Morgunblaðið - 15.03.2002, Síða 2

Morgunblaðið - 15.03.2002, Síða 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 15. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Augusta-völlurinn þolir ekki frekari breytingar / C4 Grindvíkingar unnu sigur á Sauðárkróki / C2 8 SÍÐUR Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is 4 SÍÐUR  Líf í tuskunum / B1  Málfærni að hætti hússins / B2  Tai Chi / B4  Íslensk hönnun í París / B5  Notaðar flíkur / B6  Þjóðfánar í fatatísku / B7  Auðlesið efni / B8 Sérblöð í dag DÓMUR yfir karlmanni vegna kyn- ferðisbrota gegn stjúpdóttur hans var þyngdur í Hæstarétti í gær úr hálfu fjórða ári í fimm og hálfs árs fangelsi. Auk þess var maðurinn dæmdur til að greiða konunni, sem nú er tæplega þrítug, eina milljón króna í miskabætur ásamt dráttar- vöxtum frá dómsuppsögudegi. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa haft samræði við stjúpdóttur sína um árabil á ýmsum stöðum á árunum 1983 til 1987. Var stúlkan á aldrinum 9–14 ára en hún lagði fram kæru sína hjá lögreglu þegar hún var orðin 27 ára gömul. Lauk misnotkun hans ekki fyrr en stúlk- an var á 15. ári, en móðir hennar lá á sæng er hann hafði fyrst samræði við stjúpdótturina, í nóvember 1982. Maðurinn hefur frá upphafi neitað öllum sakargiftum. Áfrýjaði hann dómi héraðsdóms og krafðist þess að hann yrði ómerktur og mál- inu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar, en ella yrði hann sýkn- aður af refsi- og bótakröfum. Brást trúnaðarskyldum Vitnaði Hæstiréttur til þess að héraðsdómur hefði metið framburð hennar einkar trúverðugan og sagði að þegar gögn málsins í heild væru virt þætti ekkert hafa fram komið, sem gæfi tilefni til að draga í efa mat héraðsdóms á sönnunargildi framburðar konunnar. Yrði því að staðfesta sakarmat dómsins. Litið var svo á að maðurinn hefði gerst sekur um alvarleg kynferðisbrot gagnvart stúlkunni og misnotað gróflega vald sitt yfir henni og brugðist trúnaðarskyldum gagn- vart henni. Talið var að honum hefði mátt vera ljóst hve alvarlegar afleiðingar atferli hans hlaut að hafa fyrir líf og sálarheill stúlkunn- ar. Maðurinn var dæmdur til að greiða áfrýjunarkostnað sakarinn- ar, þar með taldar 600.000 krónur í málsvarnarlaun skipaðra verjenda sinna í héraði og fyrir Hæstarétti og réttargæsluþóknun lögmanns stjúpdótturinnar á báðum dómstig- um. Málið dæmdu hæstaréttardóm- ararnir Hrafn Bragason, Garðar Gíslason, Haraldur Henrýsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Pétur Kr. Hafstein. Dómur þyngdur vegna kynferðisbrots VEL á þriðja hundrað manns tóku sér stöðu fyrir utan Grand hótel í Reykjavík síðdegis í gær og mótmæltu framgöngu Ísr- aelsríkis gagnvart Palest- ínumönnum. Félagið Ísland- Palestína hafði frumkvæði að mótmælastöðunni og að sögn lög- reglu fór allt friðsamlega fram. Á hótelinu fór fram á sama tíma kynning ferðamálaskrifstofu Ísr- aels á skemmti- og sólar- landaferðum til landsins. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn gefur hér fyrirmæli á vettvangi og fremst á myndinni má sjá Ást- þór Magnússon, fyrrverandi for- setaframbjóðanda. Morgunblaðið/Kristinn Friðsamleg mótmæla- staða HUGMYNDIR eru um að setja upp vatnsleikjagarð í Laugardals- laug. Hugmyndirnar er að finna í skýrslu sem rædd verður á fundi Íþrótta- og tómstundaráðs í dag. Í skýrslunni er stefnumótun fyrir allar sundlaugir borgarinnar þar sem gengið er út frá því að sérstaða hverrar laugar verði undirstrikuð. Að sögn Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borgarfull- trúa yrði aðalsundlaugin, sem er eina 50 metra útilaugin í borginni, áfram nýtt til sunds og sundæf- inga en samkvæmt hugmyndun- um yrði komið fyrir leiktækjum og rennibrautum í öðrum hlutum lauganna. Þá væru möguleikar á að koma fyrir litlum útipottum með leir eða sjó í garðinum milli gömlu laugarinnar og nýja mann- virkisins þar sem koma á innilaug og