Morgunblaðið - 16.03.2002, Qupperneq 55
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 55
fuglalífinu eða veiðinni, þegar við
hittumst. Og svo skeggræddum við
pólitík. Ég mun sárt sakna Kristjáns
af þeim vettvangi og hlýt nú í þessum
fáu orðum að þakka honum stuðning-
inn og vináttuna alla tíð. Ég hefði
kosið að fylgja honum síðasta spölinn
en á þess ekki kost.
Þessar línur bera þér Anna og þínu
fólki og Einari og öllu fólkinu í Vog-
um samúðarkveðjur okkar Kristrún-
ar. Guð blessi minningu Kristjáns
Þórhallssonar.
Halldór Blöndal.
Látinn er í Mývatnssveit aldraður
höfðingi, Kristján Þórhallsson í
Björk. Fyrir réttum fimm árum flutti
ég í Mývatnssveit. Einn hinna fyrstu
til að bjóða mig velkominn var Krist-
ján í Björk. Handtak hans var inni-
legt og bros hans einlægt og fölskva-
laust. Af Kristjáni hafði ég ekki haft
kynni fyrr en vissi þó af honum enda
hafði verið kunningsskapur með hon-
um og föður mínum. Kristján Þór-
hallsson var afar áhugasamur um við-
gang Mývatnssveitar og vildi vöxt og
veg sveitarinnar sem mestan. Hann
var framsýnn talsmaður víðtæks at-
vinnulífs og menningar í Mývatns-
sveit. Honum var ekki síður hugleikið
að hinu sérstæða náttúrufari sveitar-
innar væri fullur sómi sýndur. Mörg-
um sinnum kom Kristján á minn fund
til að ræða þessi mál og oftar en ekki
var Einar Gunnar bróðir hans með í
för. Þar fóru eldhugar. Þeir voru
óþreytandi að fræða mig um gamla
tíma í Mývatnssveit. Í þeim efnum
var ekki að tómum kofum komið.
Þeim var fulljóst að Mývatnssveit
mundi hnigna verulega ef atvinna
væri ekki fyrir hendi og fólk til staðar
til að hlúa að hinu sérstæða náttúru-
fari. Þeim bræðrum fannst hin mesta
fásinna að leggja af öfluga atvinnu-
starfsemi sem enginn hefði sýnt fram
á að ylli tjóni. Þar deildum við skoð-
unum sem víðar.
Fundum okkar Kristjáns í Björk
fækkar um stund. Okkur hafði á
skömmum tíma orðið vel til vina. Ég
geymi með mér góðar minningar um
stóran, myndarlegan og glaðsinna
mann sem sýndi mér mikla velvild við
upphaf kynna okkar og æ síðan.
Blessuð sé minning Kristjáns Þór-
hallssonar.
Sigbjörn Gunnarsson.
Hressilegur samferðamaður,
Kristján „kóngur“, er genginn. Við-
urnefnið sem hann hafði í daglegu tali
samferðamanna gefur nokkra lýs-
ingu á manninum. Með allra hæstu
mönnum og hnarreistur fram á síð-
asta dag fór hann allra sinna ferða
þrátt fyrir háan aldur. Hann neitaði
að gefast upp fyrir elli kerlingu. Mér
verður hann einkum minnisstæður
fyrir brennandi áhuga sem hann
sýndi öllu því sem hann taldi til fram-
fara horfa í sveitinni okkar. Ekki
fannst þar á nokkur bilbugur þó árin
væru orðin mörg.
Sama var hvar og hvenær leiðir
okkar lágu saman, alltaf var Kristján
glaðlegur og brennandi í áhuga á
málefnum dagsins, að leita frétta og
skiptast á skoðunum. Hvort þar voru
efst á baugi framkvæmdir við Kröflu
eða kísilgúrvinnsla. Almenn sveita-
mál eða landsmálin á víðum velli.
