Morgunblaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 51
MÚSÍKTILRAUNIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2002 51 MÚSÍKTILRAUNIR,hljómsveitakeppni fé-lagsmiðstöðvarinnarTónabæjar, standa sem hæst, í gærkvöldi var annað tilrauna- kvöld keppninnar og það þriðja í kvöld. Tilraunirnar að þessu sinni eru tuttugustu tilraunirnar frá 1982, en þá fór fyrsta keppnin fram. Þátttöku- sveitir að þessu sinni eru fjörutíu og keppa því tíu sveitir í kvöld líkt og önnur kvöld, en fjórða og síðasta til- raunakvöldið verður fimmtudaginn 21. mars. Úrslitakvöld Músíktilrauna 2002 verður síðan föstudaginn 22. mars. Fyrir sigur í Músíktilraunum 2002 fást 28 hljóðverstímar í Stúdíói Sýr- landi sem Skífan gefur. Fyrir annað sæti fást 28 tímar í Grjótnámunni sem Spor gefur. Þriðju verðlaun eru 28 hljóðverstímar í Stúdíó Geim- steinn, sem Geimsteinn gefur. Sveit- irnar sem lenda í þremur efstu sæt- unum fá einnig geisladiska frá Skífunni að launum. Athyglisverðasta hljómsveit Mús- íktilrauna 2002 fær Sennheiser Evolution E-835 hljóðnema frá Pfaff með standi og snúru og afslátt í Pfaff næsta árið. Besti söngvarinn fær Shure Beta hljóðnema frá Tónabúðinni, besti bassaleikarinn gjafabréf frá Hljóð- færahúsi Reykjavíkur og besti hljóm- borðsleikarinn samskonar bréf, besti trommuleikarinn vöruúttekt frá Samspili, besti gítarleikarinn gjafa- bréf frá Rín og gjafabréf frá Tóna- stöðinni, besti rapparinn fær Cad hljóðnema frá Tónastöðinni og besti tölvarinn fær hljóðkort frá Nýherja og gjafabréf frá Tónastöðinni. Við þetta er því að bæta að sigur- sveit tilraunanna að þessu sinni stendur til boða útgáfusamningur við Eddu – miðlun og útgáfu. Styrktaraðilar Músíktilrauna eru auk þeirra sem leggja til verðlaun: Hard Rock Café, Vífilfell – Sprite, Domino’s Pizza, Edda – miðlun / út- gáfa og Hljóðkerfisleiga Marteins Péturssonar. Jafnan leika gestasveitir fyrir til- raunagesti áður en keppni hefst hvert kvöld og á meðan atkvæði eru talin. Nú er röðin komin að Fidel og Ceres. Waste er tríó úr Reykjavík sem leikur pönkrokk. Atli Jónasson gítarleikari, Kári Árnason bassaleikari og Grímur Gíslason, gítarleikari og söngvari, fylla flokk Waste-manna, en meðalaldur þeirra er tæp fimmtán ár. Tópaz er tveggja manna sveit þeirra Óla Páls Geirssonar, rappara og forritara, og Trausta Stefánssonar, rappara og söngv- ara. Þeir eru báðir á sautjánda árinu og leika melódískt hiphop. Dúettinn Svört verða sólskin skipa Haukur Jóhannsson, gítarleikari og forritari, og Svavar Austmann, söngvari og forritari. Þeir eru báðir fæddir 1979 og leika „teknóskotinn metal“, eins og þeir kjósa að lýsa tónlistinni. Spoiled er úr Hafnarfirði og Reykjavík. Liðsmenn eru Hrafnkell Leifsson, gítarleikari og söngvari, Björgvin Sigvaldason trommuleik- ari og Sigurður Kristján Jensson bassaleikari. Þeir verða allir tvítug- ir á árinu og leika rokk. Eins og nafnið ber með sér leikur Reaper svartþungarokk og metalcore. Sláttumennirnir slyngu eru þeir Gunnar Pétursson söngvari, Stefán Pét- ursson gítarleikari, Sigurður Halldórsson bassaleikari og Ólafur Þór Arn- alds trommuleikari. Meðalaldur þeirra félaga er rétt rúm sextán ár. Úr Reykjavík kemur hljómsveitin Pan sem leikur melódískt alternative- rokk. Sveitina skipa þeir Halldór Örn Guðnason, gítarleikari og söngvari, Gunnar Pálsson, hljómborðsleikari og bakraddasöngvari, Garðar Borg- þórsson trommuleikari, Guðbjartur Karl Reynisson bassaleikari og Björg- vin Benediktsson gítarleikari. Einangrun leikur brandararokk en liðsmenn hennar eru Haraldur G. Matthíasson, gítarleikari og söngvari, Ingi E. Árnason bassaleikari og Birgir Ólafsson trommuleikari. Þeir eru allir á sextánda árinu. Einsmannssveitin Counter Strike er Tómas Pétursson sem leikur á tölvur. Hann segist spila hart drum & bass og er á tutt- ugasta og fyrsta aldursári. Reykjavíkursveitin Citizen Joe leikur harðkjarnarokk. Félagar hennar eru Freyr Garðarsson gítarleikari, Jökull Huxley Yngvason leikur á bassa, Friðjón Jónsson syngur og Pétur Daníel Pétursson leikur á trommur. Með- alaldur þeirra er slétt sautján ár. Mute-félagar eru þeir Páll Bergmann