Morgunblaðið - 04.04.2002, Síða 38

Morgunblaðið - 04.04.2002, Síða 38
MINNINGAR 38 FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Unnur Brynj-ólfsdóttir fædd- ist í Reykjavík 3. nóvember 1933. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 25. mars síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Brynjólfur Sighvats- son, f. 14.9. 1911, d. 12.1. 1943, og Hans- ína G. Guðmunds- dóttir, f. 14.11. 1913, d. 10.9. 1998. Systkini Unnar, samfeðra, eru Sig- ríður, Haukur og Benedikt og sammæðra eru Friðrik, Guðmundur, Sigurður og Nína. Unnur ólst upp hjá föð- urforeldrum sínum, Þóru Svein- björnsdóttur og Sighvati Brynj- ólfssyni á Bergstaðarstræti 43 í Reykjavík. Unnur giftist 25. des- ember 1958 Garðari Jónssyni skipstjóra frá Ísafirði, f. 21.5. 1931, d. 29.7. 1986. Börn Unnar og Garðars eru: 1) Brynjólfur Jón, f. 1958, kona hans er Her- dís Egilsdóttir. Dætur þeirra eru Tara Ósk, Rakel María og Ásdís Agla. Fyrir átti Brynjólfur Unni og Sverri. 2) Þórir, f. 1960, kona hans er Sigríður Lovísa Kristjánsdóttir. Börn þeirra eru Guðrún, Bryndís Eir og Bjarki. 3) Sesselja Guðríður, f. 1961. Dóttir hennar er Íris Dögg. 4) Rúnar, f. 1964, kona hans er Petr- ína Konráðsdóttir. Börn þeirra eru Anton Smári, Garð- ar og Sara Kristín. 5) Hrönn, f. 1974, maður hennar er Guðni Birgisson. Börn þeirra eru Jason og Anna Ragnheiður. Fyrir átti Garðar synina Brynjólf og Garðar Smára. Fyrstu árin bjuggu þau Unnur og Garðar á Ísafirði en upp úr 1960 fluttu þau til Flateyrar og bjuggu þar allan sinn búskap. Ári eftir að Garðar lést, ein- ungis 55 ára gamall, flutti Unn- ur til Reykjavíkur. Hún byrjaði ung að vinna. Áður en hún kynntist Garðari vann hún lengst af á saumastofunni Lady í Reykjavík. Á Flateyri vann hún í fiskvinnslu, sjálfstæðum sauma- skap og við ýmis afgreiðslustörf. Einnig tók hún virkan þátt í kvenfélagsstörfum þar. Eftir að Unnur flutti suður starfaði hún við afgreiðslu hjá Hagkaup allt þar til heilsan gaf sig. Unnur bjó á Hrafnistu í Reykjavík sl. 2 ár. Útför Unnar fer fram frá Ás- kirkju í dag og hefst athörfnin klukkan 15. Það að ung Reykjavíkurmær skyldi giftast sjómanni frá Ísafirði og flytjast þangað með honum finnst manni lýsa mömmu mjög vel því hún hikaði ekki við að taka áskorunum og það gerði hún þá og virtist hún una sér mjög vel fyrir vestan. Vann úti við, var í kvenfélaginu og ekki má gleyma spilaklúbbnum. Mamma var kjarnakona, eignaðist fjögur börn á rétt rúmum fimm ár- um og svo kom eitt örverpi 10 árum eftir það. Það var því aldrei friður og ró í kringum mömmu, alltaf nóg að gera. Hún mamma var mikil hann- yrðakona, saumaði út margar falleg- ar myndir sem prýða veggi heimila okkar og annarra. Einnig prjónaði og heklaði hún mikið, bæði fyrir sig og aðra, barnaföt og kjóla sem eru hrein listaverk. Fyrstu árin bjuggu foreldrar okk- ar á Ísafirði en fluttu síðan til Flat- eyrar. Lengst af bjuggu þau á Drafnargötu. Þar ólumst við systk- inin upp og með sanni má segja að það hafi ekki gengið hljóðlaust fyrir sig því fyrirferðin var mikil þar sem samankomnir voru fjórir krakkar miserfiðir og ekki minnkaði hávað- inn þegar mamma skarst í leikinn því henni lá hátt rómurinn þegar á þurfti að halda og ekki veitti af. Þeg- ar við komumst á unglingsárin fæddist litla systir sem varð strax mikill augasteinn pabba og okkar allra. Þegar pabbi dó aðeins 55 ára gam- all varð mikil breyting hjá mömmu sem þá varð einstæð móðir með yngstu systir okkar 12 ára og þurfti hún nú að takast á við breytta tíma því eins og hún sagði „Ég hef lifað í vernduðu umhverfi hjá honum pabba ykkar.