Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 51 EFTIR spennandi lokaumferðir í áskorendaflokki á Skákþingi Ís- lands urðu fjórir skákmenn jafnir og efstir: Sævar Bjarnason, Snorri G. Bergsson, Sigurbjörn Björnsson og Páll Agnar Þórarinsson. Þessir fjórir skákmenn þurfa að tefla inn- byrðis um þau tvö sæti sem áskor- endaflokkurinn veitir í landsliðs- flokki á Skákþingi Íslands. Lokastaðan er sanngjörn í ljósi þess, að sigurvegararnir voru í for- ystu á mótinu nánast frá upphafi. Lokaumferðin var hápunktur mótsins. Fyrir hana voru þeir Sæv- ar og Snorri efstir með 6 vinninga, en Sigurbjörn og Páll Agnar komu næstir með 5½ vinning. Það var því ljóst að þessi hópur mundi berjast um sigurinn. Snorri varð fyrstur þeirra fjórmenninga til að semja jafntefli, en andstæðingur hans var Davíð Kjartansson. Þar með virtist Sævar vera kominn í vænlega stöðu til að sigra á mótinu. Hann hafði fengið stigalægsta andstæðing þeirra fjögurra, Halldór Pálsson, sem er með 1.870 stig. Það hefði því mátt ætla að sigurlíkur hans væru umtalsverðar. Halldór hefur hins- vegar reynst mörgum stigahærri skákmanninum skeinuhættur í gegnum tíðina og hélt jöfnu. Þeir Sigurbjörn og Páll Agnar náðu síð- an þeim Sævari og Snorra með því að sigra andstæðinga sína. Lokaröð efstu manna í áskorendaflokki varð þessi: 1.–4. Sævar Bjarnason, Snorri Bergsson, Sigurbjörn Björnsson og Páll Agnar Þórarinsson 6½ v. 5.–6. Ingvar Þór Jóhannesson og Halldór Pálsson 5½ v. 7.–10. Davíð Kjartansson, Sig- urður Páll Steindórsson, Atli Hilm- arsson og Haraldur Baldursson 5 v. 11.–13. Róbert Harðarson, Jón Árni Halldórsson og Einar Kr. Ein- arsson 4½ v. o.s.frv. Keppendur í áskorendaflokki voru 20. Búið er að draga um töfluröð vegna aukakeppninnar um sætin tvö í landsliðsflokki: 1. Sigurbjörn Björnsson 2. Páll Agnar Þórarinsson 3. Sævar Bjarnason 4. Snorri Bergsson Stefnt er að því að aukakeppnin hefjist í næstu viku. Í opnum flokki sigraði Björn Kafka, en hann hafði tryggt sér sig- urinn fyrir lokaumferðina: 1. Björn Kafka 7½ v. 2. Hjalti Andrason 6½ v. 3.–4. Kristján Hreinsson og Atli Freyr Kristjánsson 6 v. 5.–7. Anna Björg Þorgrímsdóttir, Karl Steingrímsson og Aðalsteinn Thorarensen 5½ v. 8.–11. Aron Ingi Óskarsson, Við- ar Másson, Stefán Daníel Jónsson og Valdimar Leifsson 5 v. 12. Arnljótur Sigurðsson 4½ v. o.s.frv. Í opna flokknum hóf 21 keppandi þátttöku en 5 hættu keppni. FIDE Grand-Prix hafið í Dubai Í gær hófst öflugt útsláttarmót á vegum FIDE í Dubai, sem er eitt þeirra sjö furstadæma sem mynda Sameinuðu arabísku furstadæmin. Mótið er haldið í húsnæði Skák- og menningarfélags Dubai, sem státar m.a. af því að eiga stærsta skáksal sem nokkurt taflfélag hefur látið byggja. Félagsmenn eru hins vegar einungis 107. Þrátt fyrir það hefur félagið haft yfirburði samanborið við önnur taflfélög á þessum slóðum í 15 ár. Þátttakendur á útsláttar- mótinu eru: 1. Zhu Chen – Ruslan Ponom- ariov 2. Anatoly Karpov – Loek Van Wely 3. Ye Jiangchuan – Alexe Dreev 4. Kiril Georgiev – Predrag Nikolic 5. Mohamad Al-Modiahki – Pet- er Leko 6. Joe Lautier – Maxim Novik 7. Peter Acs – Alexander Khal- ifman 8. Veselin Topalov – Sergey Karjakin 9. Alexander Grischuk – Alex- ander Morozevich 10. A.R. Saleh Jasim – Teimour Radjabov 11. Evgeny Bareev – Vassily Iv- anchuk 12. Jaan Ehlvest – Etienne Bacrot 13. Peter Svidler – N. D. Short 14. Alexei Shirov – A. Moussa Othman 15. Zurab Azmaiparashvili – Slim Belkhodja 16. Viswanathan Anand – Moussa Taleb FIDE gerir mjög ákveðnar kröf- ur til keppenda. Forseti FIDE get- ur gert kröfu til þess að þeir að klæðist á ákveðinn hátt. Þeir verða að veita viðtöl og taka þátt í öðrum uppákomum ef styrktaraðilar mót- ins eða skipuleggjendur þess óska eftir því. Þá verða þeir þátttakend- ur sektaðir sem ekki mæta á opn- unarathöfnina eða aðra viðburði samkvæmt ákvörðun forseta FIDE. Íslandsmót grunnskólasveita – stúlknaflokkur Íslandsmót grunnskólasveita, stúlknaflokkur, verður haldinn sunnudaginn 7. apríl nk. í húsa- kynnum Skáksambands Íslands í Faxafeni 12, Reykjavík. Hver skóli má senda margar sveitir. Sveitirnar verða skipaðar fjórum keppendum (auk varamanna). Mótið hefst kl. 13 og tefldar verða 7 umferðir, 2 x 15 mín. eftir Monrad-kerfi. Skráning fer fram á skrifstofu Skáksambands Íslands, sími 568 9141 kl. 10–13 virka daga, og með tölvupósti: siks@simnet.is. SKÁK Taflfélag Reykjavíkur SKÁKÞING ÍSLANDS 23.