Morgunblaðið - 04.04.2002, Side 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
Lágmúla og Smáratorgi
opið kl. 8-24
alla daga
VAXTALÆKKUN Seðlabankans
hinn 26. mars síðastliðinn var mis-
ráðin að mati sendinefndar Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins. Sendinefndin tel-
ur að peningamálaaðhald sé ónógt og
gæti stuðlað að of miklu lausafé og
meiri raunverulegri og væntri verð-
bólgu. Geir H. Haarde fjármálaráð-
herra segist ósammála þessu áliti
sendinefndarinnar. Gengisþróunin
frá því Seðlabankinn lækkaði vexti
staðfesti að það hafi verið rétt
ákvörðun.
Birgir Ísleifur Gunnarsson seðla-
bankastjóri segir hins vegar að
gagnrýni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
staðfesti að það sé alltaf álitamál
hvenær taka eigi ákvarðanir um
vaxtalækkun, eins og hann hafi bent
á í ræðu á ársfundi bankans er vaxta-
lækkunin var tilkynnt.
Sendinefndin kynnti sér íslensk
efnahagsmál á fundum með fulltrú-
um stjórnvalda dagana 18.-27. mars
síðastliðinn. Í áliti sendinefndarinn-
ar segir að hún hvetji stjórnvöld pen-
ingamála til þess að hika ekki við að
hækka vexti sjáist þess merki að
verðbólga sé ekki á undanhaldi eða
ef verðbólga virðist ekki ætla að nást
undir 4% þolmörkin snemma árs
2003.
Sendinefndin segir að á síðasta
áratug hafi orðið mjög eftirtektar-
verður hagvöxtur í íslenska hagkerf-
inu. Landsframleiðsla á mann hafi
verið með því hæsta sem þekkist í
OECD-ríkjunum. Þessa frammi-
stöðu megi að miklu leyti þakka
stefnu stjórnvalda í eflingu markaðs-
búskapar, hagræðingu í opinberum
rekstri, einkavæðingu og öðrum um-
bótum sem hafi stuðlað að auknu
frumkvæði einstaklinga, fjárfest-
ingu og hagvexti.
„Góður árangur í að vinna bug á
verðbólgu á fyrri hluta síðasta ára-
tugar og hagstjórn sem miðaði að
stöðugleika og festu lögðu grunn að
hagvaxtarskeiðinu,“ segir í áliti
sendinefndarinnar. „Mikilvæg í því
sambandi var sú framsýni stjórn-
valda og staðfesta við að ná tökum á
fjármálum hins opinbera og snúa
fjárlagahalla fyrri ára í afgang,
lækkun á nettóskuldum ríkisins og
greiðslur til þess að mæta framtíð-
arskuldbindingum opinbera lífeyris-
kerfisins.
Hins vegar segir sendinefndin að
hinn mikli vöxtur á seinni hluta síð-
asta áratugar hafi þó leitt til of-
þenslu og innra sem ytra ójafnvægis
í hagkerfinu.
Seðlabankinn nýti sér
nýfengið sjálfstæði sitt
Sendinefndin styður markmið
Seðlabankans um að ná 12 mánaða
verðbólgu undir efri þolmörk verð-
bólgumarkmiðsins, þ.e. undir 4%, í
ársbyrjun 2003 og nálægt 2½%
markmiðinu í lok þess árs. Sendi-
nefndin telur hins vegar hætt við að
verðbólga verði ofan við þennan fer-
il. Þá segir nefndin mikilvægt að
Seðlabankinn sé frjáls að því að nýta
nýfengið sjálfstæði í beitingu stjórn-
tækja sinna til þess að fylgja að-
haldssamri peningastefnu án þrýst-
ings frá öðrum stofnunum hins opin-
bera.
Viðleitni til að styrkja ríkisfjár-
málin segir nefndin að hafi skilað
sterkri stöðu ríkissjóðs og hún telur
það skynsamlegt langtímamarkmið
hjá stjórnvöldum að stefna að
sveiflujöfnuðum afgangi sem nemur
að meðaltali 1% af vergri landsfram-
leiðslu (VLF). Þetta myndi stuðla að
meiri þjóðhagslegum sparnaði og
tryggja hinu litla opna íslenska hag-
kerfi nauðsynlegt borð fyrir báru
gegn ytri áföllum.