“ En auðvitað klikkaði mamma ekki frekar en fyrri daginn tók á þeim málum sem þurfti og það vel. Ári eftir að pabbi dó flutti mamma til Reykjavíkur og keypti íbúð á Njálsgötunni þar sem þær mæðgur settust að en við hin systk- inin vorum flutt að heiman töluvert áður. Mömmu leið vel að vera komin aftur til Reykjavíkur en sælan stóð ekki lengi yfir því um haustið 1995 greindist hún með krabbamein í lungum sem þó var góðkynja og var hluti af öðru lunganu fjarlægður. Mamma komst aftur á skrið og þá kom annað áfall, hún greindist með Alzheimer og fljótlega eftir það varð hún að hætta að vinna. Í ágúst 1999 greindist hún með eitlakrabbamein og í september það ár var hún lögð inn á Landakot á „gamalmenna- ganginn,“ ekki einu sinni orðin „lög- legt gamalmenni“ eins og hún sagði sjálf frá. Þar leið henni mjög vel og síðar flutti hún á Hrafnistu í Reykja- vík deild G2. Þar naut hún frábærr- ar umönnunar starfsfólks Hrafnistu sem gerði í því að láta henni líða vel og það tókst því svo sannarlega því hún var mjög ánægð með dvölina þar og leið virkilega vel í því um- hverfi sem þar er. Veikindin hennar héldu áfram að sækja að henni og mest var Alzheimer-sjúkdómurinn áberandi en kom henni ekki að sök því hún tók því með jafnaðargeði þrátt fyrir að minnið væri að gefa sig en fortíðin var henni ekkert vanda- mál, þar klikkaði minnið ekki, og það sem í nútíðinni var kom bara aðeins „öðruvísi“ út. Okkur er öllum sérstaklega minn- isstætt þegar hún fyrir aðeins rúmu einu og hálfu ári hélt ræðu í brúð- kaupi yngstu systur okkar þar sem efnið var „allt er gott sem endar vel“ og þegar svo er komið er tími til kominn að fara að sofa. Við vitum að mamma fór að sofa svefninum langa mjög sátt við veru sína hérna megin og við sína nánustu. Ekki er langt síðan að hún var vel ferðafær, um jól og áramót stundaði hún fjölskyldu- veislurnar af miklu kappi. Það var föstudaginn 22. mars að henni sló niður og fljótlega varð ljóst að nú væri henni alvara enda kláraði hún málið á þremur dögum og lést í svefni að morgni mánudagsins 25. mars sl. Þegar andlát hennar bar að vor- um við samt ekki undir það búin en vitum þó að henni líður vel þar sem hún er. Það er okkar ákvörðun að hún skuli „sett niður“, eins og hún hefði sjálf orðað það, hérna í Reykja- vík því eftir nærri 30 ára búsetu á Flateyri var hún mikill Vestfirðing- ur í sér. Við systkinin minnumst mömmu okkar á margan hátt, hún var glaðleg, dugleg og aldrei fór hún í fýlu eða móðgaðist við nokkurn mann og það segir allt sem segja þarf um hana móður okkar. Hennar verður sárt saknað en minningin lif- ir. Börnin. Með kveðju til ömmu minnar, sem var alltaf svo dugleg og hugrökk. Hvíldu í friði. Ó, minning, minning. Líkt og ómur fjarlægra söngva, líkt og ilmur deyjandi blóma berast orð þín að hlustandi eyrum mínum. Eins og lifandi verur birtast litir og hljómar hinna liðnu daga, sem hurfu sinn dularfulla veg út í dimmbláan fjarskann og komu aldrei aftur. (Steinn Steinarr.) Kær kveðja, Íris Dögg. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. (V. Briem.) Elsku amma, það var alltaf gaman að koma til þín á Hrafnistu, þú varst allaf til í að leika og gefa nammi- mola. Mamma segir að þú eigir heima uppi í himninum hjá Guði núna, við horfum þá bara upp þegar við viljum tala við þig og segja góða nótt við þig á kvöldin. Takk fyrir allt, elsku amma. Jason og Anna Ragnheiður. Nei, Nína systir, gaman að sjá þig! Þetta var alltaf kveðjan sem ég fékk þegar ég heimsótti Unni síð- ustu árin. Síðan kynnti hún mig fyrir þeim sem nærstaddir voru. Dagarn- ir voru svolítið misjafnir hjá henni upp á síðkastið