Morgunblaðið - 04.04.2002, Side 32

Morgunblaðið - 04.04.2002, Side 32
32 FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SENDINEFND Alþjóðagjald-eyrissjóðsins kynnti sér íslenskefnahagsmál á fundum meðfulltrúum stjórnvalda dagana 18.-27. mars síðastliðinn. Á lokafundi nefndarinnar lagði formaður hennar fram álit og niðurstöður af viðræðum hennar og athugasemdir hér á landi. Hliðstæðar viðræður fara fram árlega við nánast öll aðildarríki sjóðsins 182 að tölu. Eftirfarandi eru niðurstöður nefnd- arinnar í lauslegri íslenskri þýðingu sem birt var á Verðbréfaþingi Íslands í gær. „1. Á síðasta áratug var mjög eft- irtektarverður hagvöxtur í íslenska hag- kerfinu. Framleiðsla jókst um 38% á árabilinu frá 1992-2001 og landsfram- leiðsla á mann (mælt með tilliti til kaup- getu – ppp) náði 29.000 Bandaríkjadöl- um á árinu 2001 sem er með því hæsta sem þekkist í OECD-ríkjunum. Þessa frammistöðu má að miklu leyti þakka stefnu stjórnvalda í eflingu markaðs- búskapar, hagræðingu í opinberum rekstri, einkavæðingu og öðrum um- bótum sem hafa stuðlað að auknu frum- kvæði einstaklinga, fjárfestingu og hag- vexti. Góður árangur í að vinna bug á verðbólgu á fyrri hluta síðasta áratugar og hagstjórn sem miðaði að stöðugleika og festu lögðu grunn að hagvaxtar- skeiðinu. Mikilvæg í því sambandi var sú framsýni stjórnvalda og staðfesta við að ná tökum á fjármálum hins opinbera og snúa fjárlagahalla fyrri ára í afgang, lækkun á nettóskuldum ríkisins og greiðslur til þess að mæta framtíðar- skuldbindingum opinbera lífeyriskerfis- ins. 2. Hinn mikli vöxtur á seinni hluta síðasta áratugar leiddi þó til ofþenslu og innra sem ytra ójafnvægis í hagkerf- inu. Vöxturinn hófst með mikilli fjár- festingu sem leiddi til mikillar aukn- ingar í einkaneyslu er knúin var áfram af hröðum vexti útlána. Aukning þjóð- arútgjalda langt umfram þjóðartekjur leiddi til aukins viðskiptahalla sem náði hámarki á árinu 2000 í 10% af lands- framleiðslu og aukinnar verðbólgu. Ennfremur skapaði mikil útlánaaukning bankanna, sem að stórum hluta var fjármögnuð með erlendum lánum, aukna áhættu og lakari rekstrarstöðu í bankakerfinu. 3. Þróun efnahagsmála frá því snemma árs 2001 hefur einkennst af nokkrum árangri í glímu við sum þess- ara vandamála. Henni er þó ekki lokið; verðbólga jókst, hún er enn mikil og fel- ur í sér ógn við stöðugleika. Væntingar efnahagslífsins snerust við, m.a. vegna sam- dráttar í hagvexti erlendis. Innstreymi lánsfjár minnk- aði og gengi krónunnar tók að laga sig betur að und- irliggjandi efnahagsaðstæð- um. Gengið lækkaði hratt þar til síðla árs 2001 en hefur síðan rétt nokkuð úr kútnum. Í kjölfar gengis- lækkunarinnar er að komast á betra jafnvægi milli ytri og innri geira hag- kerfisins. Hagvöxtur minnkaði úr 5½% á árinu 2000 í 3% á árinu 2001 sem er nær raunhæfu langtímahagvaxtarstigi. Ennfremur færðist eftirspurn hratt frá neyslu og annarri innlendri eftirspurn til nettóútflutnings sem lagði 6 prósent- ur til hagvaxtar 2001 bæði vegna mikils samdráttar í innflutningi og drjúgs út- flutnings. Í kjölfarið minnkaði við- skiptahallinn niður í u.þ.b. 4½% af landsframleiðslu. Samtímis jókst 12 mánaða verðbólga þó verulega og var yfir efri þolmörkum verðbólgumark- miðs Seðlabankans allt frá júní 2001 og stóð í 8,7% í mars 2002. Meginorsakir verðbólgunnar eru verðhækkanir í kjöl- far gengislækkunarinnar. Aukna verð- bólgu má hins vegar einnig rekja til launahækkana sem hafa að meðaltali verið meiri en verðbólgan og til þenslu- áhrifa ríkissjóðs á árinu 2001, að mestu vegna hækkunar launa opinberra starfsmanna og annarra rekstrarút- gjalda umfram áætlanir. 