Morgunblaðið - 04.04.2002, Page 29
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 29
Núna beint dagflug til Rimini
Heimsferðir bjóða í sumar dvöl á hinum geisivinsæla strandstað
Rimini á Ítalíu og vegna mikillar eftirspurnar höfum við nú sett inn
bein flug til Bologna flugvallar, rétt hjá Rimini. Rimini við Adríahafið
er einn stærsti og vinsælasti sumarleyfisstaður í Evrópu enda sækja
hingað ferðamenn allsstaðar að úr heiminum til að njóta þess sem
staðurinn hefur að bjóða. Heimsferðir bjóða þér vinsælustu gististaðina
á Rimini, frábærlega staðsetta við ströndina og örugga þjónustu
fararstjóra Heimsferða, sem bjóða þér spennandi kynnisferðir á meðan
á dvölinni stendur.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Verð frá kr. 43.263
M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára,
í 7 nætur, Auriga, með 8.000 kr.
afslætti, 18. júlí.
8.000 kr. afsl. á mann eingöngu 18. júlí.
Beint flug til
Rimini
í sumar
frá 43.263*
Heimsferðir bjóða nú beint flug á fimmtudögum til Rimini.
Heimsferðir stórlækka
verðið til Rimini
Yfir 20.000 kr. verðlækkun
á mann frá því í fyrra
Í DV hinn 7. febrúar
sl. birtist grein eftir
Jóhönnu Thorsteins-
son leikskólastjóra um
húsnæðismál alþýðu-
fólks. Þótt grein Jó-
hönnu sýni að hún hef-
ur nokkra þekkingu á
sögu húsnæðismála er
málflutningur hennar
og ekki síst niðurstöð-
urnar þess eðlis að
ekki er hægt að láta
þeim ósvarað, en það
hefur dregist vegna
annríkis við annað. Ég
hef að vísu margsinnis
fjallað um þessi mál og
kannski hefur mér
stundum fundist skrif mín um þetta
efni vera sönnun fyrir kenningu
Nietzsche um „eilífa endurkomu
hins sama,“ þótt það hafi ekki verið
tilgangurinn. Efnið er hinsvegar svo
mikilvægt að nauðsynlegt er að
mínu mati að viðhalda umræðu um
það.
Kostnaðardæmin
Jóhanna ræðir í upphafi áhrif
verðtryggingar á húsnæðislán og
aðdraganda Sigtúnshópsins svo-
nefnda sem krafðist úrbóta, en því
miður án þess að breytt yrði um
stefnu. Það er þó varla mögulegt að
reka sömu lánastefnu með verð-
tryggðum lánum og óverðtryggðum.
Síðan snýr hún sér að „Verkó“, sem
hún kallar svo, og býr til tvö dæmi
sem ekki geta átt við um „Verkó“
sérstaklega því fjarri fer að allir
íbúar þar búi við sömu kjör. Nú er
ekki hægt að skipta um íbúðir innan
kerfis eins og var, því búið er að
leggja það niður. Þetta er vandamál
sem stjórnvöld hafa
búið til og þarf að
leysa.
Dæmi Jóhönnu eru
A: Jón og Gunna á
neðri hæðinni og B:
Siggi og Stína á efri
hæðinni. Jón og Gunna
eiga neðri hæðina og
greiða í afborganir,
vexti og verðbætur
ásamt hússjóði um 82
þús. kr. á mánuði auk
allskyns gjalda og
þurfa auk þess að bera
rekstrarábyrgð sem
getur orðið baggi.
Siggi og Stína leigja
íbúðina á efri hæðinni
og borga 50 þús. kr. á mánuði í leigu
með hússjóði, en greiða engin þau
gjöld til viðbótar sem eigandi þarf
að greiða sérstaklega og eru laus
við almenna rekstrarábyrgð ef þau
geta greitt umsamda leigu. Hvor-
ugu dæminu fylgja vaxta- eða húsa-
leigubætur.
Hvers vegna eignaríbúðir?
Mismuninn segir Jóhanna felast í
því að efri hæðin er leigð á kostn-
aðarverði en söluverð íbúðarinnar
er metið 8 milljónir króna. Fast-
eignasali mat hinsvegar neðri hæð-
ina á 12 milljónir króna. Íbúðirnar
virðast þó jafnstórar. Þá kemur nið-
urstaða Jóhönnu:
„Auðvitað á fólk rétt á því að selja
íbúðir sínar á frjálsum markaði“ og
hún bætir við:
„Sveitarfélögin eiga ekki að
standa í íbúðarbyggingum. Ef fólk
offjárfestir í fasteign þá ber það eitt
ábyrgð á því.“ Þetta myndi þýða í
fyrsta lagi að íbúðin sem nú kostar 8
milljónir kr. myndi kosta 12 millj-
ónir kr. og í stað 50 þús kr. leigu
yrði sá sem næst fer inní íbúðina að
greiða 82 þús. kr. á mánuði plús hin
ýmsu gjöld í stað 50 þúsund kr. í
leigu og bera rekstrarábyrgð á hús-
inu. Heldur Jóhanna að húsnæðis-
laust fólk ráði við slíkt? Telur hún
vænlegustu leiðina til úrbóta í hús-
næðismálum að tvöfalda kostnað-
inn? Mér ofbýður að leikskólastjóri
skuli leggja til að samfélagsábyrgð
á málefnum heimila og þar með
barna skuli afnumin. Hvað myndi
frú Jóhanna gera ef hún missti
heilsuna, starfið og húsið í fram-
haldi af því, ef hugsjón hennar yrði
framkvæmd? Það eru til slík þjóð-
félög og þar eru hin stóru ömurlegu
fátækrahverfi sem stöku sinnum
heyrist frá. Það er ömurlegt að
umönnunarfólk skuli ánetjast því
útópíska rugli sem kallað er frjáls-
hyggja, en ég er vanur að nefna
sjálfshyggju.
Ég lagði margoft til að „Verkó“
yrði breytt í leiguíbúðir með eða án
búseturéttar. Á það var ekki hlust-
að. Hefði það verið gert og fleiri að-
ilar byggt leiguíbúðir, bæði opinber-
ir og einkaaðilar, væri ástandið
annað en það er.
Húsnæðismál
eru heimilismál
Jón
Kjartansson
Húsnæði
Það er ömurlegt að
umönnunarfólk skuli
ánetjast því útópíska
rugli sem kallað er
frjálshyggja, segir Jón
Kjartansson, en ég
er vanur að nefna
sjálfshyggju.
Höfundur er formaður
Leigjendasamtakanna og
kennir sig við Pálmholt.