Morgunblaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 35
semi hefðu menn t.a.m. sýnt við mótun landbúnaðarstefnu ESB við síðustu stækkun sambandsins, en í kjölfar hennar náði sambandið einnig til landa á norðurheim- skautsbaug. „Til að taka mið af þessari nýju stöðu voru settar sér- stakar reglur um landbúnað norð- ur af sextugustu og annarri norð- lægri breiddargráðu. Ég get séð fyrir mér að slík stefnumörkun myndi einnig svara mörgum áhyggjuefnum okkar,“ sagði Hall- dór. Spurningin væri hins vegar sú hvort Evrópusambandið gæti sýnt slíka hugvitssemi einnig við fram- kvæmd hinnar sameiginlegu sjáv- arútvegsstefnu. „Mér sýnist ljóst af þeim reglum sem um fram- kvæmd stefnunnar gilda að líta mætti á íslenska efnahagssvæðið sem sérstakt fiskveiðistjórnunar- svæði og að fiskveiðikvótar yrðu ákveðnir á grundvelli fyrri veiði- reynslu og þar með verða áfram í höndum Íslendinga.“ Þetta væri hins vegar ekki full- nægjandi því sá möguleiki væri alltaf fyrir hendi að meirihluti ESB-ríkjanna myndi þrýsta á Ís- lendinga um að auka þann hlut sem aðrir mættu veiða. „Skoðun mín er sú að skilgreina þyrfti ís- lensku fiskveiðilögsöguna sem sér- stakt svæði undir reglum sameig- inlegu sjávarútvegsstefnunnar. Með þessu væri ekki verið að rýra gildi sameiginlegu sjávarútvegs- stefnunnar heldur verið að fram- kvæma hana með hliðsjón af nýj- um aðstæðum, þannig að ákvarðanir um nýtingu náttúru- auðlindar í okkar eigu, og sem önnur aðildarríki ESB deila ekki með okkur, yrðu teknar á Íslandi.“ Nálægðarreglan mikilvæg Halldór vék því næst að nálægð- arreglunni svokölluðu, sem kveður á um að taka skuli ákvarðanir á því stigi stjórnsýslu og sem næst þeim stað þar sem þær munu hafa áhrif. „Markmið nálægðarreglunnar er að tryggja að ekki séu settar sam- eiginlegar reglur um málefni þar sem þeirra er ekki þörf, eða þar sem þær yrðu beinlínis til trafala. Yrði nálægðarreglunni beitt um sjávarútvegsstefnuna myndi verða viðurkennt hversu mjög fiskveiðar við strendur Íslands eru einkamál Íslendinga.“ Þá bætti Halldór við að sömu rök giltu fyrir Færeyinga, Græn- lendinga og Norðmenn. Það mætti í raun segja að allur norðvestur- hluti Evrópu væri útilokaður frá ESB, ekki vegna markmiða sjáv- arútvegsstefnunnar heldur vegna þess hvernig hún hefði verið fram- kvæmd í raun. Raunhæf lausn? Halldór sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki vilja dæma um það hvort hann hefði hér lagt fram raunhæfa lausn að því er varðaði efasemdir Íslendinga um sjávarút- vegsstefnu ESB. Þau viðbrögð sem hann hefði fengið á fundinum í Berlín bentu hins vegar til að menn skildu nú betur en áður áhyggjuefni Íslendinga og annarra þjóða við Norður-Atlantshafið. Það væri jákvætt. Halldór átti tal við Hans Diet- rich Genscher, fyrrverandi utan- ríkisráðherra Þýskalands, fyrir fund Deutsche Gesellschaft für Auswärtige Politik í gær, en Genscher er formaður samtak- anna. Segir Halldór að Þjóðverjar hafi meiri skilning á rökum Íslendinga en margir aðrir og að það hlyti sannarlega að reynast gott vega- nesti að eiga þá sem bandamenn er reynt verður að finna lausnir á þeim málum er varða samskipti Ís- lands við ESB. Íslandsmið- Íslendinga Reuters alands, tekur á móti Halldóri Ásgrímssyni. Op- ti hann m.a. fund með Klaus Wowereit, borg- forseta þýska þingsins. ðlindar – a,“ sagði að vekur heyra að kjar sem að finna, mu okkar auðlind. i prentað inn en ég og þetta æðingum n, þ.