4. Ný þjóðhagsspá frá 19. mars bend- ir til að enn hægi á hagvexti á árinu 2002 og að verg landsframleiðsla drag- ist saman um ½%. Landsframleiðsla verður þá nálægt eða rétt undir fram- leiðslugetu. Gert er ráð fyrir að aðlögun eftirspurnar og efnahagsstarfsemi al- mennt í átt að útflutningsgreinunum haldi áfram þar sem heimili og fyr- irtæki, sem nú eru mjög skuldsett, leit- ist við að laga stöðu sína. Ætlað er að viðskiptahallinn minnki í kjölfarið í 2% af landsframleiðslu. Áætluð aukning sparnaðar og minnkun viðskiptahalla eru forsendur sjálfbærs hagvaxtar til lengri tíma. Líkurnar á því að sjálfbær hagvöxtur taki við af núverandi aðlögun ráðast af því hvernig til tekst með hag- stjórnina. 5. Sendinefndin styður markmið Seðlabankans um að ná 12 mánaða verðbólgu undir efri þolmörk verð- bólgumarkmiðsins, þ.e. undir 4%, í árs- byrjun 2003 og nálægt 2½% markmið- inu í lok þess árs. Sendinefndin telur hins vegar hætt við að verðbólga verði ofan við þennan feril. Tölfræðileg grein- ing sögulegra gagna gefur til kynna að marktækur hluti áhrifa gengislækkunar krónunnar eigi enn eftir að koma fram og muni þrýsta á verðbólgu á næstu mánuðum. Verðbólguspá Seðlabankans byggist á tiltölulega hóflegum forsend- um um launabreytingar. Þær gætu orð- ið meiri vegna mikils launaskriðs og þess ef verðlagsmarkmið aðila vinnu- markaðarins (6,3%) heldur ekki í maí. Verðbólguvæntingar eru miklar, sam- anber nýlegar skoðanakannanir; þær gætu fest rætur og haft áhrif á kjara- viðræður og verðákvarðanir. Verðbólgu- spá Seðlabankans var ennfremur byggð á minni hagvexti á árinu 2001 en nú er ætlað. Að lokum má nefna að vöxtur endurhverfra viðskipta Seðlabankans og tilsvarandi vöxtur peningastærða benda til offramboðs á lausafé sem gæti unnið gegn hjöðnun verðbólgu í átt að settu marki. 6. Með þetta í huga telur sendinefnd- in að vaxtalækkunin hinn 26. mars hafi verið misráðin. Sendinefndin telur að peningamálaaðhald sé ónógt og gæti stuðlað að of miklu lausafé og meiri raunverulegri og væntri verðbólgu. Peningastefna sem byggist á verðbólgu- markmiði felur ennfremur í sér að ákvarðanir um vexti taki mið af að sam- ræmi sé á milli verðbólguspár og yf- irlýsts verðbólgumarkmiðs. Í þessu ljósi telur sendinefndin að ekki sé samræmi á milli vaxtalækkunarinnar og síðustu opinberu verð- bólguspár Seðlabankans sem fól í sér að verðbólga yrði 3% eftir tvö ár (½% yfir verðbólgumarkmiðinu) og yf- ir efri þolmörkum í ár miðað við núverandi og spáða verð- bólgu. 7. Litið fram á veg hvetur sendi- nefndin stjórnvöld peningamála til þess að hika ekki við að hækka vexti sjáist þess merki að verðbólga sé ekki á und- anhaldi eða ef verðbólga virðist ekki ætla að nást snemma árs 2 vera á varðber um um aukinn sem frá sams áframhaldandi ef þrýstingur unar á gengi myndi kalla nefndin leggur Seðlabankans unnar með inng aði í stað vaxt Álit sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðs Hvatt t verðbólg Se Seðlaban ingamála sé ekk 4% þolm sk Ekki samræmi á milli vaxta- lækkunarinnar og verðbólgu- spár Seðla- bankans GEIR H. Haarde, fjármálaráðherra segist vera ósammála því áliti sendi- nefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að vaxtalækkun Seðlabankans hinn 26. mars síðastliðinn hafi verið misráðin. Hann segir að gengisþróunin frá þeim degi sem vaxtalækkunin var ákveðin staðfesti að sú ákvörðun hafi verið rétt. Birgir Ísleifur Gunnarsson, seðla- bankastjóri, segir hins vegar að gagn- rýni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á vaxta- lækkunina staðfesti að það sé alltaf álitamál hvenær taka eigi slíkar