Morgunblaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2002 33 ÁGÆTI reglubund- innar hreyfingar sann- ar sig stöðugt. Ekki er langt síðan að litið var á það sem forréttindi að stunda líkamsrækt. Það tíðkaðist ekki að fólk færi út að ganga bara til að ganga! Rannsóknir Hjarta- verndar í yfir 30 ár hafa leitt í ljós helstu áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma hérlend- is, þar með talinn þátt hreyfingar. Þær sýna, að í dag stundar fólk almennt meiri reglu- bundna hreyfingu þ.e. hreyfingu fyrir utan vinnutíma, heldur en fyrir 30 árum. Í upphafi rannsóknar stunduðu einungis inn- an við 10% kvenna, 60 ára og eldri, þess konar hreyfingu. Hlutfallið í þessum aldurshópi var komið yfir 60% árið 2000. Þróunin hefur því verið mjög jákvæð. Rannsóknir Hjartaverndar hafa aftur á móti einnig sýnt að Íslend- ingar eru að fitna. Besta vopnið við stígandi vigt er hollt mataræði og dagleg hreyfing. Hjartavöðvinn er vöðvi á stærð við hnefa sem pumpar u.þ.b. 70 sinnum á mínútu. Heilbrigt og sterkt hjarta er lykillinn að heil- brigðum líkama. Með reglulegri hreyfingu, heilsusamlegu fæði og reykleysi verður hjartað sterkara og vellíðan eykst. Aðalmálið er að koma hreyfingu inn í daglegt líf. Þegar það hefur tekist er ekki spurning um hvort við höfum tíma heldur verður hún sjálf- sagður hluti þess. Áður fyrr burst- aði fólk ekki tennur sínar daglega og það fór ekki í bað nema á „hátíðisdög- um“. Í dag eru þetta hlutir sem eru svo samtvinnaðir okkar daglega lífi að þeir fljóta með sem sjálf- sagður hlutur, rétt eins og að sofa og borða. Þannig ætti að gilda um hreyfingu. Hún þarf ekki að vera flók- in athöfn. Almenn hreyfing krefst þess ekki að viðkomandi kaupi sér dýrar græj- ur. Það eru litlu atrið- in, eins og að sleppa lyftunni, ganga stigana, ganga út í búð, henda fjarstýringunni og standa upp úr sófanum, sem skipta máli. Rannsóknir Hjartaverndar hafa sýnt fram á að reglubundin hreyf- ing minnkar áhættu á að fá hjarta- og æðasjúkdóma um þriðjung og dregur verulega úr dánartíðni af völdum ýmissa annarra sjúkdóma svo sem krabbameins. Leikfimi, sund og gönguferðir voru dæmi um hreyfingu sem kom sérstaklega vel út. Hreyfing í 1–5 klst. á viku skipt- ir máli. Kyrrsetufólk sem fer að hreyfa sig eina klukkustund á viku (t.d. 3 sinnum 20 mín.) bætir heils- una. Enn betra er ef hreyfing er að meðaltali 30 mínútur á dag. Það hef- ur sýnt sig að reglubundin hreyfing á töluverðan þátt í að lækka tíðni kransæðasjúkdóma hérlendis. Stundaðu hreyfingu sem þú hefur gaman af. Göngur henta flestum, en vilji fólk eitthvað annað er úr nógu að moða. Íþrótta- og Ólympíusam- band Íslands efnir til átaks nú í ár í tilefni af 90 ára afmæli sínu: Ísland á iði 2002. Tilgangurinn er að hvetja fólk á öllum aldri til að hreyfa sig. Átakið er í samvinnu við fleiri aðila sem vinna að því að bæta heilsu fólks eins og Manneldisráð, Hjarta- vernd, Geðrækt og Beinvernd. Helgina 16. til 17. mars (kl. 12– 17) verður Ísland á iði 2002 ýtt úr vör í Smáralind. Fjölbreytt dagskrá verður, sýningaratriði frá íþrótta- félögum innan ÍSÍ, fræðsluerindi og ýmiss konar fræðsluefni mun liggja frammi. Fólk er hvatt til að mæta, fá nýj- ar hugmyndir að hreyfingu og taka virkan þátt í dagskránni. Góð heilsa hefst hjá þér. Látum hjartað púla! Ástrós Sverrisdóttir Hreyfing Stundaðu hreyfingu, segir Ástrós Sverris- dóttir, og þú hefur gaman af. Höfundur er fræðslufulltrúi Hjartaverndar. 30% afsláttur af yfirhöfnum www.hagkaup.is 3.999 kr. 2.799 kr. 5.999 kr. 4.199 kr. 7.999 kr. 5.599 kr. 9.999 kr. 8.399 kr. Verðdæmi: Verð áður Verð nú Nýtt kreditk ortatím abil Yfir 40 tegundir! Ofnæmisprófað 100% ilmefnalaust Kaupauki! 4 hlutir í tösku! Ef þú kaupir tvo hluti frá Clinique, er þessi gjöf þín:  Clarifying Lotion 2 / 60 ml.  Total Turnaround 7 ml.  Different Lipstick 4 g.  Stop Signs Hand Repair 30 ml.  Ásamt snyrtitösku GÓÐ GJÖF Ráðgjafi Clinique verður í Lyfju Smáralind í dag föstudag kl. 12-18. TILBOÐIÐ GILDIR EINNIG Í LYFJU LÁGMÚLA, LYFJU LAUGAVEGI, LYFJU SMÁRATORGI, LYFJU GARÐATORGI, LYFJU SETBERGI, LYFJU SPÖNG, EGILSSTAÐA APÓTEKI OG HÚSAVÍKUR APÓTEKI w w w .c lin iq ue ..c om amt snyrtitösku JÖ Nýtt! Total Turnaround
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.