Morgunblaðið - 15.03.2002, Page 61

Morgunblaðið - 15.03.2002, Page 61
ÞAÐ er lítil þurrð á blótum er þorrinn gengur í garð, svo mikið er víst. Íslendingar og Íslands- vinir út um allan heim ganga óhikað að bökkunum og er Am- eríka þar í engu undanskilin. Þannig hélt Íslendingafélagið í Hampton Roads, einu úthverfa Norfolk í Virginíuríki sitt blót á dögunum og var mikið um dýrðir að vanda. Súrmetið þótti ekki amalegt til átu og skemmti fólk sér hið besta við skraf og aðra skemmtan. Alíslenskir búningar voru að sjálfsögðu í heiðri hafðir. Þorrablót í Vesturheimi FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2002 61 Papar í kvöld Vesturgötu 2, sími 551 8900 Matti the Maniac Dan Cassidy og the Irish Music Session leika réttu tónlistina föstudag, laugardag og sunnudag Allt á fullu alla helgina helgi heilags Patreks Það verður ekki Írskara Hverfisgata 26 Svalasta kráin í bænum HARMONIKUBALL Gömlu og nýju dansarnir - Dansleikur fyrir alla „Heila nótt ég hoppað gæti..........“ Dansleikur laugardagskvöld frá kl. 22 í ÁSGARÐI, Glæsibæ við Álfheima. Félagar úr Harmonikufélagi Reykjavíkur og Harmonikufélagi Vesturlands leika fyrir dansi. Ragnheiður Hauksdóttir syngur. Fordrykkur í boði hússins fyrir fyrstu 150 gestina. Harmonikufélag Reykjavíkur. Nærvera (Proximity) Spennumynd Bandaríkin, 2001. Skífan VHS (90 mín.). Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn: Scott Ziehl. Aðalhlutverk: Rob Lowe, Kelly Rowan og James Coburn. DÁNARTÍÐNI innan veggja rík- isfangelsisins í Ohio getur ekki talist eðlileg og háskólaprófessorinn Will- iam (Lowe), sem þar dúsir fyrir ölv- unarakstur og manndráp af gáleysi, telur sig vera í hættu. Í ljós kemur að samtök aðstandenda fórnarlamba of- beldisglæpa standa fyrir launmorð- um á föngum og verður William að færa sönnur fyrir máli sínu áður en röðin kemur að honum. Hér er að mörgu leyti velt upp áhugaverðum spurningum um réttlæti og refs- ingu, í samhengi við sorgarferli aðstandenda fórnar- lamba ofbeldis. Mjög áleitið efni í ljósi umræðunnar um dauðarefsing- ar í Bandaríkjunum. Þessi áhuga- verða og á köflum átakanlega hlið myndarinnar lýtur þó í lægra haldi fyrir formúlukenndum hasarnum og einfeldningslegum úrlausnum sem ágerast er fram í sækir. Fyrrum táningsstirnið Rob Lowe er þó prýð- isgóður í aðalhlutverkinu og er gam- an að sjá gömlu kempuna James Coburn ennþá í fullu fjöri. Heiða Jóhannsdóttir Myndbönd Fangi á flótta MORGUNBLAÐIÐ hefur undan- farið staðið fyrir svokölluðu Blað- berakapphlaupi, en það gengur út á að blaðberar höfuðborgarsvæðisins keppast við að safna stigum. Þeir fá ákveðin stig við upphaf og lok blað- burðarins og ef þeir ljúka burði fyrir kl. 7 fá þeir aukastig. Þeir stiga- hæstu lenda svo í einskonar lukku- potti sem dregið er úr mánaðarlega. Í febrúar var enn á ný sett met í punktasöfnun þegar fleiri blaðberar en áður náðu hámarksárangri og voru því fjölmargir sem komu til greina í lokaúrslitunum. Íris Hauks- dóttir hreppti aðalvinninginn að þessu sinni og fékk hún GSM-síma Nokia 3310 í verðlaun. Auk þess fengu 20 aðrir blaðberar aukavinn- inga, bíómiða fyrir tvo. „Ég er með Lindarhverfið í Kópa- vogi,“ segir Íris. „Þetta eru 100 blöð og 150 um helgar.“ Hún segir að móðir sín hafi verið mjög dugleg að hjálpa sér við blað- burðinn og kann hún henni miklar þakkir fyrir. „Það er búið að vera rosalega mikið að gera hjá mér síðan um áramót og hún á mikinn heiður skilinn,“ segir Íris brosandi. Íris segist vinna þetta með skól- anum og í ljós kemur að hún er þessi dæmigerði Íslendingur; það er bók- staflega allt brjálað að gera hjá henni. „Ég er líka í kvöldvinnu. Svo er ég að fara að taka þátt í Ungfrú Reykja- vík og er í félagslífinu líka; er for- maður listanefndarinnar í fjöl- brautaskólanum mínum. Og svo er ég líka í líkamsrækt.“ Íris fer á fætur hálfsex eða korter í sex. Hún viðurkennir að þessar fimmtán mínútur eigi það til að vera drjúgar, þetta snemma á morgnana. „Það tekur svona fjörutíu mínútur til klukkutíma að bera þetta út. Svo er maður mættur stálsleginn á morgnana í skólann.“ En hún hlýtur nú að fara snemma í bólið? „Nei,“ segir hún og hlær við. „Ég fer mjög seint að sofa!“ Íris er búin að vera í þessu í þrjú ár. „Ég er að reyna að borga upp bíl- inn minn með þessu,“ segir þessi lífs- glaða stúlka að lokum og kímir. Blaðberakapphlaupið heldur áfram í mars með nýjum vinningum. Morgunblaðið/RAX Blaðberakapphlaup Morgunblaðsins Eldsnemma á fætur, seint að sofa Örn Þórisson, áskriftarstjóri Morgunblaðsins, afhendir Írisi Hauksdóttur verðlaunin. Í TÆPA sex áratugi hefur verið haldið svokallað hjónaball á Flúðum sem er ætlað húsráðendum sem og burtfluttum sveit- ungum í Hruna- mannahreppi. Þetta er glæsileg- asta skemmtun árs- ins hér í sveitinni enda aðsókn mikil sem hefur orðið að takmarka í seinni tíð. Að þessu sinni fór hjónaballið fram laug- ardagskvöldið 2. mars og sóttu það um 300 manns. Veislumatur af bestu gerð var á borðum svo sem venja er. Heimatilbúin skemmtiatriði á léttu nótunum sem og gamanvísur kitluðu hlát- urtaugar. Þar var að venju gert góðlátlegt grín að ýmsu skoplegu sem gerst hefur meðal sveitung- anna á árinu. Sungið var og dans- að af miklu fjöri langt fram á nóttina við undirleik Hljómsveitar Friðjóns Þórðarsonar. Þótti hjónaballsfagnaðurinn takast með afbrigðum vel að þessu sinni. Sex- tán manna skemmtinefnd sem skipuð er árlega sér um hjóna- ballið hverju sinni. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Hjónin hlógu dátt að sprellinu á sviðinu. Það lá vel á þeim Lofti Þor- steinssyni oddvita (t.h.) og Pálmari Þorgeirssyni bílstjóra. Hjónaball á Flúðum Glæsilegasta skemmtun ársins Hjónaballsnefndin heldur í hefð- ina og syngur inn næstu nefnd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.