á m. ambands- ar við Ís- íslensku kki í sam- eða bresk vissulega stofna að einu haf- m Íslend- þjóðum. u í þessu m sameig- a munum ri stjórn- la verður æða sem “ yrfti ekki að koma á óvart að í sjávarútvegs- stefnu ESB væri gengið að því sem vísu að allir fiskistofnar væru sameign, sameiginleg auðlind. Þetta væri afleiðing þess hvaða lönd tilheyrðu sambandinu fyrstu áratugina. „Þeir sem mótuðu hina sameiginlegu sjávarútvegsstefnu leiddu aldrei hugann að þeim möguleika að tilteknir fiskistofnar gætu tilheyrt einni þjóð og einni þjóð aðeins. Ég spyr ykkur hins vegar: er eðlilegt að ætlast til þess að Ísland, og þetta á reyndar við um fleiri þjóðir við Norður-Atl- antshafið, fylki sér á bak við stefnu sem á engan hátt var mótuð með Ísland í huga? Og þó höfum við ekki heyrt ann- að frá fulltrúum ESB. Við gerum okkur grein fyrir því að eitt verður yfir alla að ganga en framkvæmd stefnumála verður engu að síður að taka mið af aðstæðum. Geta menn raunverulega ætlast til þess að við sækjum um aðild að fé- lagsskap sem gerir kröfu til þess að taka yfir stjórnun auðlindar sem við eigum einir?“ Halldór sagði að til að leysa vanda sem þennan yrðu menn að sýna hugvitssemi. Slíka hugvits- n við em við ræðunni sögðu m efnum ir því að ært nýj- ungar í samstarf ESB og breytt heilu málaflokkunum. Á þessum tímapunkti er hins vegar ótímabært og óviðeigandi að ræða um mögulegar út- færslur eða hvernig slíkt gæti gengið í framkvæmd, enda hafa Íslendingar ekki sótt um aðild að ESB. Persónulega finnst mér þó ekki ólíklegt að ESB geti samið um jafn afmarkað málefni eins og fisk við Ísland fyrst það getur samið um jafn stórt og marg- slungið vandamál og um land- búnað við Pólland,“ sagði sendi- herrann. un ð ESB ESB ndir s nar ar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2002 35 STJÓRN EimskipafélagsÍslands hefur samþykkt,með fyrirvara um sam-þykki hluthafafundar, að kaupa 18,8% hlut í Útgerðarfélagi Akureyringa, ÚA, og 9,5% hlut í Skagstrendingi. Eftir þessi kaup verður Eimskipafélagið eigandi að 55,3% í ÚA og 40,7% hlut í Skagstrendingi. Við það að hlutur Eimskipa- félagsins í ÚA fer yfir 50% hluta- fjár reynir á 19. grein laga nr. 34 frá 1998 um starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða, en þar er kveðið á um skyldu til yf- irtökutilboðs. Eitt af því sem get- ur gert það að verkum að slík skylda verður fyrir hendi er að einstakur hluthafi hafi eignast yf- ir 50% atkvæðisréttar eða sam- svarandi hluta hlutafjár í skráðu félagi. Annað sem valdið getur yf- irtökuskyldu er að einstakur aðili hafi öðlast rétt til þess að tilnefna eða setja af meirihluta stjórnar í félagi, að einstakur hluthafi hafi fengið rétt til þess að stjórna fé- laginu á grundvelli samþykkta þess eða með samningi við félag- ið, eða að einstakur aðili hafi á grundvelli samnings við aðra hluthafa rétt til að ráða yfir sem nemur 50% atkvæða í félaginu. Yfirtökuskylda gagnvart ÚA en ekki Skagstrendingi Ljóst er að hlutur Eimskipa- félagsins í ÚA fer eftir kaupin yf- ir þau mörk sem þarna eru til- greind, enda hefur þegar verið boðað að samþykki hluthafar fé- laganna sameiningu verði hluthöf- um ÚA boðið að skipta á hlut sín- um og bréfum í Eimskipafélaginu. Þau skipti verði á sama gengi og í þeim kaupum sem nú standa yfir, og Búnaðarbankinn muni sjá um út- gáfu nýs hlutafjár, hlutafjárskipt- in og skráningu hlutafjárins á Verðbréfaþing, en Búnaðarbank- inn og Fjárfestingarsjóður Bún- aðarbankans eru seljendur bréf- anna til Eimskipafélagsins. Sá hlutur sem Eimskipafélagið mun við kaupin eignast í Skags- trendingi, 40,7%, skyldar það ekki til að gera yfirtökutilboð í hlutabréf í því félagi, en Eim- skipafélagið hefur að vísu þegar lýst yfir áhuga á að teknar verði upp formlegar viðræður milli ÚA og Skagstrendings um aukna samvinnu eða samruna félaganna. Eimskipafélagið verður þó langstærsti hluthafi Skagstrend- ings, en að óbreyttu munu næstir koma Höfðahreppur, 24,1%, Tryggingamiðstöðin, 11,6%, Nafta, 7,4%, Sjólaskip, 6,3%, og Guðmundur