Morgunblaðið - 04.04.2002, Side 31

Morgunblaðið - 04.04.2002, Side 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 31 Útsölumarkaður GK REYKJAVÍK Útsölumarkaður GK REYKJAVÍK er í fullum gangi í Síðumúla 6 Mikið úrval af dömu- og herrafatnaði á góðu verði Opið mánudaga til föstudaga kl. 12:00 - 18:00 og laugardaga kl. 12:00 - 16:00 SVEINN Bene- diktsson tölvunarfræð- ingur ritaði grein í Morgunblaðið 8. febr. 2002 undir fyrirsögn- inni „Veglýsing – klúð- ur í uppsiglingu“. Þar fjallar hann um þings- ályktun sem lögð var fram á þingi í desem- ber árið 2000 af und- irrituðum ásamt Ísólfi Gylfa Pálmasyni og Guðmundi Hallvarðs- syni. Þingsályktun okkar þremenning- anna er beint til sam- gönguráðherra og fjallar um bætt umferðaröryggi á Suðurlandsvegi yfir Hellisheiði. Þar er beðið um að skoða sérstaklega að- gerðir sem gætu leitt til fækkunar slysa á Hellisheiðinni m.a. með því: a) að breikka klifurreinar þannig að þær væru tvöfaldar alla leiðina, b) að raflýsa leiðina, c) að auka þjónustu. Einhverra hluta vegna finnur Sveinn þessari tillögu flest til foráttu og ásakar okkur flutningsmenn hennar um slæleg vinnubrögð. Því miður fer Sveinn offari í þessari grein sinni og blandar saman atrið- um sem eru öryggi vegfarenda óvið- komandi eins og áhrif lýsingar á ferðamenn. Leiðarljós okkar flutn- ingsmannanna er bætt öryggi í um- ferðinni. Þegar ljósin voru kveikt Þegar þingsályktunin var lögð fram lá fyrir úttekt Vegagerðarinn- ar á tíðni óhappa á Reykjanesbraut- inni fyrir árin 1992–1998 þar á meðal samanburður milli ára á fjölda óhappa alls og fjölda óhappa á hverja milljón ekna km. Í greinar- gerð með þingsályktuninni var not- ast við þessa úttekt enda ekki önnur nýrri tiltæk þar sem áhrif lýsingar á öryggi vegfarenda eru mæld. Árin 1992–1996 eru ár- in fyrir lýsingu (ljósin voru kveikt 1. des. 1996) en árin 1997 og 1998 eftir lýsingu í greinargerðinni. Tölu- lega leit dæmið þannig út, að fjöldi óhappa ár- in fyrir lýsingu voru 40,2 að meðaltali en 26,0 eftir lýsingu eða 35% fækkun. Tíðni allra óhappa á hverja milljón ekna km var 0,68 fyrir lýsingu en 0,38 eftir lýsingu eða enn meiri fækkun vegna vaxandi umferðar. Það sjá því allir að óhöppum hefur fækkað mjög verulega eftir lýsingu miðað við þessi ár hvort sem miðað er við fjölda slysa eða milljón ekna km. Ef litið er á óhöpp með meiðslum á fólki þá eru þau ekki 0,27 árið 1998 eins og Sveinn full- yrðir í grein sinni heldur 0,13 á hverja milljón ekna km, bráða- birgðatala fyrir árið 1999 var heldur lægri en þetta. Þessi misskilningur skýrir eflaust margar af stóryrtum fullyrðingum í grein Sveins. Út- afakstur minnkar einnig verulega eftir lýsinguna eða úr 12,6 fyrir lýs- ingu í 5,5 eftir lýsingu eða um 56% sem ætti að gleðja Svein því ég sé að hann hefur áhyggjur af miklum út- afakstri á Hellisheiði. Þessar niðurstöður gefa augljós- lega til kynna að samfélagslegur kostnaður hefur orðið minni þessi tvö ár eftir lýsingu en hann var fimm árin fyrir lýsingu að meðaltali á Reykjanesbrautinni en ekki meiri. Lýsing er þjónusta Ekki veit ég hvað rekur Svein til að tala illa um raflýsingu vega. Okk- ur sem ökum Reykjanesbrautina flesta daga ársins og þekkjum mun- inn á því að aka myrkvaðan veg mið- að við raflýstan þá er það eins og dagur og nótt. Að hafa Reykjanes- brautina upplýsta er þjónusta við vegfarendur og hefur fært okkur Suðurnesjamenn nær höfuðborginni og höfuðborgina nær okkur. Þess vegna vil ég lýsa Hellisheiðina. Ef einhverjir keyra óvarlega eða á ólög- legum hraða og valda þannig tjóni er það málefni lögreglunnar. Það má eflaust finna lýsingu vega ýmislegt til foráttu samanber þá fullyrðingu Sveins að henni fylgi sjónmengun. Ég á samt ekki von á því að margir samþykktu að slökkva ljósin á Vest- urlandsveginum upp í Mosfellsbæ og Reykjanesbrautinni, eða hvað? Ég veit ekki um neinn nema Svein sem telur það „náttúruspjöll“ að sjá til vegar. Veglýsing er ekki klúður. Er veglýsing klúður? Kristján Pálsson Umferð Það eru ekki nátt- úruspjöll, segir Kristján Pálsson, að sjá til vegar. Höfundur er þingmaður. FAGUR morgunn vonar, svo bjartur, svo yndislegur, ekki með orðum lýsandi. Sól á strönd eilífðar. Páskadagsmorgunn. Lífið hefur sigrað. Þvílíkur léttir. Djúpur innri fögnuður og gleði sem hver og einn verður að upplifa á sinn hátt. Innri gleði sem ekki verður tjáð með orðum. Þrátt fyrir allar þrengingar og ytri aðstæður. Það vorar. Allt er að springa út. Náttúr- an og mannfólkið. Allt minnir á lífið. Sigur lífsins. Og þann sköpunar- og upprisukraft sem því fylgir. Vonin kviknar og blómstrar. Lífið og tilveran öll fær markvissan og varandi tilgang. Lífið hefur sigrað. Guð hefur uppvakið son sinn og bróður þinn, Jesú, frá dauð- um. Hann hefur gert dauðann að engu. Af- máð hann í eitt skipti fyrir öll. Sigur lífsins, kær- leika sinn, tileinkar hann þér. Jesús er upprisinn! Lífið lifir! Það hlýtur því að vera sönn ástæða til að gleðjast og fagna. Gefur þú annars ekki örugglega kost á þér í sigurliðið, lið lífsins, sem hann hef- ur valið þig til að vera í? Það er bæn mín að við mættum upplifa fegurð páskanna, kærleika Guðs, sigur lífsins, á nýjan hátt á þeim dögum sem í hönd fara. Og í kjölfarið að við upplifum líf- ið, hið sanna líf, sigur þess, tilgang og fegurð, dag hvern. Já, hverja stund. Lífið lifir! Lífið sigrar Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er rithöfundur, fram- kvæmdastjóri Laugarneskirkju og forseti Gídeonfélagsins á Íslandi. Trúmál Lífið, segir Sigurbjörn Þorkelsson, hefur sigrað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.