Morgunblaðið - 15.03.2002, Side 25

Morgunblaðið - 15.03.2002, Side 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2002 25 MANNRÉTTINDASAMTÖKIN Amnesty International birtu í gær skýrslu þar sem þau gagnrýna með- ferðina á innflytjendum sem hafa verið handteknir í Bandaríkjunum eftir hryðjuverkin 11. september. Í skýrslunni segir að mörgum inn- flytjendanna sé enn haldið í laga- legri óvissu, margir þeirra fái ekki að hitta fjölskyldu sína og ræða við lögfræðinga og þeir hafi jafnvel ekki fengið upplýsingar um hvers vegna þeim sé haldið í fangelsi. Amnesty segir að mikil leynd hvíli enn yfir málum fanganna og margir þeirra njóti ekki enn „ákveðinna grundvallarréttinda sem tryggð eru samkvæmt alþjóðalögum“. Í skýrslunni segir að dæmi séu um að föngum, sem sakaðir eru um minniháttar brot á innflytjendalög- gjöfinni, hafi verið haldið í einangr- un í allt að 23 klukkustundir á dag. „Þetta virðist óþarflega harkalegt og jafngilda grimmilegri, ómannúð- legri og niðurlægjandi meðferð.“ Skýrsluhöfundarnir segja að föngum hafi verið haldið í fangelsi vikum og jafnvel mánuðum saman án þess að þeir hafi verið ákærðir fyrir glæpi eða brot á innflytjenda- löggjöfinni. Karen Kraushaar, talsmaður bandaríska innflytjendaeftirlitsins, INS, kvaðst ekki geta rætt niður- stöður skýrslunnar þar sem hún hefði ekki lesið hana. Hún sagði þó að handtökurnar endurspegluðu þá miklu áherslu sem bandarísk yfir- völd legðu enn á aðgerðir til að koma í veg fyrir fleiri hryðjuverk. „Allir þeir sem við höfum í haldi hafa brotið innflytjendalöggjöfina,“ sagði Kraushaar. „Við höfum sett mjög skýrar reglur um hvernig hafa eigi fólk í haldi og hvernig koma eigi fram við það og við fylgjum þeim í hvívetna.“ 1.200 manns voru handteknir Bandarísk yfirvöld hafa handtekið um 1.200 manns, aðallega araba og fólk frá Suður-Asíu, í tengslum við rannsóknina á hryðjuverkunum 11. september. Dómsmálaráðuneytið sagði 15. febrúar að 327 manns væru enn í haldi og hefðu verið ákærðir fyrir brot á innflytjendalöggjöfinni. Meira en 100 aðrir innflytjendur hafa verið ákærðir fyrir glæpi sem tengjast ekki hryðjuverkunum. The Washington Post skýrði frá því í vik- unni sem leið að bandarísk yfirvöld hefðu leyst hundruð Pakistana úr haldi og sent þá til heimalandsins. Skýrsla Amnesty byggist á viðtöl- um við lögfræðinga innflytjenda, fanga og ættingja þeirra, auk þess sem höfundarnir skoðuðu tvö fang- elsi í New Jersey þar sem innflytj- endunum er haldið. Meðferðin á fang- elsuðum innflytj- endum gagnrýnd New York. The Washington Post. Amnesty International birtir skýrslu SKOSKUR áfrýjunardómstóll stað- festi í gær dóm yfir líbýskum leyni- þjónustumanni vegna sprengingar á vél Pan Am-flugfélagsins sem varð 270 manns að bana. Allir fimm dóm- arar voru sammála um að Abdel Basset Ali al-Megrahi, 49 ára, væri sekur og að hann væri ábyrgur fyrir sprengjunni sem grandaði Boeing 747-vélinni yfir bænum Lockerbie í Skotlandi 1988. „Við erum sammála um að engin af þeim rökum, sem sett eru fram í áfrýjuninni, eigi sér stoð,“ sagði Cullin lávarður, sem fór fyrir dóm- urunum. „Með þessu er málinu lok- ið,“ bætti hann við. Al-Megrahi var á síðasta ári dæmdur sekur um að hafa komið tösku fyrir í flugvél á Möltu, sem síð- ar var flutt yfir í vél Pan Am, flug nr. 103, sem sprakk þegar vélin var á leið frá London til New York, yfir Lockerbie á Skotlandi. Meintur sam- verkamaður hans, Lamen Khalifa Fhimah, sem einnig er Líbýumaður, var sýknaður. Al-Megrahi Lockerbie- málinu lokið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.