Ekki þurftu skoðanir okkar þess
vegna að fara saman, engu breytti
það, málin skyldu rædd. Hann var
ekki óvanur því að vera í minnihluta
með sína skoðun á heimavelli. Það
mundi hafa vera nefndur lítilfjörleg-
ur stjórnmálafundur í Mývatnssveit
ef Kristján lét sig vanta. Fyrir rúm-
um áratug þegar ráðist var í fram-
kvæmdir til stækkunar Reykjahlíð-
arkirkju vann hann að byggingunni
af áhuga og dugnaði með Þorláki
frænda sínum. Sást þar ekki á að þar
færu menn á áttræðisaldri. Í nær tvo
áratugi annaðist hann endurskoðun
kirkjureiknings og skilaði því ætíð
fljótt og vel. Glaður og hress til hinstu
stundar var Kristján Þórhallsson.
Slíkra er gott að minnast.
Birkir Fanndal.
Við kölluðum hana ýmist Laugu
frænku eða Laugu í Stóru-Mörk. Hún
var sumarfóstra mín þegar ég var
barn. Á þeim tíma höfðu margir borg-
arbúar bein tengsl við bóndabýli og
þeir nýttu sér það til að senda börn
sín í sveit á sumrin. Það var gert til að
börnin fengju tækifæri til að kynnast
náttúrunni og blessuðum húsdýrun-
um, til að anda að sér heilnæmu lofti
og síðast en ekki síst til að læra að
taka til hendinni. Móðir mín, Hanna
Guðjónsdóttir, var ættuð frá Stóru-
Mörk og þær Lauga voru systkina-
dætur. Ásta, systir Laugu, bjó árum
saman á heimili foreldra minna og var
þannig einnig fóstra okkar systkin-
anna. Hinar systurnar tvær, Sigur-
björg og Helga, voru einnig í miklu
uppáhaldi á heimilinu. Tengsl okkar
við Stóru-Mörk voru því alltaf sterk
og þau urðu til þess að ég og Fjölnir,
bróðir minn, vorum flest bernsku- og
unglingsárin í sveit á sumrin hjá
frænku minni, Laugu í Stóru-Mörk,
og Brynjólfi bónda hennar.
Á bænum voru börn þeirra hjóna,
Hanna Kristín, Úlfar og Ragnheiður.
Þau tvö fyrstnefndu eru nokkru eldri
en ég og naut ég til fulls ómældrar
elskusemi þeirra, svo ekki sé talað um
víðfræga kímnigáfu Úlfars frænda.
Mér býður í grun að hann hafi kímni-
gáfuna frá móður sinni því vandfund-
in var skemmtilegri manneskja. Hélt
hún kímninni og glettninni fram til
hins síðasta. Ragnheiður var yngri en
hin systkinin í Stóru-Mörk og var
ekki laust við að ég reyndi – í fjarveru
nöfnu minnar – að setja mig í spor
stóru systur þegar þessi litli gleðigjafi
var annars vegar. Auk systkina
minna, sem öll fengu tækifæri til að
dveljast hjá Laugu frænku, voru á
bænum fleiri aðkomubörn. Börnin á
hinum bæjunum, Vestur- og Austur-
bænum, voru hluti af þessu samfélagi.
Hóllinn á milli bæjanna, Ekran sem
nú er horfin, endurómaði í kvöld-
kyrrðinni af köllum og ærslum krakk-
anna á öllum Stóru-Merkur-bæjun-
um þremur.
Auðvitað var Lauga sá fjölskyldu-
meðlimur í Hábænum sem bar mesta
ábyrgð á börnunum. Ég naut þess
hve gott auga hún hafði fyrir því
hverju krakkar höfðu gagn og gaman
af. Hún kom víða við í uppeldisstarf-
inu, jafnt á andlega sem líkamlega
sviðinu. Hjá henni lærði ég m.a. að
bera virðingu fyrir skepnunum, vaska
upp og prjóna. En útreiðartúrarnir á
sunnudögum bættu slíkt erfiði marg-
faldlega upp; þeir voru, að ég held,
oftast undan Laugu rifjum runnir en
líklega hefði vagnhestunum Sokka og
Jarpi ekkert veitt af sunnudagshvíld-
inni eftir erfiði vikunnar! Ekki var
minna um vert að fá að taka þátt í
heyskap, reka kýrnar, mjólka (með
höndunum!), sækja hestana og fara í
réttir.
