Morgunblaðið - 04.04.2002, Síða 45

Morgunblaðið - 04.04.2002, Síða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 45 bók er talin mjög vel heppnuð og skemmtileg. Þar lærði ég að þekkja og meta þau tök sem Jóhanna hafði á íslensku máli og þekkingu á bók- menntum. Og nú þegar Menning- arsjóður þingeyskra kvenna vinnur að því að gefa út bók um hugverk kvenna var gott að eiga Jóhönnu að með hvatningu og stuðning sem á eftir að setja svip á bókina en verst þótti henni að vera ekki nógu hress til að takast á við þetta verkefni. Ég held að það verði hluti einhvers ann- ars að tíunda ritverk Jóhönnu, en ég get ekki látið það vera að geta þess hve mér þóttu þættirnir í útvarpinu, Á bökkum Laxár, skemmtilegir og fræðandi. Stundum þegar þungt var yfir fundum hafði Jóhanna einstakt lag á því að lauma inn gamansögu eða lít- illi vísu til að létta andrúmsloftið. Það eru margar minningar bæði ljúfar og sárar sem koma upp í hug- ann en verða ekki tíundaðar hér, en efst er mér í huga þakklæti fyrir samfylgdina. Ég sendi börnum Jóhönnu og öll- um aðstandendum innilegar samúð- arkveðjur. Hólmfríður Pétursdóttir, Víðihlíð. Kveðja frá Landeigendafélagi Laxár og Mývatns Þegar vorið er í nánd og sólin hækkar á lofti förum við í huganum úr tötrum vetrarins. Við verðum bjartsýnni en áður og tilbúin til að takast á við verkefni hversdagsins af meiri krafti. Stórhugur þessi var- ir auðvitað ekki að eilífu en þegar sólin skín er eins og áætlanir okkar verði að veruleika á auðveldari hátt. Sumir eru gæddir þeim hæfileika að hafa alltaf vor í húsum sínum hvernig sem viðrar. Tími til fram- kvæmda er nægur, eldhugur fylgir málefnum og miklu er komið í verk. „Vorið er meiriháttar ævintýri,“ sagði Jóhanna í Árnesi eitt sinn er hún í vorþulu sinni minntist á blóm- in sem spretta, rjúpur sem læðast í lyngi og börnin sem hafa nóg að gera við að smala lömbum. Í ljóði eftir hana um lítinn hyl er bleikja við lækjarbakka og svanur býr í sefinu. Þar á bæ ríkir æsku- gleði. En öll vor enda og við ævilok eru sporin á bökkum Laxár orðin mörg og það var mikið ævintýri það mikla lífsstarf sem innt var af hendi í Ár- nesi í Aðaldal. Því dagsverki verða ekki gerð skil með fáeinum orðum en í því fólst uppbygging stórbýlis, mikil þátttaka í félagsmálum bændafólks og brautryðjandastarf í náttúruvernd og þaðan komu barna- bækur, ljóð og sagnir sem eiga eftir að vera ómetanlegur fróðleikur til framtíðar. Jarðvistin er ekki eilíf og eftir langan og á stundum erfiðan dag er víst að allir verða að hvílast. Þá dimmir yfir og líkjast dagarnir vor- hretunum þegar blómin drúpa höfði og fuglarnir flýja hreiðrin með kuldahljóðum. Þegar svo er komið getur verið ljúft að varpa frá sér þjáningunum, skilja líkamann eftir, fá að taka í hönd Meistarans og ganga með honum um garðinn þar sem blómin brosa. Þá er líka gott að setjast niður í grænt grasið, fá smyrsl á sárin, hitta ástvini sem héðan eru farnir og sumir langt um aldur fram. Þá vorar líka í dalnum og bjarma slær á vesturfjöllin. Við Laxána verður morgunninn undurfagur. Þar syngja þrestir á greinum, sefið vex og dafnar og endurnar vitja hreiðra sinna. Þá speglast hólmarnir í ánni í allri sinni litadýrð, málverk myndast á vatnsfletinum, hófsóleyjar brosa mót birtunni og hunangsflugur vakna. Stutt frá má sjá sporðaköst þar sem spegilfagrir laxar eru til- búnir að takast á við fossa og flúðir. Á kveðjustund er fátt um orð og dagsverkið í Árnesi verður ekki launað með veraldlegum hlutum úr því sem nú er komið. Landeigend- afélagi Laxár og Mývatns eru efst í huga þakkir fyrir þá umhyggju sem Jóhanna bar fyrir umhverfi sínu og sendir fjölskyldu hennar samúðar- kveðjur. Atli Vigfússon. Elsku Birgir, með nokkrum orðum, ætlum við að kveðja þig. Það kvarlaði ekki að mér þegar ég kíkti við hjá þér