Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 18
SUÐURNES 18 LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ UNNIÐ er af miklu kappi í loðnu- hrognafrystingu á Suðurnesjum um þessar mundir. Bátarnir moka upp loðnunni og telja menn að enn sé vika í hrygningu. Loðnuverksmiðjur eru í Grinda- vík, Sandgerði og Helguvík og þar landa bátarnir stöðugt enda liggja staðirnir vel við miðunum í lok vertíðar. Flokkunarstöðvar eru í Helguvík og Grindavík og fá nokk- ur fiskvinnslufyrirtæki loðnu og hrogn þaðan til frystingar. „Loðnan sem við vorum að frysta fyrir Japansmarkað er óskaplega smá og þeir eiga miklar birgðir og borga lágt verð. Áhug- inn er því í lágmarki hjá báðum aðilum,“ segir Þorsteinn Erlings- son, framkvæmdastjóri Saltvers ehf. í Keflavík sem frystir loðnu og hrogn í fiskvinnslu sinni í Njarðvík. Saltver frysti um 200 tonn af loðnu á þessari vertíð, þar af aðeins um 60 tonn fyrir Jap- ansmarkað en afganginn í beitu. Á síðustu vertíð voru fryst um 250 tonn fyrir Japan. Þorsteinn er jafnframt einn af eigendum flokkunarstöðvarinnar í Helguvík og framkvæmdastjóri hennar. Nokkur fyrirtæki eiga að- ild að flokkunarstöðinni og fá það- an loðnu og hrogn þegar vel árar. Í ár nota einungis Saltver, Þor- björn-Fiskanes í Grindavík og Haukur Guðmundsson í Njarðvík þjónustu hennar. „Loðnu- og hrognafrysting, einkum hrognin, eru hluti af starf- semi fyrirtækisins. Við erum búin að koma okkur upp öllum búnaði til vinnslunnar og verðum að halda þessari starfsemi áfram þótt verðið sé lágt, í von um að það lag- ist,“ segir Þorsteinn. Saltver hefur fryst 400–600 tonn af hrognum á ári. Hann segir að fyrirtækið hafi myndað traust við- skiptasambönd í Japan og kaup- endurnir haldi tryggð við það þótt eftirspurn minnki. Býst hann við að frysta um 400 tonn af hrognum fyrir Japansmarkað í ár, auk þess sem selt er til innlendra kavíar- verksmiðja. Sá þáttur fer vaxandi með auknum gæðum framleiðsl- unnar. Fyrirtækin á suðvest- urhorninu hafa aðgang að fersku hráefni og er hrognafrystingin því nokkuð stór þáttur í starfsemi margra fyrirtækja á svæðinu, þau árin sem verðið er gott. Hrognavinnslan gengur vel hjá Saltveri í ár. Unnið er á tveimur vöktum, bæði í flokkun og fryst- ingu, og segir Þorsteinn að hrogn- in séu þokkaleg. Hann segir þó að minna komi af hrognum en oft áð- ur og getur sér þess til að hrognin séu smærri. Auk loðnu- og hrognafrystingar er Saltver með saltfiskverkun, rækjuvinnslu og gerir út vertíðar- og rækjubátinn Erling KE til hrá- efnisöflunar. Um 100 starfsmenn eru hjá fyrirtækinu nú þegar hrognavinnslan er í hámarki, við frystingu, flokkun og aðra starf- semi fyrirtækisins. Bátarnir moka upp loðnu – hrognafrysting stendur sem hæst í frystihúsunum Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Margar hendur vinna létt verk við hrognafrystinguna í fiskvinnslu Saltvers ehf. í Njarðvík. Þorsteinn Erlingsson, framkvæmdastjóri Saltvers, athugar gæði hrogn- anna sem koma út úr hreinsitækjum í flokkunarstöðinni í Helguvík. Haldið áfram í von um betra verð Helguvík/Njarðvík YFIRSTJÓRN Landsbankans hefur ákveðið að lengja afgreiðslutíma úti- bús bankans í Sandgerði á föstudög- um, þannig að opið verði frá 10 til 16. Ákvörðun um styttingu afgreiðslu- tíma aðra daga stendur óbreytt. Bankastjórinn vonast til að með þess- ari breytingu á mesta annadegi vik- unnar sé komið vel til móts við óskir viðskiptavini bankans. Bæjarráð ræð- ir bréfið á fundi nk. þriðjudag. Landsbankinn