Lauga kunni mikið af vísum og
söng gjarnan, einkum fyrir yngri
krakkana, með sinni björtu, fallegu
rödd. Hún var listagóður sögumaður.
Sögur hennar af huldumanninum
Físíkusi og óvættinni í Bæjargilinu
eru ógleymanlegar, svo ekki sé talað
um ástarsögurnar sem smám saman
tóku við af huldufólkssögum eftir því
sem þroski og áhugi unglinganna
bauð. Hún kunni vel að meta góðar
bækur og tók snemma ástfóstri við
bækur jafnaldra síns, Halldórs Lax-
ness, þótt um hann stæði mikill styr, í
sveitinni hennar sem annars staðar.
Móðir mín sagði mér að þegar Hall-
dór Laxness fékk Nóbelsverðlaunin
1955 hefði Laugu fundist hún vinna
mikinn persónulegan sigur.
Eftir að ég varð fullorðin hef ég
löngum notið þess að tjalda í Rétt-
arláginni þar sem blasa við reisulegir
Stóru-Merkur-bæirnir, „silfurblár
Eyjafjallatindur“, sólroðnir toppar
Dagmálafjalls, Hádegishnúks og
Fagrafells, og svo Vestmannaeyjar
mót suðri. Síðast en ekki síst sjálfur
Stóri-Dímon sem unir sér á köldum
Markarfljótssöndum. Þegar gengið
er upp á barðið blasa við vinalegar
Hlíðar brekkur og „blásvörtum feldi
búin Tindafjöll“ í norðri. Lauga í
Stóru-Mörk tengdi mig sterkum
böndum við þetta magnaða umhverfi.
Þótt sterkasti strengurinn sé nú
brostinn með fráfalli hennar munu
þau bönd sem hún batt aldrei rofna.
Hanna Kristín Stefánsdóttir.
Fleiri minningargreinar
um Ólafíu Guðlaugu Guðjónsdóttur
bíða birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
✝ Sólveig Jóns-dóttir fæddist á
Sæbóli í Aðalvík 18.
ágúst 1932. Hún lést
á heimili sínu á Ak-
ureyri 9. mars síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Elinóra Guðbjarts-
dóttir, f. á Hesteyri
í Sléttuhreppi 1.
sept. 1898, og Jón
Sigfús Her-
mannsson, bóndi og
sjómaður, f. á Læk í
Aðalvík 29. júní
1894. Börn þeirra
eru: Hermann, f. 14.7. 1919, d.
1989, Ásgeir f. 7.12. 1920, Ásta, f.
4.10. 1922, Bæring, f. 16.2. 1924,
Sigurður, f. 23.1. 1927, Guðrún,
f. 18.6. 1929, Jóhannes Páll, f.
9.12. 1930, Inga Jóhanna, f. 26.5.
1934. Hinn 19.8. 1952 giftist Sól-
veig eftirlifandi eiginmanni sín-
um Ingva Rafni Jóhannssyni raf-
virkjameistara, f. 1.1. 1930.
Foreldrar hans voru hjónin Þor-
björg Stefánsdóttir f. á Refstöð-
um í Húnavatnssýslu 11.7. 1899,
d. 11.12. 1931, og Jóhann Ó. Har-
aldsson tónskáld, f. á Dagverð-
areyri við Eyjafjörð 19.8. 1902,
d. 7.2. 1966. Stjúpmóðir Ingva
Rafns var María Kristjánsdóttir,
f. 24.3. 1913, d. 5.10. 1991. Börn
Sólveigar og Ingva Rafns eru
átta, barnabörnin sextán og
langömmubarnið er eitt: 1) Þor-
2.12. 1985. 6) Eyrún Svava tal-
meinafræðingur, f. 26.4. 1964,
gift Hólmari Svanssyni fram-
kvæmdastjóra, f. 14.11. 1965,
börn þeirra eru: Darri Rafn, f.