í sumar að við ættum ekki eftir að hittast oftar í þessu lífi, þú varst hress og skemmtilegur að vanda og sýndir mér og barnabörnum BIRGIR OTTESEN ✝ Birgir Ottesenvar fæddur á Ak- ureyri 12. febrúar 1943. Hann lést á sjúkrahúsi Akureyr- ar 6. mars síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Sigfríður Rós- rún Hóseasdóttir og Þorkell Valdimar Ottesen. Eiginkona Birgis er Guðrún Margrét Antonsdóttir. Birgir á fjögur börn, þau eru Halla, Víkingur, Bríet og Inga Vala. Systkini Birgis eru Ragna, Soffía, Einar, Unnar og Arnljótur. Áður átti Þorkell Ástu sem er látin og Svavar. Birgir stundaði sjómennsku mestan hluta ævi sinnar. Útför Birgis fór fram frá Ak- ureyrarkirkju 18 mars. mínum, stoltur, þriggja daga gamla hvolpa, síð- ar gafstu þeim einn hvolpinn.Við eigum eft- ir að sakna þess að hitta þig ekki, þegar við eig- um leið norður. Öll vitum við að við fæðumst til að deyja en dauði þinn var samt ekki tímabær. Þakka þér góð kynni í gegnum árin, elsku Biggi okkar. Guð geymi minningu um góðan dreng. Ég veit þú fékkst engu, vinur, ráðið um það, en vissulega hefði það komið sér betur, að lát þitt hefði ekki borið svo bráðan að. Við bjuggumst við að hitta þig oft í vetur. og nú var um seinan að sýna þér allt það traust, sem samferðafólki þínu hingað til láðist að votta þér. Það virtist svo ástæðulaust að vera að slíku fyrst daglega til þín náðist. (Tómas Guðmundsson.) Elsku Didda, börn, tengda- og barnabörn, systkini og tengdafólk. Við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ástrún Lilja, Sveinbjörn Baldur, Guðrún Ragna og fjölskylda. Elsku langafi. Ég sakna þín mikið og nú ertu kominn til guðs. Þú varst orðinn gamall og þreytt- ur. Þú varst orðinn veikur og vild- ir komast til guðs og nú líður þér vel. Meðan þú lifðir varstu mjög góður maður og alltaf þegar ég GUÐJÓN GUNNAR JÓHANNSSON ✝ Guðjón GunnarJóhannsson fæddist á Skjaldfönn í Nauteyrarhreppi í Norður-Ísafjarðar- sýslu 15. júní 1910. Hann lést á Land- spítalanum – há- skólasjúkrahúsi við Hringbraut 7. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Áskirkju 19. mars. kom í heimsókn bauðst þú mér brjóst- sykur, við bjuggum til stafi úr tommu- stokknum þínum og við spiluðum stundum saman. Alltaf þótti mér vænt um langafa og hann kallaði mig stundum Kristínu sjöttu því ég var sú sjötta sem var skírð í höfuðið á langömmu. En nú ertu búinn að fá góðar móttökur hjá guði og ég veit að langamma er mjög sorgmædd og ég big guð að blessa hana. Ég bið guð almáttugan að passa langafa vel. Þín Kristín sjötta. ()             @ 67    )&$) ( &  '* ) ((L;        !  /   !"  :% &: %  -(!!" .#$  ##  *-(!!"  1 M!(!! # -(! ##  $!47#"!!" -! -(! ##  ,   !#!!" % !-(! ##  2 !  !!"     5" 5((5+ ()    .   < # < 77%9 ,79  % *! = 3&                  !  4     -. !"  :% & , %*!"  !#7+- ##   $, ! ##  0 !, ! ##          !#9 4 ##  - %  !!" )  !#&'! ##  %5*%&#!"   *% (! ## +           #      + 6     A"!#I7 '*# ) ( !'- ) ! JL     0    +$           !  5 %     !  '%  & *& 2+9" 1 + *& ! ##  31!  *+ *& !!"  !#&'! ##  " *& !!" % ) %  ##  5"5+ 7                 1    #LC     !"   ++          !  4  !"  :% &:  !#%  ##   ),+ *!!" 1 % !" 7* ) * *(! ##   !#&'% !" &59'1 ! ##  1 )!% !" 8*+!# ##        5"5+    ! )  @912: 5 *  , !!#5*(   / %/  %  &           !  >  !"  :% &  1!!" .#  ! ##  7   !!" #!  ! ##  &52+  ! ##   *0" ! ##   $ *(! ##  5* $!!" 3&+ *(! ##  % !# $ !" 2  *(! ##  $!1 )!!"+ 7              2  7 ' (B#"( !*!## ) ( !' #$  $*          &           $%  *"! ! !  =< !&' 4   ! ;,?  &  " #! ##   &5 *!!" 1 * #! ##  % *  '7* !# !!"      5"5+ 7   ?      !       !".    92921:%% D%2E   3 @.>  8  ,!                  !  *     A  ! ) &B -.     9% &: 6       <   #  !  ;     ::+&:$C:9C::$$ 1 %&5  1 !!" " &5 !3 +

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.