breytti afgreiðslu- tíma útibús síns í Sandgerði í upphafi vikunnar og hefur það síðan verið op- ið frá klukkan 12 til 16. Er það einni klukkustund og 45 mínútum styttri afgreiðslutími á dag en verið hefur. Bæjarstjórn Sandgerðis lýsti yfir óánægju með breytinguna og í erindi sem aukafundur bæjarstjórnar beindi til bankaráðs kom fram að Sandgerð- isbær myndi taka upp viðræður við aðra banka eða sparisjóði um opnun útibús á staðnum ef afgreiðslutíman- um yrði ekki breytt til fyrra horfs. Bankaráðið fjallaði um erindi Sand- gerðisbæjar á fundi sínum í fyrradag og fól bankastjóra að svara því. Halldór J. Kristjánsson banka- stjóri kveðst ekki birta svarbréfið en segist vonast til að rýmkun á af- greiðslutíma á föstudögum kæmi til móts við óskir bæjarstjórnar og að ít- arlegar skýringar á forsendum ákvörðunarinnar yrðu teknar gildar. Tekur hann fram að 72% viðskipta- vina bankans komi í útibúið á nýja af- greiðslutímanum og bætir því við að stjórnendur Landsbankans séu reiðu- búnir að fara yfir reynsluna af nýjum afgreiðslutíma í lok ársins og hafa um það samvinnu við bæjaryfirvöld. Halldór segir að Landsbankinn starfræki víðtækasta útibúanet banka og sparisjóða hér á landi, veiti einstaklingum og heimilum víðtæk- asta þjónustuframboð allra fjármála- fyrirtækja og hafi veitt daglega þjón- ustu í Sandgerði um árabil. Hag einstaklinga sé því best borgið með viðskiptum við bankann. Hann full- yrðir að hagsmunum fyrirtækja og stærri aðila í Sandgerði sé einnig best borgið með öflugu samstarfi við Landsbankann. Getur þess í því sam- bandi að útlán bankans á Suðurnesj- um hafi numið 19 milljörðum kr. á síð- asta ári á móti 8 milljarða innlánum. Bankinn sé öflugur bakhjarl atvinnu- lífsins, tengdur ýmsum af stærstu fyrirtækjum svæðisins traustum böndum og aðalviðskiptabanki ým- issa stærri fyrirtækja og stofnana. „Aðgangur að bankaþjónustu á vegum Landsbankans hefur aldrei verið betri. Aðgangur að netbanka Landsbankans, sem nær helmingur viðskiptavina bankans nýtir sér, er opinn allan sólarhringinn. Símabanki og þjónustuver eru opin frá kl. 8 til 19. Minniháttar aðlögun afgreiðslutíma útibúsins í Sandgerði er því eðlilegur þáttur í aðlögun að breyttri tækni og markaðsþróun,“ segir Halldór. Óskar Gunnarsson, forseti bæjar- stjórnar Sandgerðis, sagði í gær að væntanlega yrði tekin afstaða til svars Landsbankans á bæjarráðs- fundi næstkomandi þriðjudag. Hann bætti því við að mikil óánægja væri með fyrri ákvörðun Landsbankans og það væri fyrst og síðast íbúanna og viðskiptavina bankans að svara því hvort svar hans væri fullnægjandi. Landsbankinn svarar bæjarstjórn Lengja afgreiðslu- tíma á föstudögum Sandgerði Gera at- hugasemd við kynn- ingu á frambjóð- anda Reykjanesbær KYNNING á nýjum forystumanni sjálfstæðismanna í bæjarmálum á bæjarskrifstofum Reykjanesbæjar varð tilefni til umræðna utan dag- skrár á bæjarráðsfundi í fyrradag. Oddviti minnihlutans segir að allir frambjóðendur eigi að sitja við sama borð í þessu efni en bæjarstjóri segir umræðuna upphlaup vegna taugatitr- ings í aðdraganda kosninga. Jóhann Geirdal Samfylkingunni spurðist fyrir um það hvort bæjar- stjóri væri að hætta fyrr en hann hefði gefið til kynna. „Tilefnið var það að ég frétti að hann væri farinn að leiða oddvita sjálfstæðismanna inn á lokaða fundi embættismanna bæjar- ins, fundi sem öðrum bæjarfulltrúum hefur ekki staðið til boða að sækja fram til þessa. Ég tel smekklegra að bíða kosningaúrslita, það