2.7. 1991, Hildur María, f. 29.7.
1994, og Agnes Erla, f. 18.11.
1996. 7) Jóhann Ólafur tónlist-
armaður, f. 18.12. 1966, kvæntur
Gunnhildi Arnarsdóttur flug-
freyju, f. 18.12. 1966. Börn
þeirra eru Katrín Ásta, f.
2.3. 1995, og Eyþór Trausti, f.
28.1. 1997. 8) Ingvi Rafn tónlist-
armaður BA, f. 9.10. 1970, sam-
býliskona Valdís Eyja Pálsdóttir
MA námsráðgjafi, f. 25.10. 1968.
Sonur þeirra er Páll Veigar, f.
24.8. 2001.
Sólveig ólst upp í foreldrahús-
um að Læk í Aðalvík til 15 ára
aldurs er fjölskyldan flutti til
Reykjavíkur. Jón, faðir hennar,
vann í Trésmiðjunni Víði. Eftir
nám í kvöldskóla KFUM og K fór
Sólveig að vinna á prjónastof-
unni Hólminum þar til hún flutti
til Akureyrar sumarið 1950. Þar
starfaði hún á prjónastofunni
Heklu uns hún fór til Kaup-
mannahafnar en hélt svo áfram
vinnu þar eftir að heim kom eða
til haustsins 1952 . Eftir að hún
giftist Ingva Rafni helgaði hún
sig heimili og börnum allt sitt líf.
Þau stofnuðu fyrirtækið Raf-
tækni 1954 sem þau ráku í um 40
ár. Hún starfaði með kvenfélög-
um Karlakóranna á Akureyri og
gekk í Oddfellowstúkuna Auði
1986 og starfaði þar til dauða-
dags.
Útför Sólveigar fer fram frá
Möðruvöllum í Hörgárdal í dag
og hefst athöfnin klukkan 14.
björg framkvæmda-
stjóri, f. 18.1. 1953,
maki Ólafur Tr.
Kjartansson rafverk-
taki, f. 16.6. 1950.
Börn þeirra eru: a)
Kjartan félagsfræð-
ingur, f. 2.6. 1974,
maki Una Björg
Hjartardóttir tónlist-
arkennari, f. 22.5.
1975, dóttir þeirra er
Sólrún Svava, f. 26.6.
2000. b) Ólafur
Tryggvi lögreglu-
maður, f. 11.10. 1975,
sambýliskona Stein-
unn Ásta Þórarinsdóttir kerfis-
fræðingur, f. 15.5. 1977. c) Sól-
veig María nemi, f. 14.10. 1983.
2) Sólveig Sigurrós, leikskóla- og
grunnskólakennari, f. 27.5. 1954,
sonur hennar er Smári Rafn
Teitsson, BA, leiðbeinandi, f. 3.4.
1974. 3) Svanfríður danskennari,
f. 4.12. 1955, börn hennar eru:
Stefanía Tinna Ericson Warren
nemi, f. 16.9. 1985, og Sindri
Steinarsson, f. 26.9. 1990. 4)
María Björk félagsráðgjafi, f.
20.12. 1959, maki Ómar Bragi
Stefánsson framkvæmdastjóri, f.
2.6. 1957, börn þeirra eru: Stefán
Arnar nemi, f. 13.8. 1982, Ingvi
Hrannar nemi, f. 24.5. 1986, og
Ásthildur, f. 24.5. 2000. 5) Katrín
Elfa snyrtifræðingur, f. 5.2.
1961, dóttir hennar Jóhanna
Tanía Haraldsdóttir nemi, f.
