Morgunblaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 20
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 20 FÖSTUDAGUR 15. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ TAP Íslandssíma á síðasta ári nam 990,3 milljónum króna. Tapið árið 2000 var 492,5 milljónir. Tapið er í takt við endurskoðaðar áætlanir fé- lagsins, eins og fram kemur í til- kynningu til Verðbréfaþings Íslands. Rekstrartekjur Íslandssíma námu 1.457 milljónum króna árið 2001 og jukust um 106% miðað við árið á undan þegar þær námu 709 milljón- um króna. Rekstrargjöld námu 1.865 milljónum og jukust um 85% miðað við allt árið á undan. Verulegs rekstrarbata gætti seinni hluta árs. Skýrist það af aukn- um tekjum og margþættum aðgerð- um sem stjórnendur gripu til síð- sumars. Tap fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta var 204 millj- ónir á öðrum ársfjórðungi en lækk- aði í 108 milljónir á þriðja ársfjórð- ungi og í 38 milljónir í síðasta ársfjórðungi, að því er fram kemur í tilkynningunni. „Á árinu 2002 gerir Íslandssími ráð fyrir áframhaldandi vexti í starf- semi félagsins og rekstrarbata. Þannig var jafnvægi í rekstri fast- línustarfsemi félagsins fyrir afskrift- ir, fjármagnsliði og skatta í desem- bermánuði sl. í fyrsta skipti frá því starfsemi hófst. Eins og fram er komið er lokið meginuppbyggingu fjarskiptakerfa félagsins. Þetta veit- ir aukið svigrúm til áherslu í mark- aðs- og sölustarfsemi. Stjórnendur Íslandssíma gera ráð fyrir að rekstr- artekjur Íslandssíma hf. árið 2002 aukist um 40 til 60% miðað við árið á undan. Jafnframt er gert ráð fyrir að hagnaður fyrir afskriftir, fjármagns- liði og skatta verði um 10% af veltu árið 2002,“ segir í tilkynningu frá Ís- landssíma. Veltufjárhlutfall hækkaði á síð- asta ársfjórðungi úr 0,45 í 0,60. Hækkunina má skýra með endur- fjármögnun skammtímalána og greiðslu skammtímaskulda í fram- haldi af hlutafjáraukningu félagsins. Áfram verður unnið að því að hækka veltufjárhlutfallið. Viðskiptakröfur félagsins námu 474 milljónum króna í árslok. Sam- stæðan hefur sett 78 milljónir króna í afskriftasjóð viðskiptakrafna í var- úðarskyni. Tap Íslandssíma tæpur milljarður króna                                                                !  !     "# # $$  #$% &                   !  " #  " #      !          !    Tekju- markmið hafa náðst TEKJUR deCODE, móðurfélags Ís- lenskrar erfðagreiningar, á þessu ári eru áætlaðar á bilinu 50–70 milljónir Bandaríkjadala sem jafngilda um 5–7 milljörðum íslenskra króna. Þá eru teknar með áætlaðar tekjur bandaríska lyfjaþróunarfyrirtækis- ins MediChem, en stefnt er að því að ganga frá kaupum á því á næstu dög- um. Þetta kom fram á símafundi de- CODE á Netinu í gær. Þar greindu Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Hannes Smára- son, aðstoðarforstjóri, frá afkomu- tölum síðasta árs og horfum fyrir ár- ið 2002. Kári sagði að árið 2001 hafi ein- kennst af miklum vexti og að und- irstöðurnar fyrir langtímaáætlanir félagsins hafi verið styrktar á sama tíma og metnaðarfull tekjumarkmið hafi náðst. Hann greindi frá helstu viðburðum ársins 2001, samstarfs- samningum og uppgötvunum vís- indamanna Íslenskrar erfðagrein- ingar. Þær uppgötvanir geri fyrirtækinu kleift að stefna að því markmiði að nýta þær til að þróa ný og betri lyf gegn algengum sjúkdóm- um. Kári sagðist vonast til að geta greint frá nýjum samstarfssamning- um er líður á þetta ár. Hann var spurður á símafundinum um hve marga nýja samstarfssamninga gert væri ráð fyrir að fyrirtækið myndi gera á árinu. Hann svaraði því til að það væri ekki aðalatriðið, heldur hve mörgum lyfjum fyrirtækið myndi koma á framfæri er fram líða stund- ir. Hannes sagði að árið 2001 hafi verið enn eitt ár öruggs vaxtar de- CODE og að markmið um tekjur hafi náðst. Bókfærðar tekjur ársins