trommuleikari, Finnur Kári Jörg- ensson og Matthías Arnalds, gítarleikarar og söngvarar, og Helgi Gunnar Gunnarsson bassaleikari. Sveitin leikur grunge-rokk. Allir eru þeir félagar fæddir 1986 utan Helgi sem er ári eldri. Waste Tópaz Svört verða sólskin Spoiled Reaper Pan Einangrun Counter Strike Citizen Joe Mute Brandara- rokk og pönk Þriðja undan- úrslitakvöld Músíktilrauna er í kvöld. Árni Matth- íasson segir frá hljómsveit- unum tíu sem glíma um sæti í úrslitum. Morgunblaðið/Sverrir lýsingum um búfé í hagagöngu og umráðamann þess. Aukin ábyrgð er sett á hendur hér- aðsdýralæknum í frumvarpinu og ber hann ábyrgð eftir að ábending er kominn til hans um vanfóðrun eða slæman aðbúnað. Ef málið fer lengra og aflífa þarf dýr eða kemur til vörslu- sviptingar færist ábyrgðin yfir á lög- reglustjóra. Hér er einungis stiklað á stóru um frumvarpið en hægt er að skoða það í heild sinni á vef Alþingis www.alt- hingi.is með því að fletta upp á orðinu búfjárhald. Metnaðarmál að fóðrun og aðbúnaður sé sem bestur Sigríður Björnsdóttir segir að margt hafi þurft að skoða við endur- skoðun þessara laga. Oft hefur viljað brenna við að fólk hafi ekki haft á hreinu hver beri ábyrgð á hrossum, t.d. í hagagöngu. Auk þess telji hún nauðsynlegt að öll hross í landinu verði skráð og vitað sé hverjir eig- endur þeirra séu. Þetta eigi alveg jafnt við um hross í sveit eða í bæjum og borg. Nú sé t.d. ekkert vitað hversu mörg hross séu á Reykjavík- ursvæðinu, eða hverjir eigi þau. Þetta sé afleitt t.d. ef kæmi upp smitsjúk- dómur á svæðinu og bráðnauðsynlegt að bæta úr þessu. Hvað varði eftirlit með hrossum telur hún mikilvægast að almenning- ur geri sér ljóst að honum er skylt að hafa eftirlit með öllum dýrum. Fólki ber skylda til að tilkynna til héraðs- dýralækna ef það verður vart við slæma meðferð á hrossum. „Við berum öll ábyrgð,“ segir hún. „Við getum ekki treyst á eftirlit hins opinbera eingöngu enda hafa búfjár- eftirlitsmenn ekki möguleika á að sinna þessu alfarið einir. Þess ber að geta að algjör trúnaður gildir um þá sem tilkynna slíkt og ekki gefið upp hverjir þeir eru.“ Sigríður segir að eitt það mikilvæg- asta við þetta frumvarp sé að ábyrgð dýralækna er aukin og milliliðum er fækkað og þar með ferillinn styttur ef eitthvað kemur upp á. Þannig að ef slæm meðferð á dýrum er tilkynnt til héraðsdýralæknis og gera þarf frek- ari ráðstafanir er málið sett í hendur lögreglustjóra strax. Eigandi hefur þó alltaf sinn andmælarétt. „Annars held ég að hestamenn ættu að fagna því að sett séu skýr lög og relgur um búfjárhald því það er mikilvægt fyrir allan hestaiðnaðinn í landinu. Það ætti að vera metnaður allra að allt hestahald sé eins gott og mögulegt er. Það eru langtímahags- munir íslenskra hestamanna að þeir geti státað sig af því að hér á landi sé bæði aðbúnaður og fóðrun hrossanna eins og best verður á kosið.“ Dagskrá Landsmóts 2002 hefst þriðjudaginn 2. júlí og verður samfelld fram á sunnudagskvöldið 7. júlí. Hjörtur sagði að dagskráin verði þéttsetin flesta dagana, en ákveðið hefur verið að hafa góð hlé á milli atriða á laugardeginum svo fólk geti hist og gefið sér tíma til að ræða saman um þau góðu hross sem væntanlega verða á mótinu. Yfirlitssýningar kynbóta- hrossa verða á föstudag og laug- ardag, en á laugardeginum verða einungis sýnd þau allra bestu. Ekki hefur verið gengið frá hver aðgangseyrir að mótinu verð- ur, en ljóst er að strax og það hefst eða fljótlega verði byrjað að selja inn. Gert er ráð fyrir að hægt verði að kaupa miða fyrir allt mótið og tvo dansleiki í einu, en verðið muni lækka eftir því sem líður á mótið. Hægt er að fylgjast með frétt- um af mótinu og sjá dagskrá og fleira á heimasíðu Landsmóts 2002, www.skagafjordur.com/ landsmot. Einnig er hægt að fá upplýsingar um landsmótið með því að senda fyrirspurn á lands- mot@horses.is, á faxi 455 6001, hringja í síma 453 8860 eða skrá sig á póstlista á heimasíðunni und- ir liðnum upplýsingar. Þá er einn- ig hægt að senda fyrirspurn um gistingu á upplvarm@krokur.is eða skoða heimasíðuna wwww.ska- gafjordur.com/aferdinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.