Morgunblaðið - 04.04.2002, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 33
t undir 4% þolmörkin
2003. Stjórnvöld ættu að
rgi gagnvart vísbending-
n verðbólguþrýsting, svo
spili launa og verðlags,
offramboði á lausafé eða
myndast á ný til lækk-
i krónunnar. Allt þetta
á vaxtahækkun. Sendi-
r áherslu á að viðleitni
til að verja gengi krón-
gripum á gjaldeyrismark-
tahækkunar vinnur gegn
verðbólgumarkmiðinu og að inngripin
eru gagnslítil til lengri tíma litið.
8. Endurhverf viðskipti Seðlabankans
hafa aukist mjög og eru nú útistandandi
um það bil 90 milljarðar króna. Þau
hafa í vaxandi mæli komið í stað venju-
bundinnar fjármögnunar banka og hef-
ur núverandi umfang þeirra brenglað
starfsemi á peningamarkaði. Þau kunna
einnig að hvetja til aukinnar áhættu og
skammtímastöðutöku. Við leggjum til
endurskoðun á endurhverfum viðskipt-
um Seðlabankans til að bæta stýringu
bankans á lausafé. Viðvarandi spurn
eftir lausafé sem ekki samrýmist verð-
bólgumarkmiðinu bendir til að stýri-
vextir séu of lágir og að þá ætti að
hækka.
9. Hlúa verður að trúverðugleika
verðbólgumarkmiðsstefnunnar sem
kynnt var í mars 2001 á upphafsskeiði
hennar. Fyrst og fremst verður það
gert með því að fylgja peningastefnu
sem dregur hratt úr verðbólgu niður í
verðbólgumarkmiðið eins og gert er ráð
fyrir í verðbólguspá Seðlabankans. Í
þessu sambandi er mikilvægt að Seðla-
bankinn sé frjáls að því að nýta nýfeng-
ið sjálfstæði í beitingu stjórntækja
sinna til þess að fylgja aðhaldssamri
peningastefnu án þrýstings frá öðrum
stofnunum hins opinbera. Því til við-
bótar myndi gagnsæi, fyrirsjáanleiki og
trúverðugleiki peningamálastefnunnar
eflast ef bankastjórn Seðlabankans
héldi reglulega vaxtaákvörðunarfundi
og gæfi í kjölfar þeirra út yfirlýsingu
þar sem greint yrði ítarlega frá for-
sendum ákvörðunar hennar. Slíkt fyr-
irkomulag tíðkast í mörgum ríkjum sem
fylgja verðbólgumarkmiði.
10. Þrátt fyrir verulegan óróa á
skuldabréfa- og gjaldeyrismarkaði var
bankarekstur arðsamur og eiginfjár-
staða banka styrktist. Árið 2001 jókst
hagnaður viðskiptabankanna, meðal
annars vegna meiri vaxtamunar, hag-
ræðingar og hagstæðra áhrifa verð-
bólgu á efnahagsreikning banka. Hins
vegar var afkoma sparisjóða lakari
vegna meiri tapaðra útlána og seinvirk-
ari hagræðingaraðgerða. Vanskil jukust
umtalsvert árið 2001 vegna áhrifa
minnkandi eftirspurnar á neyslu- og
smásölumarkaði og öðrum heimagrein-
um. Bankarnir brugðust við með því að
leggja meira á afskriftareikning útlána
en enn eru reglur um afskriftaframlög
lakari en best gerist erlendis.
11. Líta þarf til ýmissa áhættuþátta
sem varða fjármálastöðugleika. Reiknað
er með að gæði lánasafna versni enn á
árinu 2002 vegna minni efnahagsum-
svifa. Nauðsynlegt er að fylgjast með
veðum og framlagi í varasjóði, sérstak-
lega vegna raunlækkunar fasteigna-
verðs. Sé litið út fyrir bankakerfið þá
geta lán lífeyrissjóða á skuldabréfum
myndað lánaáhættu sem ekki er nægi-
lega fylgst með. Lán á skuldabréfum til
tengdra fjármálafyrirtækja eykur hags-
munatengsl og gæti valdið freistnivanda
sem kynni að hindra markvissa innri
áhættustjórnun. Ef verðbólga og lækk-
un fasteignaverðs fer saman um lengri
tíma gæti áhætta Íbúðalána-
sjóðs og lífeyrissjóða vaxið
vegna þess að greiðslubyrði
verðtryggðra veðlána og
annarra skulda eykst.
12. Stjórnvöld hafa náð
verulegum árangri við að
taka á veikleikum í reglum
sem varða starfsemi og eft-
irlit á fjármálamarkaði sem bent var á í
svonefndri FSSA skýrslu (e. Financial
Stability Assessment Report) árið 2001.