hafi numið 40,3 milljónum Banda- ríkjadala, aukist um 70% frá fyrra ári, en gert hafi verið ráð fyrir að þær hljóðuðu upp á 40 milljónir dala í áætlun félagsins. Tekjuaukningin á árinu sé staðfesting á árangri lang- tíma viðskiptaáætlunar félagsins. „EIMSKIP er ekki einvörðungu flutningafyrirtæki,“ sagði Benedikt Sveinsson, stjórnarformaður Eim- skipafélags Íslands, á aðalfundi fé- lagsins í gær og vísaði til þess að fé- lagið byggðist í vaxandi mæli á tveimur stoðum, annars vegar flutn- ingastarfsemi og hins vegar fjárfest- ingarstarfsemi. Hann upplýsti að nú væri verið að renna þriðju stoðinni undir rekstur félagsins, þ.e. sjávar- útvegsstarfsemi. Einingarnar þrjár verða reknar sem sjálfstæð félög innan samstæðu Eimskipafélags Ís- lands, Eimskip um flutninga, Burð- arás um fjárfestingar og Útgerðar- félag Akureyringa (ÚA) um sjávarútveg. „Eimskip hefur gert sér grein fyr- ir því að á næstu árum verður aukin samþjöppun í sjávarútvegi. Félagið hefur haft áhuga á því að vera þátt- takandi í þessari þróun og vera af- gerandi eignaraðili í einu stóru öfl- ugu sjávarútvegsfyrirtæki. Með því er félagið áfram þátttakandi í því að umbreyta og þróa íslenskt þjóðfélag til aukinnar hagkvæmni alþjóðavæð- ingar og sóknar til bættra lífskjara“, sagði Benedikt. Samruni ÚA og Skagstrendings Eimskip steig fyrsta skrefið í gær með kaupum á viðbótarhlutum í ÚA og Skagstrendingi og er eignarhlut- ur félagsins nú orðinn 41% í Skag- strendingi og 55% í ÚA. Benedikt sagði Eimskip hafa áhuga á því að Skagstrendingur og ÚA færu í formlegar viðræður um náið sam- starf eða samruna. Það fyrirtæki verði í dreifðri eign og ekkert sjáv- arútvegsfyrirtæki hér á landi verði með jafnmarga hluthafa og svo mikla dreifingu á eignarhaldi. „En við ætlum ekki að láta þar við sitja. Við munum leggja áherslu á að efla ÚA eða sameinað sjávarútvegsfyr- irtæki ÚA og Skagstrendings, sem verður með höfuðstöðvar sínar og rekstur á Norðurlandi og víða burð- arás í atvinnulífinu. Áhugavert er að stækka það enn frekar með aukinni breidd í rekstri og útrás á erlendan markað.“ Með aukningu hlutafjár Eimskipa í ÚA skapaðist skylda til yfirtöku á hlutabréfum annarra hluthafa í ÚA, þ.e. Eimskip er skylt að bjóða öðrum hluthöfum í ÚA að kaupa bréf þeirra á sömu kjörum en greiðslan var í formi hlutabréfa í Eimskipafélaginu. Tilkynnt var um að fljótlega yrði boðað til hluthafafundar í Eimskipa- félaginu þar sem farið yrði fram á samþykki fyrir hlutafjáraukningu til kaupa á hlutum annarra eigenda ÚA og til að mæta kaupum á hlutafé í Skagstrendingi, ef af sameiningu ÚA og Skagstrendings yrði. Áfram erfiðleikar í flutningum Benedikt sagði Eimskip vera eitt þeirra fyrirtækja sem hve harðast hefði farið út úr efnahagsástandinu síðastliðin tvö ár. Afkoma af flutn- ingastarfsemi hefði verið slæm í lið- lega tvö ár á sama tíma og verðmæti hlutabréfa eigna félagsins hefði minnkað. Hann sagðist ennfremur reikna með að flutningastarfsemi yrði áfram erfið í ár þó svo að gert væri ráð fyrir hagnaði af rekstri. Samkeppni yrði áfram hörð og búast mætti við aukinni samkeppni í Evr- ópusiglingum. Sjávarútvegur verður ein af þremur stoðum Morgunblaðið/Sverrir Benedikt Sveinsson stjórnarformaður og Ingimundur Sigurpálsson for- stjóri hafa fundið Eimskipafélaginu nýja stoð í rekstrinum. Starfsemin skiptist nú í þrennt; flutninga, sjávarútveg og fjárfestingar.           !" ## !!   " # "# !$ #$" $! %   & #!'(    &) *&)   ++   & ( ,  -!!! .   &)     /  ++ " !#' 0  ' ##   ++1+ 23      -// 4  -   3 3-  ! $%&' (        . 5+ &, 6 0 & , 7  /   ,   8    6  , 6    & 3+ , 9  .  ,(  3 ,     923+  , :&0  !"#$!   3+   +9  6   7  /   :&0 6       %&' (' )*& + ,  ',  +  )*& '+%%  '+ Grundvallarbreytingar kynntar á starfsemi Eimskipafélagsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.