líf. Þegar það hefur
tekist er ekki spurning um hvort við
höfum tíma heldur verður hún sjálf-
sagður hluti þess. Áður fyrr burst-
aði fólk ekki tennur sínar daglega
og það fór ekki í bað
nema á „hátíðisdög-
um“. Í dag eru þetta
hlutir sem eru svo
samtvinnaðir okkar
daglega lífi að þeir
fljóta með sem sjálf-
sagður hlutur, rétt
eins og að sofa og
borða.
Þannig ætti að gilda
um hreyfingu. Hún
þarf ekki að vera flók-
in athöfn. Almenn
hreyfing krefst þess
ekki að viðkomandi
kaupi sér dýrar græj-
ur. Það eru litlu atrið-
in, eins og að sleppa
lyftunni, ganga stigana, ganga út í
búð, henda fjarstýringunni og
standa upp úr sófanum, sem skipta
máli.
Rannsóknir Hjartaverndar hafa
sýnt fram á að reglubundin hreyf-
ing minnkar áhættu á að fá hjarta-
og æðasjúkdóma um þriðjung og
dregur verulega úr dánartíðni af
völdum ýmissa annarra sjúkdóma
svo sem krabbameins. Leikfimi,
sund og gönguferðir voru dæmi um
hreyfingu sem kom sérstaklega vel
út. Hreyfing í 1–5 klst. á viku skipt-
ir máli. Kyrrsetufólk sem fer að
hreyfa sig eina klukkustund á viku
(t.d. 3 sinnum 20 mín.) bætir heils-
una. Enn betra er ef hreyfing er að
meðaltali 30 mínútur á dag. Það hef-
ur sýnt sig að reglubundin hreyfing
á töluverðan þátt í að lækka tíðni
kransæðasjúkdóma hérlendis.
Stundaðu hreyfingu sem þú hefur
gaman af. Göngur henta flestum, en
vilji fólk eitthvað annað er úr nógu
að moða. Íþrótta- og Ólympíusam-
band Íslands efnir til átaks nú í ár í
tilefni af 90 ára afmæli sínu: Ísland
á iði 2002. Tilgangurinn er að hvetja
fólk á öllum aldri til að hreyfa sig.
Átakið er í samvinnu við fleiri aðila
sem vinna að því að bæta heilsu
fólks eins og Manneldisráð, Hjarta-
vernd, Geðrækt og Beinvernd.
Helgina 16. til 17. mars (kl. 12–
17) verður Ísland á iði 2002 ýtt úr
vör í Smáralind. Fjölbreytt dagskrá
verður, sýningaratriði frá íþrótta-
félögum innan ÍSÍ, fræðsluerindi og
ýmiss konar fræðsluefni mun liggja
frammi.
Fólk er hvatt til að mæta, fá nýj-
ar hugmyndir að hreyfingu og taka
virkan þátt í dagskránni.
Góð heilsa hefst hjá þér.
Látum hjartað púla!
Ástrós
Sverrisdóttir
Hreyfing
Stundaðu hreyfingu,
segir Ástrós Sverris-
dóttir, og þú hefur
gaman af.
Höfundur er fræðslufulltrúi
Hjartaverndar.
30% afsláttur
af yfirhöfnum
www.hagkaup.is
3.999 kr. 2.799 kr.
5.999 kr. 4.199 kr.
7.999 kr. 5.599 kr.
9.999 kr. 8.399 kr.
Verðdæmi:
Verð áður Verð nú
Nýtt
kreditk
ortatím
abil
Yfir 40 tegundir!
Ofnæmisprófað
100% ilmefnalaust
Kaupauki! 4 hlutir í tösku!
Ef þú kaupir tvo hluti frá Clinique,
er þessi gjöf þín:
Clarifying Lotion 2 / 60 ml.
Total Turnaround 7 ml.
Different Lipstick 4 g.
Stop Signs Hand Repair 30 ml.
Ásamt snyrtitösku
GÓÐ
GJÖF
Ráðgjafi Clinique verður í Lyfju
Smáralind í dag föstudag kl. 12-18.
TILBOÐIÐ GILDIR EINNIG Í LYFJU LÁGMÚLA, LYFJU LAUGAVEGI,
LYFJU SMÁRATORGI, LYFJU GARÐATORGI, LYFJU SETBERGI,
LYFJU SPÖNG, EGILSSTAÐA APÓTEKI OG HÚSAVÍKUR APÓTEKI
w
w
w
.c
lin
iq
ue
..c
om
amt snyrtitösku
JÖ
Nýtt!
Total Turnaround