Hagvöxtur á síðasta áratug eftirtektarverður að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
Vaxtalækkun Seðla-
bankans var misráðin
Hvatt/32
FJÖGURRA daga opinber heim-
sókn Davíðs Oddssonar, forsætis-
ráðherra Íslands, til Víetnam
hófst í gær. Phan Van Khai, for-
sætisráðherra Víetnam, tók á
móti hinum íslenska starfsbróður
sínum við hátíðlega athöfn við
forsetahöllina en þetta er í fyrsta
skipti sem íslenskur forsætisráð-
herra heimsækir landið. Með í för
Davíðs er eiginkona hans, Ástríð-
ur Thorarensen, auk Ólafs Egils-
sonar sendiherra og embættis-
manna úr forsætisráðuneytinu og
utanríkisráðuneytinu. Þá er og
með í för íslensk viðskipta-
sendinefnd, skipuð á annan tug
fulltrúa frá fjórtán íslenskum fyr-
irtækjum.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Fyrsta heimsókn íslensks
forsætisráðherra til Víetnam
Bjóða íslenska/4
FULLTRÚI frá rannsóknarnefnd
flugslysa í Noregi, sem stjórnar yf-
irstandandi rannsókn á alvarlega
flugatvikinu við Gardermoen-flug-
völl við Ósló 22. janúar sl., þegar
Boeing 757-200 vél Flugleiða hætti
við lendingu, kom til landsins í gær
ásamt áheyrnarfulltrúa frá banda-
rísku Boeing-verksmiðjunum til að
fara yfir málsatvik með hluta áhafn-
ar vélarinnar.
Rætt verður við flugmennina tvo
og yfirflugfreyju í fluginu og einnig
við forsvarsmenn flugdeildar Flug-
leiða. Í samvinnu við rannsóknar-
nefnd flugslysa á Íslandi verður síð-
an farið yfir gögn málsins til að
kortleggja framhald rannsóknarinn-
ar. Gert er ráð fyrir að vinnan hér-
lendis standi yfir fram að helgi.
Að sögn Þormóðs Þormóðssonar,
formanns rannsóknarnefndar flug-
slysa, miðar rannsóknin einungis að
því að komast að því hvað gerðist yfir
Gardermoen-flugvelli og að því að
reyna að koma í veg fyrir að slíkt
endurtaki sig.
Flugatvikið
við Gardermoen
Stjórnandi
rannsóknar
hérlendis
LYFJAÞRÓUN hf. og breska fyr-
irtækið Bespak plc. hafa nýlega und-
irritað samstarfssamning um rann-
sóknir og þróun á nýjum lyfja-
formum sem hægt er að gefa með
nefúða. Lyfjaþróun mun leggja til þá
þekkingu sem þarf til að þróa ný
lyfjaform og sjá um lyfjarannsóknir
en Bespak þá tækni sem til þarf við
sjálfa lyfjagjöfina sem og markaðs-
setningu.
Sveinbjörn Gizurarson, prófessor
og framkvæmdastjóri Lyfjaþróunar,
segir að samstarfssamningurinn sé
gífurlega mikilvægur fyrir fyrirtæk-
ið og geri því kleift að verða leiðandi í
þróun nefúðalyfja í heiminum. Með
tilkomu þessa samnings breytist
áherslurnar hjá Lyfjaþróun töluvert,
eða úr því að vinna aðallega að rann-
sóknum yfir í þróun lyfja.
Greint var frá samningi fyrirtækj-
anna á hlutabréfamarkaðnum í
Lundúnum, London Stock Ex-
change, í gær. Einnig var sagt frá
samningnum í vefútgáfu Financial
Times.
Mun betri staða en áður
Að sögn Sveinbjörns hefur Besp-
ak leitað lengi að samstarfsaðila til
að færa út starfsemi fyrirtækisins.
Hann segir að samningur fyrirtækj-
anna geri það að verkum að
Lyfjaþróun sé nú komið í mun betri
stöðu til að þróa lyfjaform en áður.
Til viðbótar við þá þekkingu sem var
fyrir í fyrirtækinu bætist nú aðgang-
ur að tækni við lyfjagjöf og greiðari
aðgangur að mörkuðum. Bespak
greiði kostnað og fái afnotarétt af
hluta þeirrar þekkingar sem verði til
í samstarfinu en Lyfjaþróun verði
eigandi einkaleyfa.
Lyfjaþróun hf. hefur samstarf við
breskt fyrirtæki um þróun nefúðalyfja
Gert kleift að
verða leiðandi
í heiminum
Frá rannsóknum/C4
VERÐMUNUR á lausasölulyfjum í
apótekum á höfuðborgarsvæðinu er
allt að 40%, samkvæmt niðurstöðum
könnunar ASÍ á lyfjaverði sem
greint var frá í gær. Segir ASÍ verð-
mun milli lyfjaverslana mikinn, bæði
á lausasölulyfjum og lyfseðilsskyld-
um lyfjum. „Meiri tilhneiging hefur
verið til hækkunar hjá elli- og ör-
orkulífeyrisþegum,“ segir ASÍ jafn-
framt í niðurstöðum könnunarinnar.
Fram kemur í samanburði á
hækkunum á lyfjaverði milli nóvem-
ber 2001 og mars 2002, að afsláttur
apóteka til sjúklinga hafi minnkað í
kjölfar reglugerðar um þátttöku al-
mannatrygginga í lyfjakostnaði sem
tók gildi um síðustu áramót. Hafi
hún leitt til hærra lyfjaverðs til sjúk-
linga, að sögn ASÍ.
Mikill munur á lyfja-
verði í apótekunum
Rimaapótek lægst/18