ákvarðanir í peningamálum. Hann seg- ir að þegar hann hafi greint frá vaxta- lækkuninni hafi hann einmitt getið þess sérstaklega að þetta væri álita- mál. Staðfesting á að mikill árangur hefur náðst Um álit sendinefnar Alþjóðagjald- eyrissjóðsins almennt segist Geir H. Haarde vera ánægður. Þar komi fram hvað mikill árangur hafi náðst í efna- hagsmálum hér á landi á undanförnum árum. Þá segist hann sérstaklega ánægður með það sem nefndin segi um skattkerfisbr arnar sem st hafi beitt sé lok síðasta heildina litið sendinefndar sterkt og fyrir íslensk hagslíf. Gagnlegt Birgir Ísle ir að öll gag Seðlabankann fjölmiðlum, f fyrirtækjum, málamönnum vinnulífinu farna mánu verið sú að lítið og of se Umsagn Fj má ÁLIT ALÞJÓÐAGJALD- EYRISSJÓÐSINS Álit Alþjóðagjaldeyrissjóðsins(IMF) á íslenzkum efnahags-málum, sem birt var í gær, er að mörgu leyti jákvætt. Sjóðurinn telur stöðu ríkisfjármálanna t.a.m. sterka, þótt hann telji æskilegra að ná fram sparnaði í rekstrarútgjöldum en með því að draga úr fjárfestingu, eins og nú er stefnt að. Sjóðurinn fagnar ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að leggja á veiði- gjald, „sem er ætlað að ná til þeirrar rentu sem lykilauðlind þjóðarinnar gef- ur af sér“. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hrósar jafnframt nýlegum breytingum á skattalögum, sem færi íslenzka skattaumhverfið nær því sem gerist á alþjóðlegum vettvangi. Hörð gagnrýni sjóðsins á nýlega vaxtalækkun Seðlabankans hlýtur hins vegar að vekja athygli og ekki síður þær forsendur, sem sendinefnd sjóðsins gef- ur sér fyrir þeirri gagnrýni. Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn virðist í raun ekki hafa trú á því að verðbólgan geti orðið undir 4% í byrjun næsta árs og nálægt 2,5% markmiði bankans undir lok þess. Sendinefnd sjóðsins telur „hætt við að verðbólga verði ofan við þennan feril“. Hún telur að enn eigi verðlagsáhrif gengislækkunar krónunnar eftir að koma fram, að launabreytingar geti orðið meiri en Seðlabankinn gerir ráð fyrir, annars vegar vegna launaskriðs og hins vegar ef rauðu strikin í maí haldi ekki. Þá telur nefndin að miklar verðbólguvæntingar geti fest rætur og haft áhrif á kjaraviðræður og verð- ákvarðanir. Hagvöxtur sé meiri en Seðlabankinn hafi gert ráð fyrir og loks séu vísbendingar um offramboð á lausafé, sem vinni gegn lækkun verð- bólgu. Í ljósi þessa telur sendinefnd sjóðsins að vaxtalækkunin hafi verið misráðin og aðhald í peningamálum sé ónógt. Auk- inheldur segir nefndin að misræmi sé á milli vaxtalækkunarinnar og síðustu op- inberu verðbólguspár bankans og gefur þar með til kynna að bankinn hafi í raun ekki haft forsendur fyrir lækkuninni. Nefndin hvetur Seðlabankann því til að hika ekki við að hækka vexti ef þess sjá- ist merki að verðbólga sé ekki á und- anhaldi eða ætli ekki að nást undir 4% markið í byrjun næsta árs. Þetta álit Alþjóðagjaldeyrissjóðsins styrkir vissulega stöðu Seðlabankans í þeim umræðum, sem fram fara um hag- stjórnina og rennir stoðum undir þá af- stöðu bankans að rétt sé að fara afar varlega í vaxtalækkanir. Reyndar gagn- rýndi Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn líka vaxtalækkanir Seðlabankans á síðasta ári og þá töldu forsvarsmenn bankans að sjóðurinn byggði ekki álit sitt á nýj- ustu hagtölum frá Íslandi. Fyrst og fremst sýnir álit sjóðsins okkur þó enn og aftur fram á hversu gífurlega við- kvæm sú staða er, sem við erum nú í og hversu lítið má út af bera til þess að við missum verðbólguna aftur úr böndun- um. Ábyrgð allra, sem taka ákvarðanir sem haft geta áhrif á verðbólgustigið, er áfram mjög mikil. Ummæli