Ég kynnist þessari heiðurskonu
fyrir 20 árum, þá sextán ára slána-
legur og broddaklipptur unglingur,
sem var að stíga í vænginn við
yngstu dóttur þeirra hjóna Sól-
veigar og Ingva Rafns. Mér var
strax vel tekið á þessu heimili og
fann um leið til þeirrar einstöku
hlýju sem ríkti á þessu stóra heim-
ili. Skömmu síðar ræddi ég þetta
við Eyrúnu, dóttur þeirra hjóna, og
velti því upp hvort ást foreldra á
börnunum sínum væri takmörkuð
auðlind, þannig að ef börnin væru
mörg fengju þau þá hlutfallslega
minni ást frá sínum foreldrum? Þá
benti hún mér á að ást eins og
myndast í fjölskyldum er með þeim
eiginleikum að hún vex og magnast
og verður að sjálfbærri uppsprettu
ástar. Þetta þótti mér athyglisvert
og síðan þá hef ég lært að skilja
þetta lögmál sem sannaðist svo á
vel á þessu heimili.
Sólveig var sterkur einstakling-
ur sem hafði ótvíræða stöðu á
þessu stóra heimili sem að um-
svifum hefur oft verið á stærð við
lítið fyrirtæki. Þessa stöðu og virð-
ingu hafði hún áunnið sér með
hlýju, umhyggju og því að vera
alltaf hún sjálf. Við tengdasynirnir
– frægir af stríðni og prakkara-
skap – stofnuðum meira að segja
sérstakt félag sem fékk nafnið
Tengdasonafélag Guðmundu (sem
var millinafn Sólveigar sem hún
notaði aldrei). Þessu félagi var ætl-
að að standa vörð um hagsmuni
okkar gegn þessu mikla kvenna-
veldi sem er í þessari fjölskyldu.
Sólveig tók stríðni okkar og
ályktunum vel, þó svo að við hefð-
um jafnvel átt það til að hringja í
hana úr tíkallasíma á öldurhúsi á
ókristilegum tíma til að ráðfæra
okkur við hana um skaplyndi dætr-
anna.
Sólveig varð veik fyrir örfáum
mánuðum og það varð þessari sam-
hentu fjölskyldu mikið áfall. Í erf-
iðum veikindum sínum hélt hún
hugrekki sínu og umhyggju allt til
enda.
Ég vil þakka fyrir það tækifæri
að fá að kynnast þér og ég veit að
verk þín munu lifa áfram um
ókomnar kynslóðir í öllum þínum
afkomendum.
Ég vil biðja Guð að blessa minn-
ingu þína og þakka þér fyrir allt
sem þú gafst mér og minni fjöl-
skyldu. Guð varðveiti líka Ingva
Rafn sem nú stendur eftir án síns
dygga lífsförunautar.
Hólmar Svansson.
Elsku Sollý amma. Ég vildi að
ég gæti spólað tilbaka þegar þú
varst ekki með krabbamein, þá
væri ég alltaf hjá þér. Ég var alltaf
svo stoltur af því að eiga tvær
ömmur. En ég á ennþá tvær ömm-
ur, önnur þeirra er bara á himnum
þar sem henni líður betur.
Ég veit að Guð tekur vel á móti
þér þar sem þú ert svo góð. Viltu
biðja Guð um að hjálpa okkur hin-
um sem söknum þín svo ógurlega
mikið, sérstaklega þarf að passa
afa.
Guð blessi þig og varðveiti þig.
Ég elska þig.
Þinn
Darri Rafn.
Látin er kær systir Sólveig, köll-
uð Sollý.
Er ég sat við dánarbeð systur
minnar heima hjá henni sl. laug-
ardag 9. þ.m. fór margt í gegnum
huga minn. Hvers vegna, hvers
vegna? Hægt er að spyrja slíkra
spurninga endalaust. Þannig er líf-
ið að sá sem fæðist, deyr, en bara
hvenær. Þetta er víst engin speki
frá mér.
Söknuður kemur upp í hugann.
Hvíld frá þrautum. Dagsverkinu,
sem var mikið og gott, er lokið.
Hugur minn leitar til Aðalvíkur
þar sem við níu systkinin erum
fædd. Nú eru sjö eftir. Henni var
hlýtt til heimahaganna og hafði
ráðgert að halda 70 ára afmælið
sitt 18. ágúst nk. í Aðalvík.