heilsuræktarstöð. Steinunn gerir ráð fyrir að þessar hugmyndir verði þróaðar áfram í tengslum við endurbætur á gömlu lauginni sem ráðast þarf í á næstu árum. Laugardalslaug verði breytt í vatnaparadís  Vatnaleikjagarður/12 SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ hefur í dag aukið loðnukvótann sem nemur 100 þús. tonnum eða úr 996.202 lestum í 1.096.202 lestir. Ákvörðun þessi var tekin að tillögu Hafrannsóknastofnunarinnar. Í janúar sl. lauk Hafrannsóknastofn- unin við mælingar á kynþroska hluta loðnustofnsins og gerði að þeim loknum tillögu um 1.200 þús- und tonna heildaraflamark fyrir yfirstandandi loðnuvertíð. Undan- farið hafa verið spurnir af líklegri vestangöngu loðnu og hafa nú mælst liðlega 100 þús. tonn sem talið er að ekki hafi tilheyrt þeim hluta stofnsins sem mældur var í janúar. Gera má ráð fyrir að hækkun á leyfilegum heildarafla í loðnu auki útflutningsverðmæti sjávarafurða á árinu 2002 um 1,2 milljarða frá fyrri áætlunum Þjóð- hagsstofnunar. Loðnukvótinn aukinn um 100.000 tonn ÁGÚST Gíslason, flutn- ingabílstjóri á Bíldudal, seg- ir að litlu hafi mátt muna að hann stórslasaðist ekki þeg- ar fiskflutningabíll, sem hann ók, rann niður brekku og út af veginum um Hálf- dán í hádeginu á miðviku- dag. Bíllinn fór á hliðina og rann eina 40 metra niður bratta fjallshlíð þar til hann stöðvaðist. Ágústi tókst á síðustu stundu að stökkva út úr bílnum áður en hann fór út af. Ágúst slapp án teljandi meiðsla en þegar Morg- unblaðið ræddi við hann í gærkvöldi sagðist hann finna fyrir eymslum í skrokknum sem gætu jafnvel bent til rifbeinsbrots. Flutningabíllinn stórskemmdist og er líklega talinn ónýtur. Ágúst var á leið frá Bíldudal til Patreksfjarðar og Tálknafjarðar með fullan bíl af tómum fiskkörum. Ætlunin var að ná í fiskúrgang í frystihúsum til vinnslu í fiskimjöls- verksmiðjunni Próteini á Bíldudal, þar sem Ágúst starfar sem bílstjóri. „Ég var á leiðinni upp Hálfdán frá Bíldudal þegar ég lenti á svell- bunka á veginum. Ég fór eins ut- arlega á vegkantinn og hægt var til að sleppa við svellið en þá kom ein- hver hnykkur á bílinn þannig að hann skekktist til á veginum og byrjaði að spóla. Brekkan þarna er mjög brött og mér tókst ekki að halda bílnum á veginum. Hann fór bara að renna stjórnlaust aftur á bak. Þá var ekkert annað að gera en að forða sér, ég var búinn að reyna allt til að ná stjórn á bílnum. Ég stökk því út og kom niður á veg- kantinum. Næst horfði ég bara á eftir bílnum niður hlíðina og sá hann loks velta yfir á hliðina bíl- stjóramegin. Ég er mjög sæll með að hafa komist út. Hefði ég ekki náð því er ljóst að ég hefði getað stórslasast,“ sagði Ágúst sem hefur ekki áður lent í viðlíka óhappi á erfiðum vegi um Hálfdán, á þeim nærri 30 árum sem hann hefur starfað sem bílstjóri á þessum slóð- um. „Vonandi kemur svona nokkuð ekki fyrir mann nema einu sinni á ævinni,“ bætti Ágúst við en við ann- an mann fór hann á slysstað í gær til að koma bílnum upp á veg og tína fiskkörin saman. Ágúst sagðist ætla að halda áfram akstri þrátt fyrir óhappið, allt of snemmt væri að hætta nú og leggjast í kör, eins og hann orðaði það. „Ég er mjög sæll með að hafa komist út“ Flutningabílllinn á slysstað. JAAN Ehlvest er einn í efsta sæti eftir áttundu umferð Reykjavíkurskákmótsins með 6½ vinning en hann gerði í gær jafntefli við Oleg Korneev. Stefán Kristjánsson hafði fyrir umferðina í gær náð lokaáfanga að alþjóðlegum titli en í gær sigraði hann Hannes Hlífar Stefánsson. Í öðru til sjötta sæti voru í gær þeir Helgi Áss Grétarsson, Oleg Korneev, Stefán Kristjánsson, Valeriy Neverov og Jonathan Rowson með sex vinninga. Þrjár konur standa jafnt að vígi með 4½ vinning, þær An- toaneta Stefanova, Jennifer Shahade og Lenka Ptacnikova. Síðasta umferð mótsins verður tefld í dag og hefst taflið klukk- an 13. Ehlvest einn í efsta sæti  Stefán/53

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.