Fjármálaeftirlitið lagði sérstaka áherslu
á að bankar ykju eigið fé sitt. Viðleitni
stjórnvalda hefur þegar skilað betri
rekstrar- og þjóðhagsvísbendingum
sem notaðar eru til að meta fjármála-
stöðugleika og einnig bættri stjórn fjár-
málastofnana. Sendinefnd sjóðsins fagn-
ar því að regluverk og eftirlit með
fjármálastofnunum hefur verið eflt.
Einnig fagnar sendinefndin frumkvæði
sem gætt hefur í starfi Fjármálaeft-
irlitsins. Í framhaldi af þessu leggur
nefndin til að hert verði ákvæði um lág-
marksstaðla fyrir áhættuflokkun útlána,
framlög í afskriftareikning og veðmat.
Einnig er mælst til að oftar verði fram-
kvæmd athugun á staðnum hjá fjár-
málastofnunum og fylgst verði náið með
ört vaxandi lánum á skuldabréfum og á
fjárfestingarbankastarfsemi. Leggja
ber áherslu á samþykkt og framkvæmd
laga sem eru í undirbúningi. Gera má
ráð fyrir að þau geri kleift að hafa betra
eftirlit með innbyrðis tengdri fjármála-
starfsemi, opni fyrir eftirlit á sam-
stæðu-grundvelli með vensluðum fyr-
irtækjum og leggi til reglur sem miða
að því að eiginfjárreglur banka taki mið
af áhættu í starfsemi þeirra. Sendi-
nefndin fagnar þeirri ákvörðun stjórn-
valda að fylgja eftir athugun sjóðsins á
fjármálastöðugleika frá árinu 2001 með
framhaldsúttekt.
13. Viðleitni til að styrkja ríkisfjár-
málin hefur skilað sterkri stöðu rík-
issjóðs og sendinefndin telur það skyn-
samlegt langtímamarkmið hjá stjórn-
völdum að stefna að sveiflujöfnuðum
afgangi sem nemur að meðaltali 1% af
VLF. Þetta myndi stuðla að meiri þjóð-
hagslegum sparnaði og tryggja hinu
litla opna íslenska hagkerfi nauðsynlegt
borð fyrir báru gegn ytri áföllum. Halli
á fjármálum hins opinbera árið 2002 er
áætlaður um ½% af VLF sem er
nokkru meira en hallinn árið 2001.
Samt stuðla fjárlög ársins 2002 að sam-
drætti ef leiðrétt er fyrir hagsveiflunni.
Sendinefndin er sammála stjórnvöldum
að þetta sé nauðsynlegt til að bæta fyrir
umframeyðslu síðustu ára. Einnig stuðl-
ar þetta að styrkari ytri stöðu og leið-
réttingu í átt að markmiðinu að halla-
lausum ríkisfjármálum. Samt sem áður
væri það æskilegra í ljósi þarfarinnar á
að efla hagvöxt og framleiðni að sparn-
aðaraðgerðir sneru að rekstrargjöldum
fremur en fjárfestingu eins og nú er
stefnt að. Vöxtur rekstrargjalda á
kostnað fjárfestingar er ekki sjálfbær
stefna og gæti leitt til útgjaldaþenslu í
framtíðinni. Í þessu sambandi hvetur
sendinefndin stjórnvöld til að auka aga í
fjármálum ríkissjóðs og bæta skipu-
lagningu í fjárlagagerð. Það
er einnig álit nefndarinnar
að í fjármálum ríkissjóðs
skuli horfa til lengri tíma og
gera þau gagnsærri með því
að taka upp áætlanir til
nokkurra ára þar sem tekinn
er upp ákveðinn útgjald-
arammi og markmið um hag-
sveifluleiðréttan rekstrarafgang. Jafn-
framt að auka umfang fjárlagaumsýslu
og skýrslugerðar þannig að hún taki til
allra opinberra aðila samkvæmt skil-
greiningu á grundvelli þjóðhagsreikn-
inga.
14. Umfangsmiklar skipulagsumbæt-
ur stjórnvalda í því skyni að auka skil-
virkni og vaxtarmöguleika hagkerfisins
eru lofsverðar. Skatta-breytingar sem
tóku gildi árið 2002 endurbæta skatt-
heimtu af tekjum, einkum vegna sparn-
aðar og fjárfestingar, og færa íslenska
skattaumhverfið nær því sem gerist á
alþjóðavettvangi. Sendinefndin fagnar
ákvörðuninni um veiðigjald sem er ætl-
að að ná til þeirrar rentu sem lyk-
ilauðlind þjóðarinnar gefur af sér.