Við fluttum frá Sæbóli og að
Læk vorið 1940. Þaðan gengum við
yngri í barnaskólann. Það var oft
erfitt að vetri í byl og frosti. Þetta
er um 2ja km leið og mörg spor
fyrir litla fætur, en Sollý var þá
átta ára. Hún var hörð af sér, snör
í snúningum og fljót að hlaupa. Á
Læk voru unnin venjuleg sveita-
störf á þess tíma mælikvarða. Sleg-
ið var með orfi og ljá, tekinn upp
mór, fært frá og lömb rekin á fjall,
mjólkað í kvíum, farið til grasa,
veiddur silungur. Þetta er nú sjálf-
sagt torskilið yngri kynslóðinni.
Allt tekur enda, en 1947 flyst
fjölskyldan til Reykjavíkur og í
skjól bróður okkar Ásgeirs og
konu hans Guðríðar, til að byrja
með.
Sollý vann m.a. á prjónastofu og
fór einnig til Danmerkur í vinnu
um tíma. Er heim kom fór hún til
Akureyrar, en elsta systir okkar
Ásta var þá búsett þar og gift þeim
trausta og góða Sigurði Svan-
bergssyni. Ég veit ekki betur en
mjög kært hafi verið með þeim
systrum í nábýlinu á Akureyri.
Sollý kynntist svo sínum góða
manni, Ingva Rafni Jóhannssyni
rafvirkjameistara, músíkant og
söngmanni. Þau giftu sig svo 1952
og hafa búið allan sinn búskap á
Akureyri, lengst af á Löngumýri
22.
Þau eignuðust átta mannvænleg
og góð börn. Ekki ætla ég hér að
telja þau öll upp en það gera aðrir.
Það segir þig sjálft að móðir átta
barna þarf í mörg og misjöfn horn
að líta. Vinna í þeim vandamálum
sem upp koma. Veita öllum skjól
og mismuna ekki. Taka þátt í sorg-
um, en einnig gleðjast með er góð-
ur árangur vinnst. Að halda utan
um þennan stóra hóp, barna,
tengda- og barnabarna fórst henni
einkar vel úr hendi, en hún var
ekki ein að verki. Þar var Ingvi
Rafn, hinn trausti förunautur einn-
ig, sem klettur. Mikið þurfti til að
framfleyta tíu manna fjölskyldu á
þessum árum. Samheldnin og
dugnaðurinn var þeim í blóð bor-
inn. Það hefur sýnt sig í þeim erf-
iðu veikindum undanfarið.
Ég minnist ferða okkar hjóna
með dætur okkar til Akureyrar
nokkrum sinnum og gistingu hjá
þeim Sollý og Ingva. Alltaf var nóg
pláss þótt húsnæði væri stundum
lítið, en hjartarýmið ómælt hjá
þeim báðum og ekki síður hjá
Ingva. Fyrir allt þetta vil ég þakka
nú er ég kveð kæra systur.
Ég vil minnast þess að í maí sl.
lenti ég í nokkuð erfiðum veikind-
um og nokkrum sinnum á sjúkra-
húsi. Þá var það Sollý sem hingdi
oft í mig til þess að stappa í mig
stálinu og auka hjá mér bjartsýni,
sem ég þakka nú. Það bar árangur,
allavega í bili. Þegar hún svo
greindist með sitt krabbamein í
sumar reyndi ég að hafa sama lag-
ið á en því miður bar það ekki ár-
angur.
Það er svo margt sem hægt væri
að skrifa um, en ég læt hér staðar
numið.
Ég, kona mín Sólveig, dætur
okkar Björg, Signý og Sif og
þeirra eiginmenn, sendum Ingva,
börnum, tengda- og barnabörnum
innilegar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning þeirrar góðu
konu sem Sollý var.
Jóhannes Páll.
SÓLVEIG
JÓNSDÓTTIR
Fleiri minningargreinar um Sól-
veigu Jónsdóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.