sendinefndar Alþjóðagjald- eyrissjóðsins um íslenzka banka- og fjármálakerfið og stöðugleika þess eru jafnframt allrar athygli verð, ekki sízt þegar þau eru skoðuð í samræmi við fyrri álit og skýrslur sjóðsins undanfar- in misseri. Sjóðurinn hefur haft áhyggj- ur af því að aukin áhætta hafi skapazt í fjármálakerfinu og geta þess til að bregðast við áföllum hafi minnkað. Sjóðurinn hefur hamrað á því að nauð- synlegt sé að gera kröfur um hærra eig- infjárhlutfall bankastofnana og veita Fjármálaeftirlitinu skýra lagaheimild til að krefjast hærra eiginfjárhlutfalls banka, þar sem áhætta er talin mikil. Sjóðurinn hefur talið vanta upp á að laga-, reglugerðar- og eftirlitsumhverfi standist samanburð við það bezta sem gerist. M.a. hefur hann talið Fjármála- eftirlitið of veikt. Í áliti sínu nú telur Alþjóðagjaldeyr- issjóðurinn stjórnvöld hafa náð árangri við að taka á ýmsum veikleikum í reglum varðandi starfsemi og eftirlit á fjármálamarkaði. Eiginfjárstaða banka hafi m.a. styrkzt, fjármálastöðugleiki hafi batnað og jafnframt stjórn fjár- málastofnana. Regluverk og eftirlit hafi verið eflt og Fjármálaeftirlitið sýnt frumkvæði í starfi sínu. Þá sé í undir- búningi löggjöf, sem tryggi betra eftir- lit með fjármálastofnunum. Engu að síður segir sjóðurinn að reglur um framlög banka á afskrifta- reikning útlána séu lakari en bezt gerist erlendis, að nauðsynlegt sé að fylgjast með veðum og framlagi í varasjóði, sér- staklega vegna raunlækkunar fast- eignaverðs. „Sé litið út fyrir bankakerf- ið þá geta lán lífeyrissjóða á skulda- bréfum myndað lánaáhættu sem ekki er nægilega fylgzt með. Lán á skuldabréf- um til tengdra fjármálafyrirtækja eyk- ur hagsmunatengsl og gæti valdið freistnivanda sem kynni að hindra markvissa innri áhættustjórnun,“ segir í álitinu. Þá leggur sendinefndin til að hertar verði reglur um lágmarksstaðla fyrir áhættuflokkun útlána, framlög í af- skriftareikning og veðmat. Hún virðist með öðrum orðum ekki telja útlána- stefnu fjármálastofnana nægilega trausta. Þá leggur hún til að „oftar verði framkvæmd athugun á staðnum hjá fjármálastofnunum og fylgzt verði náið með ört vaxandi lánum á skuldabréfum og á fjárfestingabankastarfsemi“. Aukinheldur bendir IMF á að end- urhverf viðskipti Seðlabankans hafi í vaxandi mæli komið í stað venjubund- innar fjármögnunar banka og hafi nú- verandi umfang þeirra „brenglað starf- semi á peningamarkaði“. Það hlýtur að vera umhugsunarefni að jafnvirt alþjóðastofnun og Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn geri ítrekað jafn- veigamiklar athugasemdir við reglur og eftirlit á fjármálamarkaði á Íslandi og raun ber vitni. Menn hljóta að spyrja hvort athugasemdir og áhyggjur sjóðs- ins byggist á því að hann telji almennt vera undirliggjandi veikleika í fjár- málakerfinu og starfsemi fjármálafyr- irtækja á Íslandi – sem hlýtur að veikja tiltrú manna á kerfinu í heild ef rétt er – eða hvort athugasemdir hans séu til- komnar vegna einstakra fjármálastofn- ana. Mat sjóðsins í þessum efnum bygg- ist að verulegu leyti á þeim upplýs- ingum, sem hann fær frá hérlendum stjórnvöldum og eftirlitsstofnunum og það er kannski fremur í verkahring þeirra en talsmanna sjóðsins að svara þeim spurningum, sem hljóta að vakna við lestur álita hans. Alltént er afar mikilvægt að stjórnvöld bregðist áfram við athugasemdum Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins í þessum efnum og geri þær breytingar til úrbóta, sem hann leggur til. Ella er hætta á að tiltrú viðskipta- vina fjármálakerfisins, bæði innlendra og erlendra, dvíni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.