Runólfsson hf., 1,0%, en aðrir eiga minna. Þegar einn hluthafi í skráðu félagi hefur náð jafn stórum hlut og Eimskipa- félagið í Skagstrendingi kann að vera eðlilegt að menn velti fyrir sér stöðu annarra og minni hlut- hafa. Hluthafi getur verið í afar sterkri stöðu í hlutafélagi þótt hann eigi innan við helming hlutafjár, sér í lagi ef aðrir hlut- hafar eru dreifðir og margir. Að vísu eru hluthafar ekki mjög dreifðir í þessu tilviki, því að óbreyttu munu þeir fimm hlut- hafar sem næstir koma Eimskipa- félaginu að stærð eiga rúmlega 50% hlutafjár í Skagstrendingi. Þrátt fyrir það verður staða Eim- skipafélagsins afar sterk með rúmlega 40% hlutafjár. Umræður og löggjöf um yfirtökuskyldu Í þessu sambandi má minna á umræður um yfirtökuskyldu frá því fyrir áratug, en þá voru engar reglur í gildi um skyldu stórra hluthafa til yfirtöku. Í þeim um- ræðum kom sú skoðun sterkt fram að miða bæri yfirtökuskyldu við lægra hlutfall en 50% hluta- fjár og Alþingi samþykkti í mars 1992 þingsályktunartillögu sem fól viðskiptaráðherra að leggja fram lagafrumvarp sem fæli í sér yfirtökuskyldu sem miðaðist við 33% hlutafjár. Eins og áður sagði voru kaup- hallalögin með núgildandi yfir- tökutilboði sem miðast við helm- ing hlutafjár samþykkt á Alþingi 1998. Þegar frumvarp til laganna var lagt fram haustið 1997 var hins vegar gert ráð fyrir að miða við þriðjung hlutafjár og í fram- sögu viðskiptaráðherra og grein- argerð með frumvarpinu var með- al annars vísað til fyrrnefndrar þingsályktunartillögu frá 1992. Í meðförum þingsins varð þó sú breyting á að viðmiðunarmörkin voru færð upp í 50%. Þetta var mikil breyting frá þeim ákvæðum um yfirtöku- skyldu sem þá voru í gildi, en þau er að finna í hlutafélagalögum frá 1995 og einkahlutafélagalögum frá 1994, og fela bæði í sér rétt þess sem á yfir 90% hlutafjár í fé- lagi til að kaupa minni hluthafa út og rétt minni hluthafa í félagi þar sem einn hluthafi á yfir 90% hlutafjár til að selja stóra hlut- hafanum hlut sinn. Hluthafar Eimskipafélags- ins falli frá forkaupsrétti Til að fjármagna kaupin á hlut- unum í ÚA og Skagstrendingi hyggst Eimskipafélagið gefa út nýtt hlutafé. Er ætlunin að af- henda eigendum hlutabréfa í fé- lögunum tveimur nýju hlutabréfin í Eimskipafélaginu í skiptum fyr- ir bréf sín. Eins og áður segir mun Búnaðarbankinn sjá um það sem viðkemur útgáfu hins nýja hlutafjár en ætlunin er að óska þess af hluthöfum Eimskipa- félagsins að þeir falli frá for- kaupsrétti sínum, enda væri að öðrum kosti ekki unnt að afhenda nýju bréfin í skiptum fyrir bréf ÚA og Skagstrendings. Þar sem kaupin eru fjármögn- uð með nýju hlutafé mun eigið fé Eimskipafélagsins styrkjast við þessi kaup, ólíkt því sem verið hefði ef kaupin hefðu verið fjár- mögnuð með lánsfé. Þessi aðferð til að fjármagna kaupin þýðir líka að eignarhluti hvers hluthafa í Eimskipafélaginu þynnist út sem nemur aukningunni og hluthafar þess munu því eftir kaupin eiga minni hlut í stærra félagi. Til að auka hlutafé Eimskipa- félagsins og óska eftir að hlut- hafar falli frá forkaupsrétti sínum þarf að kalla saman hluthafafund í félaginu. Stefnt er að því að halda fundinn fljótlega en ekki hefur verið ákveðið hvenær til hans verður boðað. Þegar tilboð til annarra hluthafa í ÚA liggur fyrir verður lögum samkvæmt að gefa þeim fjögurra til tíu vikna frest til að taka tilboðinu. Eimskip tekur á sig yfirtökuskyldu Með kaupum á 18,8% í ÚA skapar Eimskipafélagið sér yfirtökuskyldu gagnvart öðrum hluthöfum í félaginu. Hér er fjallað um þær reglur sem gilda um yfirtökutilboð og hvaða áhrif fjármögnun kaupanna hefur á eignarhlut núverandi hluthafa Eimskipafélagsins. Morgunblaðið/Ásdís
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.