Morgunblaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 15. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                        BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. SEINT verður það sagt um Íslend- inga að þeir séu latir. Ég hugsa að fáar þjóðir í Evrópu vinni eins mik- ið og séu eins duglegar og við (og þetta er ekki einhver þjóðernis- hroki). Þetta hef ég sannreynt sem fararstjóri þar sem ég hef farið með marga útlendinga um landið. Yfirleitt dást þeir að vinnusemi Ís- lendinga og elju og finnst ótrúlegt hvað svona lítil þjóð kemur miklu í verk! En að einu leyti finnst mér elju Íslendinga fara aftur, og það er hvernig þeir fara með sitt eigið tungumál – íslenskuna, og það er einmitt það sem ég ætla að ræða um. Mér finnst fólk vera orðið of „latt“ í notkun sinni á málinu. Of oft kemur það fyrir að fólk sleppur endingum, skrifar eitt n þegar þar eiga að vera tvö, notar nefnifall þegar á að nota þolfall eða þágufall o.s.frv. o.s.frv. Sem starfsmaður hjá stóru fyrirtæki hér í bæ les ég oft tölvupóst sem okkur berst, og ég verð að segja það, að stundum verður mér orðfall. Þetta eru kannski nokkrar setningar en þær eru fullar af stafsetningar- og beygingarvillum. Einhvern tímann var verið að ræða um notkun skil- ríkja, og notaði þá viðkomandi orð- ið „skýrlíki“, það hvarflaði að mér að hér væri komin ný samkeppn- isvara við smjörlíki!! Einhverra hluta vegna er fólk hætt að nenna að virða reglur um stafsetningu og málfræði. Það finnst mér mjög mið- ur og þó er ég enginn íslenskufræð- ingur en hins vegar mikill áhuga- maður um íslenskuna. Kannski má með réttu segja, að Íslendingar hafi aldrei verið miklir reglumenn í gegnum tíðina. En það má líkja þessu við umferðina. Hvað nú ef allir keyrðu bara eins og þeim sýndist og hver og einn notaði sína eigin reglu. Það yrði þvílíkt um- ferðaröngþveiti að lögreglan þyrfti líkast til að fá áfallahjálp. Eins er með tungumálið, nema e.t.v. yrði öngþveitið ekki eins mikið (og þó!). Ef allir notuðu sínar eigin mál- fræðireglur og það væri bara geð- þóttaákvörðun hvernig orðin væru skrifuð (eins og maður gæti stund- um haldið að væri tilfellið) þá yrði náttúrlega hálfgert öngþveiti. Þess vegna eru settar reglur, til að forð- ast öngþveiti og til einföldunar. Gleymum ekki að þær voru ekki settar þarna af óþörfu, þær eru til þess að nota þær. Hér hef ég verið að ræða um skrifað mál, og það verð ég að segja Morgunblaðinu til hróss að alltaf hefur það gætt þess að fara með vandað og rétt mál. Það sama er hins vegar ekki hægt að segja um keppinautinn Fréttablaðið. Þar eru fyrirsagnir oft óvandaðar og beinlínis vitlaust stafsettar og merkingarlega rangar. Og því mið- ur, svo ég haldi mínum aðfinnslum áfram, þá er Ríkisútvarpið ekki undanskilið þessu í talmáli. Það er hvimleitt að heyra í aðalfréttatíma í útvarpi hvernig málfræðireglur eru brotnar, að t.d. er sagt að „fund- urinn sem vera átti í gærkvöld var frestað“ (nefnifall í stað þágufalls). Þetta er einhver fjárans nefnifalls- sýki (og bætist hún þá við þágu- fallssýkina) sem líklega er komin úr ensku. Íslenska er fyrst og fremst sagnamál, þ.e. að sagnir hafa mikla þýðingu og stýra mis- munandi föllum, en því er alveg öf- ugt farið með enskuna, hún er fyrst og fremst nafnorðamál. Ekki þarf að útlista það að önnur evrópsk tungumál hafa misst föllin eins og t.d. enskan. Er það hugsanlegt að slíkt gæti gerst í íslensku, og hvað finnst fólki um það? Er því alveg sama hvernig íslenskan er skrifuð? Vissulega verða ávallt breytingar í tungumálinu, stundum óhjákvæmi- legar. En breytingar sem verða vegna sljóleika og málleti geta ekki verið af hinu góða. Jónas Hall- grímsson og Fjölnismenn börðust við að útrýma dönskuslettum úr málinu á 19. öld og íslenskan gekk þá í gegnum málhreinsun. Hvað myndi Jónas segja í dag? Hætt er við að honum fyndist okkur miða „aftur á bak“. Ég ætla ekki að líkja því saman hversu ólíkt það er að hlusta á eldra fólk segja frá og það yngra. Það er oft unun að hlusta á gamla fólkið segja frá. Hvers vegna? Jú, vegna þess að það gefur sér tíma til að tala og velur orðin af kostgæfni en bunar ekki öllu út úr sér líkt og tölvuútskrift eins og margir ung- lingar gera. Gamla fólkið segir oft meistaravel frá og það eigum við hin að nota okkur. Leti hefur aldrei verið vel liðin af Íslendingum og hví ættu þeir þá að líða málleti. Hún er eitthvað sem við ættum að forðast í lengstu lög. Hugsum vandlega út í það sem við segjum og skrifum og förum vel með íslenskuna. Leyfum málinu að þróast en þvingum ekki upp á það einhverjum breytingum sem eru til komnar vegna okkar eigin leti og metnaðarleysis. Íslenskan er okkar mál! EGILL ÓLAFSSON, vaktstjóri hjá Shell. Um „málleti“ og aðra leti Frá Agli Ólafssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.