–31. mars 2002 Aukakeppni um sæti í landsliðsflokki Daði Örn Jónsson      1. 100 fm skrifstofuhæð. 2. 140 fm skrifstofuhæð. 3. Gott skrifstofuherbergi með aðgangi að kaffistofu og snyrtingu. 4. 75 fm gott skrifstofuherbergi með sér kaffiaðstöðu og snyrtingu. Eignarhaldsfélagið Kirkjuhvoll, traust fasteignafélag sem sérhæfir sig í útleigu á atvinnuhúsnæði, sími 892 0160, fax 562 3585. Náttúrulækningafélag Reykjavíkur, Laugavegi 7, 101 Reykjavík, sími 552 8191 Aðalfundur NLFR Aðalfundur Náttúrulækningafélags Reykjavíkur verður fimmtudaginn 11. apríl nk. kl. 20.00. Fundurinn verður haldinn á Hótel Esju. Dagskrá: ● Venjuleg aðalfundarstörf. Veitingar í boði félagsins. Stjórnin. Félag hjartasjúklinga á Reykjavíkursvæðinu minnir félagsmenn á aðalfund félagsins á Hótel Sögu „Ársal“ laugardaginn 6. apríl 2002 kl. 14:00. Venjuleg aðalfundarstörf. Fræðsluerindi. Stjórnin.   matvælaiðnaður, heild- verslun, dreifingar- eða þjónustufyrirtæki 900 fm gott húsnæði við Garðatorg, Garðabæ (Hagkaupshúsið), þar af skrif- stofur 150 fm. Sérlóð. Góð gámaað- staða. Næg bílastæði. Hluti húsnæðisins er í dag innréttaður fyrir matvælaiðnað. Góð starfsmannaaðstaða. Má skipta í smærri einingar. Tvennar góðar inn- keyrsludyr. Hagstætt leiguverð. Eignarhaldsfélagið Kirkjuhvoll, traust fasteignafélag sem sérhæfir sig í útleigu á atvinnuhúsnæði, sími 892 0160, fax 562 3585. ATVINNUHÚSNÆÐI HÚSNÆÐI Í BOÐI Til leigu 200 fm einbýlishús á besta stað í Fossvogi, frá og með 1. maí nk., leigist til lengri tíma. Leigist eingöngu reglusömu og skilvísu fólki. Umsóknir sendist til augl.deildar Mbl. fyrir 6. apríl, merktar: „Leiga—12154“. KENNSLA „Printmaking Workshop“ verður haldið á verkstæði Íslenskrar grafíkur, Tryggvagötu 17, Rvk., dagana 6. apríl og 13.— 14. apríl 2002. Laugardaginn 6. apríl verður „Monotype Workshop“ frá kl. 10—17. Þátttökugjald 5.000 kr. Efni innifalið. Laugardaginn 13. og sunnudaginn 14. apríl verður „Copper Etching Work- shop“ frá kl. 10—17. Þátttökugjald 8.000 kr. Efni innifalið. Kennari verður málarinn og grafíklistamaður- inn Mark Brosseau frá Bandaríkjunum, Fulbright-styrkþegi á Íslandi. Kennt verður á ensku. Upplýsingar gefur Mark í síma 849 6767. ÞJÓNUSTA Húsbyggjendur! Húsasmíðameistari með 3 vana menn getur bætt við sig verkefnum. Hef mikla reynslu jafnt í nýbyggingum sem viðhaldi. Get verið meistari, byggingarstjóri og gert verðtilboð ef óskað er. Jónas, sími 863 9371. ÝMISLEGT Heimavinna óskast! Á fundi í Reyðarfirði 2. apríl sl. sagði iðnaðar- ráðherra stjórnvöld hafa unnið heimavinnuna sína. Óska eftir opinberum gögnum um lögmæti, arðsemi og sjálfstæð möt vegna Kárahnjúkavirkjunar. Áhugamaður um opinbera stjórnarhætti. Uppl. sendist augldeild Mbl., m: „H — 12159“. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 5  182448  Landsst. 6002040419 VII I.O.O.F. 11  182448½  G.H. Í kvöld kl. 20.00 kvöldvaka í umsjón Bjargs. Veitingar og happdrætti. Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, kl. 20.00. Mikill söngur og vitnisburðir. Ræðumaður Teodor Petersen. Allir hjartanlega velkomnir. www.samhjalp.is . Aðaldeild KFUM, Holtavegi 28. Fundur í kvöld kl. 20.00. Efnisheimurinn og kristin- dómurinn. Efni: Dr. Jón Tómas Guðmunds- son. Upphafsorð: Salvar Geir Guðgeirsson. Hugleiðing: Sr. Bragi Friðriksson. Allir karlmenn velkomnir. www.kfum.is Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Bænastund kl. 19.00. Biblíufræðsla kl. 20.00. Högni Valsson kennir um skírnir: Vatnsskírn og aðrar skírnir í Biblíunni. Allir hjartanlega velkomnir. R A Ð A U G L Ý S I N G A R Skeifan — verslunarhúsnæði til leigu Eitt besta verslunarhúsnæðið í ný uppgerðu húsi í Skeifunni. Stærð um 820 m². Næg bílastæði. Frábært auglýsingagildi. Upplýsingar í síma 894 7997.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.