og heilsa hennar svo- lítið breytileg frá degi til dags, en kveðjan var alltaf sú sama. Við fund- um vel þann skyldleika sem með okkur var þó að við værum ekki ald- ar upp saman. Það var ekki auðvelt fyrir mömmu að vera einstæð móðir, í vist hjá vandalausum og Brynjólf- ur, pabbi Unnar, sýktur af berklum og var á Vífilsstöðum. Því var það, að föðurforeldrar Unnar tóku hana til sín nýfædda og veit ég að hún var augasteinn ömmu sinnar Þóru og ekki hægt að taka barnið frá henni þegar mamma hafði loks tækifæri til. Þar sem ég er 11 árum yngri var Unnur orðin unglingur þegar ég man hana fyrst. Þá vann hún í kjöt- búð í Ingólfsstræti og gaf mér alltaf kjötbollu í smjörpappír til að narta í og ég man ennþá bragðið. Seinna fór hún svo að vinna við sauma og var mjög lagin við það og varð síðar mikil hannyrðakona. Ekki veit ég um öll þau listaverk sem hún taldi út og saumaði bæði fyrir sig og aðra, en mörg eru þau og hvert öðru fallegra. Hún eignaðist síðar prjóna- vél og var jafnlagin við hana og út- sauminn og naut ég þess eins og margir aðrir að fá frá henni prjóna- föt á börnin. Og margir eru kjólarnir sem hún handprjónaði og voru alveg listaverk. Ég hef aldrei skilið hvenær henni gafst tími fyrir hannyrðirnar, þar sem þau Garðar voru með stórt heimili og hún vann einnig utan heimilis og þá gjarna við fiskverkun. Fór á fætur í býtið og var kannski búin að flaka í 2 til 3 tíma þegar venjulegur vinnutími hófst í frysti- húsinu. Þó að ég eigi minningar um hana og fólkið á Bergstaðastrætinu frá unga aldri kynntumst við eiginlega ekki fyrr en ég og mamma fórum á gamla Skodanum mínum, ásamt tveimur eldri börnunum mínum, í heimsókn til þeirra Garðars vestur á Flateyri. Garðari þótti ég bjartsýn að ferðast alla þessa leið á Skoda og gerði óspart grín að mér fyrir. En Skodinn hafði þetta af og ferðin gekk vel og var mjög ánægjuleg. Ég þarf nú ekki að taka það fram að þau tóku óskaplega vel á móti okkur. Nokkrum árum seinna langaði okk- ur Guðmund að fara til Mallorka og þurftum því að koma börnunum í pössun. Unnur bauð mér strax að taka þau. Ekkert mál. Hana munaði ekki um 2 börn í viðbót við sín börn sem þá voru orðin 4. Eftir að Garðar dó tók hún sig upp og flutti til Reykjavíkur með Hrönnina litlu sem var orðin ein heima af börnunum og fljótlega eftir það fór hún að vinna hjá Hagkaup- um og þar vann hún meðan heilsan leyfði. Hún veiktist af krabbameini og á svipuðum tíma einnig af alzheimer sjúkdómi og smátt og smátt gekk á krafta hennar og getu til að vera heima. Svo fór að hún þurfti að fara á Hrafnistu og þar kunni hún vel við sig. Enda varla hægt annað þar sem starfsfólkið á deild G 2 var einstak- lega hlýlegt og umhyggjusamt. Þeim vil ég þakka fyrir alla hlýju sem henni var sýnd og eins okkur að- standendum hennar fyrir sérstaka alúð og umhyggjusemi þessa síðustu daga sem við vorum hjá henni. Við fundum að hún var í góðum höndum. Kær systir er kvödd. Guð blessi hana. Nína og fjölskylda. Unni Brynjólfsdóttur kynntist ég fyrst í ársbyrjun 1961, þegar hún í kalsaveðri fluttist til Flateyrar frá Ísafirði. Eiginmaður hennar, Garðar Jónsson, hafði þá nýlega tekið við skipstjórn á báti frá Flateyri, sem var í minni umsjá. Undu þau ekki að- skilnaði, svo brugðið var á það ráð að Garðar kom við í Bolungarvík á heimleið úr róðri, en þar beið Unnur hans á bryggjunni ásamt börnum þeirra og búslóð. Æðruleysi hennar og harka, sem hún sýndi við ferðina til Flateyrar og komuna þangað í af- takaveðri, fylgdu henni til æviloka. Í rúm tuttugu ár urðu Unnur og Garðar nánustu vinir okkar hjónanna. Á miðjum sjöunda ára- tugnum