Morgunblaðið - 04.04.2002, Qupperneq 26
MENNTUN
26 FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Allar nánari upplýsingar og skráning á
www.stjornendaskoli.is eða í síma 510 6200
Árangursríkari stjórnun
Þriggja daga námskeið frá 10. til 12. apríl
Stjórnendaskóli Háskólans í Reykjavík býður námskeið fyrir stjórnendur um árangursríkari stjórnun.
Námskeiðið veitir stjórnendum góða þjálfun til þess að leiða starfsfólk á sem árangursríkastan hátt.
Kenndar verða hagnýtar aðferðir við skilgreiningu og mælingu á frammistöðu og hvernig staðið skuli
að endurgjöf og umbun. Lögð er áhersla á að þátttakendur læri að þekkja eigin stjórnunarstíl og þau
áhrif sem hann hefur á samstarfsfólk og hvernig best er að virkja það til sameiginlegs árangurs.
Innifalin er ítarleg TMS-sjálfsmatsskýrsla fyrir hvern þátttakanda.
Leiðbeinendur: Dr. Finnur Oddsson, lektor við viðskiptadeild HR
Loftur Ólafsson, lektor við viðskiptadeild HR
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, verkefnastjóri við Stjórnendaskóla HR
Námskeiðið hefst miðvikudaginn 10. apríl og því lýkur 12. apríl
Kennsla: 8:30 til 12:30 þann 10. apríl
8:30 til 17:00, 11. og 12. apríl
Verð: 68.000 kr.
S T J Ó R N E N D A S K Ó L I
H Á S K Ó L A N S Í R E Y K J A V Í K
„Napóleon sagði að
áhugi eða ótti fengi fólk
til framkvæmda.
Hvora leiðina ferð þú?“
Dr. Finnur Oddsson,
lektor við viðskiptadeild HR
BRUCE JILK arkitektkynnti nýlega hönnunIngunnarskóla við Maríu-baug í Grafarholti. Hann
hefur lagt drög (20%) að bygging-
unni en VA arkitektar vinna verkið.
Aðferðin sem notuð var við hönnun
skólans var þróuð í Bandaríkjunum
og kallast The Design Down Process.
Bruce Jilk var ráðinn sem ráðgjafi
vegna nýju skólabyggingarinnar í
Grafarholti og stýrði hann 25 manna
hópi sem m.a. hélt samtals sex daga
fundasyrpu um það hvernig skóli á
nýrri öld ætti að líta út. Kennarar í
hópnum könnuðu einnig viðhorf og
væntingar 11 og 12 ára nemenda til
skóla og námsumhverfis. Tilgangur-
inn var að fá fram góðar hugmyndir
um skólann í Þúsaldarhverfinu, og
tengsl hans við umhverfið. Unnið var
eftir fyrirfram skilgreindum þrepum
og gengið út frá því að skólum megi
breyta á alla vegu.
Hlúð að sköpun
Þessi aðferð var fyrst þróuð af
skólamönnum og arkitektum í
Minnesota í Bandaríkjunum fyrir
u.þ.b. 10 árum, og kynntist Gerður G.
Óskarsdóttir, fræðslustjóri Reykja-
víkur, frumkvöðlum þessara hug-
mynda þar vorið 1997. George Cuba,
prófessor í menntunarfræðum var
þar í forystu ásamt Bruce Jilk. Að-
ferðin er skilgreind í 12 þrepum og
hefur hún verið kynnt á rúmlega 200
faglegum ráðstefnum, námskeiðum
og í skólum í Banda-
ríkjunum og nokkr-
um öðrum löndum.
Lykilorðin eru
sköpun, frelsi og lýð-
ræði, og ásetningin
að missa aldrei sjón-
ar af barninu við
hönnun byggingar-
innar: Barnið er
kjarni málsins, það sem allt snýst
um. Skólabyggingin á að vera litrík,
að mati Bruce og henta nokkrum
ólíkum kennsluaðferðum. „Sköpun-
argáfa barnsins á að eflast, en ekki
að dofna á skólagöngunni eins og al-
gengast er,“ sagði hann.
Bruce gerði grein fyrir hinum 12
þrepum sem skólabygging í þessum
anda þarf að stíga, en Gerður G. Ósk-
arsdóttir fræðslustjóri hefur sagt frá
þessum þrepum í bæklingi sem
Fræðslumiðstöð gaf út. Hér verður
gerð tilraun til að endursegja nokkra
þætti í þessu þrepakerfi, en kennsla í
Ingunnarskóla hófst í bráðabirgða-
húsnæði sl. haust og starfað er í anda
þessara hugmynda.
Hönnun/Fræðslumiðstöð Reykjavíkur réð arkitektinn Bruce Jilk til að leggja drög að Ingunnarskóla í Graf-
arholti út frá ákveðinni aðferð. Gunnar Hersveinn kynnti sér aðferðina sem hvílir á 12 þrepum og setur barnið í
brennidepil. Lykilorðin eru sköpun, frelsi og lýðræði. Aðferðin er upprunnin í Bandaríkjunum.
Þegar
skóla skal
byggja…
Hópur fólks mótaði skólann eftir 12 þrepum
Bruce Jilk. The Design Down Process. Nýr grunnskóli í Grafarholti. • Gerður G. Óskarsdóttir. Lýsing á undirbúningsferli hönnunar. 2001. Reykjavík.
Bruce Jilk er umhugað
að börn glati ekki sköp-
unargáfunni
á skólagöngunni.
Morgunblaðið/Kristinn
Nýr skóli í Grafarholti, sem tók
til starfa í haust, heitir Ingunn-
arskóli (kennsla er hafin í
bráðabirgðahúsnæði) . Hér er
skýring Guðlaugar Sturlaugs-
dóttur skólastjóra á nafni nýja
skólans: „Ingunn sem skólinn
heitir eftir var nemi og fræði-
maður í Hólaskóla á 12. öld og
er Ingunn kynnt í bisk-
upasögum. Hugmyndina að
nafninu á prófessor Þórhallur
Vilmundarson, sem einnig fann
nöfn á göturnar í hverfinu. Um
Ingunni er fjallað í Jóns sögu
helga. Ingunn er kynnt til sögu
um leið og margir þekktir
fræðimenn og biskupar sem
stundað höfðu nám við Hóla-
skóla.
Margir váru ok þar aðrir í
skóla, þeir er síðan urðu mek-
tugir kennimenn, Ísleifr
Grímsson, frændi byskups, Jón
svarti, Bjarni Bergþórsson,
Björn er síðar var inn þriði
byskup at Hólum, ok margir
aðrir, þeir er langt er frá at
segja. Þar var ok í fræðinæmi
hreinferðug jungfrú, er Ing-
unn hét. Engum þessum var
hon lægri í sögðum bóklistum.
Kenndi hon mörgum gram-
maticam og fræddi hvern er
nema vildi. Urðu því margir vel
menntir undir hennar hendi.
Hon rétti mjök latínubækr, svá
at hon lét lesa fyrir sér, en hon
sjálf saumaði, tefldi eða vann
aðrar hannyrðir með heilagra
manna sögum kynnandi mönn-
um guðsdýrð eigi at eins með
orðum munnnáms, heldur og
með verkum handanna.
(Byskupa sögur, Jóns saga
helga, bls. 43–44)
Einnig hefur verið ákveðið í
fræðsluráði Reykjavíkur að
annar grunnskóli í Grafarholti
hljóti nafnið Sæmundarskóli,
eftir Sæmundi fróða Sigfús-
syni.
Nafngiftin: Ingunnarskóli