Sendinefndin lítur einnig til þeirrar ætl-
unar að halda áfram að lækka skuldir
hins opinbera með einkavæðingu
margra ríkisfyrirtækja sem var frestað
árið 2001 vegna markaðsaðstæðna. Í
þessu samhengi hvetur sendinefndin
stjórnvöld til að huga að því að auka
hlutverk einkarekstrar í þjónustugrein-
um sem nú eru reknar af hinu opinbera
svo sem á sviði heilsugæslu og mennt-
unar. Skref í þessa átt gætu bætt þjón-
ustuna og létt á útgjaldabyrði hins op-
inbera. Sendinefndin leggur einnig til
að hugað verði að aðgerðum til að auka
frjálsræði á vinnumarkaði svo sem að
leyfa meiri breytileika í launahækkun-
um til að endurspegla betur framleiðni-
mismun á milli atvinnugreina og fyr-
irtækja. Það myndi stuðla að tilfærslu
og hagkvæmri nýtingu vinnuafls og
framleiðslutækja,“ segir að lokum í áliti
sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
sins á íslenskum efnahagsmálum, sem nefndin kynnti sér 18.–27. mars síðastliðinn
til vaxtahækkunar ef
ga er ekki á undanhaldi
endinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir að vaxtalækkun
nkans 26. mars hafi verið misráðin. Hvetur nefndin stjórnvöld pen-
a til að hika ekki við að hækka vexti sjáist þess merki að verðbólga
ki á undanhaldi eða ef verðbólga virðist ekki ætla að nást undir
mörk snemma árs 2003. Annars segir nefndin að umfangsmiklar
kipulagsbreytingar stjórnvalda í því skyni að auka skilvirkni
og vaxtamöguleika hagkerfisins vera lofsverða.
Viðleitni til að
styrkja ríkis-
fjármálin hefur
skilað sterkri
stöðu ríkis-
sjóðs
reyting-
tjórnvöld
r fyrir í
árs. Á
ð sé álit
rinnar
jákvætt
kt efna-
t álit
ifur seg-
gnrýni á
n, frá
fjármála-
stjórn-
m og at-
undan-
uði, hafi
bankinn lækkaði vexti of
eint. „Nú kemur Alþjóða-
gjaldeyrissjóðurinn og gagnrýnir
þessa ákvörðun og telur að hún hafi
ekki átt rétt á sér á
þessum tíma,“ segir
Birgir Ísleifur. „Það
staðfestir það sem ég
sagði, hvað þetta er
ávallt mikið álita-
mál.“
Um annað sem
fram kemur í áliti
sendinefndarinnar
segir Birgir Ísleifur
að Seðlabankinn taki
alltaf mark á því sem
sjóðurinn láti frá sér
fara. Sendinefndin
komi hingað til lands
til að leiðbeina
stjórnvöldum, bæði
Seðlabankanum og
öðrum. Allt sem nefndin segi sé skoðað
rækilega í bankanum þótt ýmsar að-
stæður geri það að verkum að ekki sé
hægt að fara eftir öllu sem nefndin
leggi til. Álit hennar sé þó mjög gagn-
legt.
Viðurkenning á þeim árangri
sem náðst hefur
Gunnar Þ. Andersen, framkvæmda-
stjóri alþjóða- og fjármálasviðs Lands-
banka Íslands, segir að álit sendi-
nefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sé
að stórum hluta viðurkenning á þeim
árangri sem náðst hefur í íslenskum
efnahagsmálum, á áhættudreifingu í
hagkerfinu, aukinni fjölbreytni, hag-
vexti og kaupgetu. Um gagnrýni á
vaxtalækkun Seðlabankans segir hann,
að hafa verði í huga að hagkerfið hér á
landi sé mjög lítið og sá tími sem taki
að snúa því við sé styttri en í stærri
hagkerfum. Margt jákvætt hafi verið
að gerast að undanförnu sem skapi
rými fyrir þennan umsnúning. Lands-
bankinn styðji því heilshugar vaxta-
lækkun Seðlabankans og hann sé því
ekki sammála áliti sendinefndarinnar
hvað þetta varðar. Margir ágætir
punktar séu hins vegar í álitinu og
ágætar ábendingar á ýmsum sviðum.
nir um álit sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
jármálaráðherra er ósam-
ála gagnrýni á vaxtalækkun
Birgir Ísleifur
Gunnarsson
Geir H.
Haarde
Gunnar Þ.
Andersen