þegar svo sannarlega var dökkt útlit í rekstri sjávarútvegs byggðum við samliggjandi íbúðir á Flateyri. Í því nábýli þróuðust enn frekar góð samskipti fjölskyldna okkar, sem héldust á meðan við Gunnhildur bjuggum á Flateyri og vinátta þeirra kvennanna hélst svo lengi sem við var komið, en Gunn- hildur lést á síðasta ári. Eins og fram kemur í Flateyrar- myndinni „Í faðmi hafsins“ er enn spiluð kanasta á Flateyri. Á þeim ár- um sem þær bjuggu hlið við hlið, Unnur og Gunna, var kanasta spiluð vikulega með Maju á Stöðinni og Stínu Önna Páls. Unnur hafði gott tóneyra og söng gjarnan jazz í góðra vina hópi á gleðistundum. Henni var margt til lista lagt. Í hjónunum Unni Brynjólfsdóttur og Garðari Jónssyni eignuðumst við góða vini. Blessuð sé minning þeirra. Jón Gunnar Stefánsson. UNNUR BRYNJÓLFSDÓTTIR Góður félagi og ágætur samstarfsmað- ur í þrjá áratugi, Þor- geir K. Þorgeirsson, er látinn. Ég kynntist Þorgeiri árið 1968 þegar ég hóf störf hjá Pósti og síma. Þorgeir gegndi þá starfi aðalend- urskoðanda stofnunarinnar sem var yfirgripsmikið ábyrgðarstarf enda stofnunin með starfsemi um land allt og að mörgu að hyggja. Mér var snemma ljóst að þar fór vandaður maður og hæverskur. Sýndar- mennska var honum ekki að skapi. Þorgeir hafði hafið störf hjá Pósti ÞORGEIR ÞORGEIRSSON ✝ Þorgeir KristinnÞorgeirsson fæddist á Hrófá í Steingrímsfirði í Strandasýslu 17. júní 1931. Hann lést á Landspítalanum 22. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgrímskirkju 2. apríl. og síma árið 1958, sama ár og hann lauk námi í viðskiptafræði, og valdist snemma til ábyrgðarstarfa. Þegar undirbúningur að gíró- þjónustu hófst hér á landi í lok sjöunda ára- tugarins leiddi Þorgeir það verkefni af hálfu Pósts og síma og ég held að ekki sé á neinn hallað þegar ég segi að Þorgeir hafi átt stærstan þátt í því að gíróþjónustu var kom- ið á hér á landi árið 1971. Þorgeir var síðan ráðinn fyrsti forstöðumaður Póstgíróstof- unnar. Gíróþjónusta var mikið framfaraspor á sviði greiðslumiðl- unar og þótt aðrir valkostir í þeim efnum séu nú fyrir hendi er gíró enn vinsælt greiðsluform, svo vel hefur þessi þjónusta staðist tímans tönn. Árið 1976 urðu miklar skipulags- breytingar hjá Pósti og síma. Þor- geir var þá skipaður einn af fram- kvæmdastjórum stofnunarinnar og gegndi því starfi í um tuttugu ár eða þar til hann lét af störfum. Hann hafði í því starfi m.a. yfirumsjón með fasteignum Pósts og síma, bæði rekstri og nýbyggingum, starfsmannamálum og skóla- og fræðslumálum. Fjöldi fasteigna var mikill, starfsemin um allt land og mikil ábyrgð hvíldi á Þorgeiri vegna þessa. Ekki var þó minni sú ábyrgð sem fylgdi starfsmanna- og fræðslumálum, en það eru mikilvæg og oft viðkvæm mál sem áríðandi er að vel sé sinnt. Þegar mest var, var starfsmannafjöldinn hátt á þriðja þúsund, starfsstéttir fjölmargar og stéttarfélög einnig. Í þessu starfi fann Þorgeir sig vel og hæfileikar hans í mannlegum samskiptum nutu sín ágætlega. Þó að ég hafi ekki hitt Þorgeir oft síðastliðin ár eða eftir að við hætt- um störfum hjá Pósti og síma var mér kunnugt um að hann gekk ekki heill til skógar. Þegar ég hitti hann síðast átti ég þó ekki von á að fráfall hans væri svo skammt undan. Með Þorgeiri er genginn góður drengur. Við Þorbjörg sendum El- ínu og fjölskyldu innilegar samúð- arkveðjur. Guðmundur Björnsson.                                  !" ! !  !       $% &'   !!" # $! ##  %&' (% !!"  !#) * *(!+ (% !!" , "-! ! ##  # .#% ! ##  /   0 *!"  *$% ! ##  1 23& (!!" 4 #% !!" 0"&5%  ! ##  -$!#  % !!" %50"(!!"+

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.