er gert í lýð- ræðisríkjum,“ sagði Jóhann í samtali. Hann bætti því við að sjálfsagt og eðlilegt væri að frambjóðendur hefðu aðgang að öllum upplýsingum og embættismönnum bæjarins en allir ættu að sitja við sama borð í því efni. Fundurinn sem Jóhann var að vísa til er vikulegur fundur bæjarstjóra með æðstu embættismönnum bæjar- ins síðastliðinn mánudag. Einnig gat hann um fund sem haldinn var með Árna Sigfússyni eftir vinnu í einni deild bæjarskrifstofanna. Ellert Eiríksson bæjarstjóri segir að málið sé á misskilningi byggt, í öll- um kosningum hafi frambjóðendur sem þess óskuðu fengið tækifæri til að kynna sér málefni bæjarfélagsins. Árni Sigfússon hafi óskað eftir því að fá að koma á bæjarskrifstofurnar til að hitta forstöðumenn málaflokka. Því hafi verið hafnað þar sem Árni hafi ekki verið orðinn formlegur framjóðandi. Nú sé búið að ganga frá listanum og þegar Árni hafi óskað eft- ir því aftur hafi hann boðið honum að hitta mennina í lok fundarins á mánu- dag. Frambjóðandinn hafi komið þeg- ar dagskrá var lokið og verið kynntur fyrir viðstöddum en engar umræður átt sér stað. Síðan hafi Árni kynnt sér málin með viðræðum við forstöðu- menn á skrifstofum þeirra hvers fyrir sig. Segist Ellert hvetja aðra fram- bjóðendur til að kynna sér bæjarmál- in sem best, þeir hafi sama aðgang að starfsmönnum bæjarins til þess. Ellert tekur fram að fundurinn með Árna á félagsmálaganginum hafi verið að frumkvæði starfsfólks og vilji hann ekki skipta sér af því hvað fólk geri eftir vinnutíma. „Allt þetta upp- hlaup ber vott um taugaveiklun vegna komandi kosninga,“ sagði Ellert. ÓLI BALDUR Bjarnason sigraði í upplestrarkeppni Grunnskólans í Grindavík. Þótti hann bestur í annars jafnri keppni. Birgir Már Elíasson varð í öðru sæti og Sara Sigurðardóttir í því þriðja. Þetta er þriðja árið sem Grunn- skóli Grindavíkur tekur þátt í upplestrarkeppninni og hófst undirbúningur strax í haust. Hafa krakkarnir í 7. bekk meðal annars staðið fyrir skemmtilegum upp- lestri í yngri bekkjum skólans. Alls voru átta keppendur í úrslit- um. Á milli umferða var síðan boðið upp á tónlistaratriði sem einnig komu úr 7. bekk. Í upplestrinum sjálfum var meðal annars horft til líkamsstöðu, raddstyrks og fram- burðar. Það var vel við hæfi að lesa hluta úr verkum Nóbels- skáldsins, Halldórs Laxness, sem hefði orðið 100 ára á þessu ári. Valdís Kristinsdóttir, umsjón- armaður keppninnar í skólanum, var að vonum ánægð með daginn. „Þetta er mikil og góð reynsla sem krakkarnir fá í lestri og því að koma fram. Ég er mjög ánægð með allt er snýr að keppninni en þó ánægðust með frábæra frammistöðu allra þátttakenda,“ sagði Valdís. Sigraði í upp- lestrarkeppni Grindavík Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Þeir nemendur sjöunda bekkjar sem komust í úrslit upplestrar- keppni Grunnskólans í Grindavík eru á fremsta bekk. Fjölgar í H-listanum vegna próf- kjörs Vatnsleysuströnd FJÖLDI fólks hefur gengið í Bæj- armálafélag H-listans í Vatnsleysu- strandarhreppi í aðdraganda próf- kjörs listans sem fram fer í dag. Hörð barátta er um þrjú af fimm efstu sætunum, þannig býður Jón Gunnarsson, fyrrverandi oddviti, sig fram í fyrsta sætið, gegn Þóru Bragadóttur oddvita. Prófkjörið er í Lionshúsinu í Vog- um í dag frá klukkan 15 til 19. Fólk getur gengið í Bæjarmálafélagið á kjörstað. Talið verður í kvöld og er búist við að tilkynnt verði um úrslit upp úr klukkan hálftíu. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.